Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982. Áfengi og tóbak hækkar um 8% ■ Verð á áfengi og tóbaki hækkaði nú eftir helgina um 8%. Sem dæmi um verð á þessurn vörum eftir hækkun þá kostar brennivínsflaskan nú 282 kr. (var á 261 kr.) pólskur vodki 393, bandarískur vodki 405 kr. og algeng tegund af viskí 393 kr. Sígarettupakk- inn fer nú í 28.90 kr. Flugstöðin f Keflavík rafmagnslaus er eldingu sló niður f spennistöð: „HREINT NEYÐARÁSTAND” — segir Grétar Haraldsson flugafgreiðslustjóri en neyðarljósin dugðu aðeins í tvo tfma og er hlánaði fór allt á flot f stöðinni vegna leka „Á við sturtubað f vegabréfsskoðuninni” Stúdenta leikhús med „Bent” eftir M. Sherman ■ Stúdcntaleikhús Háskóla Islands mun n.k. sunnudag frumsýna leikritið „Bent'* eftir Martin Sherman en þetta er fyrsta sýning ieikhússins eftir að það var endurvakið í janúar 1981. Frum- sýning verður í Tjamarbíói Leikstjóri er Inga Bjarnason, þýð- andi Rúnar Guðbrandsson sem jafn- framt er aðstoðarleikstjóri. Með aðal- hlutverk fara Andres Sigurvinsson, Magnús Ragnarsson, Árni Pétursson og Þórarinn Eyfjörð en alis tóku um 50 manns þátt í uppfærslunni. Leik- mynd annaðist Karl Asperlund. Leikritið gerist í fangabúðum nasista í scinni heimsstyrjöldinni og fjallar um líf og kjör fanganna. Það hefur verið sýnt víða um heim og allsstaðar vakið mikla athygli. - FRI Haffari SH seldi afla f Fleetwood ■ Haffari Sh 275 frá Grundarfirði seldi í gær afla í Fleetwood í Englandi og er Haffari þar með eitt fyrsta skipið, og fyrsta íslenska fiskiskipið sem selur í Flcctwood eftir að höfnin þar opnaði eftir að hafa vcrið lokuð f tæpt ár. Samkvæmt upplýsingum Kristjáns Ragnarssonar formanns LÍÚ seldi Haffari 41.5 tonn af góðum fiski og fengust 767 þúsund krónur fyriraflann, eða um 18.50 krónur fyrir hvert kólógramm. Svo virðist því sem að viðræður LÍÚ og scndinefndarinnar frá Fleetwood sem var hér fyrr í þcssum mánuði, séu þegar farnar að bera nokkurn árangur. Buðu Flect- wood-menn í viðræðum upp á lægstu löndunargjöld oglöndunarkostnaðsem þekkist í Brctlandi, ef íslenskir útgerð- armenn vildu selja þar afla. Einnig var rætt um ákveðiðlágmarksverð, þannig að íslensku skipin slyppu við fiskupp- boðin, ef af sölum yrði. - ESE Alþingi Hótað að fella fjáröflunar- frumvarp ■ Ragnar Arnalds fjármálaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi um skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Er hér um að ræða framlengingu á lögum um tekju- stofn, sem reiknað cr með í fjárlögum fyrir næsta ár. Frumvarpið var lagt fram í efri deild. Eiður Guðnason tilkynnti að þingmenn Alþýðuflokksins mundu greiða atkvæði á móti frumvarpinu. Aðrir tóku ekki til máls og var málinu vísað til nefndar. Hér er um að ræða eitt af fylgifrumvörp- um fjárlaga. Ef Sjálfstæðismenn greiða einnig allir atkvæði á móti frumvarpinu verður því hætt í neðri deild, þar sem mál falla á jöfnum atkvæðum ef öll stjómar- andstaðan er á móti. En í efri deild eru stjórnarsinnar í meirihluta og ætti fmm- varpið að renna greiðlega f gegn þar. ■ „Það er alveg óhætt að segja að hreint neyðarástand hafi skapast hér er rafmagnið fór af húsinu og í þessu óveðri kom beriega í Ijós hve stöðin hér er vanbúin ef svona kemur upp á“ sagði Grétar Haraldsson flugafgreiðslustjóri í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli í sam- tali við Tímann en á sunnudag í óveðrinu er þá skall á hér SV-lands sló eldingu niður í litla spennistöð við flugstöðina með þeim afleiðingum að allt rafmagn fór af húsinu. Gerðist þessi atburður um fimm leytið og var rafmagnið ekki komið á aftur fyrr en eftir kl. 21. „Þetta kom á ákaflega slæmum tíma því við vorum með um 300 farþega í stöðinni. Það sýndi sig að neyðarljósin eru mjög bágborin, loguðu þau aðeins í um tvo tíma auk þess sem þau þurftu að vera um tíu sinnum fleiri svo gagn væri að“ sagði Grétar. „Því þurftu farþegarnir að vera hér í myrki mestan þennan tíma því ófært var til Reykjavík- ur. Að vísu var náð í kerti en birtan af þeim dugði skammt." Vatnsflaumur „Þegar svo hlánaði um kvöldið kom mikill leki í stöðina, vatnið fossaði niður á einum átta stöðum í húsinu, ekki í dropum heldur bunum. Sem dæmi má nefna að við vegabréfsskoðunina var vatnsflaumurinn á við meðal sturtubað" sagði Grétar og lét hann þess ennfremur getið að ekki hefði ástandið batnað við það að í fríhafnarversluninni sjálfri sprakk heitavatnsofn með þeim afleið- ingum að allt fór á flot þar. Að þessum 300 farþegum voru annars- vegar Lundúnafarþegar og hinsvegar farþegar á leið til Chicago/Baltimore og sagði Grétar að til þess ráðs hefði verið gripið að hafa Bandaríkjafarþeganna um borð í DC-8 vél og var þeim þar boðið upp á kaffi og með því. Þeim leiddist þó setan er til lengdar dró og komu aftur inn í stöðina. Byggingin vanhæf „Það má segja að fólkið hafi fengið smjörþefinn af hve þessi bygging er í rauninni vanhæf er svona kemur upp á. Neyðarljósin eru alltof fá til dæmis er aðeins eitt slíkt í allri innritunni auk þess sem þau entust í alltof skamman tíma., Þegar rafmagnið fer svo af þá virka ekki rafmagnshurðirnar hér og þegar um er að ræða að eldingu slær niður hefði alveg eins mátt búast við að eldur kviknaði í húsinu en til þess hugsar maður með hryllingi" sagð Grétar. Hann sagði að tollgæslan hefði nú gert mjög ákveðnar tillögur til úrbóta enda ekki hægt að láta þá sinna störfum sínum í myrkri en það sem fyrst og fremst þyrfti að gera væri að bæta neyðarljósaástand- ið. - FRI „Harma ef um- mæli mín hafa verið misskilin” — Við nánari athugun reyndist þetta vera haganlega gerð brúða í fullri líkamsstærð ■ „Ég sá manninn liggja þversum á veginum, beinl fyrir framan bflinn, og mér rétt tókst að beygja þannig að ég æki ekki yfir hann.“ Þannig sagðist Herði Davíðssyni, frá Efri-Vík, Landbroti frá í samtali við Tímann í gær, er hann lýsti þeirri óskemmtilegu reynslu sinni frá í fyrrakvöld, er hann ásamt Ijölskyldu sinni voru á leið til Reykjavíkur, og óku fram á það sem þau töldu vera mann, liggjandi hreyfingarlaus, efst í Kömbunum. Við nánari athugun reyndist þetta var haganlega gerð brúða í fullri líkamsstærð. „Klukkan var um ellefu, þegár ég var staddur efst í Kömbunum," sagði Hörður," og það var mikið myrkur og þoka. Ég snarhemlaði að sjálfsögðu og þaut út úr bíinum til mannsins. ásamt konu minni og dætrum, sem voru reyndar á undan mér til hans. Okkur var auðvitað mjög brugðið, að halda að við hefðum rétt getað afstýrt því að aka yfir manninn, og létti því einnig því meir, þegar við komum að manninum, og sáum að þetta var brúða. Hún var í fullri stærð, í regngalla og strigaskóm og í höfuðstað var fótboltatuðra. Hún var svo haganlega gerð að ekki var hægt að sjá það tilsýndar, í þessu slæma skyggni, að þetta væri brúða." Hörður var að því spurður hvort hann taldi að brúðan hefði verið lögð þarna á veginn af ásettu ráði, eða hvort hann héldi að einhver hefði glatað henni: „Ég ætla engum að hafa gert þetta af ásettu ráði, enda væri slíkt uppátæki stórháska- legt við aðstæður þær sem voru í gær, og við vorum reyndar stórheppin að ekki var neinn bíll á móti, þegar ég snar- beygði svona yfir á hinn vegarhelming- inn. Ég tel frekar að brúðan hafi dottið af bíl hjá einhverjum og Iýsi hér með eftir eigandanum," sagði Hörður. Þeim sem kynni að eiga brúðuna títtnefndu er bent á að snúa sér til Tímans. -AB segir Kristján Ragnarsson, formadur LÍÚ um viðbrögd togaraskipstjóra ■ -Ég harma það að ummæli mín um smáfiskadráp hafi verið þess eðlis að þau gætu valdið misskilningi. Þetta er ákveð- ið vandamál sem aUir vita um og ummæli mín voru einungis ætluð til þess að skapa umræðu um þessi mál. Þama var ekki verið að leita að neinum sökudólgum, saj>ði Kristján Ragnarsson, formaður LIÚ í samtali við Tímann, er hann var inntur álits á áskorun togaraskipstjóra þess efnis að Kristján færði sönnur fyrir máli sínu um smáfiskadráp. Að sögn Kristjáns virðist svo sem viðtal sem við hann var tekið í hádegisfréttum útvarpsins fyrir skömmu hafi valdið miklum misskilning. Sagði Kristján að aðeins fyrri hluti viðtalsins hefði verið birtur, en þar ræddi hann m.a. um smáfiskadráp í sömu andrá og togarana. Þetta taldi Kristján að togara- menn hefr u tekið óstinnt upp og margir hverjir skilið sem svo að verið væri að bera þessar sakir upp á togarana, án þess að minnast á bátaflotann. - En um það mál ræddi ég í seinni hluta viðtalsins, sagði Kristján. Kristján Ragnarsson, sagðist gera sér grein fyrir því að stjórnendur togaranna ættu við mikil vandamál að glíma varðandi veiðarnar. Verið væri að opna og loka svæðuni og oft kæmust þeir hvergi annars staðar að en þar sem ungviðið héldi sig. Varðandi ummælin um fiskifræðing- ana sem einnig hafa ollið nokkrum úlfaþyt, sagði Kristján í iokaræðu sinni á aðalfundi LÍ Ú að hann harmaði að þau hefðu verið misskilin. Hann hefði ekki verið að ráðast á fiskifræðinga á neinn hátt og þetta teldi hann að fiskifræð- ingarnir vissu manna best sjálfir. A.m.k. hefðu þeir fiskifræðingar sem hann hefði rætt við ekki tekið þetta sem neina árás. ESE ■ Hér er Hörður með brúðuna, sem hann hirti upp í Kömbunum, eftir að hafa naumlega forðast að aka yfir hana, en eins og fram kemur í samtali við Hörð, taldi hann að um mann væri að ræða. Tímamynd - Róbert Ökumaður verður fyrir óskemmtilegri reynslu efst í Kömbunum: HÉLT SIG HERUMBIL HAFA EKID A UGGIANDI MANN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.