Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982 „Við selj- um þá og sjáum þá ekki meir” — segir Jóhannes Ástvaldsson hjá Sveini Egilssvni ■ „Sveinn Egiisson hf er gamalgróið fyrirtxki", segir Jóhannes Astvaldsson framkvæmdastjóri hjá Sveini Egilssyni hf. Gamalgróið fyrirtæki „Fyrirtækið var stofnað árið 1926 og þá sem Ford umboð. Það þótti feitur biti á sínum tíma að fá Ford umboð, því þá voru „þeir þrír stóru“ Ford, Chrysler og GM. Síðar kom Japaninn með sína geysilegu innrás inn í öll lönd og þegar þeir komust inn í Bandaríkin sjálf sem áttu að vera vígheld fyrir erlendum áhrífum í bílamálum, varð bylting í bílasölu þar. Að vísu hafði Volkswagen komist inn á Bandaríkjamarkað á 7. áratugnum og verið þar nokkuð sterkur. Það er eitt sem Bandaríkjamönnum hefur reynst erfitt, og það er að hanna smábíl, það hefur þeim í raun aldrei tekist, fyrr en e.t.v. nú með fram- leiðsluna á Escort, og þeir hafa gert margar tilraunir en bíllinn hefur alltaf endað með því að verða stór. Og hinir þrír stóru hreinlega sofnuðu á verðinum gagnvart hæfni Japana. Aðilar frá Ford komu og skoðuðu fyrirtæki okkar ekki alls fyrir löngu, komust þeir að þeirri niðurstöðu að við ættum að geta selt um 1200 bíla á ári og veitt þjónustu í samræmi við það. Bílasala hvers fyrirtækis er að sjálf- sögðu háð verðlagi og samkeppni hverju sinni, og það getur verið jafnmikil vinna við að selja 200 bíla eins og 1000 ef aðstæður í sölumálum eru þannig. Japanski smábíllinn Við’fórum að flytja inn Suzuki fyrir tveimur árum, því það var fyrirsj áanlegt að sala hjá okkur yrði ekki næg. í svona fyrirtæki þarf að vera ákveðin sala, ákveðið rennsli til að hlutirnir gangi, og ef þetta rennsli stöðvast stöðvast hring- rásin um leið. Ég gæti giskað á að fyrirtækið sé búið að selja um það bil 20 þúsund bíla af Ford, og það var hreint ekki svo auðvelt að byrja að byggja á öðru. Það tekur alltaf tíma að kynna algerlega nýja tegund, og Suzuki var minni en nokkur annar bíll á markaðin- um, þetta var alveg nýtt. Aðdráttarleiðin Jóhannes Ástvaldsson: „Mest um vert að selja góða vöru“. (Tímamynd Ella) Verðskrá yfir bfla hjá Sveini Egilssyni hf. Ford Fiesta L 1100 3ja dyra ..................................kr. 162.000 Ford Escort GL 1300 S dyra....................................kr. 197.500 Ford Escort GL 1300 Stetion 3 d...............................kr. 199.000 Ford Taunus GL 1600 4ra dyra .................................kr. 193.000 sjálfsk..............................................kr. 207.000 station..............................................kr. 203.500 GL 2000 4ra d. vökvastýri...............................kr. 212.000 Ghia 2000, 4ra d. vökvastýri............................kr. 244.000 Suzuki Alto 2 dyra fólksbifreið ..............................kr. 113.000 sjálfskipt...........................................kr. 120.500 4ra dyra.............................................kr. 118.500 sjálfskipt...........................................kr. 125.000 2 dyra sendibifreið..................................kr. 89.500 Suzuki ST 90 sendibifreið.......................................kr. 96.000 Suzuki Fox jeppi 4x4..........................................kr. 156.000 Suzuki Fox pick up 4x4 .......................................kr. 135.500 Ryðvöm og skráning ero ekld innifalin í verði. Verð miðað við 26. nóvember 1982. frá Japan er löng, og það þurfti að reikna út söluhorfumar á íslandi með 6 mánaða fyrirvara. Því var það dálítið erfitt að byrja en við fikruðum okkur áfram, við að finna út hvað væri rétt að leggj a mesta áherslu á. Við lögðum í fyrstu mesta áherslu á fólksbílinn, en það reyndust vera jeppamir og sendibíllinn sem runnu út eins og heitar lummur. Geysigóð útkoma Og það sem hefur orðið okkur til mestrar ánægju er hin geysigóða útkoma þessara bíla. Það má segja að við seljum þá og sjáum þá ekki meir. Þó að stór hluti rekstursins sé að selja varahluti og veita þjónustu, er mest um vert að selja góða vöm. Þegar aðilar frá Suzuki komu hingað sáu þeir strax í hendi sér, að hjá okkur var allt fyrir hendi, hér var starfsfólk með reynslu, húsakostur og allt kerfið til staðar. Við hófum tölvu- væðingu fyrirtækisins 1975, og byggjum á traustum gmnni. Salan á Suzuki er nú „Lada er byggð fyrir íslenskar — segir Guðmundur Viðar Sigmundsson hjá Bifreiðum og Landbúnaðarvélum ■ „Ladan hefur verið undanfarin ár í efstu sætum hvað sölu varðar, og nú virðumst við vera í þriðja sæti“, segir Guðmundur Viðar Sigmundsson sölu- maðúr hjá Bifreiðum og Landbúnaðar- vélum. Við höfum selt á fyrstu þrem ársfjórðungum þessa árs um 700 Lada- bQa. AðalsölubQarair hjá okkur eru Lada Sport, Lada station, Lada Safir og Lada Canada, en við erum Uka með frambyggða UAZ jeppa og Moskvich sendibQa. Góð varahlutaþjónusta Við höfum hér verkstæði og vara- hlutaþjónustu, og í könnun verðlags- stofnunar í fyrra komum við best út bæði hvað snerti lager og verð. Ég vil taka það fram að mér finnst fólk ekki hugsa nægiiega út í það þegar það kaupir sér bfl, hvað það kostar að reka hann, og hvernig varahlutaþjónusta er, svo og hvað varahlutir kosta. Hvernig gengur ykkur að anna við- gerðum og þjónustu á ykkar bílum? - Það er mjög árstíðabundið hve mikið er að gera á verkstæðinu, á vorin er mjög mikið að gera, þá fara saman mikil sala og það að margir hafa dregið viðgerðir þangað til að skoðun kemur. Þá vill oft verða svolítil bið, og fram eftir sumri, þar koma til einnig sumarfrí og þess háttar hjá starfsmönnum. Það mætti gjaman beina því til fólks að láta ferkar gera við á vetmm, ef hægt er að koma því við, þá er miklu minna að gera, strax hægt að komast að, og um Ieið fá betri þjónustu. Sportinn vinsæll Lada Sport jeppinn kom inn á markaðinn árið 1978. Hann varð mjög vinsæll fljótlega. Það var ekkert skrýtið, þetta er bíll sem hentar mjög vel við okkar aðstæður. Á þeim tíma hafði verið miklu lægri tollur á jeppum, en svo hækkaði hann, og þá urðu stóm jepparn- ir svo dýrir að sala á þeim féll alveg niður. Þegar Lada Sport kemur fellur hann inn í þessa eyðu, kemur á alveg réttum tíma. Sportinn var einnig á þvf verði að hinn verulegi launamaður gat klofið að kaupa hann. Einnig hafa komið inn fleiri smáir jeppar, á undan- förnum misserum, og samkeppni þar af leiðandi. En ég tel að verð á Lada Sport Bifreiðar og Landbúnaðarvélar, verðskrá: Lada 1500 Station Lada 1200 fólksbifreið Lada 1300 Safír Lada Canada Lada Sport UAZ 452 frambyggður jeppi fáanl. í jan . ... kr. 180.000 Moskvich sendibifreið Verð 26. nóv. og háð breytingum. Verð miðað við að bifreið sé ryðvarin og tQbúin til skráningar. ■ Guðmundur Viðar Sigmundsson: „Höfum undanfarin ár verið í efstu sætum hvað sölu varðar“. (Tímamynd Ella) sé mjög gott, miðað við þessa nýju jeppa, og svo hefur hann reynst mjög vel. Einnig er við hann mjög fullkominn varahlutalager, þannig að fólk veit að hverju það gengur. Rússajeppinn sígildur Lada 1600 Kanada, 1500 Station og Safír hafa selst mjög svipað í ár. UAZ frambyggði jeppinn hefur verið óbreytt- ur í mörg undanfarin ár. Hann hefur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.