Tíminn - 02.12.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.12.1982, Blaðsíða 13
12 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER PAUGLÝSIR / samráði við Bændaskólann á Hvanneyri og Hótei Loftieiðir, kynnir ÍSMAThf. ís/enska jóiagæs og verður hún borin fram á jóiaborði Hótei Loftieiða aiian desember í hádeginu. VIÐ LEITUM SVARA: „Á gæsarækt framtíð fyrir sér á ís/andi?" Gæsin er af ítö/skum stofni, en a/in nær eingöngu á ís/ensku grasi. Látið bragðiaukana njóta sín og iátið á/it ykkar í ijös, sendið iínu tii ÍSMAThf. Brekkustíg 40 Y-Njarðvík sími 92-2152. H AUGLÝSIR Vegna yfirvofandi skorts á nauta- og svínakjöti óskar ÍSMA T hf. eftir að komast í samband við bændur, sem hefðu áhuga á þessu sviði. Veitum ráðgjöf þeim sem þess óska, skrifið til ÍSMA T hf. Brekkustig 40, Y-Njarðvik. Sími 92-2152. orðsending til Allar vörur frá ÍSMAThf. eru í þægiiegum umbúðum\ sem fara vel í frystigeymslum. Mötuneyta - skóla og sjúkrahúsa. Hafið samband við okkur áður en þið hannið ný eldhús eða gerið breytingar á gömium. Óunnið hráefni í frysti, er í raun vaxta/aust fé. Hringið eða skrifið eftir vöru/ista frá ÍSMAThf. X t fj í í» ? | J BREKKUSTÍG 40, An MAT5 ”v,K SÍMI 92-2152 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1982. liiisiiií 13 Rauða- krossheim- ili með dagvistun- og þjónustu- aðstöðu fyrir eldra fólk, opnar á Selfossi: ■ Rauðakrossheimilið er til húsa að Austurvegi 21B á Selfossi, sem er skammt frá Sjúkrahúsinu. Rauðakrossdeildin í Ámessýslu keypti húsnæðið, en einstaklingar í sýslunni gáfu nánast allt sem til þurfti til að hægt væri að opna heimilið, allt frá húsgögnum til búsáhalda, mynda dúka og smáhluta, sem setja venjulegan heimilisblæ á heimilið. Myndir Sigurður Sigurjónss. ■ Húsmóðirin á Rauðakross-heimilinu á Selfossi, Inga Bjamadóttir heUir hér upp á könnuna. „OKKAR STEFNA AB VIRKJA ALDRAÐA FÓLKIfi TIL AÐ REKA NEIMIUD SJÁLFT’ ■ „Raunverulega hefur heimílið verið í fullum gangi í heilan mánuð áður en það var eiginlega opnað, þótt það hafi ekkert verið auglýst. Það er svo mikið af fólki sem þarf á allskonar fyrirgreiðslu að halda“, sagði Inga Bjarnadóttir, húsmóðir nýs Rauðakross- heimilis sem formlega var opnað á Selfossi s.l. sunnudag. Það er Rauðakross-deild Amesinga sem snemma á þessu ári keypti hæð í húsinu Austurvegur 21B á Selfossi í þeim tilgangi að koma þar á fót dagvistun - og þjónustuaðstöðu fyrir eldra fólk úr allri sýslunni og aðra þá sem þessa þjónustu vilja nota. Öldrunarnefnd deildarinnar hefur síðan unnið að því að útbúa heimilið og undirbúa fyrir starfrækslu, sem nánast alveg hefur verið gert með samskotum Árnesinga. „Þetta hefur bókstaflega ekki kostað deildina neitt - eða aðeins 15 þús. kr. að koma heimilinu af stað. Einstaklingar hér á Selfossi, Stokkseyri, Eyrarbakka og víðar hafa gefið öll húsgögn og annan húsbúnað sem til þurfti“, sagði Brynleifur H. Steingrímsson, læknir og form. deildarinnar. Hann sagði þetta notaða hiuti, en vel útlítandi og prýðilega í alla staði. „Okkar stefna er sú að virkja aldraða fólkið sjálft tií að reka heimilið og vinna við þetta, en helst ekki að neinir faglærðir far-i að breiða vængi sína yfir þetta“, sagði Brynleifur. „I’að er eitt sem víst er, að hér verður nóg að gera“, sagði húsmóðirin Inga. „Selfoss er þjónustubær fyrir allar sveitir sýslunnar. Þess vegna var hér mikil þörf á bækistöð þar sem fólk gæti hvílt sig eða mælt sér mót, fengið sér kaffisopa og haft það þægilegt. Fólk er kannski að bíða eftir að komast í nudd, í pantaða tíma hjá lækni, aðgerðir eða slíkt uppi á spítala eða hvað sem er og einnig að bíða eftir fari. Þess eru dæmi að fólk útskrifist af sjúkrahúsinu kl.ll en fái ekki far heim fyrr en um fimmleytið að kvöldi. í slíkum tilvikum hefur fólk kannski staðið niður í kaupfélagi og beðið allan daginn, sem er afskaplega óvistlegt fýrir fólk sem er að koma beint úr af spítala, oft hálf illa haldið", sagði Inga er við spurðum hana nánar út í hugmyndina á bak við þetta nýj a heimili. Heimilið er stutt frá sjúkrahúsinu og þaðan er hugmyndin að fá heitan mat sem verður til reiðu í hádeginu gegn vægu gjaldi, fyrir þá er þess óska. Einnig getur eldra fólk fengið fótsnyrtingu, hárþvott og annað því skylt á heimilinu. Fyrst um sinn verður heimilið opið á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl.9 að morgni til kl.5 síðdegis. ■ Soffía Símonardóttir (konan með hvíta sjalið) er elsti „innfæddi“ Selfvssingurinn, fædd á gamla Selfossbænum áríð 1907. Við hlið hennar tyllti sér niður húsmóðirin Inga en til vinstrí situr Aðalheiður Guðmundsdóttir.Hina veglegu blómakörfu á borðinu færði bæjarstjóm Selfoss heimilinu í tilefni af opnun þess. Rauðakrossdeild Árnesinga var stofnuð árið 1978 og er deild úr Rauðakrossi íslands. Starfssvæði hennar er Árnessýsla og Selfossbær. Fyrirhugað er að breyta skipulagi deildarinnar þannig að þrjár undirdeildir starfi á svæðinu og er hugmyndin með því að stuðla að meiri virkni fólks í starfsemi Rauðakrossins. Skráða félaga kvað Inga nú á fjórða hundrað talsins. Á svæði deildarinnar sagði Inga á s.l. ári hafa verið haldin 20 námskeið í skyndihjálp með um 300 nemendum. Þá hafa verið skipulagðar 8 neyðarstöðv- ar á svæðinu. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.