Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982 17 bækur LJÓÐ VEGA GERÐ Sigurður Pólsson IDUNN Ljóð vega gerð og er þriðja Ijóðabók höfundar. Hinar fyrri nefndust Ljóð vega salt og Ljóð vega menn. Sigurður Pálsson hefur lagt stund á nám í bókmenntum og lcikhúsfræðum í Frakk- landi. Hann hefur samið leikrit og þýtt allmörg. Um þessa nýju Ijóðbók hans segir svo í kynningu forlags á kápubaki: „Ljóð vega gerð er þriðja og síðasta bindi Ljóðvega- safns Sigurðar Pálssonar. Hann vakti snemma athygli fyrir persónulegan og fersk- an Ijóðstíi... í þessari bók eru eins og í hinum fyrri ljóðaflokka þarsem mismargaratrennur eru gerðar að einhverju heildarviðfangsefni enda þótt hvert Ijóð standi sem sjálfstæð heild. Yrkisefnin eru fjölbreytt og skír- skotanir margvíslegar. Við sjáum að bernskuslóðir, höfuðborg og heimsborg eru enn á sínum stað og sömuleiðis hugsun Sigurðar um tíma og rými og ferðalag í margs konar skilningi. Tungumálið er krafið sagna um sjálft sig og okkur hin og vegferð okkar á Ijóðvegum." Bókin er 106 blaðsíður. Prentsmiðja Friðriks Jóelssonar prentaði. Þórður Hall gerði kápumynd. 2 nýjar bækur um Millý Mollý Mandý ■ Setberg hefur gefið út tvær nýjar bækur um telpuna Millý Mollý Mandý. í fyrrahaust komu út tvær fyrstu bækumar í þessum flokki, en nú koma út bók nr. 3 sem heitir „Millý Mollý Mandý, telpan hennar mömmu" og bók nr. 4: „Millý Mollý Mandý fær bréf frá íslandi.“ fon. Bókin er með sama sniði og Astarsaga úr fjöUunum eftir Guðrúnu Helgadóttur sem út kom í fyrra og hefur nú verið gefin út í ýmsum löndum, en Brian gerði einnig myndir í þá bók. Er hún nú komin á Norðurlandamálunum öllum nema frnnsku og síðast á færeysku. GUitrutt er hér prentuð eftir texta þjóðsagna Jóns Árnasonar. Prent- myndastofan hf. litgreindi myndirnar, en Oddi prentaði bókina. Skúli Guðjónsson á Ljótunnarstöðum Hver liðin stund er lögð í sjóð ■ Út er komin hjá Skuggsjá minningabók Skúla Guðjónssonar á Ljótunnarstöðum, sem hann hefur gefið nafnið Hver Uðin stund er lögð í sjóð. Skúli á Ljótunnarstöðum er fyrir löngu þjóðkunnur fyrir erindi sín í útvarpi, greinar sínar í blöðum og tímaritum og þá ekki síst fyrir bækur sínar. Virðist því ástæðulaust að fjölyrða um nýja bók frá hans hendi, en þetta er sjötta bókin hans og enn kemur hann manni skemmtilega á óvart. Skúli segir hér frá barnaskólanámi sínu, en kennari hans þar var Arndís Jónsdóttir, sem þekktari er sem „Elskan hans Þórbergs." Rekur Skúli á eftirminnilegan hátt kynni sín af henni, frá fýrsta fundi þeirra til hins síðasta. í þeirri frásögn kemur fram hvernig kynnum hennar og Þórbergs var háttað. Hver liðin stund er lögð í sjóð er sett í Acta hf. prentuð í Prenttækni og bundin í Bókfell hf. Káputeikningu gerði Lárus Blöndal. Bókin er 212 bls. og gefin út hjá Skuggsjá. Ný Ijóðabók eftir Sigurð Pálsson Ljóð vega gerð ■ Út er komin á vegum Iðunnar ný ljóðabók eftir Sigurð Pálsson. Nefnist hún „Lausnarorð“, bók eftir Marie Cardinal ■ Út er kominn. hjá IÐUNNI bókin Lausnarorð eftir franska höfundinn Marie Cardinal. Snjólaug Sveinsdóttir þýddi. - Höfundur bókarinnar fæddist í Alsír árið 1929 og ólst þar upp. Hún stundaði nám heima og í París og gerðist síðan háskóla- kennari í heimspeki. A fertugsaldri tók hún að þjást af sálsýki sem smám saman magnaðist uns þar kom að hún gekkst undir sálgreiningu. Frá henni segir í þessari bók. Lausnarorð segir frá bemsku og æsku Marie Cardina! í Alstr. Hún ekt upp hjá móður sinni, fráskilinni konu, í siðvöndu kaþólsku umhverfi betri borgara. Marie Cardinal býr nú í París og hefur samið fleiri bækur sem hlotíð hafa viðurkenn- ingu og verið þýddar á mörg tungumál. Hún hefur verið formaður franska rithöfundasam- bandsins. Bókin er 218 blaðsíður. Prentrún prentaði. Þessar bækur njóta mikilla vinsælda er lendis og hér heima, því að frásögnin er hlýleg og skemmtileg, skreytt fjölda teikn- inga. Vilbergur Júlíusson skólastjóri þýddi bækumar. „Gilitrutt“, með myndum Brians Pilkingtons ■ IÐÚNN hefur gefið út þjóðsöguna um Gilitrutt með litmyndum eftir Brian Pilking- BYGGINGARHAPPDRÆTTISATT '82 Verðlaunagetraun - Dregið út vikulega úr réttum svörum Ath! rétt svör þurfa að hafa borist innan 10 daga frá birtingu hvers seðils. SATT SAMTÖK ALÞÝÐUTÓNSKÁLDA OG TÓNLISTARMANNA Þú ert ekki í vanda HVAÐ HEITA ÞESSIR TÓNLISTARMENN????? Myndimar hér að ofan eru af þekktum ténlistarmönnum sem allir eru meðlimir i SATT (Samband Alþýðutónskálda- og Tónlistarmanna) Ef þið vitið nöfn þeirra, skrifið þá viðeigandi nafn undir hverja mpd. Fyllið síðan út í reitinn hér fyrir neðan: nafn sendanda, heimilisfang, stað, símanúmer. Utanáskriftin er: Gallery Lækjartorg, Hafnarstræti 22 Rvik., simi 15310 Látið 45 kr. fylgja með og við sendum um hæl 1. miða í Byggingarhappdrætti SATT (dregið 23. des.). ATH! Rétt svör þurfa að berast innan 10 daga frá biitingu hvers seðils, en þá verður dregið úr réttum lausnum. ALLS BIRTAST 4 SEÐLAR FYRIR JOL. VINNINGARIBYGGINGARHAPPDRÆTTISATT: (Dregið 23. des. ’82) 1. Renault 9 2. FiatPanda 3. KenwoodogARhljómtækjasamstæða 4.-5. Úttekt í hljóðfæraversL Rin 8t Tónkvisl aðupph.kr. 20.000, samt. 6. Kenwoodferðatækiásamttösku I 7. Kenwood hljómtækjasett í hílinn 8.-27. Úttekt í GalleryLækjartorgi ogSkifunni -íslenskarhljómplöturaðupphæðkr. 1.000,- EFLUM LIFANDITONLIST Q O CQ PC o kr.121.000,- kr. 46.000,- kr. 40.000,- kr. 19.600,- kr. 19.500,- kr. 20.000.- NAFN HEIMILI STAÐUR SÍMI — Verðmæti vinninga alls kr. 375.000,- Ath. utanáskrift: Gallery Lækjartorg, Hafnarstræti 22, Rvík, sími 15310. Vinningar í boði í verðlaunagetrauninni: 1. Kawai kassagítar frá hljóðfærav. Rín Verðmæti kr. 2580.- 2-5. 5 stk. nýjar íslenskar hljómplötur: Magnús Eiríksson Smámyndir- Útg. Fálkinn. Jakob Magnússon - Tvær systur Utg. Steinar. Þorsteinn Magnússon - Líf Utg. Gramm Sonus Future - Þeir sletta skyrinu ... Útg. Hljóðriti Dreif.: Skífan Verðmæti: kr. 1.500.- u.þ.b. Heiidarverðmæti vinninga samtals kr: 8.580.- ATH: Þú mátt senda inn eins marga seðla og þú vilt. Kr. 45 þurfa að tylgja hverjum seðli og þú færð jafnmarga miða í Byggingahappdrætti SATT senda um hæl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.