Tíminn - 02.12.1982, Side 1

Tíminn - 02.12.1982, Side 1
Dregið í áskriftargetraunirmi í kvöld TRAUSTOG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Fimmtudagur 2. desember 1982 275. tölublað - 66. árgangur Gæðamálin draga dilk á eftir sér: ISLENSKIR FISKMARKANR I BANDARÍKIUNUM (SFÖRNÆTTU fjErum ad verda fisklausir” segir Guðjón B. Ólafsson, forstjóri lceland Seafood Corporatlon ■ Gífurlcga alvarlegt ástand er nú að skapast á íslenskum lisksölumörkuðum í Bandaríkjunum. Lítil framleiðsla, sér- staklega á þorskafurðum hér heima hefur gert það að verkum að sölufyrir- tækin í Banaríkjunum eru að verða hráefnislaus og markaðimir þar af leiðandi í stórhættu. Um leið og íslend- ingar geta ekki staðið við skuldbindingar sinar, er viðbúið að kaupendumir snúi sér annað og er víst að Kanadamenn og reyndar aðrar þjóðir era tilbúnar að hlaupa í skarðið. „Ástandið er orðið mjög alvarlegt, enda erum við að verða gjörsamlega físklausir," sagði Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Iceland Seafood Corporation, dótturfyrirtækis Sambandsins í samtali við Tímann. „Skorturinn á þorski, sérstaklega þorksblokk er orðinn mjög tilfinnan- legur og þess verður ekki langt að bíða að sama staða komi upp varðandi þorskflökin. Framleiðslan á íslandi nú er nánast engin og reyndar ekki nema lítill hluti af okkar þörfum fyrir næstu mánuði." sagði Guðjón B. Ólafsson. Guðjón sagði að þetta væri ekki síst alvarlegt fyrir þær sakir að á sama tíma og þeir væru að verða freðfisklausir, þá hengju allar þessar óseljanlegu skreiðar- birgðir uppi á hjöllum á íslandi. Það væri alvarlegt mál að menn skyldu ekki hafa verið nægilega framsýnir til þess að herða minna og frysta meira á sínum tíma og sjá þannig burðarmörkuðum sínum fyrir nægilegu hráefni. „Nú segja menn e.t.v. að ekki hafi verið hægt að sjá þetta fyrir og að hráefnið hafi verið of slæmt í frystingu. En ég held því stíft fram að það hafi aldrei verið þörf á að gera hráefnið svona slæmt. Þar stendur hnífurinn í kúnni og það er Ijóst að í gæðamáiunum verður að gera gífurlegt átak og það strax. Það er ekki gott að segja hvað gerist þegar við segjum viðskiptavinun- um að við eigum ekki fisk til að standa við pantanir,“ sagði Guðjón B. Ólafs- son. -ESE Flugfélagið Ernir á ísafirdi: MIKUR ERFIÐLEIKAR ■ Flugfélagið Ernir á ísafirði á við mikla rekstrarerfiðleika að stríða um þessar mundir. Félagið er skuldum vafið og til að grynnka á skuldunum hefur það haft eina af þremur flugvél- um sínum á sölu í Bandaríkjunum síðan í sumar. Enn hefur ekki tekist að selja hana. „Það er ekki komið að því að fyrirtækið verði gjaldþrota þrátt fyrir erfiða stöðu,“ sagði Hörður Guð- mundsson, forstjóri félagsins í samtali við Tímann í gær. „Skuldirnar eru alls ekki miklar miðað við eignir félags- ins,“ bætti hann við. Flugfélagið hætti póstflugi milli staða á Vestfjörðum 10. nóvembers.l. „Það kom í sjálfu sér ekki á óvart,“ sagði Hörður. „Við sögðum því upp með fimm mánaða fyrirvara. Við sáum fram á það að án hækkunar á flutningsgjöldum stæði flugið ekki undir kostnaði. f því efni erum við alls ekki einir á báti því Flugleiðir, Flugfé- lag Norðurlands og Flugfélag Austur- lands eru öll ósátt við þessi lágu flutningsgjöld.“ Hörður sagði að margar leiðir hefðu verið ræddar til þess að koma rekstri félagsins á réttan kjöl. Til dæmis hefði komið til tals að Flugleiðir keyptu í því talsverðan hlut og jafnvel sveitarfélög- in áVestfjörðum líka. Einnig hefur verið rætt um að félagið fengi verkefni við Landhelgis- gæsluflug út af Vestfjörðum, en það er verkefni sem landshlutaflugfélögin vilja fá á sína könnu, hvert í sínum fjórðungi. -Sjó. Nútíma njésnir — bls. 7 IIERÐKYNNING Merðiagssidfnui Verð eftir verslunum INNK ---- KP

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.