Tíminn - 02.12.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.12.1982, Blaðsíða 2
FIMMTUÐAGUR 2. DESEMBER 1982. í spegli tímans Umsjón: B.St. og K.L. Jackie fangin á ný — en hyggur ekki á hjónaband ¦ Kunnugir segja, að það leyni sét ekki, að enn einu sinni sé Jacqueline Onassis orðin ástfangin. Að þessu sinni er það fjár- málaráðgjafi hennar, Maurice Tempelsman, sem hefur orðið fyrir valinu. Þegar Jackie fylgdi honum á flugvöllinn fyrir skömmu, eftir að hann hafði eytt með henni helgi í sumarhúsi hennar, voru þau ekkert að fara í felur með hvern hug þau bera hvort til annars. Spurningunni um það, hvort hjónaband sé í vændum, svara vinir Jackie því til, að hún hafi sagt: - Eg hef borið nafnið Kennedy og Onassis. Eg hef ekki hugsað mér að enda ævina sem einhver frú Tempelsman, sem enginn kannast við! ¦ Kunnugir segja það sjást langa vegu á Jackie Onassis, að hún sé ástfangin. Hún hreint og beint geisii af ham- ingju. hér er hún í fylgd með Maurice Tempelsman, sem veitir Jackie alla þessa ham- ingju. Ástarhreiðrin hans Cardins ¦ Franski tískukóngurinn Pierre Cardin er ekki við eina fjölina felldur í viðskiptamál- um. Ekki alls fyrir löngu festi hann kaup á hinum heimsfræga veitingastað Maxim's í París og rekur hann nú af miklum dugnaði. Og enn hyggst hann færa út kvíamar. Pierre hefur komist að þeirri niðurstöðu, að í París sé stórkostlegur skortur á viðeig- andi húsnæði, þar sem nýgift auðugt fólk geti notið hveitibrauðsdaganna á þann hátt, sem því hæfi. Hann hefur því látið innrétta íbúðir, sem hann sjálfur á vítt og breitt um París, í því skyni að veita nýgiftum sem mestan unað í heimsborginni. Þar er á boð- stólum kampavín og ýmiss konar kræsingar. Næturgreið- iim er verðlagður á um 25.000 ísl. krónur! Pantanimar eru þegarfarnar að streyma að og er þar ekki einungis um nýgifta að ræða. Að sögn Cardins er mikið um það, að karlar vilji hressa upp á iiiin hjónabönd sín með nýjum hveitibrauðsdögum. Sjálfur er Pierre Cardin, sem orðinn er sextugur, pipar- sveinn og hyggur ekki á neinar breytingar í þeim efnum. ¦ Sopbia Loren eyðir öllum sínum túna með sonum sínuni Cipi (t.v.) og Eduardo (t.h.) CARLO PONTI ER ÓFOR- BETRANLEGUR KVENNABÓSI ¦ Nú virðist virkilcga hrikta í bjónabandi Sopliiu Loren og Carlos Ponli. Sophia, sem orðin er 48 ára, en ber aldnrinn með fádæmum vel, notaði afmælisdaginn sinn siðasta tii að leggja niður fy rir sér framtíðina. Hún trúði vinkonu sinni lyrir því, að þegar annar aðilinn í hjónabandi verði otrúr, sé úti um ástina. Þá sí raunar ekkert eltir af hjónabandinu, nema bókslaluriiin i'inu. Mun liun iial'a komisl að þessari niðurstöðu, þegarhún dvaldist múniiðum saniaii í Bandaríkj- uuuin fyrr á þcssu ári. Sophiu er nefnilega Ijóst, að því fór íjarri, að maður hennar léti séí lciðast í fjarveru hennur. Hvað eftír annað sast til hiins á almannafæri í félagsskap ungra, fagurra kvenna. Þetta er svo sem ekki nýtt háttalag hjá honum en áður fyrrtókSophiafastí tuuiuana. Nú orðiðer hennisama hvað Carlo tekur sér fyrir hendnr. Carlo Ponti er nú sagðnr tlullur að hciiiiau. En Sopliia er ekki einmana. Að vísu harðneitar hún, að nokkur uiiiiar karlmaðiir sé í spilinu, ncma því aðcins að synir hennar teljist tii þess flokks, Hún segist nefnilega verja ölium síiiuiu l'risliiiiduni í félagsskap sonanna, Cipi, sem er 12 ára, og Eduardo, sem er 9 ára. - Ég er hrcykin af somnii iiiiiiuiii, segir hún. - Og þeir eru nú orðnir svo stórir, að þeir þarfnast ekki föður síns lengur. ¦ Tclly Savalas þarf ekki að hafa áhyggjur af auraleysi í ellinni Telly i ¦ - Maðurinn iiiiuu mat þig mest allra stjómmálamanna, sagði Jehan Sadat við Helmut Schmidt Góðir gestir leystir út með skemmtilegri gjöf ¦ Helmut Schmidt, fyrrver- andi kanslari Vestur-Þýska- lands, og kona hans Loki fengu fyrir skömmu góða heimsókn. Þar voru komnar Jehan, fyrrom eiginkona An- wars Sadat Egyptalandsfor- seta, og dóttir þeirra Nana, sem orðin er 21 árs. Erindi þeirra mæðgna var að votta I Ichiuit þakklæti sitt, en Jehan sagði mann sinn hafa metið hann mest allra stjórn- málamanna heims. Að vonum var vel tekið á móti þeim Jehan og Nana. Loki hafði bakað kökur í tilefni af hehn- sókninni og Helmut leysti þær út með óvenjulegri gjöf. Hún var hljómplata með verkum Mozarts, en flytjandinn var enginn annar en Helmut sjálfur! ¦ Cario Ponti varekkífyrrstig- inn upp úr rúm- inu eftir erfið veikimli en fór að sjásl tii lians hingað og þang- aðífylgdfagurra ungra kvenna. heigan stein ¦ Sú var tíðin, að Telly Sava- las lét sér ekki nægja minni laun en u.þ.b. 650.000 ísl. kr. fyrir hverja þá kvikmynd, sem hann kom fram í. Nú eru þeir tímar liðnir. 'l'clly Savalas naut mikilla vinsælda í hlutverki sínu sem leynilögreglumaðurinn Kojak, sem er íslenskum sjónvarps- áhorfendum að góðu kunnur. Ariim sainan var hann einn af hæst lauiiuðii bandarískum leikurum og hann fór vel með fé sitt. Hann sér því ékki ástæðu til að hafa áhyggjur, þó að það gerist nú æ sjaldnar að lioimiii bjóðist hlutverk. - Ég er orðinn 58 ára og afi. Ég er liúiim að fá það besta út úr lifiiiu, segir hann og er hinn ánægðasti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.