Tíminn - 02.12.1982, Qupperneq 4

Tíminn - 02.12.1982, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 2. DESEMGER 1982. Hlaðrúm úr furu í viðarlit og brúnbæsuðu. Áhersla er lögð .á vandaða lökkun. Stærðir: 65x161 cm og 75x190 cm. Senduni gegn póstkröfu. Furuhúsið hf., Suðurlandsbraut 30, sími 86605. Siálfstætt fólkles Þjóöviljann dag: Flóamarkaðurinn Smáauglýsingar um sölu, kaup, skipti, leigu, vinnu o.fl. Áskrifendur Þjóðviljans geta fengið birtar smá- auglýsingar sér að kostnaðarlausu á Flóamarkaðnum sem alltaf er í fimmtudagsblaðinu. E voovm 3 BLAÐH) SEM VITNAÐERÍ Áskriftarsimi 8)333 fréttir lceland Seafood Corporation: SELDI FYRIR 140 MILU- ÓNIR í NÓVEM BERMÁN UÐI ■ Fyrstu 11 mánuði þessa árs hefur sala lceland Seafood Corporation, dótt- urfyrirtækis Sambandsins í Bandaríkjun- um aukist um 9% í dollurum talið og er magnaukning hin sama. Að sögn Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra Iceland Seafood Corporation, þá jókst sala fyrirtækisins í magni talið um 26% í nóvembermánuði og var verðmætaaukningin 18.5%. Alls seldi fyrirtækið fyrir 8.7 milljónir Bandaríkja- dala í nóvembermánuði eða um 140 milljónir íslenskra króna. í nóvember í fyrra nam salan 7.3 milljónum dollara. Guðjón sagði að telja mætti þennan mánuð ágætan hvað sölu snerti og síðustu mánuðir hefðu einnig verið mjög góðir. Nú væru hins vegar blikur á lofti, þar sem að hráefnisskortur væri farinn að gera tilfinnanlega vart við sig. Skammt væri í að segja þyrfti viðskipta- vinum að ekki væri til fiskur til að standa við gerðar pantanir, en hvað gerðist þá treysti Guðjón sér ekki til að segja frekar um. Það eina sem væri ljóst væri að markaðirnir væru í stórhættu. - ESE ■ Nokkrir aðstandenda ráðstefnunnar á blaðamannafundi í gær. Tímamynd Róbert Ráðstefna RALA og Háskólans um helgina: ítarleg tilraun til að gera út- tekt á íslenskum matvælaiðnaði ■ Um næstu helgi gangast Fæðudeild Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins og Háskóli íslands í sameiningu fyrir ráðstefnu um verksmiðjuframleiðslu matvæla á Islandi. Þar verða flutt yfir 30 erindi um hinar ýmsu greinar matvælaiðnaðar hér á Iandi og stöðu þeirra, bæði með tilliti tii vörugæða og vöruþróunar svo og markaðsviðhorfa. Dr. Jón Óttar Ragnarsson matvæla- fræðingur sagði á blaðamannafundi í gær að þetta væri ítariegasta tilraun sem gerð hefði verið til að gera dttekt á málefnum þessarar iðngreinar. Hugmyndin væri að þama kæmu fram hugmyndir og sjónarmið sem flestra, sem reynslu og þekkingu hafa á matvælaiðnaði. Fjörkippur í matvælaiðnaði Það var samdóma álit aðstandenda ráðstefnunnar sem staddir voru á blaða- mannafundinum í gær að mikið hefði verið að gerast í matvælaiðnaði hérlendis og voru einkum nefnd um það tvö dæmi. Fjölbreytni mjólkurafurða hérlendis hefur vaxið mjög að undanförnu nýjar tegundir osta og jógurta hafa komið fram og það hefur haft þau áhrif að innlend markaðshlutdeild hefur vaxið mjög og útflutningsþörf minnkað. ís- lendingar hafa með því að þeir hafa átt kost á fjölbreyttari mjólkurvörum aukið verulega heildarneyslu sína á þessum vörum. Hliðstæð þróun hefur verið að gerast í framleiðslu brauða, þótt þar sé sá munur að unnið er úr erlendu hráefni. Guðrún Hallgrímsdóttir matvælafræð- ingur sagði að þarna væri um að ræða talandi dæmi um árangur jákvæðs áróð- urs. Mikið hefði verið gert til að auglýsa gildi brauðfæðu og rannsóknir fram- kvæmdar í þágu brauðgerðar. Bakarar hefðu svo reynst í stakk búnir til að notfæra sér nýja þekkingu og útkoman hefði orðið miklar framfarir, neytendum til hagsbóta. Meiri erfiðleikar í kjötiðnaði Guðrún Hallgrímsdóttir kvaðst ekki telja að hliðstæð þróun ætti eftir að eiga sér stað í kjötiðnaði. Til þess væri framleiðslukostnaður of mikill og gæði hráefnisins sveiflukennd. Mikið gengi úr kjöti við vinnslu og einnig var á það bent að geymslu kjötafurða væri mjög ábóta- • vant í frystihúsum, svo að nálgaðist óhæfu. Kjöt væri oft geymt í frystingu innan um aðrar og óskyldar afurðir eins og fisk og rýrði þetta mjög gæði hráefnisins eftir því sem geymslan yrði lengri. Að samhæfa þá þekkingu sem fyrir er Jón Óttar sagði að ýmsir aðilar í þjóðfélaginu byggju yfir mikilli þekk- ingu um matvælaiðnað en vandinn væri að samhæfa þekkinguna. Ráðstefnan væri öðrum þræði hugsuð sem tilraun til að fá fólk víða að til að lýsa sjónarmiðum sínum og hlusta á önnur. Háskóli íslands tók fyrir nokkrum árum upp kennslu í matvælafræðum og nú hafa u.þ.b. 50 manns útskrifast úr þeirri deild. Mikil- vægt væri að þegar þetta fólk færi út til starfa að ekki sé ráðandi tortryggni í garð þess, eins og oft vill verða þegar nýir menn hefja störf í gömlum farvegum eins og hann komst að orði. Vigdís Jónsdóttir fyrrum skólastjóri Hússtjórnarskólans sagði að sér þætti mjög mismunandi hvernig iðnaðarfram- leiðsla á matvælum stæðist samanburð við matvælagerð á heimilum áður fyrr, en ef borið væri saman við það besta sem þar gerðist þá ætti iðnaðarframleiðsl- an undir högg að sækja og nefndi sem dæmi skyrgerð og gerð súrmatar. Guð- rún Hallgrímsdáottir bætti því við að formæður okkar hefðu búið yfir mikilli þekkingu við gerð og geymslu matvæla sem hefði þróast kynslóð fram af kynslóð, en síðan hefði sú þekking farið forgörðum þegar matvælagerð varð að iðngrein. Það væri ekki fyrr en nú síðustu ár, sem sérþekking hefði aftur fengið þann sess sem henni bæri innan matvælaiðnaðar. Ráðstefnan hefst kl. 10.00 á laugar- dagsmorgun í húsi RALA á Keldnaholti og verður öllum heimilt að fylgjast þar með umræðum. - JGK. Vilmundur les úr „Við í vesturbænum” ■ Á bókakynningu í Nýja kökuhúsinu í kvöld verður lesið úr nýútkominni bók Kristjáns P. Magnússonar, Við í Vestur- bænum. Þetta er fyrsta saga höfundar og segir í henni frá uppvexti stráka í Vesturbæn- um í Reykjavík. Úr bókinni lesa: Leó E. Löve, Vilmundur Gylfason og Páll Arnór Pálsson. Lesturinn hefst klukkan 20.30. Inngangur í Nýja kökuhúsið er frá Austurvelli, en einnig er Bókaverslun ísafoldar opin að Austurstræti. Útgef- andi bókarinnar er ísafoldarprent- smiðja. Rækjuútgerd á Vestfjörðum og við Húnaflóa: Nær allir rækju- bátar- stöðvað veiðar — til að mótmæla lágu verði á rækju ■ Nser ailir rækjubátar á Vestfjörð- um og við Húnaflóa hafa nú hxtt veiðura til að mútmæla lágu rxkju- verði. Einungis 2 bátar af um 20 á ísafirði voru á sjó í gær, 2 frá Blönduósi 3-4 frá Súðavík og e.t.v. einstaka bátur frá öðrum stöðum. Flestir eru þeir í eigu rækjuvinnslu- stöðvanna. „Þetta er spumingin um svona vikutima sem þeir hætta nú fyrr en venjulega. Þeir hafa venjulega hætt í svartasta skammdeginu, frá um 10. des og þar til í miðjan janúar. Síðasta verðhækkun nú 1. des. var iíka samþykkt með atkvæðum ailra fulltrúa f verðlagsráði svo ég veit ekki af hverju þeir eru að hætta núna“, sagði Theodór Norðkvist framkvæmdastjóri hjá O N Olsen á ísaftrði. „Við teljum þetta enga hækkun núna, því olían hækkaði nýlega um 20% en rækjan um 7,7% nú 1. des. svo okkur fmnst ekkert samræmi í þessu. Við ákváðum því að stöðva veiðar þar til við fáum nýtt verð á rækjuna“, sagði Guðmundur Guð- jónsson form. Smábátafélagsins Hug- ins á ísafirði. Sú ákvörðun nái einnig til félaganna á Bíldudal og við Húna- flóa. Spurður um samhljóða samþykkt vcrðlagsráðs, sagði Guðmundur: „Ekki vill hann nú viðurkenna það hann Ingólfur Ingólfsson. Hins vcgar verðum við að viðurkennma, að okkur fannst okkar maður ekki standa sig nógu vei við verðákvörðunina í haust, þá sat hann víst hjá og það finnst okkur ekki nógu góð frammistaða,“ sagði Guðmundur. Hann kvað mönnum þykja undarlegt að verð rækjunnar sé alltaf að lækka í samanburði við aðrar fisktegundir. Árið 1968 hafi rækju- verðið verið helmingi hærra en verð á þorski, en nú sé þaðorðið lægra. „Auk þess horfum við upp á rækjukaup af Rússum á þrefalt hærra verði, sem okkur sýnist skjóta skökku við og viljum því fá skýringar á“, sagði Guðmundur. > -HEI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.