Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 8
8 Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn. Framkvœmdastjórl: Glsll Slgur&sson. Auglýslngastjórl: Stelngrfmur Gfslason. Skrlfstofustjórl: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgrel&slustjóri: Sigur&ur Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elfas Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Krlstinn Hallgrfmsson. Umsjónarma&ur Helgar-Tfmans: Atli Magnússon. Bla&amenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttlr, Eirfkur St. Elrfksson, Frl&rlk Indrl&ason, Hel&ur Helgadóttlr, Slgur&ur Helgason (Iþróttir), Jónas Gu&mundsson, Kristfn Lelfsdóttir, Skaftl Jónsson. Útlitstelknun: Gunnar Trausti Gu&björnsson. Ljósmyndir: Gu&jón Elnarsson, Gu&jón Róbert Ágústsson, Elfn Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarklr: Flosi Krlstjánsson, Krlstín Þorbjarnardóttlr, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrlfstofur og auglýslngar: Sf&umúla 15, Reykjavfk. Sfml: 86300. Augtýsingasfml: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verö f lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrift á mánu&i: kr. 130.00. Setnlng: Tæknldeild Tfmans. Prentun: Bla&aprent hf. Stef na f lokks- þingsins í landbúnaðarmálum ■ Á flokksþingi Framsóknarflokksins var samþykkt ítarleg stefnumörkun í landbúnaði þar sem því var lýst yfir, að skipulagning landbúnaðarframleiðslunnar og aðlögun að markaðsaðstæðum samfara eflingu nýrra búgreina og annars atvinnulífs séu enn brýnustu mál landbúnaðarins og sveitanna. Því var fagnað sem áunnist hefur á þessu sviði og minnt á, að það var fyrir baráttu Framsóknarflokksins og bændasamtakanna að loks fengust heimildir í lögum, er gerðu bændum kleift að hafa stjórn á framleiðslunni. Flokksþingið þakkaði sérstaklega þá forgöngu, sem Steingrímur Hermannsson hafði í þessu efni er hann var landbúnaðarráðherra. Flokksþingið minnti á mikilvægi landbúnaðarins fyrir þjóðina, en um það segir m.a. í samþykkt þingsins: „Landbúnaðurinn er grundvöllur byggðar í landinu og ómetanlegur fyrir afkomu þjóðarinnar. Hann skapar öryggi með þvi að framleiða mest af þeim matvælum, sem þjóðin þarfnast. Það er mikilvæg hráefni til iðnaðar, og vinnsla úr vörum landbúnaðarins er ómissandi atvinnugjafi fjölmargra smærri og stærri byggðarlaga. Auk þess hefur landbúnaður- inn margháttað félagslegt og menningarlegt gildi, sem ber að meta. Mikilvægt er að halda fjölbreytni atvinnuvegarins og auka hana, nýta og varðveita öll náttúrugæði landsins og halda tengslum þjóðarinnar við land og sögu“. Flokksþingið lagði áherslu á, að meginmarkmiðin í landbúnaðarmálum ættu að vera sem hér segir: Að fullnægja þörfum þjóðarinnar fyrir þær búvörur, sem unnt er að framleiða í landinu. Að framleiða hráefni fyrir iðnað til útflutnings og innanlandssölu. Að framleiða búvörur og aðrar afurðir til útflutnings og gjaideyrisöflunar eftir því sem l hagkvæmt reynist hverju sinni. Að tryggja að kjör þeirra er að landbúnaði vinna verði í reynd sambærileg við kjör annarra starfsstétta í þjóðfélaginu. Að viðhalda byggð sem næst því sem nú er í landinu og að tryggja sem fjölbreyttast atvinnulíf í sveitum landsins. í samþykktum flokksþingsins var síðan fjallað nánar um einstök framkvæmdaatriði. Þar á meðal var lögð áhersla á eflingu nýrra búgreina með eftirfarandi hætti: „Að ötullega verði unnið að eflingu nýrra búgreina þannig að ekki þurfi að koma til röskun byggðar vegna samdráttar í hefðbundnum greinum. Af nýjum búgreinum virðist loðdýrarækt líklegust til að hafa góða vaxtarmöguleika á næstu árum og ber að leggja áherslu á þróun hennar sem samkeppnisatvinnuvegar við loðdýrarækt í nálægum löndum. Fjármagn þarf að tryggja til uppbyggingar hennar með lánum til nægilega langs tíma þannig að loðdýraræktun njóti svipaðra kjara og í samkeppnislöndunum. Tryggja þarf loðdýrarækt og öðrum nýbúgreinum, sem framleiða til útflutnings, í öllu svipuð starfsskilyrði og gerast í nálægum löndum. Stórefla þarf rannsóknir, kennslu og leiðbeiningaþjón- ustu á sviði loðdýraræktar og annarra nýgreina, þannig að árangri af uppbyggingarstarfi á þessum sviðum sé ekki stefnt í tvísýnu vegna ónógrar þekkingar og þjálfunar. Gera þarf markvissa áætlun um fyrirhugaða aukningu loðdýraræktar næstu árin þannig að hún verði sem arðbærust, og að þróun hennar falli að breytingum á öðrum sviðum búskapar, treysti búsetu og atvinnulíf þar, sem þess er mest þörf, jafnframt því sem stuðlað er að sem hagkvæmastri nýtingu þess loðdýrafóðurs sem fellur til frá landbúnaði og sjávarútvegi“. Flokksþingið lagði einnig áherslu á að kannaðir yrðu áfram möguleikar á öðrum nýbúgreinum, svo sem kornrækt, kanínurækt, nýtingu silungsveiðivatna og fiskeld- is, sem búgrein hjá bændum.“ _ £SJ atfíMi'i't ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982 á vettvangi dagsins Veiðispjöll virkjana í ám og vötnum eftir Einar Hannesson, fulltrúa ■ Virkjun vatna til raforkuframleiðslu veldur að jafnaði tjóni á fiski og veiði í viðkomandi veiðivatni. Þetta má rekja til röskunar á umhverfi fisksins, t.d. sveiflu á vatnshæð stöðuvatns, sem notað er til miðlunar vatns til raf- orkuvers. Ennfremur má benda á rennslistruflun straumvatns neðan orkuvers, auk annars, eins og þegar gönguleið fisksins er lokað með stíflu í straumvatni eða við útrennsli stöðu- vatns. Það hefur verið happ hér á landi fram undir það síðasta, hversu fáar laxveiðiár hafa fengið virkjun í vatnakerfi sitt. Hins vegar má ætla að í framtíðinni muni þeim laxveiðiám fjölga, sem verða beislaðar. Það skiptir því miklu hvernig á málum hefur verið haldið hérlendis, hvað varðar virkjunarframkvæmdir, og hver samskipti veiðieigenda og orkuyfir- valda eru nú. Það hlýtur vissulega að vera stefnumarkandi um framhaldið. Nú eru í gangi virkjanir, sem valdið hafa tjóni á fiskstofni Þórisvatns og truflað hafa laxveiði í Þjósá, og verið er að hefja vinnu við stóra framkvæmd á þessu sviði á vatnasvæði Blöndu, sem alkunna er. Til þess að átta sig sem best á þessum málum, skal rifjað upp það helsta í gangi mála í sambandi við virkjanir í lax- vegna vatnsþurrðar við virkjunarfram- grein í dagblaði leyfir ekki ýtarlegri umfjöllun. Virkjun Eliiðaánna Þegar Elliðaárnar voru virkjaðar á þriðja áratugnum var Árbæjarstíflan byggð, er hindraði laxgöngur upp árnar. Þá var horfið að því ráði að taka göngulaxinn í kistu fyrir neðan rafstöð- ina og flytja hann lifandi og sleppa honum í ána fyrir ofan stífluna. Þetta var gert í áratugi með góðum árangri allt til þess að ekki var lengur þörf fyrir að hafa alla uppistöðuna í Árbæjarlóni. Skarð var þá rofið í stífluna og laxinn gat, eins og áður, gengið ótruflað upp á efri hluta ánna. Jafnframt flutningi á laxinum hófst klakstarfsemi við Elliðaárnar á vegum Rafmagnsveitunnar og var sleppt seiðum í árnar úr klakhúsi og síðar sleppiseiðum og gönguseiðum úr eldiskerjum stöðvarinnar. Sú starf- semi er enn. Sogsvirkjun Þegar Sogið var virkjað skömmu fyrir síðustu heimsstyrjöld, var stífla reist ofan við það svæði, sem laxinn komst inn á í Soginu. Síðar var bætt við orkuveri og enn síðar kom Steingríms- stöð til sögunnar, en hún nýtir vatn sem tekið er beint úr Þingvallavatni gegnum jarðgöng. Bætur vegna tjóns Á sínum tíma reis mál gegn Sogs- virkjun, er talin var hafa valdið tjóni á laxastofni Sogsins og truflað veiðiskap, vegna vatnsþurrða. við virkjunarfram- kvæmdir. Gerðardómur fjallaði um mál- ið og dæmdi, skömmu eftir 1970, veiðieigendum við Sog og Ölfusá, er nytja laxastofn Sogsins, bætur vegna tjóns. Segja má að þessi dómur hafi markað tímamót þar sem nú var í fyrsta skipti greiddar bætur fyrir tjón á laxi vegna virkjunarframkvæmda. Með dómi þessum var sýnt svart á hvítu að ekki væri unnt að reisa virkjun, sem tjóni ylli á fiski og umhverfi hans, án þess að bætur kæmu fyrir. Sannieikurinn var sá, að ýmsir virtust hafa talið að orkufram- leiðsla ætti skilyrðislaust allan rétt og menn yrðu að taka því tjóni og óhagræði, sem hún ylli þegjandi og bótalaust, jafnvel þó að lagaákvæði segðu hið gagnstæða (vatnalög frá 1923). Laxárvirkjun í Húnavatnssýslu Raforkuveri var komið á fót við Laxárvatn í A-Húnavatnssýslu skömmu eftir 1930. Vatnsinntak til orkuversins var tekið úr fyrrnefndu vatni, en stífla sett í útrennsli þess sem heitir Laxá á Ásum. Byggður var laxastigi í stífluna svo að laxinn gat, eins og áður, gengið upp í Laxárvatn og áfram um Fremri- Laxá og allt í Svínavatn. Þar var síðar byggð stífla í útrennslið við Svínavatn og jafnframt var gerður fiskvegur. Þrjár virkjanir Þá má geta um þrjár virkjanir í ám, þ.e. Andakílsárvirkjun í Borgarfirði, sem nýtir fall við samnefnda fossa og miðlun við Skorradalsvatn, orkuver við Víðidalsá hjá Hólmavík í Strandasýslu og virkjun í Fljótaá í Skagafirði. Síðastnefnda virkjunin er dálítið sérstæð fyrir þá sök, að þar var virkjað við silungsá, sem síðar varð þokkaleg lax- veiðiá, vafalaust vegna stíflugerðar efst í ánni. Við þessa aðgerð varð áin hlýrri en hún hafði verið áður, og skapaði þar með laxi betri lífsskilyrði. Laxármálin Laxármálin eru mörgum enn í fersku minni. Laxá í Þingeyjarsýslu varvirkjuð og reist orkuver hjá Brúum, en stíflu- mannvirki komið fyrir þar og upp við Mývatn. Óþarft mun að fara mörgum orðum um deilurnar sem risu vegna þingmannapistill Jón Kristjánsson, varaþingmaður Austurlandskjördæmis: H vað hyggst stjórnar andstadan fella? ■ Frumvarp til laga um efnahags- aðgerðir var lagt fram í efri deild Alþingis um miðjan nóvember og hefur verið þar til umfjöllunar síðan. Frum- varpið er til staðfestingar á bráðabirgða- lögum ríkisstjórnarinnr um aðgerðir í efnahagsmálum sem sett voru á síðast- liðnu hausti og hafa tekið gildi utan ákvæði um niðurfellingu á helmingi af verðbótahækkun launa við útreikning verðbóta nú 1. desember. Þessi lagasetning hefur verið mjög til umræðu þá mánuði sem liðnir eru síðan hún var undirrituð. Umræður hafa einkum snúist um það hvort meirihluti væri á Alþingi fyrir setningu þeirra og hefur stjórnarandstaðan gefið yfirlýsing- ar í þá átt að þingmcnn hennar muni fella lögin þegar þau koma til afgreiðslu. Það er því ekki úr vegi að rifja upp nokkur efnisatriði laganna því nauðsyn- legt er að það sé skýrt í hugum manna hvað það er sem stjórnarandstaðan vill koma í veg fyrir að nái fram að ganga. Skerðing verðbóta - láglaunabætur Fyrsta og umtalaðasta grein laganna fjallar um skerðingu verðbóta á láun, og nær skerðingin einnig til verðlagsgrund- vallar landbúnaðarafurða og fiskverðs. Önnur greinin fjallar um að láglaunabót- um allt að 50 milljónum króna verði ráðstafað til hinna lægst launuðu í samráði við samtök launafólks. M.a. með þessum aðgerðum á verðbólga að verða undir 50% á næsta ári í stað 70-80%. Vill stjórnarandstaðan koma í veg fyrir það? Gengismunarsjóður - ráðstöfun hans Lögin kveða á um að gengismunur sé lagður í sjóð sem samkvæmt nýjum upplýsingum er áætlaður um 180 milljón- ir króna. Þessum sjóði á að verja til styrktar togaraútgerðinni, til loðnu- vinnslustöðva sem berjast í bökkum eftir aflabrestinn í loðnunni, einnig til orkusparandi aðgerða í útgerð og fisk- vinnslu, til lífcyrissjóðs sjómanna og til stofnfjársjóðs fiskiskipa til lækkunar skulda. Nú þegar hefur innheimtst helmingur þessarar upphæðar sem runnið hefur að mestu til togaraútgerðarinnar. Vill stjórnarandstaðan koma í veg fyrir önnur markmið sjóðsins með því að fella lögin og stöðva innheimtu í hann? Vörugjald Eitt höfuðmarkmið bráðabirgðalag- anna var að draga úr hinum mikla viðskiptahalla sem ógnar efnahagslífinu um þessar mundir. Álagning vörugjalds á nokkrar innfluttar vörutegundir stuðl- ar m.a. að þessu. Vart verður trúað að stjórnarandstaðan sé á móti því að úr viðskiptahallanum, og þar með skulda söfnun við útlönd, dragi. Yfírlýsing um aðgerðir næstu mánaða Með bráðabirgðalögunum fylgir yfir- lýsing ríkisstjórnarinnar um ýmis mál sem hún vill vinna að á næstu mánuðum til þess að koma á jafnvægi í efnahagstíf- inu og renna stoðum undir atvinnulífið í landinu, og tryggja fulla atvinnu. Eitt veigamesta atriðið í yfirlýsingunni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.