Tíminn - 02.12.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.12.1982, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1982. 11 ■ Haraldur Benediktsson, yfirmatreiðslumaður á Hótel Loftleiðum. - (Tímamynd: Róbert) Haraldur Benediktsson, yfirmatreiðslumaður Hótel Loftleiða: Önd með ferskjusósu smjörinu og steikið hana í ofninum í eldföstu formi með ca. 180 gráðu hita í 1 klst. Hreinsið ferskjurnar með blautu stykki. Flysjið þær ekki. Hafið þær heilar og sjóðið þær í 15 mínútur í hvítvíninu. Þegar öndin hefur verið í ofninum í ca. 35 mínútur á að fleyta alla fitu af soðinu og látið síðan ferskjumar í kringum öndina. Sjóðið hvítvínið niður um helming og hellið afganginum í formið. Steikið öndina áfram í 20-25 mínútur. Fykkið soðið með kartöflumjölinu við vægan hita. Perur með kirsjuberjalíkjör Nýjar perur eru flysjaðar og soðnar í kirsuberja- líkjör í frekar litlum potti. (Líkjörinn á að fljóta yfir perurnar). Soðnar í 20 mínútur. Þegar þær eru soðnar er sykri bætt út í líkjörinn og hann soðinn niður til hálfs. Kælt og borið fram með þeyttum rjóma. -AKB. Matseðill 24.12. ’82 Önd með ferskjusósu Perur í kirsuberjalíkjör Ond með ferskjusósu 1 stk. önd frekar stór, 2 hvitlauksgeirar, grófl salt, 6 svört piparkom, engifer, 3 matsk. smjör, 1 flaska sætt hvítvín, 1 matskeið kartöflumjöl, nýjar ferskjur. Hreinsið öndina, merjið hvítlauksgeirana, grófa saltið, piparinn og engiferið. Blandið því saman og kryddið öndina innan og utan. Smyrjið öndina með Jóhann Bragason, yfirmatreiðslumadur í Naustinu: Jólarjúpurnar Matseðill 24.12.1982 Rjúpur Heimalagaður súkkulaðiís Rjúpur (fyrir 6 manns) 10 rjúpur salt og pipar eftir smekk, 3 matsk. rifsberjahlaup, Vi litri rjómi, lárviðarlauf (2 lauf), 5 perar, Maggi kjötkraftur Rjúpumar þurfa að vera búnar að hanga vel fyrir meðhöndlun. Þegar búið er að verka þær, er gott að láta þær liggja í mjólk í um það bil einn sólarhring. Rjúpurnar eru kryddaðar með salti og pipar og brúnaðar í smjöri ásamt fóarni (hreinsa allt í kring, en skilja himnuna eftir) og hjarta. Látið rjúpumar síðan sjóða í u.þ.b. 60 mínútur. Rjúpumar eru þá teknar upp úr soðinu. Rjóma bætt út í soðið ásamt gráðosti og rifsberjahlaupi (eftir smekk). Látið sjóða við hægan hita. Sósan er þykkt með smjörbollu. Borið fram með rauðkáli, peram með rifsberjahlaupi, Waldorfsalati og sykur- brúnuðum kartöflum. Rauðkál 1 haus rauðkál, sykur, vatn, edik, salt. Sykurinn er látinn bráðna (ekki brúnast)ásamt smjöri og litlu vatni (gott er að nota rjúpnasoð í stað vatns). Kálið er sett smátt skorið út í og soðið í um það bil 30-45 mínútur. Ediki og salti bætt út í eftir smekk. Heimalagaður súkkulaðiís 2egg, 2 iri matsk. sykur, 'h lítri rjómi, 100 g Síríus suðusúkkulaði (rifið) 1 tsk. vanilla. Eggin og sykurinn þeytt létt saman. Fínt rifnu súkkulaðinu blandað saman við og síðast þeyttum rjóma og vanillu. Sett í mót eða skálar og fryst. Skreytt með kirsuberi, ískexi og þeyttum rjóma. -A.K.B. ■ Jóhann Bragason í Naustinu. (Tímamynd: Róbert)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.