Tíminn - 03.12.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 03.12.1982, Blaðsíða 20
 IHBHHI EG HEF KVEEHÐ RIMUR ALLT FRA BARNSALDRI — segir Sveinbjörn Beinteinsson, allsherjargodi, en nýlega kom út stór plata frá honum með Eddukvæðum ■ „Ég hef kveðið rímur allt frá barnsaldri, er upp- alinn við slíkan kveðskap, auk þess sem ég hef mikið kynnt mér þessi fornu kvæði“, sagði Sveinbjörn Beinteinsson allsherjar- goði í samtali við Tímann, en nýlega setti Gramm á markað hér langa plötu með Eddukvæðum er Sveinbjörn kveður. A plötunni er hluti af Völvuspá, kaflar úr Háva- málum og erindi úr Sigur- drífumálum. „Mönnum kemur ekki saman um hvernig þessi kvaiði voru flutt en Ijóst er að fyrr á tímum fluttu menn þau sér til skemmtunar og fróðleiks. Ég vildi ekki trúa því að þessi kvæði hefðu verið lesin upp eins og sagan segir, heldur var ég á þeirri skoðun að þau hefðu verið flutt með kvæðalagi. Ég fór síðan að leita fyrir mér í þessum efnum, hafði ekki við annað að styðjast en texta kvæðanna, en er mér þótti falla vel saman textinn og kvæðalagið fannst mér ég vera búinn að finna út hvernig farið var með þessi kvæði" segir Sveinbjörn. ’ - En hvernig varð hugmyndin að þessari plötu til? „Ég fór að ræða þessi mál við vin minn Gunnar Reyni Sveinsson tónskáld og hann var hress með hugmyndina. Síðan þróuðust málin þannig að gerð var upptaka heima hjá honum. Lá þetta þar um nokkurn tíma, en síðan tók Gramm- ið að sér að gefa þetta út á plötu". Síðastliðið ár hefur nokkuð borið á því að Sveinbjörn hefur troðið upp á rokktónleikum hér í borg. Við forvitn- uðumst um hverju það sætti því rokk- tónlist og rímnakveðskapur eru nokkuð ólíkir hlutir. Sveinbjörn Beinteinsson, allsherjargoði. „Það var þannig að Einar Örn söngvari Purrks Pillnikk hlutaði á snælduna sem gerð var og leist vel á. Hugmyndin um að ég myndi síðan koma fram var þeirra félaganna í Purrk Pillnikk. Ég kom síðan fram í miðju prógramm- inu og það var gaman að sjá viðbrögð áheyrenda sem að miklum meirihluta voru ungt fólk, því hér eru á ferðinni tveir ólíkir hlutir, annars vegar hávær rokktónlistin og hins vegar rímurnar, þar sem til staðar er ekkert hljóðfæri aðeins mannsröddin. Mér virtist fólk vera undrandi í fyrstu, en ég fékk alltaf mjög gott hljóð og ekki var annað að sjá en fólkið hefði bara gaman af þessu“. Hef það til hliðsjónar Sveinbjörn Beinteinsson er sem kunn- ugt er allsherjargoði Ásatrúarsafnaðar- ins hér á landi. Við spurðum hvort hann lifði algerlega eftir þeim hugmyndum sem sú trú setur fram. „Nei en ég hef þær til hliðsjónar. Margt af þessum hugmyndum og kenn- ingum eru enn í fullu gildi í dag. Til dæmis er mikið lagt upp úr hófsemi í Ásatrú auk dirfsku og hugprýði. Þá er einnig mikið lagt upp úr drengskap og að ekki eigi að níðast á öðrum. Sá sem er óþokki gagnvart sjálfum sér er ekki öðrum þarfur heldur,“ segir Sveinbjörn. Hvað ásatrúarsöfnuðinn sjálfan áhrærir segir Sveinbjörn að starfið þar gangi hægt og sígandi, söfnuðurinn telur nú um hundrað manns, en auk þess er mikill áhugi á honum erlendis og segir Sveinbjörn að honum berist mikið af bréfum að utan, þar sem fólk vill fræðast um þessi mál. „Við rekum engan áróður fyrir þessu og ekki heldur trúboð í eiginlegum skilningi. Pað sem okkur hefur kannski skort er meiri fræðsla um söfnuðinn, en hinsvegar hef ég mikla trú á honum og framtíð hans“, segir Sveinbjörn. Ásatrúarsöfnuðurinn var stofnaður sumardaginn fyrsta 1972, en sá dagur er eini eiginlegi hátíðisdagur safnaðarins. Næsta vor verða hinsvegar liðin tíu ár frá því að hann hlaut viðurkenningu stjórnvalda. _ dropar „Hjálpartæki“ og greitt í fríðu? ■ Ý mislegt spaugilegt stingur pft upp kollinum í einkamála- auglýsingum DV. í gær tók þó líklega steininn út, en þá birtist eftirfarandi auglýsing: „Ung hjón óska eftir manni eða konu til að þýða príslista yfir ýmis hjálpartæki (á ensku). Hvers kyns þóknanir koma til greina“. Menn geta sjálfsagt rétt getið sér til um það hvers konar þóknanir geta staðið til boða, og í framhaldi af því mætti einnig geta sér til um hvers konar „hjálpartæki“ eiga í hlut. Verður Ragnhíldur járnfrú? ■ Það er sama hvar í flokki menn standa eða hvort þeir yfirleitt eru í flokki, allir eru á einu máli um að Geir Hall- grímssonar, formaður Sjálf- stæðisflokksins sé mest umtal- aður allra pólitíkusa um þessar mundir, enda grínaðist Geir sjálfur með allt þetta umtal við blaðamann Tímans og sagði: „Betra er iUt umtal en ekkert.“ I öllu umtalinu velta menn náttúrlega vöngum yfir því hver sé formannskandidat, ef Geir segir af sér formennsk- unni í dag eða á morgun. Eru nHm margir tilnefndir en eins og reglan segir aðeins einn útval- inn. Heyrst hafa nöfn eins og Þorsteinn Pálsson, Davíö Scheving Thorsteinsson, Davið Oddsson og Fríðrik Sóphus- son, en ekki hefur veríð al- menn sannfæríng á bak við þessar uppástungur. Hafa þó rnargir látið að þvi liggja að Þorsteinn Pálsson værí fram- bærílegasti kandidatinn sem flokkurínn ætti, en þá hafa aðrir bent á, að hann skorti pólitíska sjóun, sem hann hljóti ef til viH sem þingmaður Sunnlendinga næsta kjörtím- abil. Þvi þurfi að brúa bilið með einskonar millibilsfor- R2HH manni og hver er þá helst tilnefndur? Jú, það er engin önnur en Ragnhildur Helg- adóttir, sem lenti í fimmta sætinu í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins um síðustu helgi. Ragnhildur er bæði flokksholl og Geirs-sinni, þannig að sá hluti flokksins verður ekki í vandræðum með að styðja hana til formanns. Hvað Gunnars- og Albertsmenn gera er bins vegar önnur saga, en ef marka iná niðurstöður síðasta Landsfundar Sjálfstæðis- flokksins, (svipað valdahlutfall er í flokksráði og á meðal formanna og var á Landsfund- inum) þá ætti Ragnhildur að FOSTLDAGUR 3. DESEMBER 1982. fréttir „Fremur stuðningur við ríkisstjórnina“ segir Pálmi Jónsson um úrslitin í prófkjörinu ■ „Mér er efst í huga að flytja þakkir til minna stuðnings- manna fyrir þennan mikla stuðning," sagði Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra, en Pálmi vann yfirburðasigur í prófkjöri sjálfstæðismanna á Norðurlandi vestra, sem fram fór um helgina. „Úrslitin verða nattúrlega aldrei metin á annan hátt en þann að það sé fremur stuðningur við ríkisstjórnina og þátttöku mína í henni. Á hinn bóginn er sjálfsagt og nauðsynlegt að taka það fram að ég tel mig eiga fylgi ýmissa manna sem ekki eru stuðningsmenn ríkisstjómarinn- ar,“ svaraði Pálmi, þegar hann var spurður hvort ekki mætti túlka úrslitin sem stuðningsyfir- lýsingu við ríkisstjómina og vem hans í henni. Pálmi kvaðst eiga von á því að samheldni tækist meðal sjálf- stæðismanna f Norðurlandi vestra. Og að ekkert yrði því til fyrirstöðu að þeir legðu í kosn- ingabaráttu sem ein heild. Eyjólfur Konráð Jónsson, al- þingismaður var í gær spurður hvað hann vildi segja um niður- stöður prófkjörsins, en Eyjólfur Konráð varð í öðm sæti, hlaut 807 atkvæði í 1. og 2. sæti. Eyjólfur Konráð sagði: „Ekkert“. Alls tóku 1850 manns þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra. Auðir og ógildir seðlar vom 41. 1. Pálmi Jónsson landbúnað- arráðherra hlaut 1138 atkvæði í fyrsta sæti, og alls 1515 atkvæði. 2. Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður hlaut 807 atkvæði í 1. og 2. sæti, og alls 1163. 3. Páll Dagbjartsson, fékk 900 atkvæði í 1. og 3. sæti, og alls 1536. Ólafur Oskarsson varð í fjórða sæti með 1258 atkvæði í 1. til 4. sæti, alls 1463, í fimmta sæti varð Jón ísberg með 1273 atkvæði í 1. til 5. sæti, alls 1372 atkvæði og í 6. sæti varð Jón Ásbergsson, sem hlaut 1306 atkvæði í 1. til 6. sæti. Kosning þessi er bindandi fyrir kjör- nefndina. - AB/-Sjó. dagur til jóla hafa tryggan meiríhluta, ef Geir fer frá. Og í framhaldi af j)ví gæti orðið stutt í að við Islendingar eignuðumst okkar eigin Járnfrú. Krummi ... sér ekki betur en Gunnarsarm- urinn sé á góðri leið með að gleypa Geirsarminn. Opið virka daga 9-19 Láugardaga 10-16 HEDDf Skcmmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 00 30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag I labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir sYmi Armúla 24 36510

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.