Tíminn - 02.12.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.12.1982, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 2. DFSFMBER 1982. ■ Jón B. Sveinsson, kennari. Francois Fons, yfirmatreidslumaður á Hótel Sögu: Ofnsteiktur kalkún Sósunni og humarnum blandað saman í skelina og ostur rifinn yfir og glóðað í ofni. Ofnsteiktur kalkún með kastaníum Fylling í kalkúninn: Kastaníumauk, laukur, sveppir, múskat og rasp. Þessu er blandað saman og kalkúninn fylltur. Hann er síðan steiktur í 2-3 klst. eftir stærð. Þegar hann er fullsteiktur er hann skorinn í bita og fylling sett ofan á hvem bita. Borið fram með gratineruðum kartöflum. Sósan er löguð úr soði af beinunum, bætt í það hvítvíni og það þykkt með maísmjöli. Salat og sveppir borið með. Matseðill 24. des. 1982. Hrá svínaskinka með melónu Humar Thermidor Ofnsteiktur kalkún með kastan- íum Franskur jólaábætir Kaffí og litlar konfektkökur Humar Thermidor Humarinn er ofnsteiktur í hvítvíni. Sósan er löguð úr soðinu, blandað með sinnepi, estragon, cayenne- pipar, sveppum og koníaki. Humarinn er tekinn úr skelinni og skorinn í sneiðar. Franskur jólaábætir Á svampkökubotn er smurt súkkulaðipipar- myntuís (t.d. súkkulaðiís bragðbættum með pip- armyntulíkjör). Kakan er rúlluð upp eins og rúlluterta og skreytt með marsipani. A.K.B. Sveinbjörn Fridjónsson, yfirmatreidslumadur á Hótel Sögu: Appelsínuönd Matseðill á aðfangadagskvöld: Soðinn fyUtur krabbi Appelsínuönd Mandarínu og koníaksrjómaís með ávaxtafylltum ananas. Kaffi. Soðinn fylltur krabbi Krabbínn er soðinn heill, síðan er kjötið tekið úr skelinni og blandað með grænmeti „julienne" (fínt skornu). Bætt með majónes, hvítvíni, sóllauk (saffran) salti og pipar. Borið fram með grófu ristuðu brauði. Appelsínuönd: Óndin er steikt í ofni í ca. 45 mín. eða aðeins lengur eftir smekk. Krydduð með salti og pipar. Þegar hún er steikt, er hún tekin af beinunum og sósan löguð úr soðinu af beinunum ásamt appelsínu- berki og safa úr appelsínum. Framreitt meðgrænum ertum, skrældum appelsínu- sneiðum, ferskum sveppum hrísgrónakrókettum og ætiþistlum fylltum með gæsalifrakæfu. Mandarínu- og kóníaksrjómaís 1 litri rjómi 10 eggjarauður, 200g sykur Eggjarauður og sykur er þeytt saman og stífþeyttum rjóma blandað saman við. Koníaki bætt í helming íssins eftir smekk, en mandarínu safa eða essens í hinn helminginn. Svamptertubotn er settur neðst í kringlótt form, þá koníaksísinn og efst mandarínuís. Fryst. Borið fram með ferskum ananas fylltum með nýjum ávöxtum. -A.K.B. Jón B. Sveinsson, kennari í Hótel- og veitingaskóla Islands: Innbakaður, gljáður hamborgarhryggur Matseðill 24. desember 1982. Fyrir 10 manns Frönsk lifrarkæfa með dillgúrku, salatblaði, tómat brauði og smjöri. Innbakaður gljáður hamborgar- hiyggur með rósakáli, nýjum soðnum gulrótum, frystum pipar- rótarrjóma á appelsínusneið, syk- urbrúnuðum kartöflum og madeirasósu. Hrísgrjónabúðingur með möndlu og ávöxtum. Kaffí. Frönsk lifrarkæfa 250 gr. fínt hökkuð svínafita 400 gr. svínahakk 400 gr. hökkuð svinalifur 150 gr. kálfa eða lambahakk 1 rif marinn hvítlaukur 50 gr. skallottuiaukur 30 gr. smjör 150 gr. kjúklingalifur 0,5 dl brandy 0,5 dl. rjómi safi úr einni sítrónu eitt þeytt egg 3 gr. pylsukrydd 5 gr. salt 60 gr fínt skorin nautatunga 250 gr örþunnar spik sneiðar 1 st. lárviðarlauf. Aðferð: 1. Blandaðu saman fituhakki, svínahakki, svínalifur og kálfa- eða lambahakki. 2. Hvitlaukurinn og laukurinn er hitaður í smjörinu án þess að brúnast og blandið í hakkið. 3. f sama smjörinu er kjúklingalifrin snöggsteikt. 4. Lifrin er tekin af pönnunni og kæld, soðið er upp á pönnunni með brandy og hellt í hakkið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.