Tíminn - 02.12.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.12.1982, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1982. Erna Þórarinsdóttir, hússtjórnarkennari: Jólasteikin hennar ömmu ■ Áslaug SigurgrímsHóttir. kennari. (Tímamynd: Róbert) Áslaug Sigurgrímsdóttir, kennari í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur: Lambahrygg- ur fylltur með sveppum ■ Áslaug Sigurgrímsdóttir, kennari í HússtjÓTnar- ■skóla Reykjavíkur segist yfirleitt hafa rjúpur á aðfangadagskvöld, en ef hún ekki fær rjúpur, hefur hún t.d. lambahrygg, fylltan með sveppum. Og hér kemur svo matseðill Áslaugar: Hörpuskelfískur í ostasósu Lambahryggur fylltur með svepp- um Hrísgrjónaábætir með möndlu HörpuskeUiskur í ostasósu 200 gr hörpuskelfiskur, 1 dl hvítvín, 1 matsk. sítrónusafi, Vi tsk. salt. SÓSA: 40 g smjör, 40 g hveiti, soð af fiskinum, 2-2(4 dl rjómi, 1 dl rífinn Gouda-ostur, Vi tsk. paprikuduft. Veljið lítinn pott, ca. 16 cm. í þvermál. Látið vínið. sítrónusafann og saltið í pottinn. Hitið að suðu. Látið fiskinn úta' . Látið síðan suðuna koma upp og sjóðið fiskinn í 1 mínútu. Takið þá pottinn af hellunni, hafið hlemminn á honum og látið standa í 5-7 mínútur. Takið fiskinn þá úr pottinum og leggið til hliðar. Búið til þykka sósu úr soðinu, hveitinu og rjóma. Bætið svolitlu af rifnum osti í sósuna. Látið selfiskinn í ofnfast mót, annað hvort eitt stórt eða mörg lítil, eitt á mann. Hellið heitri sósunni yfir skelfiskinn, stráið örlitlum rifnum osti yfir hvert mót, ca. Vi tesk. stráið svo nokkrum kornum af paprikudufti yfir. Hitið í ofni við 200 gráður C í 5-10 mín. Berið fram með ristuðu brauði eða brauðsnúðum. Þennan rétt er hægt að undirbúa að morgni með því að sjóða fiskinn og búa sósuna. Um kvöldið er sósan svo hituð upp og hellt yfir kaldan fiskinn (sem hefur verið geymdur í kæliskáp) og hitað í ofni eins og áður segir. Lambahryggur fylltur meö sveppum. 1 lambahryggur kryddblanda úr 2 tsk. salt, Vi pipar, Vi tsk. hvítlaukssalt, Vi tsk. rósmarín, (4 tsk. basilikum, 250 g nýir sveppir, 30 g smjörlíki. Sveppirnir eru steiktir aðeins í smjörlíki og stráð á þá salti og pipar. Hreinsið hrygginn og takið beinið úr. Ristið skurð inn úr fitulaginu utan á hryggnum með 2 cm. millibili, en gætið þess að særa ekki hryggvöðvann. Nuddið kryddblöndunni á hrygginn. Setjið helminginn af sveppunum inn í hann og vefjið hann síðan með sláturgarni. Setjið hrygginn á tein og glóðið hann í 50-60 mín.eftir stærð. Sósan er búin til úr soðinu af kjötinu. Fjarlægt mest af fitunni og soðið jafnað með hveitijafningi. Bragðbætt með rjóma og sveppunum, sem eftir voru. Kryddað eftir smekk. Hrísgrjónaábætir meö möndlu. Einn djúpur diskur þykkur hrísgr j ónagrautur, 50 g möndlur. ltsk. vanilludropar, sykur eftir smekk Vt lítri þeyttur rjómi Rjóminn þeyttur og settur saman við grautinn ásamt sykri, vanilludropum og söxuðum möndlunum og ein mandla sett heil í og henni á að fylgja möndlugjöf, t.d. konfektkassi eða bók. Með hrísgrjónaábætinum er borin heit rifsberjasósa, sem er búin til úr rifsberjasaft eða rifsberjahlaupi þynntu með vatni. Jafnað með maísenamjöli eða kartöflumjöli. Sósan á að vera þunn. -A.K.B. ■ Ema segist yfirleitt hafa rjúpur á aðfangadags- kvöldi, en einnig komi fyrir að hún hafi Jólasteikina hennar ömmu, sem er mjög ljúffengur réttur. Matseðill 24.12.1982: Steiktar rjúpur eða Jólasteikin hennar önunu Jólaábætir Kaffi og piparmyntuterta Steiktar rjúpur Rjúpur þurfa að hanga í 2-3 vikur. Þá eru þær hamflettar, þvegnar úr köldu vatni og þerraðar. Hjarta og fóarn er hirt. Reyktu fleski er stungið í bringuna. Síðan eru rjúpurnar steiktar í smjöri ásamt hjarta og fóarni, sett í pott, bringan látin snúa niður, heitu vatni hellt yfir og saltað. Soðnar í 1 klst. Uppbökuð sósa er búin til úr soðinu, sósulitur, risberjahlaup og rjómi sett út í. Með rjúpum er borið fram: soðnar kartöflukúlur eða brúnaðar kartöflur, rauðkál, ávaxtasalat eða hálfsoðin epli. í staðinn fyrir epli má nota niðursoðnar pemr og ribsberjahlaup sett í holurnar. Jólasteikín hennar ömmu Eitt lambalæri Fyíling: 100 g sveskjur, 100 g þurrkuð epli Krydd: Vi msk. fínt salt, 1 tsk. negull 1 tsk. engifer 1 tsk. pipar 2 blöð lárviðariauf vel mulin, 1 matsk. fint skorinn laukur. Þurrkuð epli og sveskjur lagt í bleyti daginn áður. Lærið er síðan úrbeinað. Kryddinu blandað saman og borið á lærið að utan og innan. Síðan er fyllingin sett í lærið og það vafið vel saman. Kjötið sett í steikarpott og steikt í 1 (4 klst. við 170 gráður C. Lambalærið er borið fram með brúnni sósu, sem má bragðbæta með þeyttum rjóma, bökuðum kartöflum, grænmeti og hrásalati. Jólaábætir 40 g hrísgrjón 4 dl mjólk 10 g möndlur 1-2 matsk. sykur Vi tsk. vanilludropar (má sleppa) 2 Vi dl rjómi Mjólkin er hituð. Hrísgrjónin þvegin og sett út í. Soðið í 30 mín. Kælt. Þá eru möndlumar, sem eru flysjaðar og saxaðar, settar út í hrísgrjónin ásamt sykri og dropum. Síðast er stífþeyttum rjóma blandað saman við. Sett í skál og skreytt með rifnu súkkulaði. Borðað með súkkulaði- eða jarðaberja- sósu. Hægt er að sleppa söxuðu möndlunum og hafa eina heila möndlu í staðinn. Þetta getur þá orðið nokkurs konar happdrætti. Þessi eina mandla er sett út í ábætinn og sá, sem hreppir hana fær einhver verðlaun. Þetta vekur kátínu jafnt hjá fullorðnum sem börnum. Ef mörg börn em á heimilinu getur verið gott að hafa þennan ábæti í hádeginu á aðfangadag og brenna þá út aðventukransinn um leið. Piparmyntuterta 4 egg 1 bolli sykur, 1 Vi bolli kókosmjöl, 1 boUi brytjaðar döðlur Vi bolU brytjað súkkuiaði 1 boUi hveiti, 1 tsk. lyftiduft Egg og sykur þeytt vel. Þurrefnunum blandað saman við. Bakað í (4 klst. í tveimur tertumótum við 200 gráður C. Á milli botnanna og ofan á tertuna er settur þeyttur rjómi um Vi lítri og út í hann er blandað 5 stk. af smátt skomum piparmyntustöngum. Skreytt með rifnu súkkulaði. ■ Erna Þórarinsdóttir, kennari. Tímamynd: Róbert

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.