Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 2
12 Si'IJií! ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982. íþróttir VALSMONNUM TOKST AD JAFNA A ELLEFTU STUNDU Gunnar Lúdvíksson skoradi jöfnunarmarkið á síðustu sekúndunni Staðan I ■ Staöan í í 1. deildarkeppninni í 1 I handknattleik eftir leiki helgarinnar I I er sem hér segir: FH .9 7 0 2 177-171 14 KR . 9 6 0 3 216-176 12 Víkingur . .9 5 2 2 177-171 12 Þrúttur . . . 9 5 0 4 191-180 10 Stjarnan . . 9 5 0 4 186-185 10 Valur . . . . 9 3 1 5 172-178 7 Fram .... .9 3 1 5 200-214 7 ÍR .9 0 0 9 157-243 0 ■ Þegar aðeins 5 sekúndur voru til leiksloka í ieik Víkings og Vals í 1. deildinni í handbolta og staðan var 18 niörk gegn 17 Víking í hag fengu Valsnienn vítakast dæmt. Theodór Guð- finnsson tók vítakastið, en Kristján Sigmundsson varði, en knötturinn fór til Gunnars Lúðvíkssonar sem afgreiddi hann í netið rétt áður en dómararnir flautuðu til leiksloka. Þelta var eina mark Gunnars í leiknum og má segja, að það hafi komið á réttri stundu. Annars gekk leikurinn þannig fyrir sig, að í fyrri hálfleiknum höfðu Vals- menn forystu og í leikhléi var hún tvö mörk 8-6. En strax í upphafi síðari háltleiks jöfnuðu Víkingar og skömmu síðar komust þeir þremur mörkum yfir. En Valsmenn minnkuðu muninn og leikurinn endaði eins og fyrr er sagt. Árni Indriðason lék að nýju með Víkingum í leiknum gegn Val og skoraði hann aðeins eitt mark, en sýndi samt sem áður að hann býr ennþá yfir mikilli getu sem handknattleiksmaður. Þor- ■ Gunnar Lúðvíksson. bergur var drýgstur í sóknarleiknum ásamt Steinari Birgissyni, en þeir félagar skoruðu 12 af 18 mörkum Víkings, þar af gerði Þorbcrgur 7, en Stcinar 5. Hjá Vai var Theodór markahæstur með 5 mörk, Jón Pétur og Þorbjörn Jensson skoruðu 3 mörk hvor. Einn nýliði lék með Valsliðinu Guðni Bergsson, en hann er sonur Bergs Guðnasonar sem um árabil var einn af bestu handknattleiksmönnum Vals. Er Guðni einnig mjög góður leikmaður og þá einnig í knattspyrnu. sh Lögðu KR-inga 25-21 ■ Það mun áreiðanlega reynast öllum 1. deildarliðunum í handknattleik erfitt að sigra FH-inga meðan Kristján Arason og Þorgils Óttar Mathiesen leika jafn vel og raun ber vitni þessa dagana. í leiknum gegn KR á laugardaginn sáu þeir félagar um að skora 16 af 25 mörkum FH í leiknum og þar var hlutur Kristjáns sérlega glæsilegur, því hann skoraði ekki aöeins 10 mörk í ieiknum, heldur átti hann margar línusendingar á Óttar sem gáfu mörk. Fyrri hálfleikurinn í leik KR og FH var frekar jafn og skiptust liðin á um að hafa forystu. Aldrei munaði meiruen tveimur mörkum og í leikhléi var staðan 11 mörk gegn 10 FH í hag. Fyrri hluti síðari hálfleiks var svipaður þeim fyrri, en um miðjan hálfleikinn tóku FH-ingar foryst- una og tókst að halda henni til leiksloka. Það sem gerði gæfumuninn á þeim leikkafla var, að markvörður þeirra Sverrir Kristinsson, sem lítið hafði varið fram að því í leiknum tók að verja mjög vel og því fór sem fór. Náðu FH-ingar fjögurra marka for- ystu og sá var munurinn á liðunum er dómararnir flautuðu til leiksloka - 25 mörk gegn 21. Þessari góðu forystu tókst þeim að ná, enda þótt þeir misstu þrjá ieikmenn útaf, þar á meðal fékk Sveinn Bragason að sjá rautt spjald hjá dómurum leiksins fyrir mjög ljótt brot á Alfreð Gíslasyni. Fékk Alfreð oft mjög óblíðar móttökur hjá vörn FH í síðari hálfleiknum, en um þverbak keyrði þó er Sveinn dró hann nánast niður í gólfið er hann var í uppstökki. FH-ingar voru vel að sigri komnir í þessum leik. Lið þeirra er mjög sterkt og leikgleðin er til hreinnar fyrirmyndar. Varnarleikur liðsins er mjög árangurs- ríkur, enda þótt hann sé alls ekki skemmtilegur fyrir áhorfendur. Tóku þeir alla jafna tvo leikmenn KR úr umferð og við það riðlaðist sóknarleikur- inn mjög mikið hjá KR-ingum. Þeirra bestu menn voru sem fyrr segir Kristján og Þorgils Óttar. Þá var Hans drjúgur og Pálmi. Sverrir varði lítið framan af í leiknum, en um miðjan síðari hálfleik þegar segja má að úrslit leiksins hafí ráðist varði hann vel. Alfreð Gíslason var besti maður KR í þessum leik og er á góðri leið með að komast í sitt gamla góða form. Reyndar voru allar tilraunir hans truflaðar eftir föngum, en samt sem áður náði hann að skora nokkur stórglæsileg mörk. Þá var Anders Dahl drjúgur. Hann er ekki mikið áberandi, en reynsla hans og kunnátta kemur sér vel fyrir KR-liðið. Jens varði ágætlega í fyrri hálfleiknum, en heldur dofnaði yfir honum í þeim síðari, en þá kom Gísli Felix í hans stað, en náði ekki að sýna sitt besta. Mörkin: FH: Kristján Arason 12, Þorgils Óttar 6, Pálmi Jónsson 3, Hans Guð- mundsson 2 mörk og Guðmundur Magnússon og Valgarður eitt hvor. KR: Alfreð Gíslason og Anders Dahl Nielsen 5 mörk hvor, Haukur Geirmundsson og Jóhannes 3 hvor, Gunnar Gíslason og Haukur Ottesen 2 mörk hvor og Ragnar Hermannsson eitt. Leikinn dæmdu Ólafur Steingrímsson og Jón Hermannsson og voru sumir dómar þeirra furðulegir að margra dómi, en ekki er hægt að segja að annað liðið hafi hagnast á því. sh Við eigum nánast allt sem þú þarfnast til húsbygginga, jafnt áhöld sem efni. FH-ingar erfiðir KR Stjörnuhrap ■ Ekki tókst leikmönnum liðs Stjörnunnar úr Garða- bæ að finna aftur taktinn, sem hafði fært þeim 10 stig í fimm leikjum í 1. deildinni í handknattleik áður en 1. deildarkeppnin fór í frí fyrir fjórum vikum. í gærkvöldi léku Stjörnumenn gegn Fram í Laugardalshöll og sigruðu Framarar undir stjórn Danans Bent Nygaard með 25 mörkum gegn 23. Stjömumcnn höfðu forystuna í fyrri hálfleiknum, og í síðari hálfleik höfðu þeir náð fimm marka forystu 19-14. Þá tóku Framarar sig saman í andlitinu og tókst að jafna og síðan að komast tveimur mörkum yfír. Staðan í hálfleik var 15-11 Stjörnunni í hag. Flest mörk Framara skoruðu þeir Dagur Jónasson og Egill Jóhannesson með sex hvor, og Hermann Björnsson og Gunnar Gunnarsson skoruðu þrjú mörk hvor. Ólafur Lárusson var markahæstur í Garðabæjarliðinu með fimm mörk. sh Páll Ólafs skoraði 14 mörk gegn ÍR ■ ÍR-ingar eru við sama heygarðshornið nú og fyrir einum mánuði áður en gert var hlé á keppninni í 1. deildinni í handknattleik. Þá var aldrei spurning um hvort andstæðingar þeirra ynnu leikina, heldur miklu frekar hversu stórir sigrarnir yrðu. Þeir mættu Páli Ólafssyni og hinuin Þrótturunum á föstudagskvöld og gekk þeim vægast sagt illa að halda Páli í skefjum, en hann skoraði samtals 14 mörk í leiknum, en samtals urðu mörk Þróttara 32, en ÍR-ingar skoruðu 21 mark. Auk Páls var Einar Sveinsson drjúgur við að skora, en náði þó ekki að verða nema hálfdrættingur á við Pál. Hann skoraði sjö mörk. Hjá ÍR voru Björn Björnsson og EinárValdimarsson markahæstir með 4 mörk hvor. Fylkir med fullt hus ■ Fylkismenn halda enn forystu í 3. deildinni í handknattleik og hafa þeir hlotið fullt hús stiga það sem af er keppninni í vetur. Um helgina mættu þeir Þór Akureyri í Laugardalshöll og sigruðu Fylkismenn með 18 mörkum gegn 17. En Þórsarar fengu sárabót er þcir léku gegn liði heyrnarlausra Ögra og sigruðu með 33 mörkum gegn 9. Sjaldgæft að meistaraflokkslið í handknattleik nái ckki tveggja stafa tölu í leik. En þeir eiga áreiðanlega eftir að láta meira að sér kveða síðar ögramenn. Týr úr Vestmannaeyjum fór í ferð til Akraness og Borgamess. Á Akranesi urðu þeir að láta sér lynda að tapa fyrir ÍA með 28 mörkum gegn 20 og í Borgarnesi unnui Týrarar hins vegar með 25 mörkum gegn 17 mörkum Skaliagríms. Grótta trónir á toppnum ■ Grótta er enn í efsta sæti í 2. deildinni í handknattleik eftir leiki helgarinnar. Um helgina fengu þeir Ármenningar í heimsókn til sín á Nesið og sigmðu heimamenn meðeins marks mun, 22 mörkum gcgn 21. KA og Breiðablik gerðu jafntefli á Akureyri, þar skoruðu bæði liðin 19 inörk. Þór Vestmannaeyjum fór að Varmá og afgreiddi Aftureldingu örugglega með 25 mörkum gegn 19. Loks léku Haukar og Þór Vestmannaeyjum og lauk þeim leik með jafntefli, bæði liðin skoruðu 25 mörk. Yfir 50 mörk hjá kvenfólkinu ■ Óvenjumikið var skorað í leik Þórs Akureyri og ÍR í 1. deild kvenna í handknattleik sem háður var um helgina á Akureyri. ÍR stelpumar sigruðu með 28 mörkum gegn 24, sem sýnir að mikið markaregn hefur verið í Skemmunni á Akurcyri. Valsstúlkurnar sigruðu stöllur sínar úr Víkingi með 17 mörkum gegn 12 og loks léku Haukar og Fram í Hafnarfirði og sigraði Fram í þeim leik með tveggja marka mun, 13-11. ÍR og Valur eru í efstu sætunum í 1. deild kvenna ásamt FH. en Hafnarfjarðarstelpumar hafa leikið einum leik færra. ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982. 13 FRAMLEIÐANDI á ÍSI * V - 1 POLYTEX með mestum aæðum f' er íslenzk framleiðsla með mestum gæðum fyrir minnstan pening. 2POLYTEX hefur litla en þægilega lykt, sem hverfur fljótt úr húsinu. 3 POLYTEX hefur jafna oq falleqa ál er auðvelt í notkun og jafna og fallega áferð. 4POLYTEX þekur algjörlega í 2-3 umferðum svo þú átt ekki á hættu að þurfa að mála 5-6 umferðir. 5 POLYTEX, glært til íblöndunar, gefur þér möguleika á að ráða glansáferðinni og þvottheidni. 6POLYTEX ýrist lítið úr rúllu og þess vegna er hægt að mála án þess að breiða yfir alla hluti í herberginu. 7POLYTEX -litir eru ailir Ijósekta og því þarf ekki að hafa áhyggjur af upplitun. , 8POLYTEX er framleitt í 30 staðal- litum og fæst að auki í 1380 Óskalitum. Aðrar eftirsóttar málningar- vörur akryl " HÚÐ TEXOLIN AKRYLHÚÐ er vatns- þynnt plastefni. Þeir, sem hafa reynslu af þessu efni eru sam- mála um, að það hefur frábært veðrunarþol og viðloðun við tré, svo sem glugga, hurðir, karma, grindverk og margt fleira. MET HÁLFMATT lakk gefur jafna og fallega silkimatta áferð. Það hentar einkar vel á glugga, hurðir, í eldhús, forstofur, böð og margt margt fleira. É-21 GÓLFHÚÐ er grimmsterkt gólflakk og því mjög gott á vinnusali, í sláturhús, verk- stæði, þvottahús, bifreiðar- geymslur og alls staðar annars staðar, þar sem mikið mæðir á. MET VÉLALAKK er fljótþorn- andi lakk, með háum glans. Fjöldi notkunarmöguleika, s.s. á bifreiðar, vinnuvélar, járrigrind- ur og ýmis verkfæri. Einnig má nota það á tréverk. fagleg þjónusta POLYTEX og OSKALITIR fást í öllum helztu málningarverzlunum Jyrirrúmi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.