Tíminn - 07.12.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.12.1982, Blaðsíða 1
Allt um íþróttaviðhurdi helgarinnar - bls. 13-16 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Þriðjudagur 7. desember 1982 279. tölublað - 66. árgangur í spegli tímans: Tony Curtis hress - bls. 2 Bak- verkur — bls. 10 Vísitölunefnd ríkisstjórnarinnar skilar tiHögum sínum: LEGGUR TIL LENGINGU VÍSITÖLUTÍMABIIANNA — úr þremur mánuðum ífjóra, nýjan grundvöll, aukinn frádrátt og lífskjaraviðmidun ¦ „Þetta eru tillögur frá okkur, að því markinu til, að ef ekkí koma fram einhverjar nýjar forsendur af hálfu rikisstjómarinnar, þá eru þetta okkar lokatillögur," sagði Þórður Friðjóns- son, hagfræðingur forsætisráðherra, í viðtali við Tímann, um tillögur vísi- tölunefndarinnar sem nefndin skilaði rikisstjórninni í gær, en Þórður á sæti í vísitölunefndinni ásamt þeim Hall- dóri Ásgrimssyni og Þresti Ólafssyni. Vísitölunefndin liefur starfað síðan sl. vor. Aðspurður um það hvort einhugur væri í nefndinni um þessar tillögur, sagði Þórður. „Það kemur í ljós, þegar þetta kemur til umfjöllunar," en samkvæmt heimildum Tímans þá klofnaði nefndin í tillögum sínum. Þetta álit byggist samkvæmt heimild- um Tímans á tillögum nefndarinnar frá því sl. sumar, en þá lagði nefndin fram tillögur til aðilja vinnumarkaðarins, sem voru í grófum dráttum á þessa leið: Nýr vísitölugrundvöllur skyldi notaður, en ekki sá rangi sem verið hefur í gildi, vísitölutímabilið skyldi lengt úr 3 mánuðum í 4, frádráttarlið- um yrði bætt við, ss. vegna hækkunar orkuverðs áður en kauplagsvísitala skyldi útreiknuð og dregin yrði frá aukning opinberra útgjalda og tekin upp svokölluð lífskjaraviðmiðun. Þórður var að því spurður hvort þetta væru efnislega tillögur þær sem ríkis- stjórnin myndi fjalla um á fundi sínum í dag: „Ég vil ekki fjalla efnislega um þetta, fyrr en þetta hefur fengið umfjöllun í ríkisstjórninni," sagði Þórður. - AB aÉkw^H'y ¦ Skjótid píanó- leikarann - bls. 27 Þýsk stjórn- mál — bls. 7 ¦ Jólasveinamir eru þegar komnir á kreik þó enn sé nokkur tími ti) jóla. Þessir voru á ferðinni nú um helgina og stöldruðu við á bflasýningu sem haldin var við Rauðagerði í Reykjavík. Dreif þar strax að margmenni til að hlýða á boðskap þeirra fjallabúanna. GETUR FLOGAVEIKISLYF VALDH) FÓSTURSKAÐA? — ,,Er á markadi hérlendis", segir landlæknir Alarm over læge- middel Risiko for fosterskader Af Inge Methling P" '!Zi'''^f'^ ¦ Þetta lyf er hér á markaðnum og við höfiiin fengið allar upplýsingar um að grunur leiki á að það geti valdið skaða. Þessura upplýsingum hefur verið komið áfram til lækna," sagði Ólafur Ólafsson, landlæknir í samtali við Tímann er hann var spurður að því hvort lyfið Valproat, sem gefið er gegn flogaveiki væri á lyfjaskrá hérlendis. Astæðan fyrir því að Ólafur Ólafsson var spurður um þetta tiltekna lyf er sú að samkvæmt heimildum dánska blaðsins Politiken þá leikur grunur á að lyf þetta geti valdið fósturskaða hjá flogaveikum konum sem taka lyfið á meðan þær eru vanfærar. Vitnar Politiken til franskra rannsókna í þessu sambandi og þess að sérstök nefnd sem kannar aukaverkanir lyfja á vegum danska Heilbrigðisráðu- neytisins, hefur lagt til að einungis verði heimilað að gefa konum á barneignaraldri þetta lyf þegar önnur lyf duga ekki til. Lyfið Valproat er í Danmörku í notkun undir nokkrum mismunandi vörumerkjum, s.s. Dprakine, Leptilan og Orofiril. í samtali Tímans við landlækni kom f ram að þetta lyf hefur reynst mjög vel gegn flogaveiki, en sökum þess gruns sem fyrir hendi er þá verður lyfið sett á sérlyfjaskrá. Ólafur Ólafsson sagði að þannig háttaði orðið til í dag að læknar gæfu yfírleitt ekki þunguðum konum lyf nema í bráðnauð- synlegustu tilfellum, þannig að hættan væri e.t.v. ekki eins mikil og hér áður fyrr. -ESE 'n*itt DtprakiiH', 1'rHtlar ¦ Fréftin í Politiken sem birtist 1. desember sl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.