Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982 9 ■ Úr sýningarsalnum hjá Bflaborg, hér fást notaðir bflar með 6 mánaða ábyrgð. (Tímamynd G.E.) 3 ,■% j 929 ‘ '****' m fl Difreiðaeigendur DÍL AÞVOTTUR—DÓN Vitið þið, að hjá okkur tekur aðeins 15-20 mín. að fá bíl- inn þveginn — bónaðan og ryksugaðan. RYKSUGUH Hægt er að fá bílinn ein- göngu handþveginn. Komið reglulega. Ekki þarf að panta tíma, þar sem við erum með færi- bandakerfi. Ódýr og góð þjónusta. DON- OG ÞVOTTASTODIN HF. Sigtúni 3, sími 14820. það fólk sem byrjar að fá sér Mazda bíl heldur því áfram, og heilu fjölskyldurnar aka um á þessum bílum. Það ræður náttúrlega miklu í þessu efni að bílarnir hafa lága bilanatíðni, hafa góða endur- sölu, og þjónusta við þessa bila er mjög góð. Það þarf að skoða margt þegar nvr bíll er keyptur, fyrst náttúrlega verðið, og þar stöndum við mjög vel að vígi eins og sést hefur, og auk þess leggjum við mjög mikið upp úr góðri þjónustu. Fyrirtækið er orðið nokkuð stórt, hjá okkur vinna um það bil 45-50 manns, og allt er hér á sama stað. Þegar við byrjuðum að selja Mazda vorum við eingöngu með þrjár týpur, 1300, 818 og 616. Við af þessum bílum hafa síðan tekið arftakar þeirra 323, 626 og 929. Þó gegnir 929 bíllinn sérstöðu, hann heldur eiginleikum smábílsins í rekstri, en íburði lúxusbílsins og þægindum. Góð þjónusta og örugg endursala Við eigum flesta hluti á lager sem gæti vantað í þessa bíla, og ef eitthvað skyldi vanta höfum við aðgang að birgðastöð í Belgíu. Við höfum gengið á undan í því tilliti að þegar við seljum notaða bíla af Mazda gerð þá förum við yfir þá á verkstæði okkar, og seljum þá síðan með 6 mánaða ábyrgð. Bílarnir eru grandskoðaðir og leyndir galiar eiga ekki að vera tii í þessum bílum eftir þá skoðun. Þetta er mjög mikilvægt fyrir fólk sem ekki hefur aðstöðu eða kunn- áttu til að kynna sér ástand bílanna að þeir eru í öruggu ásigkomulagi þegar kaup og sala fer fram. Framleiðslan mjög örugg Mazda bíllinn stendur sterkur á markaðinum, nú þurfa allir að keppa við japönsku bílana í gæðum, því þau eru þeirra vörumerki í dag. Mazda bílarnir eru ákaftega lausir við alla galla, og þeir koma ekki á markaðinn fyrr en þeir eru þaulprófaðir. Það er lítið um það að bílamir séu með svokallaða barnasjúk- dóma. Bílamir standa því mjög vel í samkeppni, þvf framleiðslan er orðin svo örugg. 1983 línan 1983 línan hjá Mazda er byggð á reynslu fyrri ára, þeir bílar sem hafa verið svo vinsælir undanfarin ár koma nú í endurbættum útgáfum, 323 bíllinn er nú mun glæsilegri en áður, heldur öllum kostum sem gerðu hann svo vinsælan, og þægindi eins og best verður á kosið í bíl af þessari stærð. 929 bíllinn er lúxusbíll sem er nú glæsilegri en nokkm sinni fyrr, og heldur rekstrareig- inleikum smábílsins, og eftir áramótin fáum við nýj an 626 sem nú er framdrifinn eins og 323, er af millistærð og erfir alla bestu kostina frá stóra og litla brðður. Við emm að sjálfsögðu en nteð Mazda 1800 pallbíllinn, og hann er í hefðbundn- um stíl, auk sendiferðabílsins sem nú er að ryðja sér til rúms.“ Vantar þig púströr eöa hljóðkúta? Ef svo er, eða mun verða, hafðu þá samband við okkur. Við erum sérfræðingar á sviði pústkerfa í allar tegundir bíla. Jafnvel þótt þú eigir gamlan bíl sem ekkert fæst í annars staðar eða bíl af sjald- gæfri tegund, þá er alls ekki ólíklegt að við eigum það sem þig vantar eða að við getum útvegað það með stuttum fyrirvara á góðu verði. Viltu bara „Orginal”? Við kaupum hljóðkúta okkar hvaðanæva úr heiminum. T.d. fáum viö frá Skandinavíu hljóðkúta í ýms- ar gerðir sænskra bíla, frá Þýskalandi í marga þýska bíla, frá Bretlandi í marga enska bíla, Ameríku í marga ameríska bíla, Italíu í marga ítalska bíla o.s.frv. Auk þess eigum við úrvalshljóðkúta í margar gerðir bifreiða. Aluminseraðir kútar og rör undir bílinn, 70—80% meiri ending. Og það sem meira er Flestar okkar vörur eru á mjög góðu verði og sumt á gömlu veröi. Berið saman verð og gæði áður en þér verslið annars staöar, það gæti borgað sig. Auk þess D D FJOÐRIN Skeifunni 2 82944 Púströraverkstæói höfumvið fullkomið verkstæði sem einungis fæst við að setja undir pústkerfi, bæði fljótt og vel. Verkstæðiö er opið virka daga frá kl. 8.00 tii 18.00, nema föstudaga frá kl. 8.00 til 16.00. Lokað laugardaga. Hafðu þetta í huga næst þegar þú þarft að endurnýja. Viö eigum einnig mikið úrval af skíðabogum, tjökkum, hosuklemmum og fjaðrablöðum til að styrkja linar fjaðrir og hækka bílinn upp. Smásala: Sendum í póstkröfu um land allt. Heildsala: Til endursölu þegar um eitthvert magn er að ræöa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.