Tíminn - 03.12.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.12.1982, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1982. helgarpakkirm |g Tónleikar: ,, H itatón lei kar’ ” í heilan sólarhrit ■ Guðbjartur Gunnarsson við nokkur verka sinna (Tímamynd Róber) Málverkasýning á Álftanesi ■ „Hitatónleikar“ verða í Langholts- kirkju um helgina. Þeir hefjast klukkan 19:00 á föstudagskvöld og standa til jafnlengdar á laugardagskvöld — heillan sólarhring! Það er Kór Langholtskirkju sem standur fyrir tónleikunum en fjölmargir tónlistarmenn leggja kórnum lið í sjálfboðavinnu. Flytjendur verða um 250, einsöngvarar, kórar, blás- ara- og strengjasveitir og einleikarar. Það verður klassísk músík, jazz og popp. Hljómsveitin Hafrót mun til dæmis leika aðfaranótt laugardags í um tvo tíma. Tilgangurinn með „Hitatónleikum" er að safna fé til að koma hita í nýja kirkjuskipið. Ekkcrt kostar inn cn frjáls framlög eru vel þegin. Hér er ekki aðeins verið að reisa kirkju. Þetta verður eitt besta tónleika- hús landsins. Þess vegna viil allt tónlist- arfólk og unnendur tónlistar yfirleitt fá húsið í gagnið sem fyrst. Kanteletónleikar í norræna húsinu Sunnudaginn 5. des. kl. 2:30 halda finnsku listakonurnar RAITA KARPO, söngkiona og EEVA-LEENA SAR- IOLA, kanteleleikari tónleika í Norr- æna húsinu. Á efnisskrá eru finnsk þjóðlög. Listakonurnar eru til Islands komnar á vegum Norræna hússins og Suomifélagsins í tilefni af þjóðhátíðar- degi Finna 6. des. og koma þær einnig frani á skcmmtun Suomifélagsins að kvöldi 6. des. Kantele, brettis sítar, er ævafornt alþýðuhljóðfæri, upphaflega 5 strengja, en nútímakantele getur haft allt að 30 strengi. EEVA-LEENA SARIOLA hefur frá blautu barnsbeini flutt finnsk þjóðlög. Hún er dóttir Marjatta og Martti Pokela, sem eru kunnir listamenn. Hún ■ Hjálmar H. Ragnarsson. heldur áfram á sömu braut og foreldrarn- ir og ætt hafa fylgt, þ.e. að syngja þjóðlög og leika á kantele. Eeva-Leena Sariola-kennir tónlistarfræði og þjóð- lagatónlist við tónmenntaskóla, en hún hefur lokið kennaraprófi frá Síbelíusar- akademíunni. RAITA KARPO stundaði söngnám við Síbelíusarakademíuna og lauk þaðan prófi, og er sérsvið hennar finnsk þjóðlög. Hún hefur kynnt þau í fjöl- mörgum sjónvarps- og útvarpsþáttum , á tónleikum og leikið inn á plötur. Hún hefur einnig sungið í Finnsku óperunni. Raita Karpo er fædd í Karelíu og hún vill halda í heiðri tónlistarhefð heima- byggðar sinnar, m.a. með því að syngja „grátkvæði", sem sjaldan heyrast nú orðið. Aðgöngumiðar kosta 50. kr.;verða seldir við innganginn. Musica Antiqua Þriðju tónleikar Musica Antiqua á þcssum vetri verða haldnir í Þjóðminja- safninu laugardaginn 4. desember kl. 17.00. Á efnisskránni eru verk eftir þrjá meistara barokktímabilsins, þá Johann Sebastian Bach, Georg Philipp Tele- mann og Georg Friedrich Hándel. Að vanda er leikið á eftirlíkingar af hljóð- færum frá barokktímabilinu - alt-blokk- flautu, barokkfiðlu, sembal og viola da gamba. Flytjendur eru Camilla Söder- berg, Michael Shelton, Helga Ingólfs- dóttir og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir. Hlustendum er velkomið að skoða hljóðfærin og bera fram spurningar að tónleikum loknum. Háskólakórinn: Hljómleikar með verkum eftir Hjálmar H. Ragnarsson. laugardaginn 4. desember 1982 kl. 17:00 og 20:30 í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Efnisskrá: GLORIA.............. Kór Dómkirkjunnar kórstjóri: Marteinn H. Friðriksson. RÓMANZA............. flauta: Martial Nardeau klarínett: Óskar Ingólfsson píanó: Snorri Sigfús Birgisson ___stutt hlé.... CANTO............ textar úr gamla testamentinu, teknir saman af Þóri Kr. Þórðarsyni og Hjálm- ari H. Ragnarssyni. Háskólakórinn kórstjóri: Hjálmar H. Ragnarsson aðstoðarkórstjóri: Hanna G. Sigurðar- dóttir hljóðgervill: Kjartan Ólafsson. ■ Nk. laugardag og sunnudag kl. 14-20 hefur Guðbjartur Gunnarsson opna málverkasýningu sína í Álftanesskóla, sem hann opnaði um síðustu helgi. Á sýningunni eru 44 myndir, ýmist gerðar með akrýl á striga eða sérstöku lakki á harðplast eða steinflísar. Síðarnefnda aðferðin er ný af nálinni hérlendis. Guðbjartur, sem hefur lagt gjörva hönd á margt um ævina og kennir nú fjölmiðlun við Flensborgarskóla, tók þátt í samsýningu FÍM 1979 og hélt einkasýningu sama haust í sýningarsal FÍM við Laugarnesveg. Þá sýndi hann Listasafn íslands hefur undanfarin tuttugu ár gefið út árlega eftirprentanir af verkum ís- lenskra myndlistarmanna. Nú eru nýkomin út sex litprentuð kort á tvöfaldan karton, af eftirtöldum verkum: HENGILL, 1932, eftir Brynjólf Þórðar- son FISKIBÁTUR, 1958, eftir Gunnlaug Scheving GLUGGAR, 1975, eftir Hörð Ágústs- son SÚLUR, 1929, eftir Jón Þorleifsson. MORGUNN í STYKKISHÓLMI, 1947, eftir Jón Þorleifsson í VINNUSTOFUNNI, 1950, eftir Valtý Pétursson. Einnig hafa verið gefin ut þrjú ný litprentuð póstkort: OG SKORIÐ OG SKOR, 1976, eftir álíka margar myndir og nú og seldust þær flestar. Þrátt fyrir óveðrið, sem geisaði um síðustu helgi, var aðsókn að sýningunni þá furðu góð, enda er þetta í fyrsta sinn, sem haldin er málverkasýning á Álfta- nesi og mælist þetta nýmæli vel fyrir meðal Álftnesinga að sögn Guðbjarts. Þess skal getið að Álftanesskóli er gegnt Bessastöðum og hangir sýningin uppi í sérbyggingu við skólann, sem dags daglega er nýtt sem kennslustofa fyrir yngstu börnin. Aðgangur að sýningunni er ókeypis og allir velkomnir. Sigurð Örlygsson. HÖFUÐ HORFIR f FIÐRILDI II, 1977, eftir Margréti Elíasdóttur. f ÞOKUNNI III, 1977, eftir Þórð Hall. Kortin eru til sölu í Listasafni fslands ásamt u.þ.b. 40 eldri kortum. Plötur Goom- bay Goombay dance band/Born to win Steinar ■ Hverjir þekkja ekki Goom- bay dance band: Þeir eru vafalaust margir og enn aðrir vilja ekki þekkja þetta eitt umdeildasta dansband heims. En þeir sem þekkja Goombay, þeir þekkja það svo um munar og hristast í dansi hvar og hvenær sem þeir heyra tóna- flóð Goombay. Goombay dance band byggir vinsældir sínar á gamalli og margreyndri formúlu, sem hljóðar eitthvað í þessa ver- una: Tveir strákar plús tvær stelpur, að hætti ABBA, hell- ingur af svörtum pipar að hætti Boney M, snyrtimennska og snoppufríðleiki og svo má ekki gleyma því að þetta er hæfi- leikafólk á sinn hátt, söngfugl- ar og tónsmiðir samkvæmt bestu þýskri fyrirmynd a la Djengis Kahn. Hvað um það á þessari nýju plötu Goombay dance band eru auðvitað 12 lög öll þrælstillt inn á létta sveiflu og fljótfengn- ar vinsældir. Platan heitir „Born to win“ og það eru Goombay dance band örugg- lega líka. Annað gæti ekki verið. Safn- plata Sprengiefni/Y msir Steinar ■ Safnplötuna Sprengiefni prýða ýmsar ágætis hljómsveit- ir og tónlistarmenn en íslenska númerið er dúettinn Þú og ég með lagið Tonight. Alls eru 14 lög á plötunni, en meðal þeirra sem eiga þar hlut að máli eru hljómsveitirnar Men at Work, Cheap Trick, Spliff, Clocks og Time Bandits og af einstökum tónlistarmönnum má nefna Adam maur, Eddie Money, Sting úr Police, Falco og Captain Sensible. Sá síðast- nefndi er hér með lög af nokkuð öðrum toga en hann er þekktur fyrir að gera, það er lag hans Happy Talk er nokk- urs konar „vögguvísa", alla- vega mundu pönkarar kalla lagið eitthvað í þá veru. Þá er ógetið hljómsveitanna Third World og 38. special en einnig á söngkonan Elkie Brooks eitt lag á plötunni. sjonvarp Föstudagur 10. desember 19.45 Fréttaágrip á táknmáli og auglýs- Ingar. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.45 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- trýggsson. Kynnir Birna Hróifsdóttir. 21.15 Prúðulelkararnir Gestur þáttarins er bandaríska gamanleikkonan Carol Burnett. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 22.00 Kastljós Þáttur um innlend og erlend málelni. Umsjónarmenn eru Guðjón Ein- arsson og Ögmundur Jónasson. 23.10 Vígamaðurlni) (Stalking Moon) Bandariskur vestri frá 1968. Leikstjóri Robert Mulligan. Aðalhlutverk: Gregory Peck og Eva Marie Saint. Apache-indiáni veitir eftirför hermanni sem hefur haft á brott með sér hvita konu hans og son þeirra. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 01.00 Dagskrárlok. S* fÖstudagur ■ Sigmar B. Haúksson stendur næturvaktina að vanda ásamt Ásu Jóhanncsdúttur. útvarp Föstudagur 10. desember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í mund. 7.25 Leikfimi. 8.00Fréttir. 8.15 Veöurfregnir.'Morgun- orð. Ingibjörg Magnúsdóttir talar. 8.30 Forusfugr. dagbl. (útdr.) 9.05 Morgunstund barnanna: 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 „Það er svo margt að mlnnast á“ Torfi Jónsson sér um þáttinn. 11.00 islensk kór- og einsöngslög 11.30 Frá Noröurlöndum. Umsjónarmað- ur: Borgþór Kjærnested. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Á trívaktinni. Sigrún Sigurðardótt- ir kynnir óskalög sjómanna. 15.00 Miðdegistónleikar. 16.20 Utvarpssaga barnanna: „Ógnir töframannsins“ eftir Þóri S. Guð- bergsson. Höfundurinn les (2). 16.40 Litli barnatlminn Stjórnandi: Dóm- hildur Sigurðardóttir (RÚVAK). 17.00 Nýtt undir nálinni Kristín Björg Þorsteinsdóttir kynnir nýútkomnar hljómplötur. 19.00 Kvöldfréttir. 20.00 Lög unga fólksins. Hildur Eiriksdóttir kynnir. 20.40 Frá hátföartónleikum á aldarafmæli Fílharmóníusveitar Berlinar; siðari hluti 21.45 „Prestafffiir, smásaga ettir John Steinbeck Þýðandi: Margrét Fjóla Guðmundsdóttir. Baldur Pálmason les. 21.45 „Prestafifill", smásaga eftir John Steinbeck Þýðandi: Margrét Fjóla Guðmundsdóttir. Baldur Pálmason les. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins 22.35 „Skáldið á Þröm“ eftir Gunnar M. Magnúss. 23.00 Kvöldgestir - Þáttur Jónasar Jón- assonar. 00.50 Fréttir. 01.00 Veðuriregnir 01.10 Á næturvaktinni, Sigmar B. Hauks- son og Ása Jóhannesdóttir 03.00 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.