Tíminn - 03.12.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.12.1982, Blaðsíða 1
Helgarpakkinn" fylgir Tímanum í dag TRAUSTOG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Föstudagur 3. desember 1982 276. tölublað - 66. árgangur ARKITEKTINUM SETTUR FRESTUR AF STJÚRNINNI — til ad gera tillögur um breytingar, ad öðrum kosti verdur leitað til annarra > ¦ Við viljum hreinlega að núverandi loft á Kjarvalsstöðum verði rifið og upp verði sett léttara loft," sagði Einar Hákonarson, formaður stjórnar Kjar- valsstaða, þegar Tíminn spurði hann hvað fælist í ósk stjórnarinnar um breytingar á lofti hússins, en í fundar- gerð frá 112 stjórnarfundi kemur m.a. eftirfarandi fram: „Stjórnin ítrekar bókun frá 109. fundi og ætlast til að arkítekt hússins, Hannes Kr. Davíðs- son, geri tillögur um breytingu á lofti og lýsingu í sýningarsölum fyrir 15. janúar 1983. Að óðrum kosti áskilur stjórnin sér rétt til að leita til annarra aðila um úrlausn málsins. „Það eru margar ástæður fyrir því að við vifjum þetta. Til að mynda ljúka flest allir sem hafa sýnt þarna upp einum rómi um það, að það hafi verið óskapleg mistök að setja þetta loft upp," sagði Einar, „einkum vegna þess að eftir að þessi konstrúktion var sett upp í loftið, þá nær dagsljós aldrei þarna inn, en eftir öllu þakinu í báðum álmum eru kúplar til þess að hleypa inn dagsbirtu. Önnur ástæða fyrir því að við viljum loftið burt, er að það keppir við það sem sýnt er hverju sinni á veggjum Kjarvalsstaða um augað og athyglina, vegna þeirra kontrasta sem eru í loftinu- hvítt og svart. Þá er lýsingin af þessum sökum algjörlega föst og óskaplega dýr í rekstri, því hver pera er um 500 wött." Einar var að því spurður hvað breytingar þær sem stjórnin vildi láta gera á lofti og lýsingu Kjarvalsstaða Hólmadrangur á strandstað Síðumúlalö-fósthólfSyOReykjavík-RitstjórnSeaOO - Auglýsitigar 18300 - Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldslmar 86387 og 86392 Ágreiningur milli stjórnar Kjarvalsstada og arkitekts um breytingar: Erlent yf irlit: Begin og kosningar — bls. 7 Kynlegt kynlíf — bis. 2 Sjór f læddi inn í Hólmadrang vid sjósetningu í gær vegna galla í smídi: F LEKINN FOR FRAM HJA FJÖRFÖLDU EFTIRLITI Stúdenta eikhúsid - bls. 11 ¦ Þegar verið var að sjósetja togar- ann Hólmadrang í skipasmíðastöðinni Stálvík í gærmorgun tókst ekki betur til en svo að dráttartaug slitnaði og togarinn strandaði við hafnargarðinn við stöðina. í gær var talið að ekki hefðu orðið skemmdir á togaranum við strandið en hins vegar kom í ljós að leki var á sjókistu togarans og hafði þessi galli farið framhjá fjórföldu eftirliti, tvö- földu eftirliti Stálvíkur, eftirliti eig- enda og eftirliti frá öryggiseftirliti. Stefnt var að því að draga togarann á flot á flóðinu í morgun. JGK Dagur ílífi — bls. 10

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.