Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982 ■ Ámi Gestsson forstjóri Globus hf. Undir hans stjóm hefur fyrirtækið vaxið og dafnað vel. ■ Módel af framtíðarbfl Citroén, Karin. Þannig gera hönnuðir verksmiðjanna sér í hugarlund framtíðarbflinn. Við bflinn standa þeir Ámi Gestsson forstjóri (lengst til hægri) og Þorgeir Öm Elíasson framkvæmdastjóri söludeildar (annar frá vinstri). Milli þeirra em fulltrúar Citroén verksmiðjanna. Lengsttil vinstri á myndinni er Gestur Árnason framkvæmdastjóri fjármála fyrirtækisins. .Rolls Royce afnot af þessu kerfi. GSA bíllinn hefur selst vel á þessu ári, enda er hann ódýr lúxusbíll. CX er bíll sem sæmir hverjum forstjóra, og er mjög vel samkeppnisfær hvað verð varðar svo ekki sé meira sagt. Við fengum veruleg- an afslátt af þessum bílum til að aðhæfa þá íslenskum markaði, en vegna verk- falla í Citroénverksmiðjunum á þessu ári, komu þeir seint hingað til lands. 1983 módelin af þessum bílum eru lítið breyttar frá síðasta ári. Á miðju næsta ári fáum við aftur á móti nýjan bíl frá Citroén, Citroén BX. Þessi bíll verður af sömu þyngd og GSA, en hefur sama rými og CX. Hann eyðir um 5,4 lítrum á hundraði, og verðið á honum verður mitt á milli hinna tveggja. Citroén annar hvergi nærri framleiðslu á þessum bíl í Evrópu, en um leið og það verður fáum við bíla hingað til okkar. En það verður örugglega ekki fyrr en á miðju næsta ári.“ : Citroén hefur alltaf verið brautryðj- andi í bílaframleiðslu. Árið 1936 kemur fram hugmynd hjá Citroén um eyðslu- grannan ódýran smábíl, og árið 1948 kemur hann fram á bílasýningu. Þessi langi tími milli frumhugmyndar og framleiðslu skapast að sjálfsögðu vegna síðari heimsstyrjaldarinnar. Þessi bíll CV 2, var upphafið að hinum eyðslu- grönnu bröggum frá Citroén. Þessi bíll eyddi þegar árið 1948 4 lítrum á hundraðið, hann var að vísu aðeins 9 hö en hann komst í 65 km hraða á klst. Á afmæliskynningu okkar nú sýndum við bíla sem Citroén hefur framleitt til að sýna bíla framtíðarinnar, Karin. í honum ver tölvubúnaður sem sýnir afstöðu annarra bíla til manns sjálfs í akstri, svo öryggisspegla er ekki þörf, og ökumaðurinn situr fyrir miðju. Þú getur ómögulega verið Lappáíaus næsta sumar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.