Tíminn - 02.12.1982, Side 11

Tíminn - 02.12.1982, Side 11
FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1982. S'i'IJÍl' 11 bækur ELSKAÐU MIG Elskaðu mie ■ Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér nýja bók eftir danska rithöfundinn Erling Poulsen. Bókin heitir Elskaðu mig. Er hún 7. bókin í flokknum „Rauðu ástarsögumar“. „Irena kannaðist við glampann í augum arkitektsins. Hún reyndi að líta undan. Gráu augun hans töfmðu hana. Hún ætlaði að víkja frá honum, en fæturnir neituðu að hlýða. Hún titraði af innibyrgðri þrá þegar hendur hans stmku líkama hennar og hún fann mjúkar krefjandi varir hans við sínar. Viljalaust féll hún í faðm hans... „Elskaðu mig,„ hvíslaði hún. Benny Thorsen stóð í myrkrinu fyrir utan húsið. í ljósbirtu gluggans sá hann móta fyrir tveimur mannvemm í ástríðuþmngnum faðmlögum. „Hættið. Hættið," hrópaði hann, en verumar inni í húsinu stóðu í þéttum faðmlögum, sáu ekkert, heyrðu ekkert. Hann hljóp að dymm hússins, lamdi þær utan trylltur af logandi afbrýði.“ Elskaðu mig er 197 bls. Skúli Jensson þýddi. Prentverk Akraness hf. hefur annast prentun og bókband. GUÐMUNDUR IORUNDSSON ■ Guðmundur Jörundsson: Sýnir og sálfarir ■ Út er komin hjá Skuggsjá bókin Sýnir og sálfarir eftir Guðmund Jörundsson útgerð- armann og skipstjóra. Guðmundur er lands- kunnur athafna- og aflamaður, einstakt prúðmenni og drengskaparmaður, sem allir sem til þekkja vita, að ekki hallar réttu máli. Guðmundur er alinn upp í Hrísey, þar sem Jömndur hákarlaformaður, afi hans, stund- aði sjóinn og síðar Jörundur faðir hans, sem einnig var kunnur sjómaður og útgerðarmað- ur. En Guðmundur Jörundsson er einnig mörgum kunnur fyrir dulargáfur. og það er sá þáttur úr lífí hans, sem hann hér segir frá. Þessar dulargáfur telur hann sig hafa erft frá Kristínu Antonsdóttur, móðurömmu sinni, og þær hafa markað lífs hans og mótað á margan hátt. Allar frásagnir, sem birtast í bókinni, skrásetti Guðmundur meðan þær vora hon- um ferskar í minni og era þær því nákvæmlega tímasettar. Sýnir og sálfarir er 152 bls., sett og umbrotin í Acta hf, prentuð í Prenttækni og bundin í Bókfelli hf. Láms Blöndal gerði hlífðarkápu og útgefandi er Skuggsjá. 1981 nefnist hún Luktar dyr. Höfundar bókarinnar eru sænsku rithöfundamir Maj Sjöwall og Per Wahlöö, og er þetta áttunda og jafnframt stærsta bókin í þessum sagnaflokki, sem hefur verið gefinn út á fjölmörgum þjóð- tungum og alls staðar notið mikilla vinsælda. Ekki síst meðal vandlátra lesenda. í flokkn- um eru tíu lögreglusögur alls sem eru sjálfstæðar hver um sig, en aðalpersónurnar era þær sömu, Martin Beck og starfsbræður hans í rannsóknarlögreglu Stokkhólmsborg- ar. Luktar dyr er 266 bls. og er gefin út bæði innbundin og sem kilja. Setningu og prentun annaðist Prentrún hf., en Bókfell hf. batt. Öm og Örlygur: Tvær hreyfímyndabækur ■ Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur sent frá sér tvær litlar hreyfimyndabækur. Nefnist HefUr þú spurt a Húsavík? Við eigum nánast allt sem þú þarfnast til húsbyqqinqa, jafnt áhöld sem efni. önnur bókin „Litir“ en hin bókin „Lögun.“ Hefur útgáfan áður gefið út tvær bækur í þessum sama flokki og vora þær um hljóðin og dýrin. Hreyfimyndabækur þessar er ætlað að vera í senn skemmtun ungra bama og til fróðleiks og náms. Söguhetjur bókanna era Tumi trúður og Skotti þvottabjöm. I bókinni um Iitina eru þeir félagar að læra að þekkja. heiti litanna og í bókinni „Lögun“ kynnast þeir heitum hinna ýmsu forma, svo sem feminga, þríhyminga og fleira. Eru bækur þessar einkum ætlaðar ungum bömum og eiga að aðstoða foreldra eða kennara þeirra við uppfræðslu á skemmtilegan og lifandi hátt. Þýðandi beggja bókanna er Stefán Jökuls- son. Bækurnar „Litir“ og „Lögun" era settar og filmunnar í Prentstofu G. Benediktssonar en prentaðar og bundnar í Singapore. Bnwwrw***** LÖGUN Hreyfimyndabók LITIR Hvað gerðist á íslandi 1981 Árbók íslands ■ Bókaútgáfan Orn og Örlygur hf. hefur sent frá sér bókina „Hvað gerðist á Islandi 1981 - Árbók íslands“ eftir Steinar J. Lúðvíksson. Er þetta þriðja bókin í árbóka- flokki - áður hafa komið út bækur um árin 1979 og 1980 eftir sama höfund. Hvað gerðist á íslandi 1981 ersamtímasaga innlendra atburða rakin í máli og myndum. Myndaritstjóri bókarinnar er Gunnar V. Andrésson fréttaljósmyndari hjá Dagblað- inu&Vfsi en ljósmyndir eftir flesta kunnustu fréttaljósmyndara landsins eru í bókinni, auk þess sem myndskreytingar era eftir Gísla J. Ástþórsson sem túlkar með þeim skoplegu hliðina á ýmsum atburðum sem fjallað er um í bókinni. í bókinni er efninu skipt niður í flokka eftir eðli atburða og gangur mála rakinn í yfirlitsgreinum, þannig að lesendur eiga að fá glögga yfirsýn yfir hvernig mál hófust, hvernig þau þróuðust og hver málalok urðu, svo fremi að þau hafi þá legið fyrir. Skáldsaga um glæp: Luktar dyr ■ Komin er út hjá Máli og menningu ný bók í sagnaflokknum Skáldsaga um glæp og if byggingarvörur Husavík. Sl'mi (96) 414 44 SJÖMAft MðHlÚÖ SKALDSAGAU4^GLÆP Luktar dyr

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.