Tíminn - 02.12.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.12.1982, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1982. 3 fréttir FRAMKVÆMDUM VID HRAUN- EYJAFOSSVIRKJUN LOKH) Þriðja vélasamstæðan tekin f notkun ■ Þriðja véla-samstæða Hauneyjafoss- virkjunar hefur verið tekin í notkun. Er þar með framkvæmdum við Hrauneyja- fossvirkjun að mestu lokið, tveim mán- uðum á undan áætlun, en framkvæmdir við virkjunina hófust vorið 1978. Liður í Hrauneyjafossframkvæmdun- um var bygging háspennulína frá Hraun- Dómur f Hæstarétti: Vilmundur sýkn í meið- yrðamáli ■ Hæstiréttur hefur í meginatriðum staðfest dóm undirréttar, sem sýknaði Vilmund Gylfason, núverandi alþing- ismann, af meiðyrðaákærum Jósafats Arngrímssonar, kaupmanns í Keflavík. Hæstaréttardómurinn gekk á mánudag- inn. Jósafat kærði Vilmund fyrir ummæli sem síðarnefndi viðhafði í ríkisfjölmiðl- um, en þar fjallaði Vilmundur um meint fjármálamisferli Jósafats. „Maðurinn (þ.e. Jósafat) er sem sagt kærður fyrir tékkamisferliuppá rúmar tuttugu mill- jónir króna en reynist fljótlega borgun- armaður fyrir helmingi upphæðarinnar,“ sagði Vilmundur m.a. í Kastljósþætti í sjónvarpinu árið 1974. „Og maðurinn segir við vini sína: Hafið engar áhyggjur, ég er dæmdur, ég er dæmdur trekk í trekk, ég fer aldrei í tugthús," sagði Vilmundur í sama þætti og átti við Jósafat. f dómi Hæstaréttar segir: „Ummæli þau, sem st'efnt er út af, verða hvorki talin refsiverðar aðdróttanir né móðgan- ir. Ekki verða þau heldur talin brjóta í bága við friðhelgi einkalífsins í skilningi almennra hegningarlaga eða óskráðar grundvallarreglur um persónuvernd. Áfrýjandi, Jósafat Amgrímsson, var dæmdur til greiðslu á 5000 króna málskostnaði. Málskostnaður milli á- frýjanda og stefnda, Vilmundar Gylfa- sonar, var hins vegar látinn niður falla. Málið dæmdu Hæstaréttardómaramir Logi Einarsson, Björn Sveinbjörnsson, Magnús Thoroddsen, Magnús Þ. Torfa- son og Guðmundur Jónsson, settur Hæstaréttardómari. -Sjó. eyjafossvirkjun að spennistöðinni á Brennimel í Hvalfirði, vegna Málm- blendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Framkvæmdir við línuna hófust 1980 og lauk þeim samkvæmt áætlun hinn 1. október sl. og hefur línan verið í rekstri síðan. Hún er 150 kílómetra löng og getur flutt um 400 megavött. Samanlagt ■ Skipasmíðastöð M. Bernharössonar sem starfarð hefur á ísafirði frá 1939 hefur nú verið auglýst til sölu. „Það eru engin verkefni. Ríkisstjórnin og Steingrímur em búin að loka fyrir allar nýsmíðar, sem verið hafa 80-90% af verkefnunum hjá okkur. Það er því vonlítið fyrir okkur að fara í samkeppni á viðgerðamarkaðinum þar sem þau fyrirtæki sem verið hafa í viðgerðum hafa ekki einu sinni nóg að gera. Það er því ekki glæsilegt fyrir fólk að standa í þessu“, sagði Gunnar Öm Gunnarsson framkvæmdastjóri. Spurður um uppsagnir á mannskap kvað hann ekki tengjast þessum söluhug- afl hinna þriggja véla Hrauneyjafoss- virkjunar er nú 210 megavött. Með tilkomu virkjunarinnar hefur afl vatns- aflsstöðva Landsvirkjunar aukist úr 449 megavöttum í 659 megavött eða um 47%. jafnframt hefur orkuvinnslugetan aukist um 30% í 3700 gígavattsstundir á ári. myndum heldur verkefnaleysi. Alger lokun fyrirtækisins sé ekki fyrir dymm þótt dragast kunni að fá nýja kaupendur. Af um 50 manns sem starfað hafa hjá fyrirtækinu þegar það hefur verkefni sagði Gunnar nú einungis um 10 eftir. Á 3. tug manna hafi hætt af sjálfsdáðum í haust og 11 var síðan sagt upp 1. nóv. s.l. Síðasta skipið frá stöðinni var afhent 26. júlí í sumar. 1 meira en fjóra mánuði sé síðan búið að reyna að fá verð þess uppgert í kerfinu og sé þó ekki allt komið enn. Á þessum fjórum mánuðum sé kerfið búið að leika sér að því að hækka verð bátsins um 10 millj. króna Bókfærður stofnkostnaður vegna virkjunarinnar ásamt línunni er nú 173 milljónir Bandaríkjadollara að meðtöld- um vöxtum á byggingartíma reiknað á meðalgengi hvers árs, eða nærri þrír milljarðar íslenskra króna. - ESE. þar sem allt sé þetta byggt fyrir ameríkudollara og raunar sé meira en helmingur skipsverðsins orðinn fjár- magnskostnaður. „Svo eru menn að undrast að skip séu of dýr“, sagði Gunnar. „Við megum heldur ekki smíða hergögn þótt örugglega fyndust nógir kaupendur að t.d. fallbyssubátum eða slíku,“ sagði Gunnar bæði í gríni og alvöru. Ekki kvað hann þetta þó svo sem fyrstu aðförina að skipasmíðaiðnaðinum í landinu. Þetta hefði gengið svona í hæðum og lægðum gegn um árin. -HEI kennslu- gögnin ■ „Foreldrafélag nemenda í sænsku og norsku lýsir ánægju sinni yfir því að nú er í fyrsta sinn boðin kennsla í sænsku í tveimur heimahverfum nem- cnda. Við viljum í þessu sambandi ítreka nauðsyn þess, að allir nemend- ur, sem leggja stund á sænsku og norsku. njóti þessara sjálfsögðu rétt- inda að nema námsgreinina í eigin skólum," segir í samþykkt sem ge'rð var á fundi í Foreldrafélagi nemenda í sænsku og norsku sem haldinn var fyrir skömmu. Ennfremur var farið fram á það ( samþykktinni, að kennsla i þessum tveimur námsgreinum verði betur kynnt í skólunum (framtíðinni. Þá var bent á að margir nemendur þyrftu að ferðast talsvert til að sækja tíma í sænsku eða norsku og skólayfírvöld taka ekki þátt í kostnaði af ferðalögu- um. Loks var drepið á það í samþykkt- inni, að nemendur í námsgreinunum þurfa sjálfir að borga allan bókakostn- að, meðan þeir sem leggja stund á dönsku fá allar kennslubækur endur- gjaldslaust. -Sjó. Sjálfvirkur sími 50 ára ■ Sjálfvirkur sími á íslandi er 50 ára um þessar mundir. 1. desenibcr árið 1932 voru fyrstu sjálfvirku símstöðv- amar teknar í notkun í Reykjavík og Hafnarfirði. Fyrsta sjálfvirka stöðin utan höfuðborgarsvæðisins var tekin í notkun á Akureyri 1950. Nú eru sjálfvirkar símstöðvar á 100 stöðum á landinu með um 90.000 notendur og um 116.000 talfæri. Þá er hægt að ná 89 löndum með sjálfvirku vali til útlanda. Samkvæntt sérstakri áætlun er fyrir- hugað að koma öllum sínium dreif- býlisins , sem enn eru handvirkir, í sjálfvirkt samband innan fjögurra ára. -Sjó. Samvinnu- sjódurinn: Þorsteinn Ólafsson stjórnar- formaður ■ Á fyrsta stjórnarfundi hins nýstofn- aða Samvinnusjóðs var Þorsteinn ólafsson, fulltrúi kjörinh stjórnar- formaður. Aðrir í stjórn eru Ámi Jóhannsson, Benedikt Sigurðsson, Finnur Kristinsson og Þorsteinn Sveinsson. - Sjó. ■ Hommar og lesbíur efndu til mótmæla á Austurvelli í gær. Afhentu þau forseta Alþingis ályktun þar sem þess var krafist að Alþingi og ríkisstjóm taki til greina ályktun þingmannafundar Evrópurráðsins um afnám misréttis í garð lesbía og homma. Þá var útvarpsstjóra afhent ályktun þar sem auglýsingabanni á lesbíur og homma í útvarpi var mótmælt. Tímamynd Róbert. Skipasmíðastöð M. Bernharðssonar á ísafirði: FYRIRTÆKIÐ VERIÐ AUGLÝST TIL SÖLU — vegna verkefnaleysis — 80% aff starfsmönnum hætt vinnu sinni BUNAÐARBANKINN í MOSFELLSSVEIT flytur í húsnæði bankans að Þverholti 1, Varmá föstudaginn 3. desember Nýtt símanúmer 67000 Kaffiveitingar fyrir viðskiptavini allan opnunardagínn Verið velkomin BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.