Tíminn - 02.12.1982, Side 9

Tíminn - 02.12.1982, Side 9
FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1982. 9 Á dögum Elísabetar I. Englandsdrott- ningar voru slíkir kynþáttafordómar ekki áberandi. Hún lærði í sinni æsku að meta umburðarlyndi. Og í leikriti Shakespeares, Kaupmanninum í Feney- jum (1596), er fjallað um gyðinginn Shylock og dóttur hans Jessiku, þar kemur ekki fyrir neitt kynþáttahatur. Þar er einnig sýnt umburðarlyndi. Gyð- ingurinn Shylock fær að segja sitt fulla álit á hinum kristnu. En það var ekki fyrr en eftir trúarvakningu púritananna að fordómar á öllum sviðum taka að vaxa í hæðirnar. Og skáldin fara að yrkja um Paradís og syndafall. Ef hin púritaniska trúarvakning hefði átt sér stað aðeins 20 eða 30 árum fyrr, er mjög líklegt að stórskáldið Shakesp- eare hefði aldrei getað samið sín stóru skáldverk. Þá væri ekkert til sem við köllum Shakespeare. Það er nauðsynlegt að gera sér rétta grein fyrir þessum málum. Og þessir kynþáttafaordómar og for- dómar á „óæðra“ fólki, nær hámarki sínu í bók enska prestins og kalvinsinnans séra Thómasar Malthusar „An essay on the Principle of Population (1789). Trúar- fordómamir urðu svo miklir að margir menntamenn gátu ekki, án mikillar hjálpar, gert sér rétta grein fyrir hinum nýju kenningum Darwins. Það er í gegnum kalvinstrúna að hinar miklu rangfærslur koma inn í vísindi nútímans að einhverju marki. Kalvin lagði áherslu á Gamlatestamenntið. Trúin á „kynstofninn" og trúin á „blóðið" er mjög sterkur þáttur í Gamlatestamenntinu. Ef við lítum á Fyrstu bók Móse kemur strax fram hugmyndafræði Guðs eða Jahve. Kain er jarðyrkjumaður, hann ræktar ávexti, korn og grænmeti. en Guð Jahve geðjast ekki að ávöxtum. Og Kain sem yrkir sinn garð, gefur eða fórnar ávöxtum til Jahve. Kain sem elskar sinn Guð verður fyrir vonbrigðum því að Guð Jahve vill ekki ávexti. En Abel sem er hjarðmaður og vakir yfir ánum tekur lamb eða frumburð og • slátrar því og fórnar til Guðs Jahve. Og Guð Jahve varð ánægður. Guð Jahve vildi ekki ávexti, heldur blóðfórn. Blóð- ið varð heilagt. Því var stökkt á hið heilaga altari gyðinga. Menn áttu að eta af heillarfórnum en ekki af syndarfórn- um. Jafnvel söguna af skrímslinu Drac- ula sem sýgur blóð úr fólki, á sinn uppruna í þessa blóðtrú. Himler trúði mikið á blóðið. Blóðið yfirleitt, hvort sem það er úr dýrum eða mönnum, hefur lengi verið trúaratriði og er það enn. Hvað frumstæðar tilfinningar snertir, þá hefur margt verið sameigin- legt með trúuðum gyðing og gömlum nasista. Þótt margt megi gagnrýna t.d. í ritverkum Á. H.B., mega íslendingar samt ekki gleyma því, að hann var einn af merkustu brautryðjendum Islendinga í vísindalegum húmanisma. Jafnvel í bók hans Vandamál mannlegs lífs, sem GM bendir á, er full af upplýsingum um þau vísindi sem nýjust voru á þeim tíma, er sú bók kom út. Bækur Á.H.B. sem heild eru svo fjölbreyttar að efhi og innihaldi að erfitt verður að hugsa sér nokkra hættu af óvísindalegu efni sem þar er að finna. Og það neikvæða í bókum hans er svo lítið og óverulegt, að maður tekur varla eftir því fyrir hinum miklu kostum. Þar er úr mjög miklu að velja. I bókum og skólakerfi nasista var ekki úr miklu að velja, - um valfrelsi var ekki að ræða. Þar ríkti fyrst og fremst ein krafa: Hlýðni! Trúarbrögðin leyfa ekki mikið valfrelsi. Og í fimmtu bók Móse segir: „Velgjörðir Jahve eiga að hvetja fsraelsmenn til stöðugrar hlýðni“. Það er því rétt að undirstrika það, að þeir sem stjómuðu, uppfundu og fyrirskipuðu „mannbótaframkvæmdir“ nasista, voru svo að segja drekkhlaðnir í trúarbrögðum. Fyrir því eru til góðar heimildir. Gautaborg 18.10.1982 Einar Freyr ■ Guðmundur Sæmundsson. ekkert sé þó samningana eigi að hafa í gildi í annan tíma. Fyrirvarar þess gilda ekki aðeins á Miðnesheiðinni. Um þetta hélt ég að bók Guðmundar Sæmundssona fjallaði. Að hún væri eins konar nýtt bréf til Láru. En ég hlýt að játa vonbrigði mín. Þetta er nefnilega ekki stórbrotin bók þótt vel sé hún brotin um, og jafnvel fengnir aðrir leikarar í hlutverk forystu- manna í verkamannafélögum. Það sorglega er Iíka það, að hugsan- lega hefur Guðmundur Sæmundsson þama misst af góðu tækifæri til að skilgreina og gagnrýna Verkalýðshreyf- inguna þannig að eftir væri tekið. Guðmundur kýs sér kennslubókar- formið. Bókin er þykjast kennslubók í því að komast áfram innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Bókin hefst á kaflan- um, Að undirbúa jarðveginn. Hann byrjar svona: „Við skulum byrja á því að slá föstu að þú ætlir þér stórt í verkalýðshreyfing- unni, eins stórt og þú mögulega getur krækt þér í. Þetta markmið þitt er svo háleitt að þú hefur leyfi til að beita hvaða brögðum sem er. En það er með verkalýðshreyfniguna eins og önnur fyrirtæki og stofnanir - þú verður að starfa þrotlaust að þínu marki. Hér dugir sko engin leti. Þú verður að kunna að bíða, kunna að bakka, kunna að taka á, kunna að sækja fram. Þú verður að vera þolinmóður og virða leikreglur. - En það er nú allt í lagi, þær em ekki svo harkalegar. Og umfram allt - þú verður að kunna skil á viðfangsefninu. I þeim tilgangi er bókin skrifuð. Verkalýðs- hreyfingin úir öll og grúir af óskráðum lögum og hefðum og leikreglum, og það er fyllilega kominn tími til að skrifa það allt niður, svo að menn eins og þú þurfi ekki að misstíga sig að óþörfu.“ Það er ekki sársaukalaust, að þurfa að hafna svona bók, er átti eiginlega að verða félagsmálapakki á hverju heimili. Guðmundur boðar fleiri bækur og þá vill maður fá öðmvísi bækur og aðgengi- legri. Bækur til að lesa. Nokkuð er líka um augljósar villur í þessari bók. Það veldur tortryggni, en án fróðleiks er hún hins vegar ekki. Sérstaklega er síðasti kafli bókarinnar áhugaverður. Jónas Guðmundsson Jónas Guðmundsson j \f skrifar um bókmenntir ,Ég skora á yfirvöld veiðileyfa að veita framvegis veiðileyfi með þvi skilyrði að grásleppan sé hirt og verkuð til manneldis og skepnufóðurs og seld á sannvirði, Fiskmeti fyrr og nú eftir Helga Hannesson Fiskur í Hagkaupa-kælikistu 20. október síðastliðinn 1. Línuýsa hausuð og slægð............................ 20,80 kg 2. Síginn þyrsldingur (bútungur)...................... 28,60 kg 3. Þorskur og ýsa, flök............................... 31,70 kg 4. Gellur............................................. 35,00 kg 5. Þorskflök söltuð, blaut............................ 37,70 kg 6. Steinbítsflök...................................... 38,40 kg 7. Ýsuflök............................................ 39,70 kg 8. Þorskur (þurrkaður saltf.)......................... 41,10 kg 9. Ýsa reykt.......................................... 45,20 kg 10. Koli (lófastór)(Nýhækkaður um 21 kr/kg.).............. 46,20 kg 11. Skötuselur...................................... 51,40 kg 12. Lúða stór.......................................... 53,30 kg 13. Silungur meðalstór................................. 55,30 kg 14. Þorskur og ýsa (roðfl. flök)....................... 63,70 kg 15. Skata söltuð....................................... 63,70 kg 16. Lax (sneiddur) ................................. 140,00 kg 17. Hörpudiskur....................................... 145,00 kg Við skulum róa rambinn rétt fram á Kambinn, sækja okkur fiskinn, sjóða hann upp á diskinn. Rafabelti og höfuðkinn. Þetta gefur Guð minn -lúðana og greppinn í magaleppinn. Þá verð ég heppinn. Gömul bamagæla ■ Fiskur bæði blautur og hertur, var fyrr á tímum ein af fáum hversdags fæðutegundum íslendinga. Við sjávar- síðuna var fiskur einatt aðalfæða fólksins. Ef afli brást var hallæri og hungursneyð í landi. Þá hirtu menn og átu allt af físki, sem tönn á festi: Hausinn, kúttmaga, sund- maga, lifur, svil og gotu - og ámælisvert var, að éta ekki roðið. „Það er sótt jafnlangt og ftskurinn“, sagði Ólafur prestur Finnsson við Halldóru dóttur sína. Á skútuöldinni kom á markað mat- fískur, sem kallaður var „tros“. Það var: Lúða, skata, langa, ufsi, steinbítur, karfi og keila. - Allur fiskur annar, en þorskur og ýsa. - Af trosfiskinum átti óskift, hver það sem hann dró. En margur drýgði tros sitt mikið með því að kinna þorskhausa, sem annars var kastað öllum fyrir borð. Með togurunum kom til sögu ný tegund af trosi, svonefndur „bútungur“. Smáfiskur úr síðustu aðgerð fyrir inn- siglingu, - sem togarasjómenn fluttu í land og seldu fisksölukörlum, með haus og hala. Svo hausuðu, slægðu og söltuðu karlar kóðin, en komu því stundum seinna í verk en skyldi. Oft var því bútungur úldinn í kringum hrygginn. Það kom ekki að sök, því þá þótti mörgum það bragð gott í munni. Vel verkað tros gat verið góður matur, en aðalkostur þess þótti hve það var ódýrt: 5-10 aurar kílóið, minnir mig. Þá voru flestir fátækir og allir kunnu að spara. Af því varð trosfiskur hversdags- matur við sjó og í sveit um mikinn hluta lands. Sú kynslóð, sem nú er elst hér í landi, var alin upp að einum fjórða á trosi. Nýr rauðmagi og sígin grásleppa var fyrrum helsta vorságæti almennings með allri sjávarsíðu og saltgrásleppa sumar- hnossgæti sveitafólks á öllu Suðurlandi - a.m.k. Bændur sóttu hana langar leiðir - og keyptu „eftir gömlu lagi“, fyrir einn fjórðung (5. kg.) af sméri hundraðið. Það virtist engum efa bundið, að hrognkelsi er hollur matur og ríkur af vítamínum. Nú talar enginn umtrosfisk lengur né sækist eftir honum, - enda er hann í flestum búðum orðin okurvara - sem nú skal sýnt. Stórverslun sem heitir Hagkaup stend- ur í Sogamýri. Búðargólflð þar er vallardagslátta að flatarmáli. Sagt cr að Þetta er of lítið úrval, í stærstu kjörbúð landsins. Þama vantar a.m.k. ufsa, karfa, löngu, síld og grásleppu - einnig óbarða skreið á réttu verði og jafnvel hákarl - að því áskildu að enginn sá fiskur sé seldur við okurverði, eins og sumt á skránni hér að ofan. Ufsi nýr og nætursaltaður er gæðamatur. Sama er að segja um karfa og löngu. Steikt og soðin síld er sældarfæða - það reyndi ég Hvalfjarðarsíldarveturinn mikla. Þá gróf ég nýja síld í gamla fönn - og át hvern dag með börnum mínum meira en í hálfan mánuð - og „kom eldi“ í börnin! Grásleppa hefur að undanförnu verið drepin í milljónatali, til þess eins, að hrifsa úr henni hrognin, en fisknum mestöllum fleygt í sjóinn í þúsund tonna tali. Það er synd og þjóðarskömm að fara þannig með svo góðam mat! Ég skora á yfirvöld veiðileyfa, að veita framvegis veiðileyfi, með því skilyrði, að grásleppan sé hirt og verkuð til mann- eldis og skepnufóðurs - og seld á sannvirði. Nú og pækilsöltuð grásleppa léttist um hartnær helming, á leið frá aðgerðarborði í maga manns. Því veldur hveljan og furðumikið vatn í holdi hennar. - Sanngjarnt verð hennar er hálfvirði ýsu, miðað við matsemd og þunga. þar séu flestar vörur seldar 10% ódýrari, en í næstum öllum öðrum búðum. Þar er meðal annars seldur fiskur: Frystur, og saltur fiskur - og sömuleiðis harðflsk- ur í 100 gramma pokum á 216-386 kr. kflóið!!! Yantar lögmætt hámarksverð á alla vöru og vinnu Hvað veldur því, að gömul skata er seld á þriðjungi hærra verði, en þurrkað- ur saltfiskur og þrefalt hærra, en slægð og hausuð ýsa? Það er til löggilt hámarksverð á saltþorski og nýrri ýsu, en trosfisk er mönnum trúað til að selja á sanngjörnu verði. Sanngirnin er þarna að sýna sig!!! Fégræðgi og ósannsýni fjölda manns er orðin slík, að þeim er hvorki trúandi fyrir, að verðleggja rétt vöru né vinnu sína. - Flestir heimta meira en hóflegt er. Sumir margfalt meira. Þjóðfélagið vantar vörn gegn þessum Gyðingadómi. Lögmæta hámarksverðlagningu á alla vöru og vinnu. Fískur er okkar aðalgjaldeyrisvara - og aldrei nóg. Við eigum að selja útlendingum allan verðmætan fisk, sem fæst úr sjó, en éta „trosið“ sjálfir, eins og aldamótakynslóðin gerði fram á miðjan aldur. Okkur vantar undir eins hóflegt hámarksverð á því! í október 1982 Helgi Hannesson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.