Tíminn - 04.12.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.12.1982, Blaðsíða 10
LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982. bækur (SodÍM M1 Mhsotii mMsm Guðni Kolbeinsson Mömmustrákur ■ Fyrsta bók Guðna Kolbeinssonar heitir Mömmustrákur og er nú að koma út hjá bókaforlaginu Vöku. Þetta er að hans sögn bók fyrir börn á öllum aldri. Guðni Kolbeinsson las sögu sína Mömmu- strák í Útvarpið og féll hún í góðan jarðveg jafnt hjá þeim, sem voru sex ára og sextugir, að sögn útgefanda. Mömmustrákur eftir Guðna Kolbeinsson er rúmlega hundrað síður að stærð, mynd- skreytingar eru eftir Ragnar Lár. Prentsmiðj- an Oddi hf. annaðist gerð bókarinnar. Sól ég sá - Sjálfsævsaga Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum ■ Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hefur gefið út bókina „Sól og sá,“ og er hún fyrta bindi sjálfsævisögu Steindórs Steindórssonar, náttúruvísindamanns og fyrrverandi skóla- meistara frá Hlöðum. ( bókinni segir Steindór Steindórsson frá uppvexti sínum, námsárumogskólastarfi. Er höfundinum fylgt frá smalaslóðum hans og fjárgötum heima á Hlöðum og þaðan á skólabekk bæði í Gagnfræðaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum í Reykjavík og í háskólanum í Kaupmannahöfn þar sem Steindór opnar lesendum sýn til skemmtilegs, fjölbreytts og ævintýraríks stúdentalífs. Síðan liggur leiðin aftur heim og í Menntaskólann á Akreyri þar sem Steindór kenndi fræði sín í meira en 40 ár og stjórnaði þessum fjölmenna skóla síðustu árin. Bókin „Sól ég sá“ er sett, umbrotin, filmuunnin, prentuð og bundin hjá Prent- smiðjunni Eddu hf. Kápu hannaði Ernst Bachmann. Bændur #lö* .JÓNBJARMSON • mÁGAfíOSVÍK bæjarmenn LoVab.«íi ht ftsitwiivjírjísllit Sjafóascnx; iti e»rðívik Lokabindi minningaþátta Jóns Bjarnasonar frá Garðsvik Bændur og bæjarmenn ■ Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hefur gefið út bókina „Bændur og bæjarmenn" eftir Jón Bjarnason frá Garðsvík. Hér er um að ræða lokabindi minningaþátta Jóns, en áður hafa komið út þrjár bækur: „Bænda- blóð“, „Hvað segja bændur nú?“ og „Bændur segja allt gott.“ I bqkinni „Bændur og bæjamenn" segir Jón m.a. frá því er hann brá búi í Garðsvík og fluttlst til Akureyrar. Gerðist þar með einn af bæjarmönnum. Hann greinir frá nýju hlutverki sínu sem hann gekk að með sama áhuga og sveitastörfunum og frá nýjum vinum og samferðarmönnum. „Bændur og bæjarmenn" er sett, filmuunn- in og prentuð hjá Prentstofu G. Benedikts- sonar, en bundin hjá Arnarfelli hf. Sigurþór Jakobsson hannaði kápu bókarinnar. Magnús Kjartansson: Frá degi til dags Austrapistlar 1959-1971 ■ Hjá MÁLI OG MENNINGU er komin út bókin Frá degi til dags, Austrapistlar 1959-1971. A þeim árum, tímum „viðreisn- arstjórnarinnar“, skrifaði Magnús Kjartans- son nær daglega pistla í Þjóðviljann sem hann kallaði Frá degi tU dags og undirritaði Austri. Bókin er úrval af þessum pistlum Magnúsar Kjartanssonar og hefur Vésteinn Lúðvíksson rithöfundur valið efnið og ritar formála. Greinasafnið Elds er þörf eftir Magnus Kjartansson birtist árið 1979, en í því safni voru engir Austrapistlar birtir því margar þessara dægurgreina þóttu hafa varanlegt gildi og ættu að bíða heillar bókar. Frá degi til dags er 274 bls. að stærð og fylgir nafnaskrá bókinni. Hún er prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Odda hf. Þröstur Magnússon sá um hönnun kápu. OUBJÖN 8VEINSS0N ÆVfNTÝRIB VIÐ ALHEIMSTJÖRNINA SA6AN UM OICtlR ISHðtMAKÖKG. R08IN RAUOA. SOIKÖ BUA. KISAN 06 AUA HIHA fUGlANA Ævintýrið við Alheimsstjörnuna ■ Bókaútgáfan Skjaldborg á Akureyri hef- ur sent frá sér bókina Ævintýrið við Alheimsstjörnuna, söguna um Olgeir ís- hólakóng, Rúbín rauða, Bríkó bláa, Kiban ogalla hina fuglana eftir Guðjón Sveinsson. Þetta er saga um lífið hjá fuglunum og baráttu þeirra um völdin, en hún er undarlega lík og barátta mannanna um auð og völd. Ævintýrið við Alheimstjörnina er 80 bls., prentuð og unnin í Prentsmiðju Björns Jónssonar á Akureyri. Káputeikingu og myndir hefur Sigrún Eldjárn gert. Sögurit um Kf. Austur-Skaftfellinga ■ Nýkomin er út bókin „Kaupfélag Austur- Skaftfellinga sextíu ára“ eftir Pál Þorsteins- son fyrrv. alþm. á Hnappavöllum. Félagið átti 60 ára afmæli fyrir tveimur árum, og fór stjórn þess fram á það við Pál að hann skrifaði sögu félagsins fyrir árin 1945-80. Páll varð við þessari beiðni, og er þessi bók árangurinn. í henni er rakin á greinargóðan og skýran hátt saga félagsins síðustu 35 árin, greint frá framkvæmdum þess og þróun allri með aðgengilegum og læsilegum hætti. Þessi bók er framhald annarrar sem út kom 1950. „Samgöngur og verslunarhættir Austur- Skaftfellinga“ eftir Þorleif Jónsson í Hólum, en hún rekur sögu félagsins fyrsta aldarfjórð- unginn. Bók Páls Þorsteinssonar er prýdd fjölda mynda og um 100 blaðsíður. Prer'un Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Reykjavík Fundur um frambodsmálin verður haldinn að Hótel Heklu mánudaginn 6 des. n.k. og hefst kl. 20.30. Ákvörðun tekin um, hvernig haga skal vali frambjóðenda við næstu alþingiskosningar. Áríðandi að allir mæti. Stjómln. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga sextíu ára r.v.aaafaA 11 annaðist Prentsmiðjan Edda hf., en Kf. Austur-Skaftfellinga gefur út. JMMNNKH ONWSON Ármann Kr. Einarsson: Óskastcinninn ■ Ármann Kr. Einarsson hefur fyrir löngu hlotið viðurkenningu sem barna- og ung- lingabókahöfundur á íslandi, og bækur hans hafa verið þýddar á mörg tungumál. Óskasteinn kom fyrst út fyrir tveimur áratugum, en kemur nú út í aukinni og endurskoðaðri útgáfu Ármanns sjálfs. Bókin var löngu uppseld og ófáanleg. Nú hefur bókaútgáfan Vaka gefið Óska- steininn út á ný. Teikningar í bókinni eru eftir Halldór Pétursson. Prentun og bókband hefur verið unnið í Odda hf. Andrés Indriðason: Viltu byrja með mér? ■ Viltu byrja með mér? heitir ný barna- og unglingabók eftir Andrés Indriðason sem Mál og menning hefur gefið út. Aðalpersóna bókarinnar er Elías, þrettán ára gamall, sem er að byrja í sjöunda bekk. Fyrir tilviljun lendir hann við borð þar sem er autt sæti við hlið hans, og að sjálfsögðu er Hildur látin setjast þar þegar hún kemur ný í bekkinn. Þetta er þriðja unglingabók Andrésar. Fyrsta bók hans, Lyklabarn, fékk barna- bókaverðlaun Máls og menningar 1979 og önnur bók hans, Polli er ekkert blávatn, sem gefin var út í fyrra fékk barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur, Viltu byrja með mér? er myndskreytt af Önnu Cynthiu Leplar og hún hefur einnig gert kápuna. Bókin er 202 bls., prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Hólum hf. Frumskógardrengurinn Njagwe ■ Frumskógardrengurinn Njagwe heitir barna- og unglingabók, sem nýkomin er ut hjá Bókaútgáfunni Skjaldborg. í formála segir höfundurinn, Karen Herold Olsen, m.a. svo: „Njagwe er ekki skáld- sagnapersóna, heldur býr í Afríku enn þann dag f dag. Ég þekkti hann náið í nokkurn KAREM MÉR01.D OtSEN FRUMSKÓGARDRENGURINN l>t>A6i bok hlaui miKlar vtnsa>ldir t Oan- mörku þetjat htin kom þ<tt u! Htin keldtsl sl'ttit upp og var endurprenluö. Þe«a er saga urr alriska Irtimskogatdreitgiort NjagAx , ftc-tn bnutl lil mcnnirt og lök scr nalniö Pelur tíma og umgekkst hann, er hann ákvað að yfirgefa æskustöðvarnar í þeim tilgangi að brjótast til mennta. Saga þessi er skrifuð á forsendum þeirra atvika, sem þá gerðust. Það er von mín, lesandi góður, að þegar þú Iest um Njagwe og tekur þátt í áhyggjum hans og erfiðleikum, gleði hans og sorgum, vonbrigðum hans og sigrum, að þú skiljir betur þær aðstæður, sem hann varð að búa við.“ Þýðandi bókarinnar er Jóhanna Guð- mundsdóttir frá Lómatjörn. Frumskógardrengurinn Njagwe er 150 bls., prentuð og unnin í Prentsmiðju Björns Jónssonar. Káputeiking er gerð á Auglýs- ingastofu Einars Pálma. DAVIDBEAIY Flugsveitin 507 ■ Út ef komin hjá Bókaútgáfunni Skjald- borg spennusagan Flugsveit 507 eftir David Beaty í íslenskri þýðingu Gissurar O. Erlingssonar. „Flugsveitin 507 fjallar um viðureign breskrar flugsveitar og áhafnar þýska skipsins Groningen í síðari heimsstyrjöldinni. Margir úr Flugsveit 507 láta lífið í viðureigninni við Groningen, en að lokum tekst þeim að granda skipinu," segir á bókarkápu. Flugsveitin 507 er 268 bls. Prentun og vinnslu annaðist Prentsmiðja Björns Jóns- sonar. Astrid Lindgren: Leynilögreglumaöurinn Karl Blómkvist ■ Hjá Máli og Menningu er komin út bókin Leynilögreglumaðurinn Karl Blómkvist eftir Astrid Lindgren. Þetta er önnur útgáfa þýðingar Skeggja Ásbjarnarsonar, en bókin kom fyrst ut á frummálinu 1946, og nokkrum árum sfðar í islenskri þýðingu, en hefur verið ófáanleg um langt skeið. Bókin segir frá ævintýrum Kalla Blómkvist og félaga hans, Andra og Evu-Lottu. Bókin ér 172 bls. að stærð og með fjölda mynda eftir Evu Laurell. llon Wikland gerði káputeikinguna. LeynUögreglumaðurinn Karl Blómkvist er unnin í Repró og Formprenti hf, en bundin í Bókfelli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.