Tíminn - 04.12.1982, Page 1

Tíminn - 04.12.1982, Page 1
Bóksölukönnun Tímans bls. 5 Blað Tvö 1 blöð 1 ídag Helgin 4- 5. desember 1982 277. tölublað - 66. árgangur Stðumúla 15 — Pósthólf 370 Reykjav Erlent yfirlit: Mannkyn í helf ör Dregið í áskrifia- Benny Hill — bls. 2 skop- - bls. 23 Gjaldeyriskaup Seðlabankans umfram gjaldeyrissölu: Stórt hassmál kemur upp í Danmörku líkt því íslenska: „TENGSL GETA VER- W ÞARNA A MILll segir William Th. Möller, fulltrúi lögreglustjóra ■ - Við munum að sjálfsögðu setja það í fullan gang að kanna þetta mál og svo að maður skjóti svona út í loftið þá virkar þetta eins og tengsl geti verið á milli, sagði William Th. Möller fulltrúi hjá lögreglunni í Reykjavík í gær er blaðamaður greindi honum frá frétt í danska blaðinu Politiken. Þar greinir frá því að komist hafi upp um smygl á nær tonni af hassi íKaupmanna- höfn, en smyglið fór fram með þeim hætti að pakkningar merktar sem varahiutir bárust til fyrirtækis í borginni en þegar að var gáð voru þar ekki varahlutir heldur hass. Starfsmenn tollgæslunnar á Kastrup hafa verið handteknir grunaðir um aðild að verknaðinum. William hefur með höndum ásamt fíkniefnadeild lögreglunnar rannsókn á líku smyglmáli á fslandi, en eins og menn muna bárust hingað til lands s.l. vor um 200 kg. af hassi í pakkningum sem merktar voru sem varahlutir en móttakandinn var skráður Eimskipafélag Islands. Lögreglan hafði mikinn viðbúnað og vaktaði sending- una nótt og dag um hríð í von um að eigandi vitjaði fengsins en án árangurs. Málið er enn óupplýst. - Ég get ekkert látið uppi um það nú hvernig rannsókninni á því máli miðar sagði William, en þetta mál íKaupmanna- höfn munum við kanna nánar, kannske getur það komið okkur á sporið. Tollverðir í Kaupmannahöfn sem hafa verið handteknir eru taldir hafa átt að tryggja að sendingamar kæmust ekki T hendur skráðra móttakenda.en þegarannar þeirra lagðist veikur fór kerfið úr sambandi ■ Geir Hallgrímsson, formaður- Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir á fundi formanna og flokksráðs á Hótel Sögu í gær, að hann sem formaður liygðist leiða flokkinn í gegnum kom- andi kosningabaráttu, úr sjöunda sæti prófkjörslistans hér í Reykjavík, og sagði hann að stefnt yrði til sigurs. Vakti ræða hans mikla hrifningu fundarmanna. Geir sagðist jafnframt ekki trúa því að Gunnar Thoroddsen færi út í sérstakt framboð í Reykjavík gegn Sjálfstæðisflokknum, auk þess sem hann sagðist telja að þeir Friðjón Þórðarson og Pálmi Jónsson myndu heyra sameinuðum Sjálfstæðisflokki til eftir næstu Alþingiskosningar. Eins og sjá má á myndinni eru fylkingarnar enn tvær í Sjálfstæðis- flokknum. Fulltrúar flokksins í ríkis- stjórn á fundi formanna og flokksráðs í gær, Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra og Pálmi Jónsson, landbún- aðarráðherra, og Geir Hallgrímsson, formaður flokksins, einn fulltrúi stjórnarandstöðunnar. AB. Sjá bls 3 Tímamynd-Róbert JAKVÆÐ UM 133 MILU- ÓNIR KRÓNA í NÓVEMBER ■ Gjaldeyriskaup Seðlabankans um- fram gjaldeyrissölu voru jákvæð um 133 milljónir króna í nóvember.Nóv- ember er fyrsti mánuðurinn frá því janúar sem hefur jákvæðan gjaldeyr- isjöfnuð að ágústmánuði undan- skildum, en þá var gjaldeyrisafgreiðsla lokuð dögum saman vegna gengis- breytinga eins og menn sjálfsagt muna. Gjaldeyrisstaðan nettó - á gengi nóvembermánaðar - hafi hrapað úr 3.245 milljónum í ársbyrjun niður i 1.450 millj. króna í októberlok en hefur nú hjarnað við aftur upp í 1.583 milljónir í nóvemberlok. „Það kemur svo margt inn í svona dæmi að óvarlcgt er að treysta því að þetta sé varanlegur bati. Við verðum að vera mjög varkárir í því sambandi. Engu að síður er það merkilegt að strax frá því að lánskjarabreytingin var gerð fór jöfnuðurinn að verða já- kvæður flesta daga. Þetta er að minnsta kosti skemmtileg tilviljun", sagði Bjarni Bragi Jónsson, hagfræð- ingur Seðlabankans. „Hins vegar eru töluverðar lánahreyfingar í mánuðin- um og við erum ekki farnir að skoða nákvæmlega ennþá hvað munar mikið um þær. Bati á gjaldeyrisstöðu er háður því að tekið sé nóg af erlendum lánum svo það er ekki hægt að fagna miklu enn sem komið er“, ságði Bjarni Bragi. Spurður hvort ekki sé þá hægt að þakka aukinni meðvitund þegnanna um hið alvarlega ástand fyrir neitt í þessu sambandi svaraði Bjami Bragi: „Að minnsta kosti er innflutningurinn farinn að hægja á sér. Almennur innflutningur var 27% minni miðað við fast gengi nú í október en í sama mánuði í fyrra, sem bendir til aukinnar varkárni“. -HEI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.