Tíminn - 30.11.1982, Page 1

Tíminn - 30.11.1982, Page 1
■ „Sífellt betri bílar og umferðaröryggi fara því miður ekki alltaf saman,“ sagði Óli H. Þórðarson framkvæmdastjóri Umferðarráðs. „A síðustu árum hefur það gerst að það eru betri bílar í umferð og þess vegna minna um slys sem orsakast af lélegum, eða illa útbúnum bílum. Þar á móti kemur það að hraði eykst með betri bílum og það er ekki fráleitt að hugsa sér það á tölvuöld, að í framtíðinni verði þetta vald, að aka hratt 4 tekið af einstökum ökumönnum. Það er að segja að menn geti ekki ekið yfir hámarks- hraða. Mér hefur dottið í hug ákveðinn háttur á þessu. Skynjari í bílnum nemur hraðaskilti við veginn, og ef þú ekur eftir vegi þar sem má aka með 70 kílómetra hámarkshraða, og kemur síðan inn á þéttbýlissvæði þar sem er 60 kílómetra hámarkshraði, þá nemur þessi ákveðni skynjari skiltið og það sem á því stendur og þá hægist sjálfkrafa á bílnum hjá þér. En þetta er nú bara hugmynd. Heimurinn getur ekki horft upp á það að farist fleira fólk af völdum umferðar- slysa í heiminum, en hafa farist í öllum styrjöldum sem háðar hafa verið. En svona er þetta í dag, það farast hundruð þúsunda manna í umferðinni. Lögreglan of fáliðuð Það er galli að lögreglan hér á landi sé svo fáliðuð sem raun ber vitni. Starf lögreglumannsins er það mikið fyrir- bvggjandi og það er ótrúlegt hve lögregla getur unnið mikið fyrirbyggj- andi starf ef nóg er af mönnum. Lögreglumenn vinna mikið, og ná t.d. miklum fjölda bíla sem eru illa útbúnir og í ólagi. En það er ekki nærri nóg. Við höfum spurt að því hér í umferðarráði, varðandi þá sem aka um á illa útbúnum bílum, hvort þeir meti líf sitt og fjölskyldunnar ekki hærra en verð hjólbarðanna sem ættu að vera undir bílnum. Sá sem ekur um á lélegum hjólbörðum er beinlínis að bjóða hætt- unni heim. En hitt er svo aftur rétt að hjólbarðar eru alltof dýrir hér á landi, og sama er að segja um ýmsan öryggis- búnað, það ætti að haga aðflutnings- gjöldum og slíku þannig að öryggisbún- Enbilsomháller50 *!* ij tnwjj. ■ ÓIi H. Þórðarson: „Árið 1983 verður norrænt umferðaröryggisár. Sama gildir um hraðaaukningarreinar við gatnamót, sem reyndar mætti vera mun meira af hér, þá eiga menn að geta aukið hraðann, og fléttast síðan inn í umferðina. Sá sem er samsíða á annaðhvort að auka hraðann og fara fram fyrir, eða draga úr honum og hleypa viðkomandi inn á. Þetta er eitt af því sem kallast umferðarmenning, hún er til hér, en er afskaplega fátíð. Lögreglan var til dæmis með aðgerðir á Breiðholtsbraut þar sem þeir beindu fólki inn á vinstri akrein svo fólk sem kom úr neðra Breiðholti kæmist inn á brautina, og til þess að fá fólk til þess að hugsa um þessi mál. En það furðulega skeði að það komu upp alls konar óánægjuraddir um að það væri verið að búa til umferðar- hnút, eins og það var kallað. Þarna virtist fólk ekki skilja hvað væri verið að gera. Það er umferðarmenning, að fólk hafi skilning á því hvað hinir eru að gera. Umferð er flókið samspil margra þátta, og sá sem tekur þátt í umferðinni verður að skilja hvað umferð er. Umferð er ekkert atriði fyrir einn aðila. Umferðin er í raun ekkert annað en við sjálf. Það eru ekki alltaf einhverjir aðrir. Umferðarþroski Við höfum mismunandi þroska í umferðinni, höfum mismunandi góða umferðarmenntun til þess að taka þátt. Því miður er heilmikið um fólk sem virðist álíta að það sjálft þurfi ekki að hlíta lögum sem í landinu eru. Þetta kemur náttúrlega fram á umferðinni. Við sem vinnum að umferðarfræðslu erum í raun að taka við uppeldishlut- verki á fólki. Fólk hefur ekki verið alið upp bæði af ökukennurum og öðrum til þess að vera hæfir þátttakendur í umferðinni. Þegar ég er að tala um umferð er ég ekki bara að tala um þá sem eru að aka, auðvitað eru t.d. gangandi vegfarendur líka þátttakendur í umferð- inni. En hvenær fer gangandi vegfarandi í próf til þess að athuga það hvort hann sé hæfur í umferðinni? Aldrei. Daglega sér maður gangandi " fólk ana eins og vitleysinga þvert fyrir bíla. Kannski hefur þetta sama fólk aldrei gengið undir ökupróf, og skilur ekki hve langan tíma þarf til að stöðva ,WB A AD LEGGJA AHERSUI k ÖRYGGtSATRKH N ÞEGAR nYr BÍLL ER KEVPniR” — segir Óli H. Þórdarson frakvæmdastjóri Umferðarráðs aður sé ekki dýrari en nauðsynlegt getur talist. Auðvitað þarf ríkissjóður að fá sínar tekjur, en þær eiga að koma annarsstaðar frá, og þetta gildir ekki bara um bíla, heldur allan öryggisbúnað. Nýtt um bflbelti Mikið hefur verið rætt um notkun bílbelta, og það hefur verið ákaflega slæmt að hingað til lands skuli vera hægt að flytja bíla með illnothæfum og jafnvel ónothæfum öryggisbeltum. Nú er í undirbúningi ný reglugerð um öryggis- belti í bílum, sem hljóðar upp á að belti í bílum skulu vera eftir ákveðnum reglum. Eitt af því sem verður helst til þess að auka almenningsálit á bílbeltum er það að það séu almennt góð belti í bílum. Maður veit það bara sjálfur að þegar sest er upp í bíl með lélegum beltum, að það er ekki aðlaðandi að setja á sig beltið. Það er einnig ýmislegt sem vantar í reglugerðir um gerð og búnað bifreiða, sem tvímælalaust ætti að vera, eins og til dæmis með hliðarspegla á bílum. Það hefur hvergi tekist að ná upp almennri notkun bílbelta nema viðurlög séu við því að nota þau ekki, og hér er sama sagan. Um það bil fimmti hver ökumaður notar bílbelti á íslandi, og fjórði hver farþegi í framsæti. Þessar niðurstöður eru samkvæmt þeim talning- um sem við höfum gert ítrekað á síðasta ári. Notkun á beltum er vaxandi samt sem áður. Belti eru ekki allra meina bót, slysið á sér stað hvort sem þú ert með belti eða ekki, en það eru afleiðingar slysanna sem við erum að hugsa um. Hins vegar hafa margir haldið því fram, að maður sem setur á sig beltið setur um leið á sig eins konar innri ró við stýrið. Þessi aðgerð, að spenna beltið hefur sálræn áhrif til góðs. Þeir sem ekki hafa vanið sig á að nota belti þurfa að reyna þetta til þess að fá þessa tilfinningu. Þetta atriði að spenna beltið tekur að vísu mislangan tíma eftir einstaklingum, en með því að einsetja sér þetta í viku til hálfan mánuð gerir maður þetta af algjörum vana eftir það. Til dæmis á köldum morgni, að vetrarlagi er alveg upplagt að spenna á sig beltið meðan bíllinn fær að snúast örlítið áður en farið er af stað. Við erum að berjast við hérna að koma á umferðarmenningu, sem er því miður allt of sjaldgæf hér á landi. Ef maður ætlar að skipta um akrein, á hann að geta litið í spegil, athugað umferðina, sett á .stefnuljós og skipt um akrein. Það á að vera allra hagur að mönnum sé gefið færi á að skipta um akrein, en ekki eins og því miður er alltof áberandi hér, að menn séu með einhvern einkarétt á akreinum, „þetta er mín akrein og ég skal sko ekki hleypa þessum skrattakolli á hana." Þetta er alltof áberandi. bfl, en það er ekki víst að sumt fólk geri sér neina grein fyrir því. Svo eru aðrir sem segja sem svo að „honum er nú ekki of gott að stoppa þessum meðan ég geng hér yfir.“ Það fyrrnefnda er þekkingar- leysi, og það síðara er skeytingarleysi. Menn aka vísvitandi fullir Ég hef oft sagt það að það er alveg fullt starf að vera ökumaður, og setjist menn upp í bíl þýðir ekkert annað en að vera með öll vit í landi. Maður sem ekur undir áhrifunt áfengis gerir það næstum undantekningalaust vísvitandi. En það ber að athuga, að það er ekki víst að fjölskyldumaðurinn sem fer út að aka með börnin sín á sunnudagsmorgni eftir að hafa neytt áfengis á laugardags- kvöldi og kannski langt fram á nótt, geri sér grein fyrir því hvað það tekur langan tíma að losna við alkóhól úr blóðinu. Maður sem hefur orðið illa drukkinn á laugardagskvöldi og er kannski kominn Saab- umboðið Volvo- umboðið Peugot Talbot Skoda- Alfa- Chrysler Opel- Isuzu GM Datsun Wartburg- Trabant- Subaru Ford- Suzuki VW- Mitsubitsi Lada- Uaz- Moskvich

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.