Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 1
'Umsjón: Sigurður Helgason Borgarfjarð- ardömurnar sigruðu ¦ Þrír Ieikir voru háðir á Islands- móti félagsliða í borðteluiis í síðustu viku. UMSB A sigraði A lið Arnarins með þremur gegn tveimur. Borgarfjarðardömurnar léku einn- >g geg" B-liði Amarins og sigruðu þær nokkuð örugglega 3-1. Loks léku KR og Víkingur og sigraði KR 3-1. Þessir leikir voru allir í kvenna- flokki. Góður sigur CS Brugge á Anderlecht ¦ Fyrirfram bjuggust flestir við að CS Brugge, lið þeirra Sævars Jóns- sonar og Ragnars Margeirssonar í Belgíu yrði auðveld bráð stórliði Standard Liege er Iiðin mættust í Brugge á sunnudaginn. Sú varð ekki rauuin, því Brugge sigraði með þremur mörkum gegn einu. Sævar lék allan leikinn og glímdi við hina snjöllu framherja Standard, en Ragnar var varamaður og fékk ekki að fara inná. Lokeren vann einnig sigur á liði frá Liege er liðið fór til Liege og lék gegn FC Liege. Alls skoraði Lokeren þrjú mörk í leiknum og eru á fuUri ferð í baráttunni á toppnum ¦ 1. deildinni. Antwerpen sigraði Beerschot með tveimur mörkum gegn einu í Ant- werpen. Þar var uiikil harka og Iæti og fengu sjö leikmenn að sjá gula spjaldið hjá dómara leiksins og eiiiiini var vísað af leikveUi. Tongeren og Beveren skildu jöfn, bæði liðin skoruðu eitt mark. Þar með töpuðu liðin sem íslendingar leika með í Belgíu ekki leik og raunar má bæta því við, að enda þótt Lárus Guðmundsson leiki ekki með Wat- erschei um þessar mundir, þá telst lið hans Islendingslið og þeir gerðu það gott er þeir náðu jafntefli gegn Anderlecht. Fjögur Uð eru efst og jöfn með 20 stig í Belgiu, en það eru Standard, Anderlech, Waterschei og Lokeren. / ¦«*»#; ivL m * *mm\ m ¦ Það eru engin vettlingatök sem Hans Guðmundsson beitir þegar hann reynir að koma í veg fyrir að félagi hans í landsUðinu Jóhannes Stefánsson skori. AUt um handboltann á bls. 12. Timamynd: Róbert ATU ER NU MEÐAL MARKAHÆSTU MANNA Skoraði tvö mörk í jafnteflisleik í Leverkeusen ¦ Atli Eðvaldsson sýndi aftur mjög góðan leik með Uði sínu Fortuna Dússeldorf á laugardaginn er þeir mættu Bayern Leverkeusen og gerðu jafntefli 3-3. AtU sá um að skora tvö markanna, og þar með batnar staða Dusseldorfliðs- ins sífeUt. Með þessuim tveimur mörkum hefur Atli skoraði átta mörk í Bundeslígunni og hafa þeir Rummenigge og Burgsmiill- er skorað 10 mörk hvor og Höness og Littbarski eru með 9 hvor. Það má því segja að Atli sé ekki í neinum slorfélags- skap þarna. Aðrar fréttir úr þýsku knattspyrnunni eru þær helstar, að Bayern Múnchen tókst að stöðva sigurgöngu Dortmund- liðsins átti Karl Heinz Rummenigge drjúgan þátt í þeim sigri. Hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri liðsins, en Dieter Höness skoraði hið þriðja. Hamborg sigraði Kaiserslautern 1-0 og Köln sigraði Borussina Mönchengladbach 4-1. Pétur sá um KR- inga ¦ Þegar KR-ingar misstu Stewart Johnson útaf í leiknum gegn ÍR í úrvalsdeUdinni í körfuknattleik á laugar- daginn má segja að möguleikar þeirra á sigri hafi verið úr sögunni. Jón Sigurðs- son lék auk þess mjög lítið með vegna meiðsla í baki og þar á ofan bættist, að Pétur Guðmundsson var ¦' miklum ham og réðu KR-ingar Ula við hann. Pétur skoraði samtals 40 stig gegn KR og var algjör yfirburðarmaður í liði ÍR. Næstur honum í stigaskori kom Hreinn Porkelsson með 22 stig, en aðrir skoruðu minna. Leiknum lauk með tveggja stiga sigri ÍR, sem hefði án efa getað farið á hinn veginn hefði Stewart Johnson getað leikið lengur með. En sú varð ekki ¦ Pétur Guðmundsson er hér í harðri baráttu undir körfunni. Tímamynd: Róbert raunin og urðu lokatölur því 82-80 ÍR í hag og í hálfleik var staðan 46-44 fyrir KR. Johnson skoraði 36 stig í leiknum og næstur honum hvað skor varðar var Þorsteinn Gunnarsson með 12 stig. sh Ótrúlega öruggt hjá Valsmönnum Sigruðu ÍBK 100:61 f urvalsdeildinni ¦ Valsmenn unnu mjög öruggan sigur á Keflvikinguiu í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik í gærkvöldi í Hagaskóla. Lokatölur leiksins urðu 100 stig gegn 61 stigi Keflvíkinga . Yfirburðir Valsmanna voru mjög mikl ir allan tímann og segja má að Keflvíkingar hafi aldrei átt minnstu möguleika. Stigahæstur Valsmanna var liik- harður Hrafnkelsson með 32 stig, Tim Dwyer skoraði 23 og Kristján Ágústsson 16 stig. Hjá Keflavík var Þorsteinn Bjarnason stigahæstur með 17 stig, Axel var með 15 og Brad Miley skoraði 11 stig. BH/sh Haukar með fullt hús í 1. deild ¦ Haukar og ÍS mættust í 1. deildinni í körfuknattleik á stiniiu- dagskvöldið. Leikið var í Hafnarfirði og sigruðu Haukar með 77 stigum gegn 73. Haukarnir hafa leikið 8 leiki í 1. deUdinni og uimið þá alla og næstir á eftir þeiin koma Þórsarar með 10 stig. Þá léku Grindavík og SkaUagrímur og sigruðu Grindvíkingar með 118 stigum gegn 92. í þeim leik skoraði nýi Kaninn hjá Grindavík 58 stig, en það er Douglas Kintzinger sem rekinn var frá Fram og var síðan hosstjóri hjá Val. Grindvíkingar hafa hlotið 4 stig í 1. deUd, en Skallagrímur er enn án stiga. Helgi Ragnarsson með Víkingi Ólafsvík ¦ Helgi Ragnarsson fyrrverandi leikmaður með FH-ingum hefur verið ráðinn þjálfari hjá 3. deildarliði Víkings í Ólafsvík. Víkingum hefur ekki vegnað aUtof vel á undanförnum áriim, en líklegt er að einhverjir leikmenn fari með Helga vestur, en FH hefur verið eins konar Ólsaraný- lenda á undanförnum árum. Keflvfkingar höfðu betur ¦ Keflvíkingar höfðu betur í „Suðurnesjaslagnum" í körfuboltan- um á föstudagskvöld, en þá léku UMFN og ÍBK í íþróttahúsinu í Njarðvík. Leiknum lauk með sigri þeirra 69 stig gegn 67 og skoraði Axel Nikulásson flest stig þeirra Keflvík- inga eða 27. Þar af skoraði hann átta stig í röð á kafla í fyrri hálfleik og eins skoruðu Njarðvikingar 19 stig í röð, en þrátt fyrir það tókst ÍBK að knýja fram sigur. Var það fyrst og fremst Axel sem gerði út um leikinn. ' Staðan í leikhléi var 36 stig gegn 28 Njarðvík í hag, en á fyrri heuningi síðari hálfleiks tóku Kefivíkúigar sig til og jöfnuðu og komust yfir. Njarðvíkingar tóku þá aftur forystu, en á lokasprettinum tókst ÍBK að ná sigri. Eins og fyrr segir skoraði Axel 27 stig, Þorsteinn Bjamason skoraði 14 og Jón Kr. Gíslason var með 10 stig og Brad Miley einnig með 10. Hjá Njarðvík skoraði Kottermann 19 stig, Valur 16, Ami Lárusson 11 stig og Gunnar Þorvarðarsson 10. sh 9 Islandsmet sett í bikarkeppninni ÍA varð bikarmeistari ísundi í 1. deild ¦ Mjög góður árangur náðist í bikarkeppni SSÍ 1. deild, sem fram fór í Sundhöllinni í Reykjavík um helgina. Níu ný íslandsmet sáu dagsins Ijós og að auki voru sett 3 stúlknamet auk eins piltamets. Mjög hðrð keppni var um titilinn bikarmeistari SSÍ 1982 og voru það_ Uð Ægis, HSK og IA sem harðast börðust. Lið ÍA sigraði að þessu sinni, en í fyrra voru það HSK-menn sem fögnuðu sigri að aflokinni ellefu ára sigurgöngu Ægis í bikarkeppn- inni. Okkar besta sundfólk var mjög áberandi á bikarkeppninni og til dæmis sigraði Tryggvi Helgason HSK, Guðrún Fema Ágústsdóttir, Ingi Þór Jónsson ÍA öll í fjórum greinum og Ragnheiður Runólfsdóttir Akranesi sigraði í þremur greinum. Þar að auki tók allt þetta fólk þátt í boðsundum fyrir sitt félag. Eins og fyrr segir var stigakeppnin allan tímann mjög spennandi, en þegar upp var staðið hafði sveit ÍA 203 stig, Ægir 178, HSK 175 og Njarðvík. 59. Lestina rak svo ÍBV sem hlaut 32 stig og feilur þar með í 2. deild í stað Sundfélags Hufnar- fjarðar sem sigraði í 2. deild á dögunum. sh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.