Tíminn - 04.12.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.12.1982, Blaðsíða 8
8 Si'iiil! LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982. Utboð: Hitaveita Suöurnesja og Sjóefnavinnslan hf., óska eftir tilboöum í rauðun á fóöurrörum fyrir gufuholur. Magn ca. 3.000 metrar. Útboösgögn verða afhent á verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns, Laufásvegi 12, Reykjavík, frá og meö þriðjudeginum 7. desember 1982. Tilboöin verða opnuð á sama stað mánudaginn 13. desember. VÖKVAPRESSA MÚRBROT — FLEYGUN HLJÓÐLÁT - RYKLAUS Tökum að okkur alla múrbrota- og fleygavinnu, hvar og hvenær sem er. T.d. í húsgrunnum og holræsum, brjótum milliveggi, gerum dyra og gluggaop, einnig fyrir flestum lögnum og f.l. Erum með nýja og öfluga vökvapressu. Vanir menn. VERKTAK símí 54491. Vegghúsgögn No: 120 kr. 13.450.- No: 220 kr. 14.200.- Húsgögn og . . Suðurlandsbraut 18 mnrettmgar simi 86-900 No: 320 kr. 14.200.- VERÐIAUNABÓH NORÐURÍANCArAdS 1982 SVEN DELBLANC Verðlauuabók Norðurlandaráðs 1982 eftir Sven Delblanc Samúels bók ■ Almenna bókafélagið hefur sent frá sér Samúels bók eftir sænska höfundinn Sven Delblanc. Þýðandi hennar er Sigrún Ástríður Eiríksdóttir. Samúels bók hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1982. Hún er kynnt þannig á bókarkápunni: „Áhrifamikið og hrífandi verk eftir einn af kunnustu nútímahöfundum Svía. Samúels bók er 317 bls. að stærð og unnin í Prentsmiðju Árna Valdimarssonar og Bókbandsstofunni Úrkinni. Skáldsaga eftir Pál Pálsson „HaIIærisplanið“ ■ Iðunn hefur gefið úr Hallærisplanið, skáldsögu fyrir börn og fullorðna eftir Pál Pálsson. Þetta er fyrsta skáldsaga höfundar sem kunnur er fyrir blaðaskrif um popptón- list. Sagan gerist í Reykjavík samtímans og segir frá lífi unglinga, í skóla og utan, sem hefur Hallærisplanið að eins konar mið- þyngdarstað. Myndir í bókina gerði Úlfar Valdimarsson. Hallærisplanið er 102 blað- síður. Prentrún prentaði. Hinn ósýnilegi ■ Út er komin hjá IDUNNI skáldsagan Hinn ósýnilegi eftir Perúmanninn Manuel Scorza. Fyrir tveimur árum gaf IÐUNN út sögu hans, Racas - þorp á heljarþröm og hin nýja saga er önnur bók í þeim sagnaflokki en þó algerlega sjálfstæð að efni. Ingibjörg Haraldsdóttir hefur þýtt báðar þessar bækur úr frummálinu, spænsku. Manuel Scorza er fæddur árið 1928 í Líma, höfuðborg Perú. Tvítugur var hann fangels- aður og síðan vísað úr landi vegna pólitískrar baráttu. Þá var hann landflótta í fjögur ár. Sagan endurtók sig og 1961 var hann fangelsaður á ný. Hann býr nú í París. - Rancas - þorp á heljarþröm fyrsta verk hans um baráttu bændafólks Perú við kúgara sína, vakti mikla athygli og höfundurinn öðlaðist heimsfrægð. Bækur hans eru nú þýddar á fjölda tungumála. Hinn ósýnilegi er 270 blaðsíður. Prentrún prentaði. HANNES PÉTURSSON MISSKIPT ER MANNA LÁNI ■ HEIMILDAÞÆTTIR I IÐUNN Misskipt er manna láni Heimildarþættir eftir Hannes Pétursson ■ IÐUNN hefur gefið út bókina Misskipt er manna láni, fyrsta bindi heimildaþátta eftir Hannes Pétursson. f bókinni eru fimm þættir og fjalla allir um fólk sem bjó í Skagafirði lengur eða skemur á síðustu öld og fram á þessa. Tveir varða Bólu-Hjálmar. Segir annar frá Marsibil móður hans, og er þar hulunni svipt af æviferli þessarar „föru- konu“ og „kemur þá nokkuð óvænt í Ijós: um skeið var hún í tölu auðugustu kvenna landsins á þeirri tíð!“ segir í kynningu forlags á kápubaki. Hinn þátturinn greinir frá síðasta hæli Hjálmars, beitarhúsunum þar sem hann tók andvörpin. - Fyrsti þátturinn fjallar um „gleymda konu og geldsauði tvo“, hagorða konu og harðskeytta sem flæktist inn í brotamál. Þá er sagt frá Pétri Eyjólfssyni, skipara einum sem „sogaðist inn í róstur íslandssögunnar" i byrjun nítjándu aldar. Loks er svo þáttur af sérkennilegu fólki í Teigakoti í Tungusveit, smábýli sem nú er fallið í eyði.“ Misskipt er manna láni er prýdd allmörgum myndum. Bókin er 195 blaðsíður. Oddi prentaði. Ómur fortíðar ■ Út er komin hjá IÐUNNI ný skáldsaga eftir hinn kunna breska skemmtisagnahöfund Phyllis A. Whitney. Nefnist hún á íslensku Ómur fortíðar. Magnea J. Matthíasdóttir þýddi. Þetta er níunda bók höfundar sem út kemur á íslensku, en bækur Whitney hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og orðið afar vinsælar. - Efni þessarar nýju sögu er kynnt svo á kápubaki: „Courtney Marsh hafði verið vöruð við að grafast fyrir um uppruna sinn, hverjir hinir raunverulegu foreldrar hennar voru. Samt gat hún ekki annað og nú var hún komin til Long Island til einnar fremstu fjölskyldu fyrirfólksins þar. Móttökurnar eru raunar með allt öðrum hætti en búast má við að löngu týnd dóttir fengi þegar hún snýr aftur til foreldrahúsa. Koma hennar og krafa til arfs verður til þess að svipta hulunni af atvikum í sambandi við morð sem framið var fyrir aldarfjórðungi. En það sem meira er: þessi afhjúpun getur hæglega leitt til þess að morðinginn láti á ný til skarar skríða..." Ómur fortíðar er 300 blaðsíður. Prentrún prentaði. Ætti ég hörpu ■ ÍÐUNN hefur gefið út Ijóðasafnið Ætfi ég hörpu eftir Friðrik Hansen. Hannes Pétursson annaðist útgáfuna og ritar formála um höfundinn og Ijóð hans, hann hefur ennfremur tekið saman skýringaratriði við nokkur Ijóðanna. - Friðrik Hansen á Sauðárkróki (1891-1952) varð víða kunnur fyrir skáldskap sinn, og eru sum kvæði hans raunar landfleyg. „Skáldgáfa hans var ljóð- ræns eðlis. Hann var söngvari, eins og vant er að skiija það orð í bókmenntum, kaus að syngja í þeirri merkingu sem Guðmundur Guðmundsson fékk orðinu þegar hann skilgreindi í Ijóði hverju hann sæktist eftir í skáldskap sínum. Og ljóðsöngur Friðriks var nýrómantískur, í takt við tímann þegar IÐUNN HANSEN hann var ungur“, segir í formála Hannesar Péturssonar. Aftast í bókinni eru talin sönglög við ljóð Friðriks, en kunnast þeirra er lagið við Ijóð það sem bókin dregur nafn af. - Kápumynd bókarinnar er af málverki eftir Jóhannes Kjarval. Hún er 80 bls., pr. í Odda. Danielle Steel: Hringurinn ■ Skáldsagan „Hringurinn" er komin út hjá forlagi Setbergs. Bókin er eftir Danielle Steel, en hún er einn vinsælasti höfundur léttra og læsilegra skáldsagna. í Bandaríkjunum, heimalandi höfundar, seljast bækur hennar í stórum upplögum og þær hafa verið þýddar á mörg tungumál. „Hringurinn" er þriðja bókin sem kemur út á íslensku eftir Danielle Steel. Hinar tvær heita „Gleym mér ei“ og „Loforðið". Bókin er 230 blaðsíður. Þýðandi frú Guðrún Guðmundsdóttir. LAURA INGALLS WILDER SVEITADRENGUR „Lárubækurnar“ Ný bók: Sveitadrengur ■ Setberg hefur sent frá sér fjórðu bókina í flokknum „Láru-bækumar" eftir Lauru ingalls Wilder og heitir bókin „Sveitadreng- ur“. Dengurinn Almanzo á heima hjá foreldmm sínum og þremur systkinum á myndarbýli í New York ríki. Hann er duglegur strákur sem ekki lætur sitt eftir liggja við búskapinn og Almanzo hefur gaman af hestum. Hann langar til að eignast folald sem hann geti tamið sjálfur. Það er hressandi að kynnast jafnröskum dreng og Almanzo, og ekki ætti að spilla fyrir að hann var síðar eiginmaður Lám í „Húsinu á sléttunni" sem margir þekkja. Fyrri bækurnar í þessum bókaflokki heita: „Húsið í Stóru-Skógum", „Húsiðásléttunni“ og „Húsið við ána“. „Láru-bækurnar" má hiklaust flokka undir sígildar barnabókmenntir, enda hafa þær verið þýddar á fjölmörg tungumál og verið endurútgefnar hvað eftir annað. , „Sveitadrengur" er 250 blaðsíður að stærð, prýdd fjölda teikninga. Þýðandi er Óskar Ingimarsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.