Tíminn - 02.12.1982, Side 17

Tíminn - 02.12.1982, Side 17
FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1982. íþróttir STJORNUMENN KOMU FH- INGUM NKNIR A JÖRÐINA Stjarnan kom á óvart og sigradi toppliðid í 1. deild ■ Enn komu Stjörnumenn á óvart í gærkvöldi með því að sigra FH-inga í 1. deildinni í handknattleik í Hafnarfirði. Leikurinn var æsispennandi og allt til loka gat hann endað á hvorn veginn sem var. Það var hins vegar Eyjólfur Braga- AHUGALEYSIÐ VAR ÓTRÚLEGA MIKIÐ Hjá Víkingum á móti IR ■ Aldrei varð handknattleikurinn hjá Víkingum og IR-ingum rismikill er liðin mættust í 1. deildinni í gærkvöldi. Þó sýndu IR-ingar öllu meiri tilþrif hcldur en í fyrri leikjum og töpuðu með minnsta mun í vetur, eða fimm mörkum. Víking- ar sigruðu sem sagt með 28 mörkum gegn 23. En Víkingar verða að sýna heldur meiri snerpu og getu ef þeir ætla ekki að stcinliggja gegn Dukla Prag í Evrópuleikjunum sem þeir eiga fyrir höndum. Ahuginn virtist vera í lágmarki og enda þótt i liðið vantaði nokkra sterka leikmenn þá eiga þeir að hafa það marga sterka leikmenn, að leikir eins og þessi komi ekki tU. Það var nokkuð jafnt fram undir miðjan fyrri hálfleik, en þá náðu Víkingar þeirri forystu, sem þeir héldu út leikinn. í hálfleik var staðan 14 mörk gegn 9. í seinni hálfleik tókst Víkingum að ná 8 marka forystu, en ÍR-ingar minnk- uðu muninn niður í 5 mörk með því að skora tvö síðustu mörk leiksins. Það er mikill munur að sjá ÍR-ingana nú eða fyrr í vetur. En betur má ef duga skal og þeir hafa alltof litla breidd f liði sínu. Voru til dæmis aðeins lOmenn með í leiknum hjá þeim. Bestir voru Björn Bjömsson, Einir, Guðjón Marteins og nafni hans Hauksson í markinu. Hann varði t.d. tvö vítaköst en alltof oft fékk hann við lítið ráðið vegna slaks varnar- leiks. Steinar, Árni Indriða og Guðmundur voru einna sprækasti hjá Víkingum. Einnig er ástæða til að nefna Ólaf Jónsson. Mörkin: Víkingur: Steinar: 7, Ólafur Jónsson 6, Guðmundur 5, Árni Indriðason 4, Þorbergur 3, Viggó og Hörður Harðarson eitt mark hvor. Hjá ÍR skoraði Björn Björnsson 6, Guðjón 5, Andrés, Einir og Atli 3 hver og Gunnar og Ólafur eitt hvor. sh ÞEIR FA BORGAD FYRIR AÐ SKORA Og markverdirnir fá bónus fyrir að halda hreinu ■ Þeir sem fylgst hafa með enskri knattspyrnu um nokkurra ára skeið, muna áreiðanlega eftir Malcolm McDonald sem lék sem miðherji með Newcastle og Arsenal og var á sínum tíma einn mesti markvarða- skelfir á Bretlandseyjum. McDonald er nú framkvæmdastjóri 2. deildar liðsins Fulham, sem er í einu af efstu sætum 2. deildarinnar ensku. Hann stefnir að því að koma liðinu upp í 1. deild í lok þessa keppnistímabils og hefur ákveðið að geiða leik- mönnum sérstaklega fyrir að skora mörk. Telur hann að með því móti sýni menn meiri djörfung í sóknar- leiknum og skori frekar mörk. Og til að það séu ekki eingöngu sóknar- menn sem njóta greiðslna hefur hann einnig ákveðið að markverðir liðsins sem halda hreinu í leikjum fái bónus fyrir það. Þetta virðist hafa haft góð áhrif á Gordon Davies, en hann hefur skorað 14 mörk á keppnistímabilinu. Og McDonald telur að ekkert eigi að geta komið í veg fyrir að þau verði 25 fyrir lok keppnistímabilsins. „Einn miðvallarspilarinn hjá mér Ray Lewington er nú þegar búinn að vinna fýrir sumarleyfinu næsta sumar með þvi að skora fimm mörk og ég leyfi mér að álíta að Gordon Davies sé besti sóknarleikmaðurinn í ensku knattspymunni um þessar mundir,“ segir Malcolm McDonald. Og nú er að sjá, hvort þessi nýbreytni hans nægi til að koma Fulham alla leið upp í 1. deild. ■ Malcolm MacDonald. son sem náði að gulltryggja Stjörnunni tvö stig með því að skora tvö mörk á síðustu minútunni, hið fyrra úr vítakasti 45 sekúndum fyrir leikslok, en það var öðro fremur frábær markvarsla Brynjars Kvaran sem tryggði Garðbæingum sigur- inn í leiknum. Varði hann frábærlega, einkum í síðari hálfieik. Framan af var leikurinn nokkuð jafn, en Stjarnan komst í 6-4, og síðan var staðan í leikhléi 12-10 Stjörnunni í hag. í byrjun síðari hálfleiks tóku FH-ing- arnir svo mikinn kipp og komust í 16-14, en þá skoruðu Garðbæingar sex mörk gegn einu og komust í 20-17. FH-ingar minnkuðu muninn í 20-18 og 20-19, en síðan bættu Stjörnumenn tveimur mörkum við og munurinn var orðinn þrjú mörk. FH-ingar minnkuðu muninn í 20-18 og 20-19, en síðan bættu Stjömumenn tveimur mörkum við og munurinn var orðinn þrjú mörk. FH-ing- ar skoruðu síðan 20,mark sitt og síðan ekki söguna meir. Eyjólfurbætti tveimur mörkum við og gulltryggði Stjörnusigur. Menn hafa sterka tilhneigingu til að ætla að góður leikur FH gegn KR hafi orðið þess valdandi að liðið hafi ekki mætt til leiks gegn Stjörnunni nægilega ákveðnir í að sigra. Sigurvissan hafi verið orðin of mikil og orðið þeim að falli. Bestir þeirra voru Hans Guð- mundsson í þessum leik og skoraði hann sex mörk. Hjá Stjörnunni voru Guðmundur Þórðarson og nafni hans Óskarsson góðir og einnig Ólafur Lárusson. Fyrr hefur verið minnst á snjallan leik Brynjars í markinu og núna á hann ekkert eftir annað en að sýna svona leiki með landsliðinu. Mörkin: Stjarnan: Guðmundur Þórð- arson 7, Guðm. Óskarss. 5, Eyjólfur og Ólafur Lár. fjögur hvor, Magnús Teits- son 2, Gunnlaugur Jónsson og Sigurjón eitt hvor. FH: Kristján 7, Hans 6, Pálmi Jónsson 3, Óttar 2 og Guðm. Magnússon og Sveinn Bragason eitt hvor. sh Gudmundur Sveins hættur ■ Guðmundur Sveinsson, sem var einn af bestu leikmönnum Þróttar áður en fríið langa í 1. deildinni hófst, er hættur að æfa og leika með liðinu. Það er mikill missir fyrir handknattleikslið Þróttar að missa þennan sterka leikmann, enda var greinilegt á leik liðsins gegn KR í fyrrakvöld að liðið býr ekki yfir nægri breidd til að geta staðið í Nettie verður best í heimi ■ Danski landsliðsþjálfarinn í badminton hefurlýst því yfirað hann telji að Nettie Nielsen verði innan fárra ára besti badmintonleikari í kvennaflokki í heiminum. Carsten Morild heitir þjálfarinn og segir hann, að allt bendi til þess að hún geti orðið betri en Lena Köppen, sem verið hefur númer eitt í kvenna- flokki í badminton fram á þennan dag. Morild telur hana sýna og sanna á æfingum að hún vilji taka framförum og einnig búi hún yfir vilja sem muni reynast henni mikils virði þegar tímar líði. „TREYSTUM MIKIÐ A ÁH0RFENDURNA” Segja KR-ingar um Evrópuleikina gegn Nis ■ „Við tökum áhættu með því að leika báða leikina heima, það er fjárhagslega séð mikið fýrirtæki að gera það, en við álítum að með því eigum við meiri . möguleika á að standa okkur vel gegn þessu júgóslavncska liði,“ sagði Gunnar Hjaltalín formaður handknattleiksdeild- ar KR á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni af Evrópuleikjum KR á sunnudag og þriðjudag. Þetta er í fyrsta skipti sem KR-ingar taka þátt í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik og andstæðingar þeirra eru frá Júgóslavíu, Zeljeznicar Nis. Liðið kemur frá borginni Nis og er eitt besta handknattleikslið þar í landi og sem stendur eru þeir í 3. sæti í deildakeppninni. Liðið hefur tvívegis orðið bikarmeistari og komst í úrslit Evrópukeppni bikarhafa 1978. Þá töp- uðu þeir mjög naumlega fyrir Gummers- bach 13-15. Þekktasti leikmaður liðsins er Caslav Grubic, en hann hefur leikið 62 A-lands- leiki fyrir Júgóslavíu. Þá eru fimm unglingalandsliðsmenn í liðinu. Þá er Dragan Pantelic frægur fyrir að vera markvörður í knattspyrnuliði Bordeaux og landsliðsmarkvörður í knattspyrnu. Hann var hins vegar settur í keppnisbann í knattspymu og fór heim til að leika þar handknattleik með liði Nis. Þá má og geta þess, að þjálfari liðsins er einn af aðstoðarþjálfurumAjfcgóslavneska lands- liðsins. Lið þeirra þykir leika hraðan og skemmtilegan handbolta og er frægt fyrir að skora mikið af mörkum. Sóknar- leikurinn kemur númer eitt hjá þeim, en minni áhersla er lögð á varnaleikinn. 8 KR-ingar hafa leikið í landsliðinu KR-liðið hefur á að skipa mörgum mjög sterkum leikmönnum. Frægastur þeirra er vitaskuld Anders Dahl Nielsen, en hann hefur leikið 177 landsleiki fyrir Danmörku. Hann er hvorttveggja í senn, leikmaður og þjálfari KR. Alls hafa átta leikmenn liðsins leikið með A-landsliði fslands, þannig að ástæða er til að ætla að liðið sé sterkt. KR er nú í einu af efstu sætunum í 1. deild og hafa í hyggju að ná langt í vetur og hafa alla burði til þess. Áhorfendur hafa mikið að segja „í leik sem þessum geta áhorfendur gert gæfumuninn," sagði Anders Dahl Nielsen. Til dæmis um það, sagði hann, að lið hans í Danmörku Frederica hefði á undanförnum sex árum tekið þátt í Evrópumótum og aldrei tapað leik á heimavelli. Það ætti því að skipta miklu máli, að áhorfendur mæti á leikina og hvetji KR-inga til sigurs. ■ Haukur Geirmundsson og félagar hans í KR-liðinu mæta bikarmeisturom Júgóslavíu á sunnudag og þriðjudag. Tímamynd: Róbert

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.