Tíminn - 03.12.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.12.1982, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1982. Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisii Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Úlafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaöur Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir. Bjarghildur Stefánsdóttir, Eirikur St. Eiriksson, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Sigurður Helgason (íþróttir), Jónas Guðmundsson, Jón Guðni Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð i lausasölu 11.00, en 15.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 150.00. Setning: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprcnt hf. Nýtt viðmiðunarkerfi ■ Alþingi hefur verið fremur aðgerðarlítið það sem af er þinghaldi í haust. Að vísu er mikið lagt fram af málum og mælskan flýtur í straumum, en afgreiðsla meiriháttar mála gengur seint. Lengi vel var beðið eftir að bráðabirgðalögin frá s.l. sumri yrðu lögð fram, og þegar þau komu var þeim vísað til nefndar eftir litlausa umræðu og eru þar enn. Fjárlög voru lögð fram á tilskildum tíma en ekkert bólar á lánsfjáráætlun.Stjórnarskrárnefnd hefur enn ekki skilað af sér og því ekki komið til kasta þingmanna að fjalla um það stórmál. Vantrauststillaga kratanna hleypti lífi í þinghaldið um stund, enda var tækifærið vel nýtt og varð úr hin ágætasta sjónvarpsdag- skrá. Eins og við mátti búast veitti meirihuti þingheims stjórninni fyllsta traust. Aftur á móti lýsti einn af þingmönnum Alþýðuflokksins vantrausti á formanninn og flokkinn og nýverið hafa kjósendur í Reykjavík lýst yfir vantrausti á hinum foringja stjórnarandstöðunnar. Þrátt fyrir dauflegt þinghald bíða mikil verk úrlausnar. Endurskoðun stjórnarskrárinnar er eitt mikilsverðasta málið sem Alþingi fær til meðferðar í vetur. Annað er afgreiðsla fjárlaga, en fjárveitinganefnd erfiðar við að ná endum saman, og mun það hvorki létt verk né löðurmannlegt þar sem við kreppufjárlög er að eiga, að mati fjármálaráðherra. Ekki bætir úr skák að ábyrgðarlaus stjórnarandstaða hótar að fella tekjuöflunarfrumvörp, sem eru forsenda þess að fjárlög fái staðist. Mikilsverðustu ákvæði bráðabirgðalaganna eru komin til framkvæmda. Eitt umdeildasta atriði þeirra var kjaraskerðingin 1. des. Daufleg umræða um bráðabirgða- lögin í efri deild stafaði m.a. af því að aðeinseitt af þremur fylgifrumvörpum þeirra er komið fram. Það er stjórnar- frumvarp um lengingu orlofs, sem á að vega nokkuð upp á móti þeirri kjaraskerðingu sem launþegar urðu að þola um s.l. mánaðamót. Hin frumvörpin, sem ríkisstjórnin hét að beita sér fyrir þegar bráðabirgðalögin voru sett, eru um láglaunabætur og breytingu á viðmiðunargrundvelli vísitölubóta á laun. Það mun ekki vera neitt einfalt mál að gera lögin um láglaunabætur svo úr garði að þau fullnægi því réttlæti sem þeim er ætlað. En væntanlega mun frumvarpið sjá dagsins ljós innan tíðar. Nýr útreikningur kjaravísitölu liggur fyrir og mun taka við af þeim úrelta grundvelli sem verðbætur á laun eru nú reiknaður eftir. En fleiru mun verða breytt en því dæmi. Tímabilið sem verðbætur á laun er reiknaður út mun lengjast og er hugmyndin að verðbæturnar verði ekki greiddar nema þrisvar á ári í stað fjórum sinnum eins og nú er. Þá eru mörg önnur atriði tekin til endurskoðunar svo sem áhrif viðskiptakjara og tillit tekið til félagslegra framkvæmda. Oftsinnis hefur verið á það bent, að núverandi fyrirkomulag er úrelt og mjög verðbólguhvetjandi og launþegum alls ekki eins hagkvæmt og í fljótu bragði virðist, og síst af öllu þeim sem lægri hafa launin. Hálaunamenn njóta aftur á móti góðs af ranglátum útreikningi verðbóta á laun. Verðbólgan er á góðri leið með að grafa undan fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Það er hlutverk og skylda stjórnmálamanna að sporna við fótum og láta ekki reka á reiðanum þar til í algjört óefni er komið. Ein höfuð- forsenda þessa að stöðva óðaverðbólguna er að koma. á skynsamlegu og nothæfu verðbótakerfi launa, sem ekki verkar eins og olía á eld dýrtíðarinnar, eins og það kerfi sem nú er við lýði og er öllum til tjóns og ekki síður launþegum en öðrum. Laun eru 70 af hundraði þjóðartekna. Allar launabreyt- ingar hafa því gífurleg áhrif á verðbólguþróun. Því verður að koma á meiri stöðugleika á þessu sviði en verið hefur. Þess vegna mun ríkisstjórnin beita sér fyrir breytingum á viðmiðunarkerfinu. OÓ menningarmál Af spjöldum sögunnar JÓN R. HJÁLMARSSON AF SPJÖLDUM SÖGUNNAR (Ný útgáfa) 16 þættir frá steinöld og fornöld. Suöurlandsútgáfan Selfossi 1982 203 bls. Uppruni mannsins ■ Jón R. Hjálmarsson hefur á seinustu árum verið mikilvirkur rithöfundur, og haft aukasetur, því hann gegnir eril - sömu starfi í skólamálum, eins og flestir vita. Og nú hefur hann sent frá sér nokkra þætti um frumþjóðir, eða fornmenn. Það dylst víst engum, að töluverður áhugi er á uppruna nútímamannsins, allt eins vel þótt sá grunur læðist nú að mörgum, að vel geti verið að maðurinn hafi senn gengið veg sinn á enda. Hann hefur nefnilega þegar bolmagn til þess að eyða öllu mannlífi á þessum sorp- hnetti, er snýst umhverfis sólina fullur af þjáningu og tárum. Ég varð þess var, að mikill áhugi virtist ríkja þegar sjónvarpið sýndi nýverið mynd um Þróunarbraut mannsins, í mörgum þáttum. Var sein- asta þættinum sjónvarpað 16. nóvember síðastliðinn, ef ég man rétt. Þar var fjallað um framtíð mannsins, og Richard Leakey reyndi að rýna í sortann. Þótt uppruni mannsins sé enn á huldu, eftir myndaflokkinn, þá er það ótrúlega margt, sem komið hefur í leitirnar á síðustu árum, hjá þeirri leynilögreglu fornleifafræðinnar, er leitar að ábyrgðar- mönnum mannkynsins. Sumsé fyrsta manninum, einhverjum forníslendingi sem fyrir óralöngu síðan byrjaði að lifa mannlífi, sem um margt var frábrugðið lífinu hjá öðrum skepnum jarðarinnar. Það dylst engum að saga mannsins er löng, og verður það, svo lengi sem upprunann vantar. Mig minnir að við séum nú taldir vera afsprengi einhverrar apategundar, er lifði á jörðinni fyrir um það bil 60 milljón árum. Þetta er því orðið æði langur tími. Hér á landi er líka mikill áhugi á nálægri sögu. Upphafi íslands byggðar, og menn ekki á eitt sáttir. Má þar nefna deilur manna um Landnámu og fleira. Flestir læra þó mannkynssögu líka. Þótt misjafn sé áhugi manna á þeim fræðum, held ég að hann fari vaxandi á íslandi. Ber útgáfa sagnfræðirita um mannkynssögu, vitni um þann áhuga. Jón Hjálmarsson hefur í bók sinni Af spjöidum sögunnar, reynt að safna saman nokkru af hinu þekkta í samfelldri sögu mannsins, án þess að gera þó söguna torskildari. en efni standa til. Bókin er ætluð þjóðínni, en ekki sérfræðingum einum. baekur ■ Jón R. Hjálmarsson. í árroða sögunnar Höfundur byrjar með því að gera grein fyrir verki sínu í formála. Þar má m.a. lesa þetta: „Ég hafði fyrir ekki löngu tekið saman ýmsa aðra fróðleiksmola í ritgerðarformi úr sögu, sem vel gátu fallið að fyrri þáttum. Niðurstaðan varð því sú, að ég safnaði saman í bók þessum ýmsu þáttum frá steinöld og fornöld og setti þá með nokkrum þáttum úr tveim fyrrnefndum bókum. Þetta urðu samtals sextán þættir og af þeim eru níu, sem nú birtast í fyrsta sinn á prenti, en sjö úr tveim eldri bókum. Þættirnir um Alexander mikla, Kar- þagó, Orustuna í Teftóborgarskógi og Neró eru teknar úr fyrstu útgáfu bókar- innar Af spjöldum sögunnar, en Fönik- ar, Etrúarar og Þrællinn Spartacus eru úr bókinni Frægir menn og fornar þjóðir. Þessir sjö eldri þættir eru ljósprentaðir upp úr eldri bókum og eru því með nokkuð öðrum rithætti en þeir nýju. Þetta eru lesendur beðnir að afsaka sem og annað ósamræmi í stafsetningu og rithætti mannanafna og fleira. í bók sem þessari er ekki um samfellda mannkynssögu að ræða, held- ur eru teknir einstakir kaflar eða tímabil í sögu þjóða og þeim gerð nokkur skil. Reynt hefur verið að ná fram sem heillegastri mynd af viðfangsefninu hverju sinni, svo að úr verði eins konar saga í sögunni. Þá er það einkenni þessara frásagna, að tekin eru fyrir viðfangsefni, sem að nokkru leyti liggja utan alfaraleiðar í mörgum skólabókum og því lítið sagt frá þar. Má því líta á þessar sagnir sem fyllingarefni til lestrar með venjulegum námsbókum. Þó er þessi bók ekki hugsuð til nota í skólum sérstaklega." Jón hefur verk sitt á uppruna fornísl- endinga og nefnir þar ýmsa þekkta menn. Hann byrjar á Reismanninum (hinum upprétta manni), ræðir um Jövumanninn, Heidelbergmanninn og Pekingmanninn, og kemur loks að Neanderdalsmanninum, sem fyrst fannst í kalksteini við Neanderána við Dússel- dorf í Þýskatandi. Minjar um þennan mann hafa nú fundist í flestum löndum Efnahags- bandalagsins, í Rússlandi, ísrael, Suður- Ameríku og víðar. En svo hverfur hann fyrir um það bil 35 þúsund árum, sporlaust. Jón fjallar einkar rólega í sparlegum texta um þessi sérkennilegu skeið, og segja má að bókin fari þaðan til hinnar rituðu sögu, en á henni hafa íslendingar ávallt meiri trú en á beinum. Hefst sá kafli í Miðjarðarhafsbotnum, en þá verður til fyrsta ártalið í samhang- andi sögu til vorra daga, eða almanaks- ársins 1982, sem er annað ár eftir hlaupár og þriðja ár eftir sumarauka, eins og það nefnist í tímatalsfræðinni. Jón kemur víða við, en auk þess er sagði í formála, er m.a. fjallað um veröldina við Níl, um Súmerana, þjóð- ina sem kom og fór, og varð ráðgáta í bæði skiptin, og svo má endalaust telja. Jafnvel þrællinn hann Spartacus, sem á vorum dögum er filmstjarna og alheims- hetja manna sem eiga bágt, gleymist ekki. Jóni R. Hjálmarssyni er það lagið að finna hentuga fleti á sögum. Það er ekki endilega kjarninn, heldur ef til vill aðeins maðurinn, nafnlaus, eða með nafni, sem ávallt er viðstaddur söguna, þótt eitt og annað sé að gerast á landabréfinu. Maður sér samtímann iðulega speglast í þessum fróðleik. Til dæmis minnir ástandið í Rómaveldi árið 200 f. Kr. á viss stórveldi nútíðarinnar: Ríkið verður stærra og voldugra, en manneskjan minnkar að sama skapi. En nóg um það. Sögu má rekja með ýmsu móti. Hana má skoða í listum og verkfræði, í hernaði og valdatafli. Rekja hana með konungum og þjóðhöfðingj um eða hersöfðingjum. í landi þar sem vandi m anna liggur í óseldri skreið og botnlægum fisktegund- um, er fólki hollt að lesa sögu. Og það er ef til vill helsti kosturinn við sögur Jóns R. Hjálmarssonar af fornþjóðun- um, að maður fær um stund aðra viðmiðun en ástandið í neðri deild gefur nú urn stundir. Bækur um menningu fornþjóða minna manninn á svo ótal margt, meðal annars þá staðreynd, að allar kynslóðir hafa vissa æru að verja, auk landamæra. Kötturinn sem hvarf í annarri útgáfu ■ Hjá MÁLI OG MENNINGU er komin út barnabókin Kötturinn sem hvarf eftir Nínu Tryggvadóttur. Þetta er önnur útgáfa bókarinnar, en hún kom fyrst út árið 1947 hjá Heimskringlu. Nína Tryggvadóttir var mikilvirkur og snjall myndlistarmaður og hún bjó meðal annars til nokkrar bækur handa börnum þar sem bæði textinn og myndirnar eru eftir hana. Kötturínn sem hvarf er skemmtilegust af öllum bamabókum Nínu og hefur fyrir löngu áunnið sér sess sem ein af fáum klassískum íslenskum barnabókum. Bókin segir frá litlu kisu með Ijósið í rófunni sem týnist og finnst hvergi, hvar sem leitað er - hefur stolist út á músaveiðar. Sagan er í bundnu máli í þulu- eða bamagælustíl sem Nína fer listilega með og prýdd gullfallegum myndum. Myndimar í þessari útgáfu em offsetprentaðar, en upphaflega vora myndirnar dúkristur sem þrykktar voru á hverja bók. Kötturínn sem hvarf hefur verið ófáanleg um áratuga skeið. Leiftur frá liönum árum 2. bindi ■ Hörpuútgáfan á Akranesi sendir nú frá sér nýja bók með þessu heiti, en fyrsta bókin kom út á sl. ári og hlaut mjög góðarviðtökur. Sagnir frá fyrri tímum era vinsælt lesefni íslendinga, en þær era einnig fjársjóðir, sem komandi kynslóðir munu njóta og meta á ókomnum áram. Mikill fjöldi góðra bóka um þessi efni kemur út árlega. Meðal þeirra er bókaflokkurinn Leiftur frá liðnum árum. Séra Jón Kr. fsfeld hefur safnað efninu á löngu árabili. 1 bókinni eru fjölbreyttar Leiftur fra liðnum árum Frásagnlr «f mannraunum, *ly»fÖ»um, dulreenum atburöum og skyggnu fölld. SAFNAÐ HEFCtR JÓN KR. ÍSFELD frásagnir. Sagt er frá margháttuðum þjóð- legum fróðleik, reimleikum, dulrænum at- burðum, skyggnu fólki, skipsströndum, skaðaveðrum, sérstæðum hjúskaparmálum o.fl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.