Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBF.R 1982 I v upp fyrir 2 promill í blóðinu, þarf ótrúlega langan tíma til að verða allsgáður aftur. En þetta fólk sem lögreglan stöðvar hér fyrir ölvun við akstur, veit undantekningalaust að það hefur neytt áfengis. Fólk er stundum að spyrja „má ég drekka eitt glas af sérrí, eða eitt glas af hinu eða þessu. Það á ekki að vera spurning um hvenær menn séu komnir yfir mörkin. Fólk á bara að hafa dómgreind til þess sjálft, að segja, „hafi ég neytt áfengis á ég ekki að snerta bílinn." Eitt af því sem farið er að fjalla um í auknum mæli í þessum málum er lyfjanotkun og akstur. Nú er í umferð fjöldi lyfja sem gerir menn vanhæfa, eða óhæfa til aksturs. Fólk veit oft ekki af því hvaða innihald er í þeim lyfjum sem það tekur. Nú um næstu áramót verður tekin upp sameiginleg merking þessara lyfja. Þetta er samnorrænt átak. Frá og með næstu áramótum eiga öll lyf sem orsaka vanhæfni til aksturs að vera merkt með rauðum þríhyrningi. Kæruleysi við akstur Kæruleysi manna, og ýmislegt dútl sem menn eru að fremja undir stýri getur valdið slýsum, og hefur oft gert, þar má nefna að vera að stilla útvarpið, kveikja í vindlingi, éta eða drekka undir stýri, allt getur þetta valdið slysum. Og það sem því miður sést of oft á þessum árstíma, menn fara út í bílinn sinn að morgni, hreinsa bara lítinn blett af framrúðunni, þegar hefur snjóað eða hrímað á bílinn, og aka síðan af stað. Þetta er ábyrgðarhluti og algert skeyt- ingarleysi við bæði sjálfan sig og aðra að gera þetta. Ökumaður sem að gleymir þessu atriði hlýtur annað hvort að hafa svona mikla trú á sjálfum sér við akstur, eða er alls ekki fær um að aka yfirleitt vegna þekkingarleysis. Ástæða fyrir þessu er oft sú að mönnum er kalt og hafa ekki þau tól sem til þarf. En það er hægt að ætlast til þess af fullorðnu fólki að það klæði sig skynsamlega, og ökumenn eiga að verða sér úti um þann útbúnað sem þarf til að hreinsa bílinn þegar á hann hefur sest snjór og hrím, menn þurfa að hafa góðan kúst og góða sköfu. Sá maður sem kemur út að morgni og er vel klæddur er ólíkt hæfari til þess að sinna bílnunt almennilega og hreinsa hann svo vel sé, heldur en sá sem kemur út á nælonskyrtu og silki- skóm. Norrænt umferðaröryggisár Nú um áramótin hefst norrænt um- feðraröryggisár. Mig langar til þess.að beina því til fólks að það reyni að finna út hvað það getur gert til þess að koma í veg fyrir slys. Fyrir utan það að lagfæra ýmsa hluti í eigin fari, þá er margt sem fólk getur gert til að hjálpa til. Við vitum dæmi þess að áróður getur haft bein áhrif til þess að koma í veg fyrir slys. Við höfum heyrt af fólki sem hefur spennt beltin eftir að hafa komið inn í sjoppu og séð veggspjald þar sem fólk er hvatt til þess að spenna beltin. Það hefur farið út og spennt beltin, og lent í árekstri rétt á eftir. Það má orðið sjá þetta sígilda „spennið beltin" á olíu- nótum, tópaspökkum og ég vonast til að sjá þetta á fleiru. Allt er þetta sett á pappír sem er prentaður hvort sem er og er okkur að kostnaðarlausu, og oftast líka þeim sem þetta gerir. Ég skora á alla sem geta með þessu móti komið umferðarábendingum á framfæri að gera það, um beltið eða einhver önnur atriði sem viðkomandi hafa áhuga á að bæta í umferðinni. Auglýsendur nýrra bíla mættu einnig leggja áherslu á og kynna þau öryggis- atriði sem bíllinn hefur upp á að bjóða, enn meir en þeir hafa gert.“ „Verö á Peugeot aldrei verið svona hagstætt” segir Halldór Sigurþórsson hjá Hafrafelli ■ „Franski frankinn hefur alltaf verið traustur gjaldmiðill, og verð á Peugeot því verið í hærra lagi“, sagði Halldór Sigurþórsson sölumaður hjá Hafrafelli hf. „Peugeot er dýr bOI um allan heim, en Talbotinn er heldur ódýrari. En nú sem stendur er franski frankinn í lágmarki, og verð Peugotsins hefur aldrei verið svona hagstætt. Frá því að Mitterand tók við stjórnartaumunum í Frakklandi hefur frankinn sigið stöðugt, allt þar til fyrir hálfum mánuði síðan, þá voru gerðar einbveijar aðgerðir sem ég kann ekki að nefna. Síðasta ár hefur sala hjá okknr sveiflast upp á við. Við erum búnir að selja um það bil 170 bQa það sem af er árinu. Talbot-Umboð Við munum taka við Talbot umboð- inu. Við höfum ekki formlega tekið við því enn sem komið er, en við erum að hf. 1983 Línan {sjálfu sér eru ekki miklar breytingar á 1983 línunni, þegar 82 línan kom voru töluverðar breytingar, og þá komu t.d. aliir afturdrifsbílar með sjálflæstu drifi, sem standard útbúnað, og um leið komu þeir allir með 6 ára ryðvarnarábyrgð. Þessa ryðvarnarábyrgð veita verksmiðj- urnar. í ’83 módelinu eru litlar eða engar breytingar í bílunum yfir höfuð. í vor kemur að vísu ný útfærsla á 505 með beinni innspýtingu og Turbo, nokkuð dýr útfærsla, sem er með alls kyns tölvubúnaði, hann meira að segja talar við þig bíllinn. Ef þú misbýður bílnum eitthvað, ofhitar hann, það vantar á hann bremsuvökva eða eitthvað sem gæti talist vanhirða á bílnum hjá þér, það eru 12 atriði sem um ræðir, kemur gróf karlmannsrödd og skammar þig og bendir þér á hvernig þú átt að leiðrétta ■ Halldor Sigurþórsson: „Verð á Peugeot aldrei verið eins hagstætt' */ | bíða eftir formlegum pappírum þar um. Þetta er bara spurning um daga eða viku, uns við fáum nauðsynleg skjöl í hendurnar. En við erum þegar byrjaðir að þjónusta Talbot á verkstæðinu okkar. f nýjum bílum frá Talbot er mikið af Peugeot krami, enda er Talbot fram- leiðslan nú eign Peugeot verksmiðjanna. Tagora bíllinn kom fyrst 1981 með mikið af Peugeot útbúnaði, og Samban, sem er geysi mikið seld í Evrópu í dag, er að mestu leyti úr Peugeot hlutum. Þetta auðveldar okkur þjónustu, en við verð- um að sjálfsögðu að veita eldri bílum frá Talbot þjónustu líka. Gott orð Við höfum staðið okkur vel í varahlutaþjónustunni, og höfum á okkur gott orð fyrir hana. Við þjónum Peugeot vel, en að sjálfsögðu geta orðið einhverj- ir byrjunarörðugleikar með varahluti í Talbot bíla, sérstaklega þá eldri. Við vitum ekki nákvæmlega hve mikið er til af slíkum varahlutum í landinu, en alla vega hefur ekkert verið keypt inn undanfarna mánuði. Þannig að það er stórt gat í lagernum núna og það hlýtur að taka einhvern tíma að vinna það upp. Við höfum mjög gott kerfi á öllum varahlutapöntunum þannig að það tekur ekki langan tíma að fá hlutina, 10 daga til hálfan mánuð. Þetta er sem sagt fljótvirkt flugpöntunarkerfi, og að sjálf- sögðu höfum við mjög stóran varahluta- lager við Peugeotinn. þetta. Ef bílstjórahurðin er ekki nógu vel lokuð, eða þú gleymir að láta á þig öryggisbeltið, þá er það silkimjúk kven- mannsrödd sem áminnir þig. Þeir taka það að vísu fram að fyrst um sinn verður þetta einungis á frönsku, en síðan fljótlega á ensku líka. Þessi bíll kemur út í mars á næsta ári. Svo hefur heyrst um eina týpu í viðbót, sem er á milli 104 og 305. Það er bíll sem er að hluta byggður upp úr tilraunabíl frá Peugeot, sem hefur sérlega litla loftmótstöðu. Þessi tilraunabíll er rúmgóður 5 manna bíll með dísilvél, og hann fer 116 mílur á galloninu, það er gróft reiknað um 2.8 lítrar á 100 km. Hagkvæmt fyrirtæki 18 ár eru nú síðan Hafrafell hf. var stofnað, en fyrsti Peugeotinn kom til landsins árið 1946. Það er ekki langt síðan voru til þrír bílar af árgerð ’46 á Akureyri. Við þjónum nú um 1700-1800 bílum af Peugeot. Ég gæti trúað að það séu um 1000-1500 bílarTalbot og Simca. Við verðum að nota verkstæðið okkar til að sýna okkar ágætu bíla, húsnæði okkar býður ekki upp á meira, og það er útséð um að við komum okkur upp einhverjum flottum sýningarsal alveg á næstunni. Með tilkomu Talbot umboðs- ins er það sýnt að við þurfum að einbeita okkur að því að koma þar upp stærri varahlutalager, en ætlunin er að byggja nýtt hús hér við hliðina, og þar mun söluaðstaða verða til húsa. Á okkar fyrirtæki er lítil yfirbygging, við erum alls 19,12 á verkstæðinu, 2 á varahluta- lager, símastúlka, sendill, skrifstofu- stjóri, framkvæmdastjóri og sölumaður. Fyrirtækið er hagkvæmt rekstrarlega séð, og umframfé fer allt í að auka og bæta þjónustuna. Góðar vélar Venjulega endist vél í Peugeot út bílinn. Bensínvél af Peugeot endist í það minnsta 200:000 km áður en hún er skemmd af sliti, og engin vél er enn farin af sliti af þeim díselvélum sem eru í Peugeot 504, en þær komu fyrst 1977 í honum. Þær eru margar hverjar komnar á fjórða hundrað þúsund. Sjálfur hef ég átt Peugeot með vél sem keyrð var 400:000 km, en ég þurfti að vísu að gera hana upp. Þetta eru ákaflega traustir bílar Peug- otinn, og byggðir á traustum grunni. 505 bíllinn er þróaður út frá gamla 404 bílnum, og 604 er eiginlega útgáfa af 505, stærri og íburðarmeiri. 6 ára ryðvarnarábyrgð 6 ára ryðvarnarábyrgð er hlutur sem er ákaflega mikilvægur. Ábyrgðin er að sjálfsögðu miðuð við að bíllinn sé endurryðvarinn á tveggja ára fresti, og ef þeir lenda í tjóni þurfa þeir hlutar sem skemmast að endurryðverjast. Sú með- ferð sem bílamir fara í gegnum í framleiðslunni tryggir það að þeir stand- ast fyllilega þessar kröfur. Þetta er meðferð í tíu liðum, sem felur í sér meðal annars galvaníseringu, elektróniskt bað, þéttingu, grunnmáln- ingu, lökkun og bökun svo eitthvað sé nefnt. Sendibíll-ferðabfll Við erum einnig með sendibíl J9, framhjóladrifinn og mjög burðarmikinn hann hefur ákaflega lágt gólf upp á hleðslu. Einnig hefur þessi bíll verið notaður mikið erlendis sem sumarbú- staður á hjólum, vegna þess að hann er manngengur fyrir flesta, 182 m frá gólfi til lofts. Bíllinn er yfir lOm’ fyrir aftan bíl- stjórasæti. Þetta er ekki fallegasti bíll í heimi, en ákaflega traustur og fáanlegur bæði með dísilvél og bensín vél, og að sjálfsögðu með 6 ára ryðvamarábyrgð.“ Hafrafell hf verðskrá Peugeot 104 GL Peugeot 305 GL Peugeot 504 Berline GRD Peugeot 505 frá kr. 137.000 Peugeot 505 Break et Familial Peugeot 604 STl Peugeot pick up og sendibilar Peugeot J 9 sendibflar Verð 26. nóvembcr 1982.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.