Tíminn - 03.12.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.12.1982, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1982. 21 íþróttir ■ Keppnin í úrvalsdeildinni heldur áfram af fullum krafti nú um helgina. I kvöld leika ÍBK og Fram í Keflavík og hefst sá leikur kiukkan 20.00. Búast má við skemmtilegum baráttuleik þessara tveggja liða, sem bæði hafa sýnt ágæta leiki á keppnistímabilinu. Á sunnudagskvöld klukkan 19.00 leika svo ÍR og Njarðvík í Hagaskóla. Sá leikur gæti orðið mjög skemmtilegur, enda þótt Njarðvíkingar séu öllu sigur- stranglegri fyrirfram. En Pétur Guð- mundsson sýndi það á móti KR-ingum um síðustu helgi að hann gæti fleytt ÍR-ingum langt gegn Njarðvík. Einn leikur verður í kvöld í 1. deildinni, þá mætast Grindavík og ÍS og fer sá leikur fram í Njarðvík og hefst klukkan 20.00. Tveir leikir verða háðir í 1. deild kvenna. Á laugardag klukkan 15.30 leika UMFN og ÍS í Njarðvík og á sunnudagskvöld klukkan 20.30 leika síðan KR og ÍR í Hagaskóla. KR stúlkurnar eru í efsta sæti í 1. deild kvenna. Loks verður einn leikur í 2. deild D-riðli, en þar leika SE og Sindri á heimavelli SE klukkan 14.00 á laugar- dag. ■ Jón Pétur Jónsson var markahæstur Valsmanna í leiknum gegn Fram. ■ Hér treður Pétur Guðmundsson knettinum í körfuna hjá KR-ingum. Tekst honum og félögum hans í ÍR að vinna sinn annan sigur gegn Njarðvík? TEKST ÍR-INGUM HANN VERÐUR A T0PPNUM Á HM Segir Bobby Robson um Sammy Lee ■ „Sammy Lee verður einn besti leikmaðurinn í næstu heimsmeistara- keppni í knattspymu.“ segir Bobby Robson landliðsþjálfari Englands. „Það að hann lék jafn vel og raun bar vitni í sínum fyrsta A-landsleik fyrir England sýnir að hann býr yfir óvenjumiklum hæfileikum. Enn hon- um þarf að fara fram til að verða meðal þeirra bestu, en allar kringum- stæður gefa tilefni til að honum takist að uppfylla þær vonir sem við hann em bundnar.“ „Það er annar leikmaður sem sýnt hefur góð tilþrif með landsliðinu og komið á óvart. Það er Gary Mabbut. Hann sýndi er hann lék sinn fyrsta landsleik á móti Vestur-Þjóðverjum að hann lofar góðu, en á móti Grikkjum sló hann alfarið í gegn. Þetta getur hann þrátt fyrir, að hann eigi við sykursýki að stríða og verður hann að fá daglega lyf til að halda henni í ske(jum.“ Háskólinn skólameistari 1982 ■ Nýlega lauk Skólamóti KSÍ í knattspyrnu 1982. í karlaflokki kepptu 24 lið ■ 6 riðlura. Sigurvegarar í ríðlunum urðu Menntaskólinn við Sund, Iðnskólinn í Reykjavík, Há- skóli Islands, Fjölbrautaskóli Suður- nesja, Fjölbrautaskóli Ármúla og Menntaskólinn í Reykjavík. í undanúrslitum sigraði Ármúla- skóli Fjölbraut á Suðurn. 4-0, og Iðnskólinn vann MS 1-0. Ármúlaskóli burstaði Iðnskólann síðan 12-0 og MR tapaði fyrir liði Háskólans 3-2. Til úrslita léku því Háskólinn og Ármúlaskóli og sigraði Háskólinn 3-0. Margir þekktir knatt- spyrnumenn úr 1. deild leika með Háskólaliðinu, en uppistaða þess var úr KR. VALSMENN VIUA FETA í FÓTSP0R ENSKRA Leggja til ad 3 stig verdi veitt fyrir sigur ■ Stjórn knattspymudeildar Vals legg- ur til, að lið hljóti 3 stig fyrir sigur í deildarkeppninni í knattspymu. Þessi tillaga verður borin undir atkvæði á þingi KSÍ, sem, haldið verður nú um helgina. Vilja Valsmenn þar með taka upp sömu reglu og Englendingar hafa notað um skeið. Þeir rökstyðja tillögu sína á þann veg, að hún stafi fyrst og fremst af minnkandi aðsókn að leikjum. Og með þessari reglu neyðast þjálfarar til að leggja meiri áherslu á sóknarleik. Þeir Valsmenn segja, að mótrök í þessu sambandi séu að lið reyni að skora eitt mark, pakki síðan í vörn og reyni þannig að ná þremur stigum. En þeir álíta, að það ætti ekki síður að gera leikina spennandi, því allt geti jú gerst í knattspyrnu. Þá verður borin undir þingið tillaga frá framkvæmdastjórn KSÍ, um að félagaskiptagjald fylgi umsókn um fé- lagaskipti. Skuli gjaldið vera 200 krónur og breytist um hver áramót í samræmi við hækkanir á aðgöngumiðaverði í 1. deild. Tillagan miðar að því, að koma í veg fyrir að verið sé að senda ótímabærar tilkynningar um félagaskipti, sem síðar verði afturkallaðar. Þetta gerist stundum nokkrum sinnum. Knattspyrnudeild Þróttar ber upp tillögu þess efnis, að félagaskipti leik- manna í 1. aldursflokki séu óheimil frá 1. febrúar til 30. september ár hvert. Þá má nefna tillögu þess efnis, að leikur íslands- og bikarmeistara ár hvert verði háður áður en íslandsmót 1. aldursflokks hefst. Og helst skal leikið á grasi sé þess nokkur kostur. Er það mat tillöguflytjenda sem eru laga- og reglugerðarnefnd KSÍ að ekki sé nægur áhugi á þessum leik þegar hann fari fram um miðjan júní. Knattspyrnudómarasamband {slands leggur til, að dómarar fái greidd laun fyrir að dæma. Verði þau 1200,1000 og 500 krónur eftir því í hvaða deild er dæmt. Að lokum má nefna tillögu frá Knattspyrnudeild Vals, um að KSÍ ráði blaðafulltrúa í hlutastarf til að bæta umfjöllun um leiki og eins til að auðvelda íþróttafréttariturum upplýs- ingaöflun. Þingið verður haldið á Hótel Loft- leiðum og hefst klukkan 10.00 á laugardag. Nálægt 220 manns munu sitja þingið og þar af 170 með atkvæðisrétt. sh KSÍ fékk 100.000 ■ Stjórn Afreksmannasjóðs ISI hefur nýlega veitt KSÍ 100.000 króna styrk vegna góðrar frammistöðu landsliðsins á liðnu árí. Kemur sú fjárhæð sér án efa mjög vel, þar sem fjárhagur sambandsins hefur verið mjög þröngur að undanförnu. GÍFURLEG SPENNA VAR IINDIR LOKIN Er Valur sigradi Fram 17-16 í 1. deild f handbolta ■ Valsmenn sigruðu Framara í 1. deild Islandsmótsins í handknattleik í gær- kvöldi með 17 mörkum gegn 16. I fyrri hálfleik náðu Valsarar góðri forystu, 10-5 í hálfleik, en þeir voru nærri búnir að missa þá forystu niður í seinni hálfleik en náðu þó sigrí á einu marki. Valsmenn náðu strax í upphafi leiksins tveggja marka forystu en Gunnar Gunn- arsson jafnaði með tveimur mörkum. Valsarar náðu að breyta stöðunni úr 4-4 í 8-4 sér í vil og eins og áður var sagt var staðan 10-5 í hálfleik. Danski þjálfari Framara Bent Ny- gárd hefur örugglega lesiðlexíuna yfir sínum mönnum í hálfleik, því þeir komu mun hressari til hans og minnkuðu muninn strax niður í þrjú mörk með mörkum Hannesar Leifssonar. En þá var komið að Jóni Pétri Jónssyni úr Val að skora en eftir fylgdu þrjú mörk frá Fram og staðan orðin 11-10 Val í vil. Nú gat allt gerst en Framarar nýttu sér það ekki og Valsarar náðu á ný þriggja marka forystu 13-10 og síðan 15-12. En leikmenn Fram voru ekki af baki dottnir og tókst aftur að minnka muninn niður í eitt mark, 15-14 og 16-15. Leikurinn endaði 17-16 Valsmönnum í vil. Sigur Valsmanna hékk því á bláþræði alveg fram á síðustu sekúndur. Ekki var hann burðugur leikurinn í fyrri hálfleik en skánaði til muna í seinni hálfleik, ekki síst vegna meiri mótstöðu frá Fram. Bestir leikmanna Vals voru Gunnar Lúðvíksson og Einar markvörður Þor- varðarson. Hjá Fram voru skástir þeir Gunnar Gunnarsson sem meiddist í leik fyrri hálfleiks og varð að yfirgefa leikvöllinn og síðan Hannes Leifsson í seinni hálfleik. Mörk Fram skoruðu: HannesLeifsson 5 (Öll í seinni hálfleik.), Gunnar Gunnarsson 3, Hermann Björnsson 3, Dagur Jónasson 2, Björn Eiríksson 2 og Egill Jóhannesson 1. Mörk Vals skoruðu: Jón Pétur Jóns- son 4, Þorbjörn Jensson 3, Gunnar Lúðvíksson 3, Steindór Gunnarsson 2, Jakob Sigurðsson 2, Þorbjörn Guð- mundsson 1. Dómarar voru Ingvar Viktorsson og Hjálmar Sigurðsson. Dæmdu þeir leik- inn ágætlega. BH AD VINNA UMFN? Keflavfk og Fram leika íkvöld

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.