Tíminn - 04.12.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.12.1982, Blaðsíða 2
ff kaffi, salt og pipar — vekja slfkt ástrídu- fárviðri að það er óvid- ráðanlegt” ■ Sem kunnugt er, eru keknar nú á dögum óþreytandi við að reyna að kenna okkur heilbrigðari lífshætti en flestir hafa tamið sér. Oftast eru nefndir óvinimir tóbak, áfengi og rangt fæðuval. En finnist okkur nú erfitt að fara að ráðleggingum lækn- anna, er óhætt að segja að það hlýtur að hafa verið enn erfiðara fyrirsvo sem einni öld. Þá kom út í Englandi 1600 blaðsíðna bók, sem innihélt góðar ábendingar um hvað mætti ieyfa sér og hvað ekki (það óleyfilega var í miklum meiri - hluta) til að halda góðri heilsu. Þar var forcldrum t.d. bent á að gefa böraum sínum ekki kryddaðan mat eða „rautt“ kjöt, þar sem slík fæða flýtti fyrir gelgjuskeiðinu, en það hefði aftur í för með sér, að menn eltust fyrr! Læknirinn, sem skrifaði bókina, en lætur ekki nafns síns getið, hélt því fram, að stúlkur, sem kæmust á gelgjuskeið 10-12 ára að aldri, væru orðnar „skorpnar og hrakkóttar af elli“ við 24 ára aldurinn. Stúlkur aftur á móti, sem forðuðust „kynæsandi,, fæðutegundir eins og kjöt og fisk, en héldu sig að grænmeti, hrísgrjónum og hnetum, héldu „fegurð sinni og kröft- um í mörg ár eftir að hinar kærulausari meðsystur þeirra eru orðnar gamlar, farlama og niðurbrotnar á sál og !íkama“! j bókinni er tekið fram, að foreldrar, sem gáfu börnum sínum te, kaffi, salt og pipar, væru að leggja grunninn að því að eyðileggja þau, með því að „vekja með þeim slíkt ástríðufárviðri, að það er algerlcga óviðráðanlegt,,! Eitt efni enn, sem var ákaflega ástriðuvekjandi, var tóbak. Ef fólk byrjaði að reykja o£ snemma, urðu þetta afleiðingarnar: „Það ertir vanþroskuð líffæri, æsir upp ástríöurnar og á fáum árum hreytist óspillt og siðprútt ungmennið í sannkallað eldfjall girndar, sent gubbar út úr sér strauinum innri ástríöurioga ólifnaðar og eitruðum gufum lauslætis,,! Og áram er haldið, enda sjaldan góð vísa of oft kveðin. Fólki er ráðið tifað gefa þvi góðan gaum, hvað það lætur ofan í sig. „Sá siður að gera matinn bragðmeiri og meira spennandi með kiyddi er ein erfiðasta hindrunin í vegi dyggðarinnar. Það má með sanni segja, að nútíma matreiðsluhættir séu öflugustu bandamenn lauslætisins.'1 En alversti óvinur siðsemi er þó vondur félagsskapur. Um hann er sagt, að hann sé eins og pest, sem taki kóleru, bólusótt og jafnvel svarta- dauða langt fram. ■ Verslunarstjórinn áminnir liúðar- þjóninn um að muna það, að hæla stúlkunum, sem í búðina koma, fyrir fegurð - sérstaklega þeim óvenjulega ófríðu... Skylda búðarþjónsins að raka s'm tvisvar ✓ a dag ■ Nýlega rákumst við á blaö frá árinu 1962, sem heitir HLYNUR- blað samvinnustarfsmanna. Þar var í smágrein - tekin upp úr norsku blaði hinum norska Hlyni, Personalbladet um skyldur búðarþjónsins o.fl. Það blað tók aftur grcinina úr 100 ára gömlu blaði, „Ringerikes Ugeblad“, og sýnir hún vel aldarhátt þeirra tíma á sviði verslunar: 1. grein Á hverjum morgni í dögun, þegar búðarþjóninn er kominn á fætur, búinn að þvo sér og snyrta og kominn í fötin opnar hann dyr ver/lunarinnar og tekur hlerana frá gluggunum. Þvi næst er hver krókur og kimi búðarinn- ar hreinsaður, ásamt búðardiskunum og bekkjunum svo allt líti vel og snyrtilega út. 2. grein. Nú liyrja viðskiptin, sem fara fram á eftirfarnadi hátt: a) Þegar einhvcr bóndi kemur inn og hefur konu sína eða dóttur með sér, er brotið upp á einhverju líflegu og skemmtilegu umræðuefni við kven- fólkið svo aö maður fái þær á sitt band, síöan verður bóndinn auðvitað að láta að vilja kvenfólksins. í umræðunum verður að hrósa og lofa vörurnar í samanburði við vörur kaupmannsins (sem auðvitað er rægður og niöurnídd- ur eftir því sem tök eru á), auk þess sem í er lætt hjá þeim hve ótrúlega lágt verð sé á öllum þessum öndvegis vörum. b) Ef aftur á móti í búðina kemur stúlka til þess að verzla, er lienni hrósað eins og hún væri einn mesti kvenkostur heimsins, sérstaklega á þetta við er hún er óvenjulega Ijót. Stúlkunni á að Idappa og við hana á að leika, en þó aldrei fram yfir siðferðileg takmörk. Sé þetta í fyrsta sinn sem hún verzlar í búðinni á að vigta vel handa henni og lofa henni gulli og grænum skógum í næsta sinn sem hún kemur í búðina. 3. grein. Sé mikið ver/lað fær karlinn eitt gott staup og konah nokkrar rúsínur í kaupbæti; en stúlkurnar eiga aUt af að fá koss. Þessvegna á það líka að vera skylda búðarþjónsins áð raka sig - minnst - tvisvar á dag. SEM „Ég er umvafinn kvenfólki, það get ég svarið“, gæti Benny Hill verið að raula með sjálfum sér, Benny Hill-stúlkurnar: DANSMEYJAR, GETA LEIKIÐ ■ Jafnréttis- og kvenréttindakonur í Bretlandi hafa verið að agnúast út í Benny Hill-sjónvarpsþættina þar í landi, og sagt þá niðurlægjandi fyrir kvenþjóðina. Þarna væri bara verið að sýna stelpukroppa, en lítið sem ekkert annað væri í þessum þáttum, sem ættu þó að vera söng-dans og gamanþættir. Stjórnandinn væri káfandi á stúlkun- um og sífellt á eftir þeim eins og versti kvennabósi. „Hvaða endemis vitleysa," sagði Benny Hill sjálfur, „að þættirnir séu niðurlægjandi fyrir kvenþjóðina! Sá eini sem er niðurlægður í skemmtiþátt- um mínum - er ég sjálfur. Ég geri grín að tilraunum mínum við að koma ir.ér vel við píurnar, og þetta er allt í gamni.“ Benny Hill segir að þegar hann ráði stúlkur í þáttinn, sé hann ekki einungis að ráða einhverja englakroppa og augnayndi heldur verði stúlkumar sínar að hafa ríka kímnigáfu og geta tekið þátt í smágrínatriðum fyrir utan það að þær þurfa að geta dansað og sungið. „Svo þið sjáið að það eru ekki neinir stelpukjánar þaraa á ferð, heldur heilmiklar hæfileikakonur,“ sagði stjómandinn. Benny með svarta hárkollu sem dansstjóri dansflokksins en píuraar eru með Ijósbláar, bleikar og gular hárkollur. jnBHBHHMnBn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.