Tíminn - 07.12.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.12.1982, Blaðsíða 4
( -'"M .7 t. PRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1982 Frá álviðræðufundinum í gaer. Yinstra megin við borðið fulltrúar ISAL og Alusuisse, frá vínstrí Kagnar Halldórsson, Halldór Jónsson, dr. Múller forstjóri Alussuisse og tveir aðstoðarmenn hans. FuUtrúar íslenskra stjómvalda hægra megin við borðið. Frá vinstri: lngi R. Helgason, Hjörleifur Guttormsson, Vilhjálmur Lúðvíksson og HaUdór Kristinsson. Tímamyndir G.E. Leynd yfir álvið- ræðum ■ Álviðræðum íslenskra stjómvalda og fulltrúa Alusuisse var haidið fram í 'gær, og verður framhald þess fundar í dag. Engar upplýsingar fengust í gær um það hvemig viðræðumar hefðu gengið, eða hvort eitthvað hefði miðað í samkomulagsátt en raforkuverðið og endurskoðun þess mun hafa verið aðalumræðuefnið. Hjörleifur Gutt- ormsson, iðnaðarráðherra sagði í viðtali við Tímann í gærkveldi að aðilar hefðu orðið sammála um að láta ekkert uppi um gang viðræðna fyrr en að loknum fundinum í dag, sem hefst strax árdegis, en ekki er ljóst hversu lengi fram eftir degi fundurinn mun standa. Tekjur ríkissjóds af 10% leyfisgjaldi af ferdamannagjaldeyri: HÆKKA LÍKLEGA UM 80-82% A ÞESSU ARI ■ Líkur eru á að tekjur ríkissjóðs af 10% leyfisgjaldi afi ferðamannagjaldeyrí muni í ár nema 67 til 68 miUj. króna, sem væri 80-82% hækkun frá síðasta ári. Það þýðir að seldur ferðamannagjald- eyrir næmi 670 til 680 miUjónum króna í ár, eða nær 12 þús. kr. á hverja „vísitölufjölskyldu“ í landinu. Árið 1980 námu þessar tekjur ríkis- sjóðs 21,1 millj. kr. - samkvæmt ríkisreikningi - og 37,3 milljónum árið 1981, sem er um 77% hækkun milli ára. Fyrstu 10 mánuði þessa árs, þ.e. 1. nóv. s.l., höfðu bankarnir selt ferðamanna- gjaldeyri fyrir nær 592 millj. eða 59,2 millj. kr. á mánuði að meðaltali. Verði salan 40-45 millj. hvorn þeirra tveggja mánaða sem þá voru eftir, yrðu tekjur ríkissjóðS af þessum lið 67-68 millj. kr., sem fyrr segir. Tekið skal fram að einungis helmingur þessarar gjaldeyris- sölu er vegna eiginlegra ferðamanna. Hinn helmingurinn er keyptur af mönnum sem ferðast í verslunar- eða einhverjum slíkum sérstökum erindum. Fyrstu 10 mánuði þessa árs komu nær 8 þúsund eða um 11,5% fleiri íslendingar til landsins en á sama tíma í fyrra, þ.e. 76.498 nú á móti 68,649 á sama tíma í fyrra, samkvæmt tölum útlendingaeftir- litsins. Útlendingar voru hins vegar um 800 færri n ú, eða 66.737 á móti 67.539 í fyrra. Á síðasta ári námu gjaldeyristekjur íslendinga aðeins innan við þriðjungi af gjaldeyrisútgjöldum okkar vegna ferða- og dvalarkostnaðar erlendis, eða 158 millj. ámóti 503 millj. króna útgjöldum. Hafði það hlutfall minnkað frá því að nálgast helming árið 1979, þegar tekjur af útlendingum námu 79 millj. en okkar eigin ferðalög kostuðu 177 millj. í erlendum gjaldeyri. —HF.I Lennart Bodström utanríkisráðherra á fundi með blaðamönnum: ?TÚtgjöld Svíatil varnarmála staðið í stað” Mann- björg er bátur brann - var að veiðum vestur af Gróttu ■ Mannbjörg varð er vélbáturinn Svanur Þór brann þar sem hann var að veiðum um átta sjómílur vestur af Gróttu. Þessi atburður átti sér stað á sunnudag en aðeins einn maður, Geir Hreiðarsson, var stadddur um borð, komst hann í gúmmíbjörgunarbát og síðar um borð í Gissur hvíta ÓF 50 er flutti hann til lands. Svanur Þór er frambyggður fimm tonna plastbátur en eigandi hans er Eyþór Jónsson. Hann sagði í samtali við Tímann að eldsupptök væru ókunn. Geir hefði allt í einu orðið eldsins var frammí þar sem hann var staddur út á dekki. Er hann opnaði hurðina á stýrishúsinu hefði gosið upp á móti honum mikill eldur og reykur þannig að ekki var hægt að komast að talstöðinni eða slökkvitækinu. „Hann gerði þá hið eina rétta, það er kom sér frá borði í gúmmíbjörgun- arbátnum því það koma svo hættulegar gufur af því er plast brennur“ sagði Eyþór. Gissur hvíti var staddur í um tveggja mílna fjarlægð frá staðnum sem Svanur brann. Sáu skipverjar um borð bjarm- ann af cldinum ogTIýttu sér á slysstað. Áður hafði lítil flugvél komið að staðnum og sveimaði þar yfir. Tóku , skipvcrjar á GLssuri, Gcir um borð og biðu síðan meðan báturinn brann og sökk. -FRI ■ - Þessi kafbátamál hafa ekki breytt stefnu sænsku ríkisstjóraarinnar á nokk- urn hátt, að öðru leyti en því að ef óþekktur farkostur kemur aftur inn fyrir sænska lögsögu á svipaðan hátt og gerðist í haust, þá verður því svarað af mun meiri hörku og við munum beita auknum vopnabúnaði, sagði utanríkis- ráðherra Svíþjóðar, Lennart Bodström i blaðamannafundi í Reykjavík'í gær er hann var spurður hvaða áhrif kafbáta- málin tvö á þessu ári hefðu haft. Lennart Bodström sagði ennfremur að útgjöld Svía til varnarmála hefðu staðið nokkurn veginn í stað sl. ár og ekki var á sænska utanríkisráðherranum að skilja að kafbátamálin myndu valda þar breytingu á. Útgjöldin í þágu ■ - Við ræddum hin og þessi mál sem hafa verið ofarlega á baugi að undan- förnu, auk þess sem við ræddum samskipti íslands og Svíþjóðar, sagði Lennart Bodström, utanríkisráðherra Svíþjóðar á fréttamannafundi sem boð- að var til að loknum viðræðum sænska utanríkisráðherans og Ólafs Jóhannes- vamarmála næmu nú 17 milljörðum sænskra króna og það væri stefnt að því að sú tala hækkaði ekki mikið. Utanríkisráðherra Svíþjóðar var einnig spurður um málefni sem snerta samskipti íslands og Svtþjóðar, s.s. um viðskipti landanna. Þau mál eru þannig vaxin nú að íslendingar kaupa mun meira af Svíum, en Svíar af íslendingum, þannig að vöruskiptajöfnuður okkar gagnvart Svíþjóð er töluvert óhagstæð- ur. Lennart Bodström svaraði því til varðandi þetta atriði að Svíar keyptu einungis þær vörur sem þeir hefðu not fyrir og varðandi vöruskiptajöfnuðinn vísaði hann til að Svíar keyptu mun nreira af einstökum þjóðum en þeir sonar, utanríkisráðherra í gær. Að sögn Lennart Bodström ræddu þeir Ólafur Jóhannesson mál eins og stöðu efnahagsmála í heiminum. 30 milljónir mapna væru nú atvinnulausar í löndum OECD og minnkandi fram- leiðsla og aukið atvinnuleysi væri öllum ríkisstjórnum mikið áhyggjuefni. seldu þangað. Ástæðan fyrir því að vöruskiptajöfnuðurinn væri íslendingum óhagstæður stafaði m.a. af því að íslendingar keyptu mikið af sænskum bifreiðum, en það sagðist Lennart Bödström skilja ákaflega vel. Bodström sagðist þó skilja að íslendingar hefðu mikinn áhuga á að selja þær vörur sem þjóðin byggði afkomu sína á, en lofaði að öðru leyti engu um frekari kaup Svía á íslenskum vörum. Önnur mál sem drepið var á voru t.d. gengisfellingin í Svíþjóð, sem Bodström sagði hafa verið bráð- nauðsynlega fyrir landið og sænskt atvinnu- og efnahagslíf og þær afleiðing- ar sem gengisfellingin hefur haft fyrir nágrannalöndin. -ESE Bodström sagðist einnig hafa gert grein fyrir utanríkisstefnu landsins, en landið myndi standa utan bandalaga og vera hlutlaust ef svo illa vildi til að til stríðsátaka kæmi. Varðandi spurning- una um kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd, þá sagði Bodström að þeir Ólafur Jóhannesson hefðu rætt þetta atriði. ■ Lennart Bödström, utanríkisráð- herra Svíþjóðar. Tímamynd: Róbert. Hann hefði gert starfsbróður sínum grein fyrir skoðunum Svía á þessum málum, en það væri íslendinga að móta sína eigin skoðun. Það væru engar uppskriftir til um hvernig tryggja ætti kjarnorkuvopnalaus svæði og Svíar myndu ekki þröngva skoðunum sínum upp á aðrar þjóðir. - ESE Utanríkisráðherrar íslands og Svíþjóðar ræddust við: RÆDDU UTANRÍKISMÁL OG SAMSKIPTI LANDANNA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.