Tíminn - 02.12.1982, Page 24

Tíminn - 02.12.1982, Page 24
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bila til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Sfmi 36510 ■ Edda Erlcndsdóttir. píanóleikari. við flygilinn á heimili foreldra sinna. - Tímamynd: Ella. „MJÖG JÁKVÆO HtÓUN f (SLENSKU TÓNUSTARIÍFI Segir Edda Erlendsdóttir, píanóleikari, sem leikur einleik med Sinfóníuhljómsveit íslands í kvöld, en Edda er búsett í Parfs ■ „Það er mjðg skemmtilegt að koma svona heim, og þá einkum til þess að leika með Sinfóníuhljómsveitinni,“ sagði Edda Erlendsdóttir, píanóleikari í viðtali við Tímann í gær, en Edda leikur einleik með Sinfóníuhljómsveit Islands í kvöld og mun hún leika Píanókonsert no. 2 eftir Beethoven. Edda er búsett í París, en þar hefur hún búið um 9 ára skeið. Hún fór þangað fyrst til náms í píanóleik 1973 en settist síðan að í París. Edda er gift Frakkanum Olivier Manoiry, en hann er fiðlusmiður að atvinnu. Þau hjónin eiga einn son, Tómas, þríggja ára og er hann jafnt mxlandi á frönsku sem íslensku. „Kem oft heim“ Edda er spurð þeirrar hefðbundnu spurningar, sem íslendingar búsettir erlendis eru svo oft spurðir: Saknar þú ekki íslands? „Auðvitað sakna ég íslands, en ég er þó svo lánsöm að ég get komið nokkuð reglulega heim. Ég kem oft á sumrin og undanfarin ár hef ég einnig komið heim einu sinni á hverjum vetri og spilað“ - Nú er sennilega óhætt að segja að þú getir litið á tónlistarlífið hér á landi með augum gestsins - Hvað finnst þér um þá þróun sem átt hefur sér stað í tónlistarlífinu hér að undanförnu? „Mér finnst þróunin hafa verið mjög jákvæð. Það hefur óskaplega mikiðgerst í tónlistarlífinu hér. Mikið af ungu, efnilegu og ve! menntuðu fólki hefur haslað sér völl. Ég hugsa að þetta sé að hluta til vegna þess að tónlistarskólum hefur fjölgað. Þá hefur verið svo mikið um það að vel menntað tónlistarfólk hafi komið heim frá námi og farið að starfa hér. Þá finnst mer einnig að andinn sé betri í íslensku tónlistarlífi nú en áður. Það þarf ekki jafnmikið tilefni til þess að halda tónleika eða leika saman og áður - fólk getur tekið sig saman í smærri hópum og spilað. Þá finnst mér íslenskir áheyrendur vera jákvæðari en tíðkast annars staðar. Áheyrendur hér eru opnir fyrir því sem er að gerast, þeir mæta á tónleika og eru ekki jafnþröngur hópur og tíðkast víða úti, þar sem einhver sérstakur áheyrendahópur mæt- ir til þess að hlýða á sérstaka túlkendur tónlistar. Ég er til að mynda mjög hrifin af því sem íslenska hljómsveitin er að gera. Ég fór á tónleika hjá henni síðasta laugar- dag, og finnst mér þetta vera mikið og gott framtak hjá tónlistarfólkinu í hljómsveitinni." apríl nk. Annars hefur það aldrei komið til greina af minni hálfu að verða píanóleikari sem ferðast um allan heim til þess að halda konserta. Ég á mína fjölskyldu, og henni gæti ég ekki sinnt sem skyldi með slíkum ferðalögum." Edda lauk einleikaraprófi frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík 1973 og eftir það hlaut hún franskan styrk til þess að nema píanóleik við Tónlistarháskólann í París, en aðan útskrifaðist hún 1978. Nú kennir Edda píanóleik við Tónlistar- háskólann í Lyon tvo daga í viku, og blaðamaður spyr hvort það sé ekki snúið fyrir hana að fara alla þessa leið frá París, tvo daga vikunnar. „Nei, það er alls ekki svo snúið. Þó þetta sé 450 kílómetra leið, þá tekur það mig aðeins tvo og hálfan tíma að fara þangað með hraðlestinni, en Frakkar eru mjög svo hreyknir af þessari hraðskreiðu lest sinni, sem er sú hraðskreiðasta í heimi!“ Tónleikamir í Ha'skólabíói hefjast kl. 20.30 í kvöld, og verður þetta í fyrsta sinn sem Edda kemur opinberlega fram með Sinfóníuhljómsveit íslands, en áður hefur hún gert útvarpsupptökur með hljómsveitinni. „Held eina tonleíka í París á ári“ - Heldur þú reglulega tónleika í París? „Ég hef haldið tónleika svona einu sinni á vetri í París. Það er ákveðin skýring á því hvers vegna ég hef ekki gert meira af því, því sonur minn er1 aðeins þriggja ára og ég hef ekki / viljað vera á neinu flakki á meðan f hann er svona ungur. En nú, A uppúr þessu gæti orðið einhver Æ breyting þar á. Ég á til Æm dæmis að leika á tónleikum Æm í Svíþjóð í - AB. FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER fréttir Pálmi stefndi í stórsigur ■ Pálmi Jónsson, land- búnaðarráðherra, virtist ótvíræður sigurvegari í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðurlandi- Vestra í gærkvöldi. Þegar 700 af rúmlega 1800 atkvæðum höfðu verið talin, hafði Pálmi hlotið 442 atkvæði í fyrsta sæti en Eyjólfur Konráð Jónsson, sem tal- inn var skæðasti keppi- nautur ráðherrans, aðeins 221, eða nákvæmlega helming atkvæða Pálma. í annað sæti hafði Ey- jólfur Konráð fengið 256 atkvæði, Páll Dagbjartsson 198, Jón Ásbergsson 172, Ólafur Óskarsson 91 og sýslumaðurinn Jón ísberg 78 atkvæði. Búist var við að talningu lyki síðla nætur. Sjó Dróst 200 metra með strætisvagni ■ Kona sem var að fara út úr strætisvagni á Bústaðavegi í gærdag varð fyrir því að festast í hurð vagnsins og dróst hún 150-200 metra leið með vagninum áður en upp- götvaðist hvað hafði gerst. Konan marðist nokkuð og skarst, en all mikill snjór var á og hefur það að líldndum bjargað henni frá mun alvar- legri meiðslum. EGÓá Borginni ■ Hljómsveitin EGÓ mun halda tónleika á Hótel Borg í kvöld, fimmtudagskvöld, og hefjast þeir kl. 10. Á undan hljómsveitinni mun hópur ungra ljóðskálda lesa úr verk- um sínum. EGÓ hefur sem kunnugt er nýlega sent frá sér breiðskífu í Mynd, og mæta þeir á Borgina með nýtt prógramm auk þess sem Rúnar Erlings- son bassaleikari mun leika með þeim, én hann kom inn í sveitina skömmu áður en nýja platan var tekin upp. - FRI. dagar til jóla \ dropar Márí Fiskveiðasjóð ■ Fyrir nokkru var auglýst laus til umsóknar staða for- stjóra Fiskveiðasjóðs, en bráð- It'ga mun Sverrír Júlíusson, sem gegnt hefur starfinu undanfartn ár, láta af því. Nokkrar bollaleggingar hafa verið um hugsanlegan eftir- mann Sverrís, en nú er talið líklcgast að Már Elísson, fiski- málastjóri, verði ráðinn í það af stjórn sjóðsins. Jafnframt hafa menn leitt getur að þvi hver muni setjast í stólinn í húsi Fiskifélagsins ef af því yrði. Hefur nafn Þor- steins Gíslasonar, skipstjóra, verið nefnt sem hugsanlegs kandidats. Matti Matt í Seðlabankann? ■ En fyrst faríð er að minnast á Fiskveiðasjóð, þá er ekki úr vegi að minnast þess, að nú um áramótin mun stjórnarformað- ur hans, Davíð Ólafsson, láta af starfi sínu sem einn af bankastjórum Seðlabankans. Stóliinn er eyrnamerktur sjálf- stæðismönnum, og því væntan- lega einn slíkur sem kemur til með að setjast í hann. Matthías Á. Matthíssen, alþingismaður og fyrrverandi fjármálaráð- herra, hefur verið orðaður við stöðuna, sem væntanlega myndi leiða til þess ef af yrði, að hann gæfi ekki kost á sér við næstu alþingiskosningar. Síðustu daga hefur þó annað nafn borið á góma, sem er Geir Hallgrímsson, eftir útreiðina sem hann varð fyrir í prófkjöri flokksins um síðustu helgi. Dr. Gunnar handleikur póli- tíska framtíð Geirs ■ Dr. Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra hefur nú á pólitíska framtíð Geirs Hall- grímssonar, formanns Sjálf- stæðisflokksins í hendi sér. Ef dr. Gunnar ákveður að fara í framboð með eigin lista við næstu alþingiskosningar í Reykjavík, er öruggt að Geir Hallgrímsson er vonlaus um að ná kosningu. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur nú fimm kjör- dæmakjörna þingmenn í Reykjavík og einn uppbótar- þingmann, þannig að ef dr. Gunnar býður fram þá saxast verulega á þessa tölu. Mættu jafnvel Pétur sjómaður og Ragnhildur Helgadóttir fara að vara sig alvarlega. Krummi ... telur upplagt að Geir taki við ritstjóm á DV eftir að EUert hættir.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.