Tíminn - 04.12.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.12.1982, Blaðsíða 4
I.AUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982. Dregidí áskrif- endagetraun Tímans — Vídeótækid og litsjónvarpid fará upp f Borgarnes: „KEMIIR HELDUR BET- UR FLATT UPP Á MIG” —segir Lilja Jónasdóttir, en hun og eiginmadur hennar duttu í lukkupottinn ■ Þetta hlýtur konan mín að hafa gert, því ég vissi ekki einu sinni af því að við hefðum sent inn seðil, sagði Birgir Gíslason, mjólkurfræðingur í Borgamesi í samtali við Tímann í gær þegar Ijóst var orðið að Birgir hafði unnið giæsilegt Sharp sjónvarp og myndband í áskrif- endagetraun Tímans. Birgir vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar blaðamaðurTímans tilkynnti hon- um að hann hefði unnið í getrauninni. Loks kom hið sanna í ljós og Birgir sem verið hefur áskrifandi í bráðum tíu ár, tók loforð af blaðamanni um að hringja í eiginkonuna og tilkynna henni um vinninginn. -Ég hefði bara þurft að sjá framan í hana, þegar hún heyrir tíðindin, sagði Birgir Gíslason. Og ekki varð Lilja Jónsdóttir, eiginkona Birgis minna undr- andi en hann. -Þetta kemur heldur betur flatt upp á mig, því við höfum aldrei unnið neitt í happdrætti eða öðru því um líku, sagði Lilja. Þau Bfrgir og Lilja eru væntanleg til Reykjavíkur á næstunni til að taka á móti vinningnum, sem er eins og áður segir glæsilegt Sharp-sjónvarp og myndband., en verðmæti þessa vinnings nú er um 60 þúsund krónur. ■ Steinþóra Sigurðardóttir dregur út nafn Bireis Gíslasonar í öðrum drætti í áskrifendagetraun Túnans. Þorkell Gíslason, borgar- fógeti, fylgist með að allt fari fram með réttum hætti. Fyrir miðri mynd standa Elías Snæland Jónsson, ritstjöri, og Gísli Sigurðs- son, framkvæmdastjóri. Timamynd: Róbert Fyrsti Dala- leirinn á markad í Reykjavík ■ „Þetta er fyrsti Dalaleirinn sem kemur á markaðinn hér fyrir sunnan“, sagði Kolbrún Björgúlfsdóttir, leirlistamaður í Búðardal, sem í gær var að stilla upp 30 hlutum sem hún hefur gert úr Dataleir til sýnis og sölu í Gallerí Langbrók. Til þcssa hafa allir hlutir Kolbrúnar selst jafn óðum heima í Búðardal. „Þetta er eiginlega mest til gamans gert. Ég hef svo óskaplega mikið verið spurð um Dalaleirinn, - fólk virðist vera spennt fyrir þessu og langa að sjá með eigin augum hvað hægt er að gera úr þessum leir“, sagði Kolbrún. „Það er alltaf verið að hringja og spyrja: Hvernig gengur með leirinn, hvað er hægt að búa til úr honum, hvemig lítur það út og svo framvcgis1'. Þótt tilraunir hafi sýnt að múrsteinar úr Dalaleir standast fyllilega gæðakröfur sagði Kolbrún að fjöldaframleiösla á skrautmun- um verði aldrei möguleg. Þar gildi allt önnur lögmál. Við steina eða flísagerð sé leirinn bara flattur út eða sleginn í form. En þegar hann sé renndur eða mótaður, þ.e. teigður fram og til baka komi í hann spenna sem valdi því að hann viU springa f vinnslunni. Af þeim sökum verði bæði mikið um afföll og jafnframt sé aðeins hægt að búa til úr honum smáa hluti. -HEI Norræna félagið f Kópa- vogi 20 ára ■ Norræna félagið í Kópavogi var stofnað 5. dcsember 1962 og er því 20 ára um þessar mundir. í tilefni afmælisins efnir félagið til hátíðafundar í Kópavogskirkju sunnu- daginn 5. des. kl. 17.00. Formaður félagsins flytur ávarp og heiðrar gamla félaga Axel Jónsson fyrrum alþingismann. Listamennimir Sig- fús Halldórsson tónskáld, Friðbjörn G. Jónsson og Snæbjörg Snæbjarnardóttir söngvarar skemmta með tónlist og söng. Allir Kópavogsbúar eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Skátar með jólapappírssölu Glæsilegur jólabasar ■ Félag framsóknarkvenna í Reykjavík heldur árlegan jólabasar sinn í dag, laugar- daginn 4. desember að Hótel Heklu við Rauðarárstíg 18. Stórglæsilegir munir, kökur og laufabrauðið vinsæla. Einig verður happ- drætti og lukkupokar. Komið og gerið góð kaup. Basarinn opnar kl. 2 e.h. ■ Fyrstu hlutimir úr Dalaleimum sem Kolbrún leiriistamaður í Búðardal hefur komist með hingað til Reykjavíkur. Fram til þessa hafa þeir selst beint úr ofninum hjá henni heima í Búðardal. Tímamynd Róbert ■ Skátafélagið Kópar Kópavogi verð- ur með sína árlegu jólapappírssölu sunnudaginn 5. desember. Skátarnir munu ganga í hús og bjðða pappírinn til kaups. Kópavogsbúar eru beðnir um að taka skátunum vel sem að vanda, en hagnaði af pappírssölunni verður varið til æskulýðsstarfsemi í Kópavogi. Félagsfundur Lífs og lands ■ Líf og Land mun halda félagsfund miðvikudaginn þann 8. desember kl. 8.30 í Skólabæ, Suðurgötu 26. Gestur fundarins verður séra Bernharður Guðmundsson og mun hann spjalla um Aðventuna. Jólaglögg verður á boð- stólnum. Allir velkomnir. Stjúruin Er þér annt umlífþitt mS og limi £ y ■ Byggingarnefnd Breiðholtskirkju efnir til fjársöfnun- ar til styrktar kirkjubyggingunni í dag, laugardaginn 4. des. Fer söfnunin fram í hverfínu (Bakka- og Stekkja- hverfí) og er ætlunin aÖ heimsækja alla íbúa þess um helgina. ■ í Háholti Hafnarfírði, húsi Þorvaldar Guðmundssonar, við Keflavikurveg opnar Snorri D. Halldórsson og Einar Einarsson málverkasýningu iaugardaginn 4. desember kl. 2 Snorri var einn af stofnendum frístundamálarafélags Islands með þeim Axeli heitnum Helgasyni i Nesti og Helga S. Jónssyni sem nú er í Kcflavík. Snorri sýnir nú 44 olíumálverk og 26 vatnslitamvndir allar unnar síðastliðin ár. Einar Einarsson er fæddur í Vestmannaeyjum 1930. Hann er þekktur fyrir störf sín við að betrumbæta naglahjólbarða. Hann hefur um langt skeið fengist við að mála, og sýnir nú 54 olíumálverk. Sýningin verður opnuð laugardaginn 4. desember ki. 2 og verður opin daglega frá kl. 2-10 til og með 19 desember.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.