Tíminn - 07.12.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.12.1982, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1982 lááLSiiÍ'fí'i'! '7f 1 erlent yfirlit ■ í VESTUR-ÞÝZKALANDI búa stjómmálaflokkamir sig af fullu kappi undir þingkosningamar, sem Kohl kanslari hefur boðað að muni fara fram 6. marz næstkomandi. Það hefur ékki haft nein áhrif á þetta, þótt Walter Scheel, fyrrverandi forseti, hafi lýst yfir því, að hann álíti þessa fyrirætlun Kohls brjóta gegn anda stjórn- arskrárinnar. Hann myndi því ekki hafa fallist á kosningamar, ef hann sæti enn í forsetastólnum. Þessi afstaða Scheel virðist á rökum reist. Ákvæði stjómarskrárinnar setja strangar skorður gegn þingrofi, nema það ástand sé fyrir hendi, að traustsyfir- lýsing til stjórnarinnar hafi verið felld eða vantraust samþykkt og ekki liggi fyrir, að hægt sé að mynda nýja stjórn. Þessa ástæðu notaði Willy Brandt sér 1972, en þá stóð líka þannig á, að stjórnarflokkarnir höfðu veikzt vegna úrsagnar nokkurra þingmanna úr þeim. Flest benti til, að stjórnin væri búin að missa starfshæfan þingmeirihluta. Nú er ekki um slíkt að ræða. Stjórn Kohls, sem er studd af kristilegu flokkunum og meirihluta Frjálslynda flokksins, styðst við öruggan þing- meirihluta. ■ Franz Josef Strauss, Walter Scheel telur það því brjóta.gegn anda og tilgangi stjórnarskrárinnar, ef Kohl kemur því þannig fyrir, að trausts- yfirlýsing til ríkisstjórnarinnar verði felld undir þessum kringumstæðum, en slíkt virðist ekki geta gerzt nema með hjásetu stjórnarþingmanna. ÞÓTT Scheel færi glögg rök fyrir máli sínu, þykir ekki líklegt, að Carsten forseti fallist á þau. Hann mun vart grípa fram fyrir hendumar á Kohl flokks- bróður sínum, ef hann leggur áherzlu á að knýja kosningar fram. Sumir fréttaskýrendur telja, að Kohl myndi geta sætt sig við þetta af persónu- legum ástæðum, því að hann sé ekkert spenntur fyrir kosningum nú. Hins vegar geti hann það ekki af flokkslegum ástæðum. Það myndi geta valdið klofn- ingi kristilegu flokkanna, ef kosningarn- ar yrðu ekki látnar fara fram á þeim tíma, sem boðað hefur verið. Ástæðan er sú, að Franz Josef Strauss leggur megináherzlu á kosningar sem fyrst. Hann vill fyrir alla muni losna við Frjálslynda flokkinn, en Frjálslyndi flokkurinn þykir líklegur til að þurrkast út úr þinginu, ef kosið væri nú. Sá möguleiki er þá fyrir hendi, að kristilegu flokkarnir fái hreinan meirihluta. Þá ætlar Strauss sér að verða utanríkisráð- herra og varakanslari, en þeim embætt- um gegnir nú Genscher, formaður Frjálslynda flokksins. Sósíaldemókratar eiga hér samleið með Strauss og munu því ekki gagnrýna, þótt kosningar verði 6. marz. Þeim er mikið í mun að losna við Frjálslynda flokkinn. Þeir kjósa heldur að kristilegu flokkarnir fái meirihluta. Það verði að ýmsu leyti auðveldara að glíma við stjórnina á þeim grundvelli. Sósíaldemókratar virðast vera búnir að sætta sig við þá tilhugsun, að þeir verði utan stjómar næsta kjörtímabil. Þeir eru búnir að vera í stjórn samfleytt hálfan annan áratug og telja heppilegt af ýmsum ástæðum að fá tækifæri til að endurskipuleggja flokkinn í stjórnar- andstöðu. Kristilegu flokkarnir megi líka gjarnan fá tækifæri til að glíma við efnahagserfiðleikana. Það gæti gert strik í reikninginn hjá Straussogsósíaldemókrötum, ef Græn- ingjaflokkurinn kæmist inn í þingið í stað Frjálslynda flokksins. Heldur virðist nú draga úr líkum á því og ber tvennt til. Annað er það, að hinn nýi leiðtogi sósíaldemókrata, Hans-Jochen Vogel. er lengra til vinstri en Helmut Schmidt og þykir því vænlegur til að vinna hylli ýrnissa þeirra, sem hafa hallazt að Græningjum. Hitt er það, að á nýloknu þingi Græningja var hver höndin upp á móti annarri, og hefur það ekki aukið tiltrú til þeirra. ÞAÐ VEIKIR nokkuð andstöðu Walt- ers Scheel gegn þingkosningunum nú, að hann er fyrrverandi formaður Frjáls- Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Þá hafa æskulýðssamtök flokksins sagt skilið við hann. Líklegt þykir, að Frjálslyndi flokkur- inn muni leggja mikið kapp á þann áróður, að falli hann út úr þinginu, muni Franz Josef Strauss verða utanríkisráð- herra og varakanslari í stað Genschers. Vilja kjósendur skipta á þeim? Því mun jafnframt komið á framfæri, að Kohl kanslari vilji heldur Genscher en Strauss. Samkvæmt nýlegustu skoðanakönnun myndu kristilegu flokkarnir fá 49% atkvæða, ef kosið væri nú, sósíaldemó- kratar 42%, Frjálslyndi flokkurinn 3% og Græningjar 5%. lynda flokksins. Honum er talið ganga það til, að hann vilji komast hjá kosningum nú í þeirri von, að aðstaða flokksins geti batnað, ef kosningar dragast á langinn. Frjálslyndi flokkurinn héfur orðið fyrir hverju skakkafallinu á fætur öðru að undanförnu. Genscher náði nauntlega endurkjöri sem formaður á þingi flokksins, sem haldið var í fyrrihluta nóvember. Síðan hafa nokkrir þingmenn sagt sig úr flokknum, og hafa sumir þeirra þegar gengið yfir til sósíaldemó- krata og verða í framboði fyrir þá. Meðal þeirra er Guntber Verheugen, sem var framkvæmdastjóri flokksins. Baráttan verður milli Strauss og Genschers Brýtur þingrofid gegn stjórnarskránni? tJvOWSVS*-' MONSTER CABLE, sérsmíöuöu hátalaravírarnir, eru viöurkenndir af gagnrýnendum um allan heim sem bestu hátalaravírar sem völ er á. Fáðu „soundið“ sem þú borgaðir fyrir! 1 UST c. LAST er eini vökvinn sem sérfræðingarnir mæla með á hljómplötuna! LAST kemur algjörlega í veg fyrir slit! LAST minnkar afspilunarbjögun (á nýrri plötu) um allt að 80%! LAST eykur endingu nálarinnar. LAST dregur úr rykmyndun. LAST er sett aðeins einu sinni á plötuna. LAST myndar ekki húð, heldur gengur í beint efnasamband við vínilinn. LAST gerir plötuna betri en nýja! AUÐVELDUM / tía£BWAR ~tl,—t r—> SINDY Póstsendum. w w LEIKFANGAVERZLUNIN JOJO AUSTURSTRÆTI 8 - SÍM113707

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.