Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982 ■ Ingvar Helgason hóf að flytja inn Trabant árið 1963. Nú flytur hann inn og selur margar tegundir bíla, og umfang rekstursins orðið allmikið. Þúsund bflar á ári Við höfum selt um það bil þúsund bíla á ári síðustu tíu árin, af okkar fjórum tegundum, Trabant, Wartburg, Datsun og Subaru. Við höfum tvöþjónustuverk- stæði í Reykjavík, sem bæði eru sérhæfð í þessum bílum, og það teljum við vera hagstætt, því þá getur viðskiptavinurinn valið á milli, og ef hann er ekki ánægður með annað verkstæðið, getur hann þá alltaf farið á hitt, þá erum við með þjónustuverkstæði á Akureyri, ísafirði á Austurlandi og víðar,“ sagði Ingvar. - Þið seljið margs konar bíla? „Já, það er ekkert umboð á íslandi sem hefur jafn margháttað verð á þeimi bílum sem það selur. Við höfum ódýrasta bílinn á landinu, Trabantinn, ■ Sýningarsalurinn hjá Ingvari Helgasyni. „Hér er alltaf nóg af bflum' „Frá þeim ódýrasta... til eins þess dýrasta” — segir Ingvar Helgason og allt upp í dýrustu bíla sem hægt er að fá, frá Datsun. Og reyndar allt þar á milli við erum með allar útgáfur af bílum sem hægt er að hugsa sér. Það er tariö yfir varahlutamagn á öllum verkstæðun- um í hverjum mánuði, ekki bara af okkur heldur iíka af framleiðendunum sjálfum. Þannig að það eru ekki bara við sem stjórnum þjónustunni, heldur framleiðendurnir sjálfir. Torfærufólksbfll Það er dálítið mismunandi frá árí tíl árs af hvaða bíl við seljum mest, Subaru hefur alltaf verið ákaflega sterkur á markaðinum, og staða hans er enn að styrkjast. Við hófum að selja hann 1976. Nýi bíllinn sem við erum að selja í dag' er með nýjan stýrisbúnað sem er mun léttari en sá gamli, það er eins með hann og fyrirrennara hans að það er hægt að hækka hann upp um 4-5 cm, ef hann er mikið hlaðinn. í eðlilegri stöðu er hann 21 cm undir lægsta punkt, sem er mjög hátt, en við sérstakar aðstæður er gott að geta hækkað hann, og það er hægt að gera á nokkrum mínútum. Hann er nær eingöngu með háu og lágu drifi og fjórhjóladrifinn, og nú flytjum við hann eingöngu inn með 1800 cc vél, því bíllinn þarf á svo stórri vél að halda, eins og hann er notaður. Bæði stofnanir, fyrirtæki og einstak- lingar hafa keypt þessa bíla af okkur aftur og aftur. T.d. vorum við að afgreiða í dag níu bíla til ákveðinnar ríkisstofnunar sem keypti af okkur fyrsta bílinn 1976. Og þeir kaupa fleiri bíla á árinu. Og það er sammerkt með flestum bílum ríkisstofnana, að það er farið mjög illa með þá, og það að bílarnir duga á slíkum stöðum, er merki þess að bíllinn er framúrskarandi vel byggður. Fjórhjóladrifnir sendibflar Það nýja sem er að koma frá Subaru í vetur eru litlir sendiferðabílar með 700 cc vél, og fjórhjóladrifnir. Þetta eru ódýrir bílar sem ekki eru ætlaðir til þess að flandrast á um allt land, en þetta eru mjög góðir bílar til að komast leiðar sinnar á þéttbýlissvæðum. Það hefur verið dálítið erfitt með japanska sendi- bíla sem hingað hafa komið að snúast um sjálfa sig vegna þess að þyngdin liggur öll á einum punkti, en það að þeir koma með drifi á öllum hjólum ætti að hjálpa upp á sakirnar, og vera hentugt fyrir verslanir og smærri fyrirtæki. Við DatSUIl jcppi fáum þennan bíl eftir áramótin. Ég get svo sem hvíslað því að þér að við eigum von á stærri bíl, sendibíl, með drifi á öllum hjólum líka, sem verður að stærð á milli þess litla bíls og hins. Hann ætti að koma með vorinu. Ein tegund hefur aldrei verið jafn lengi í uppáhaldi hjá leigubílstjórum jafnlengi, og þetta segir líka að varahlutaþjónusta og slíkt er í mjög góðu lagi, og náttúrlega gæði bílanna. Ódýrir lúxusbflar Sá bíll sem við höldum að verði okkar helsti sölubíll, er Datsun, við flytjum hann nú inn beint frá Japan. Datsun er hjá okkur á framúrskarandi verði, og ég fullyrði, að hann er 15-20% ódýrari en sambærilegir bílar. Datsuninn er á svipuðu verði í sumum tilfellum og austantjaldsbílar. Þetta er vegna þess að fulltrúar framleiðendanna hafa komið hingað frá Japan, og þeir trúa því eins og við að við séum að fara í harðnandi ár, og þess vegna höfum viðfengið þetta hagstæða verð. Nú við höfum lagt mikla áherslu á litla og meðalstóra bíla, í dýrustu og fínustu útgáfum sem hægt er að fá. Við höfum t.d. tekið Cherry og Sunny bíla sem eyða 5 lítrum af bensíni á hundraðið, í mjög fínum útgáfum, með aflstýri, sjálfskiptingu, sóllúgu, plussklæðingum, svipað og rándýrir amerískir bílar voru. Þetta gerum við vegna þess að við teljum að framtíðin sé í smærri bílum, en þeir verði að vera miög góðir, fallegir og skemmtilegir svo að menn sætti sig við að eiga þá. Vinsælasti leigubfllinn Við höfum verið einnig með stærri bíla, t.d 280 C, og yfir 30% af leigubílum hafa verið Datsun frá árinu 1971. Margir af þessum leigubílstjórum hafa keypt af okkur frá 5 og upp í 10 bíla. Ég veit um einn sem keypt hefur af okkur tíu bíla á þessu tímabili. Nú erum við að byrja á nýjum bíl frá Datsun sem heitir Patrol. Þetta er jeppi sem er hægt að fá í tveimur lengdum, tveggja sætisraða og þriggja sætisraða. hann er með sex strokka díselvél torfærubíll í lúxusklassa, og 24 volta rafkerfi og aflstýri. Og ég stend á því fastar en á fótunum, að þessi bíll er 30% ódýrari en santbærilegir bílar. Hann er vinsælastur japanskra jeppa í Evrópu, og ég hef enga trú á því að við höldum svona lágu verði á honum lengi. Auk þess erum við með mesta úrval á landinu af vinnubílum og pick up bílum, með diesel og bensín vélum, Ingvar Helgason. Ingvar Helgason verðskrá Datsun Cherry 1000 3 dyra 1300 3 dyra 1300 5 dyra 1500 3 dyra 5 gíra .... . . . . kr. 136.000 1500 3 dyra sjálfskiptur . . . Datsun Sunny 1500 sjálfsk 1800 5 gira Sedan 1300 Coupe 1500 Station sjálfsk Station 5 gíra Datsun Stan/a 1600 3 dyra 5 gira 5 dyra 5 gíra ...... .... . . . . kr. 171.000 Datsun Stanza 1800 5 gíra 3 dyra Datsun Bluebird Sedan 1800 bensín 2000 disel Station 1800 bensín Station 2000 disel Datsun Laurel SGL 2400 bensín Datsun 280 ZX 2800 cc Datsun 280 C diesel Datsun Patrol Station diescl jeppi Subaru 700 sendibíll Subaru Hatchback 4WD Subaru Station 4WD 1800 Wartburg 4 dyra ’82 Wartburg Station 5 dyra '82 kr. 58.000 Trabant 601 Stalion fjórhjóladrifum og svo frv. Með vorinu kemur einnig vinnubíll af Cherry, og ódýrari, og líka frambyggður fjöl- skyldubíll sem ætti að verða skemmti- legur ferðabíll á góðu verði. Skynsemin ræður Hvað ódýrari bílana varðar, þá kom Trabantinn minn fyrst hingað 1963. Hann hefur alltaf staðið sig vel, verið sölubíll og átt sinn trygga aðdáendahóp. Það er Leiðinlegt að þurfa að segja það, en vandræðin með hann eru þau að íslend- ingum hefur ekki þótt hann nógu fínn. Hann hefur staðið sig afskaplega vel, er lygilega ódýr, óskaplega einfaldur, og kostnaður sáraiítill. Ég hef einnig sérstaka ánægju af því að segja frá því að aðdáendur Trabantsins eru nú að stofna klúbb um Trabantinn, sem heitir Skynsemin ræður. Aðalhvata- maðurinn að þessari stofnun er Gunnar Bjarnason hrossaræktarráðunautur. Við Gunnar eigum það sammerkt að við skiljum ekkert í því hvers vegna ekki er meira keypt af Trabant. Þessi klúbbur. meðal annars,mun beita sér fyrir því með okkar hjálp að halda námskeið fyrir Trabanteigendur í viðgerðum, og mun- um við aðstoða þá við þetta. Við trúum því að þetta geti orðið hagstætt bæði fyrir viðskiptavininn og okkur. Wartburginn byrjuðum við með 77, hann sígur alltaf á og hefur staðið sig mjög vel, enda er hann smíðaður í Eisenack verksmiðjunum, sem fram- leiddi fyrir stíð og í stríðinu BMW. Ég fullyrði að enginn bíll á okkar vegum hefur betri fjaðraútbúnað. Allir sem fara út á land á okkar vegum, sækjast eftir að fá að fara á Wartburg, því hann flýgur yfir þvottabrettin. Eftir áramótin komum við með nýja týpu af Wartburg, Pick up, það verður lygilega ódýr bíll, sem mun kosta ekki helming af því sem sambærilegir jæpanskir bílar kosta. Hann ætti að kosta um 50-60 þús. Það verður hægt að byggja hvað sem er ofan á hann, því hann er byggður á grind, hestakerru erða hvað sem mönnum dettur í hug. Stationbíilinn er alltaf meira og meira notaður sem minni snúningabíll fyrir smærri fyrirtæki og sem ferðabíll einstaklinga."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.