Tíminn - 03.12.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.12.1982, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1982. 3 fréttir SKIPSTJORI í BREIDHOLTI KEYPTI OLÍUSKIP AF SÍS fer í olíuflutninga fyrir danskt fyrirtæki ■ Sigurður Markússon, skipstjóri sem búsettur er í Breiðholtinu í Reykjavík hefur keypt olíuskipið Litlafell af Sam- bandi íslenskra samvinnufélaga. Skipið hefur hlotið nafnið Þyrill og fór það í sína fyrstu ferð fyrir hinn nýja eiganda seint í gærkvöld, með lýsisfarm áleiðis til Rotterdam í Hollandi. - Ég hef samið við danskt fyrirtæki um að flytja fyrir þá olíu og lýsi innan Evrópu, sagði hinn nýi eigandi Sigurður Markússon í samtali við Tímann skömmu fyrir brottförina. Ekki vildi Sigurður gefa upp kaupverð skipsins, en sagði að verið gæti að hann myndi stofna sérstakt skipafélag í framtíðinni, en Sigurður er eini eigandinn. Sigurður Markússon er enginn ný- græðingur innan þessarar greinar, því að áður hefur hann átt olíuskipið Dag- stjörnuna sem hann keypti af Einari Guðfinnssyni í Bolungarvík og flutn- ingaskipin, Sögu 1 og Sögu 2. Dagstjam- ar sem Einar Guðfinnson keypti af ; Skipaútgerðinni hét áður Þyrill og þaðan er nafnið á nýja skipinu komið. - ESE Harður árgkstur á Oskju- hlíðarvegi ■ Mjög harður árekstur varð í gær á Öskjuhlíðarvegl rétt hjá Fossvogs- kapellu. Farþegi og ökumaður í annarri bifreiðinni meiddust og voru fluttir á slysadeild. Bílamir eru mikið skeipmdir. Umferðin í Reykjavík gekk mjög erfiðlega fyrir sig í gær og hafði lögreglan afskipti af 27 árekstmm í allt, en um slys á fólki var ekki að ræða nema í þessu eina tilviki. Már Elísson forstjóri Fiskveiða- sjóðs ■ Á fundi stjórnar Fiskvciðasjóðs s.l. þriðjudag var ákveðið að ráða Má Élísson fiskimálastjóra forstjóra sjóðsins í stað Sverris Júlíussonar, sem lætur af störfum um áramótin fyrir aldurs sakir. Már Elísson hlaut 4 atkvæði stjórn- armanna í starfið, en Svavar Ár- mannsson aðstoðarforstjóri 3 at- kvæði. Aðrir umsækjendur voru Hákon fsaksson stýrimaður, Harald- ur Jóhannsson hagfræðingur og Jón Gunnar Stefánsson viðskiptafræð- ingur. Stálvík hf. verkefna- laus — á sama tfma er samiö um bátasmíöi í Póliandi ■ - Við höfum fengið tilboð um smíði átta skipa á þessu ári, en t öilum tilvikum hefur verið neitað um lán úr fiskveiðisjóði. Engin umsókn á þessu ári hefur fengið jákvæða meðferð sjóðsins, og ég verð að segja í því sambandi að mér finnst það andskoti hart að á sama tíma er samið um smíði tveggja skipa 'af sömu stærð í Póllandi, sagði Jón Sveinsson forstjóri skipaspiíðastöðv- arinnar Stálvík í samtali við Tímann í gær. Þessar umsóknir vörðuðu raðsmíði á landróðrarbátum og þegar þeim hefur vcrið hafnað og togarinn er búinn er stöðin að heita má verkefna- laus. Stálvík er eina skipasmíðastöð- in á landinu sem er eingöngu hönnuð fyrir nýsmíði. - Ég get ekki sagt um það nú'hvað við tekur, það hefur engum verið \ sagt upp og okkur hefur verið lofað verkefnum við raðsmíði og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að það verði svikið. Þessi stöð er búin að vera ef við þurfum að seeia okkar fólki upp. - JGK. Kirkjuþing vill þrengingu fóstureyðinga- löggjafar ■ Nýafstaðið kirkjuþing samþykkti eindreginn stuðning við frumvarp fjögurra þingmanna Sjálfstæðis- flokksins um þrengingu 'heimilda til fóstureyðinga og félagslcga lausn á vanda barnshafandi kvenna. í ályktun þingsins segir m.a. að þingið fagni frumvarpinu og að það skori á alþingismenn að samþykkja það. Ennfremur er skorað á presta og safnaðarfólk um land allt að veita þeim brautargengi með hverjum þeim hætti sem um getur orðið að ráða. s “ Sjó. ■ Skipstjóraefni, nemendur Stýrimannaskólans í Reykjavík, sækja um þessar mundir námskeið í Sundhöll Reykjavíkur. Á námskeiðinu eru þeim kennt að fara með gúmbjörgunarbáta, köfunarútbúnað og ýmislegt fleira. Ásgrímur Bjömsson, eríndreki hjá SVFI, er leiðbeinandi á námskeiðinu. Tímamynd GE. Formanna- og flokksrádsfundur Sjálfstæðisflokksins verður lokadur: „FORKASTANLEGT AÐ LOKA SVONA FUNDI” — segir Ómar Valdimarsson, formaður Blaðamannafélags íslands Jólaauglýsingar sjónvarpsins: UPPSELTí FLESTA AUGLÝSINGATÍMA ■ „Mér finnst það bókstaflega vera forkastanlegt að loka svona fundi fyrir blaða- og fréttamönnum," sagði Ómar Valdimarsson, formaður Blaðamanna- félags íslands í samtali við Tímann, þegar hann var spurður álits á því að formanna- og flokksráðsfundur Sjálf- stæðisflokksins, sem hefst á Hótel Sögu í dag, verður haldinn fyrir luktum dyrum, og verður fréttamönnum með öllu meinaður aðgangur að honum. „Við hefðum varla verið að hrósa Framsóknarflokknum fyrir það að hafa vísað tillögunni frá um að meina fréttamönnum aðgang að flokksþingi sínu, ef við værum ekki þeirrar skoðunar að svona fundir ættu að vera opnir,“ sagði Ómar jafnframt. Ómar sagði að á svona fundi væri væntanlega verið að ráða ráðum stórs og mikils stjórnmálaafls fyrir næstu kosn- ingar og slíkt gæti varla átt að vera mikið leyndarmál. „Það ætti síst af öliu núna,“ sagði Ómar, „að hvíla hula yfir því hvað gerist á þessum fundi, vegna þess að það er verulegur spenning- ur fyrir því um land allt, hvað gerist á þessum fundi.“ Ómar sagði að það væri augljóst af þeirri ályktun sem stjórn B.í. gerði um daginn að stjórn Blaðamannafélags ís- lands væri öll á þeirri skoðun að svona fundir ættu að vera opnir. - AB ■ „Það er uppselt í alla auglýsingatíma fyrir jól nema eitthvað er enn laust fyrir kl.20.00 á milli táknmáls og fréttatím- ans, en þar höfum við 5 mínútna auglýsingatíma," sagði Auður Óskars- dóttir auglýsingastjóri sjónvarpsins er Tíminn spurðist fyrir um hvernig auglýs- ingatímum yrði háttað fyrir jól. „Við höfum sama hátt á nú og undanfarin ár að við setjum þak á lengd ■ - Orsakir þessa slyss liggja ljósar fyrir, enda urðu fjölmargir vitni að því, sagði Skúli Sigurðsson hjá Loftferðaeft- irlitinu í samtali við Tímann er hann var inntur eftir því hvenær skýrslu væri að vænta vegna þyrluslyssins sem varð við Sjónvarpshúsið á dögunum. Skúli sagði það Ijóst að þyrlan hefði auglýsingatímans, hann verður hæst 12 mínútur milli dagskrárliða. í upphafi var auglýsingatíminn ótakmarkaður og gat þá farið allt upp í 20 mínútur á milli dagskrárliða, sem hafði í för með sér óviðunandi röskun á dagskrá." Auður var spurð hvort sjónvarpið hefði af þessu sökum orðið að hafna birtingu auglýsinga, en hún kvað svo ekki vera, það hefði verið hægt að leysa skollið í jörðina vegna þess að loftnets- vírinn sem strengdur var á milli Sjón- varpshússins og Tónabíós hefði lent í skrúfunni. Er þyrlan skall í jörðina og þyrlublaðið hefði hætt að snúast þá hefði lóð í enda blaðsins losnað og það væri þetta stykki sem flogið hefði um 250 metra leið og flogið í gegn um rúðuna með tilfærslum á milli tíma. En vera mætti að ekki hefðu allir auglýsendur ' fengið þá fyrirgreiðslu sem þeir hefðu óskað. Auk þeirra kvöldauglýsingatíma sem hafa verið nefndir verða auglýsingar einnig á dagskrá á laugardags- og sunnudagseftirmiðdögum, og eru þeir tímar þegar uppkeyptir. hjá BM Vallá, en Tíminn greindi frá því máli jafnhliða frásögninni af slysinu. Um skýrsluna sjálfa sagði Skúli að hún yrði væntanlega tilbúin einhvern tímann fljótlega eftir áramót, en sökum anna hjá Loftferðaeftirlitinu væri ekki hægt að ganga frá þessari skýrslu strax. - ESE JGK Þyrluslysið við Sjónvarpshúsiö: Orsök þessa slyss Ijós fyrir”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.