Tíminn - 02.12.1982, Qupperneq 7

Tíminn - 02.12.1982, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1982. erlent yffirllF ■ Geoffrey Prime. Staerri andlitsmyndin af honum var gerð af lögreglunni þegar verið var að reyna að hafa uppi á kynferðisafbrotamanni. Hin er Ijósmynd sem tekin var eftir að hann var handsamaður. Augu og eyru nútíma njósnakerfa ■ Einn af fjölmörgum bandariskum gervihnöttum sem gegnir hernaðarlegu hlutverki. ■ Njósnarar af James Bond-sortinni eru forngripir. Þegar slíkir voru og hétu læddust þeir yfir landamæri þess ríkis sem njósna átti hjá, hittu þar sína snuðrara og brutust síðan yfir landa- mærin til baka með vöðvaafli og skamm- byssu og fallegar stelpur í eftirdragi. Upplýsingarnar sem þeir öfluðu þættu yfirleitt ekki stórmerkar eða afgerandi á okkar tíma mælikvarða. Slagsmálahundar og skammbyssu- hetjur eiga ekki lengur heima í njósna- kerfum. Stórveldin njósna hvert um annað með aðstoð gervihnatta og full- kominnar rafeindatækni. Fæstir vita hvað njósnatæki með gervihnöttum og öðrum tilfæringum eru í raun orðin fullkomin. Þeir sem yfir tækninni ráða láta lítið uppi um hana. Það er helst þegar einn og einn njósnari, sem komið hefur sér fyrir í stjórnstöðvum þessara kerfa, er staðinn að verki, sem ofurlítil innsýn er veitt í þessi völundarhús. Geoffrey nokkur Prime var nýlega dæmdur í 35 ára fangelsi í Bretlandi fyrir að hafa látið Sovétríkjunum í té upplýsingar um hluta þess njósnanets. Flann var starfsmaður í mikilli hlusturtar- stöð í Cheltenham sem rekin er af bresku leyniþjónustunni, og hefur náið samband við bandarísku leyniþjón- ustuna. Starf hans þar var að þýða þær upplýsingar sem náðust frá Sovét- ríkjunum af rússnesku yfir á ensku. Prime lifði að öðru leyti smáborgaralegu lífi með eiginkonu sinni og á lítið skylt við þau glæsimenni, sem reyfarahöfund- ar lýsa njósnurum í bókum sínum. Kvennamál hans voru heldur óburðug. Hann var með þeim ósköpum gerður að ráða ekki við fýsn sína til ungra telpna. Hann var eftirlýstur fyrir að ráðast á telpur og misþyrma þeim. Þessi ónáttúra leiddi um síðir til þess að hann var afhjúpaður sem njósnari. Heima hjá honum fundust tæki sem gerðu honum kleyft að koma upplýsingum áleiðis til sovésku leyniþjónustunnar. Þær upplýsingar sem hann gaf voru aðallega um hve fullkomið njósnakerfi Bretlands og Bandaríkjanna í rauninni er og að upplýsingunum fengnum gátu Rússar hagað sér í samræmi við það. Fullkomnar njósnir með aðstoð gervi- hnatta hófust í kringum 1975. Þá var þróunin komin á það stig, að Banda- ríkjamenn og Bretar gátu tekið upp símtöl og aðrar sendingar innan Sovét- ríkjanna og milli þeirra og annarra landa. Allt síðan 1966 hefur talsíma- kerfið í Sovétríkjunum byggst á mikr- óbylgjum. Það er auðvelt að fylgjast með öllum samtölum með aðstoð hlustunarhnatta. Þetta vissu Rússar ekki lengi vel. Bandaríkjamenn og Bretar gátu fylgst með öllum samtölum milli meðlima æðsta ráðsins og stjórnmálanefndarinnar svo að eitthvað sé nefnt. Þá gátu þeir hlerað samskipti hershöfðingja og fyrir- skipanir þeirra til herdeiida sinna. Allan undirbúning eldflaugaskota og samband við gervihnetti var og er auðvelt að hlera. Leyniþjónustumar sem að Chelten- ham stöðinni standa telja að Prime hafi gert þeim ómetanlegan skaða með því að láta Rússum í té vitneskju um hve víð- tækum upplýsingum var hægt að safna með aðstoð,1 fjarskipta og gervihnatta. Með því móti hafi þeir komið vörnum við og það sem verra er, að þeir geta notað þessa þekkingu sína til að koma röngum upplýsingum á framfæri. Myndasendingar með aðstoð gervi- hnatta eru orðnar mjög fullkomnar. Hægt er að beina augum myndavéla gervihnattanna að hvaða punkti jarðar sem menn vilja skoða, og jafnvel einnig því sem undir yfirborði jarðar er. Augu þessi eru alsjáandi að degi sem nóttu og þoka og ský eru engin hindrun fyrir því að hægt sé að fylgjast með Á þennan hátt er hægt að fylgjast nákvæmlega með hreyfingum herja, uppsetningu eld - flauga, skipaferðum og svo framvegis. Aðalmóttökustöðvar fyrir þessi fjar- skipti eru í Cheltenhan í Englandi og í Fort Meade skammt frá Washington. Net gervihnatta umlykur alla jörðina og fara sendingarnar fyrst á milli þeirra og síðan í aðalstöðvarnar. Með þessu móti er hægt að virða fyrir sér atburði sem fram fara hinum megin á hnettinum. Tölvur og aftur tölvur eru notaðar til að vinna úr þeim aragrúa upplýsinga sem þannig fást. En endanlega verður maðurinn sjálfur að vega og meta upplýsingamar og bregðast við eftir því sem þurfa þykir hverju sinni. Fyrir utan þær tvær stóru miðstöðvar sem nefndar voru, em ótal minni móttökustöðvar víða um heim. Banda- ríkin og Bretland skipta þannig með sér verkum, að upplýsingasvæði síðar- nefnda ríkisins er Evrópa allt austur að Úralfjöllum. Bandaríkjamenn kíkja á Asíu. Kynferðisafbrotamaðurinn Prime var þannig lykilmaður í upplýsinga- streyminu, þar sem hann vann við að þýða mörg mikilsverðustu skilaboðin sem yfir var komist. Bandaríkjamenn hafa einnig staðið njósnara að verki í sínum móttökustöðvum og virðist seint ætla að ganga að koma í veg fyrir upplýsingaleka til kommúnistaríkja frá viðkvæmustu upplýsingamiðstöðvum Vesturlanda. Eins og geta má nærri hafa Sovétríkin einnig sín upplýsingakerfi í gangi og hlera og kíkja eftir því sem þeir ráða við. Talið er að þeir séu eitthvað á eftir í þróun rafeindatækni, en þeir hafa verið furðu naskir að ná öllum þeim upplýsing- um sem þeir þurfa á að halda frá Vesturlöndum og skósveinar þeirra ekki legið á liði sínu við að aðstoða þá við það. Oddur Ólafsson skrifar Kjarnaborun Tökum úr steyptum veggjum fyrir hurðir, loftræstingu, glugga, og ýmisskonar lagnir, 2", 3", 4", 5", 6" og 7" borar. HLJOÐLÁTT OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotið, önnumst ísetningar hurða og glugga ef óskað er. Hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta. Kjarnaborun sf. Símar 38203-33882 BiU ileiaa i #iA Ck CAR RENTAL 29090 ma^oa 323 □ AIHATSU REYKJANESBn AUT 12 REYKJAVÍK Kvöldsími: 82063 . Nýir bílar — Notaðir bílar Leitid ÞÚ KEMUR - upplýsinga OG SEMUR æOpið laugardaga kl. 10-16. BÍLASALAN BUK s/f SlÐUMÚLA 3-5-105 REYKJAVÍK SÍMI: 86477 Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Hjúkrunarfélags íslands verð- ur haldinn 2. des. 1982 kl. 20.30 að Hótel Sögu. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Stjórnin.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.