Tíminn - 07.12.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.12.1982, Blaðsíða 14
:aa AAAaAAf. PRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1982 eftir helgina Þingsætum radad með vörubfium ■ Veðurguðinn ákvað undirdánu- legast að hafa jólaveður á búðartíma á laugardag. Það er að segja í höfuðstaðnum. Er líklega kominn í kaupmannasam- tökin. Frost var í jörðu og köld morgunsólin lék jólalög á hjarnið, á grýlukertin, og á jólaskrautið í garðinum, en svört trén eru nú fagurlega skreytt af lognfjöllum snjó og klaka. Þau bera þessi viðkvæmu vetrarföt eins og ungar stúlkur á brúðarklæð- um, því við minnstu hreyfingu geta þau aftur breyst í þessar svörtu beinagrindur, sem þau eru í raun og veru, og það hringlar draugalega í þeim í storminum að næturþeli. Þetta hefur verið örðugur vetrar- kafli, sem af er. Bárujárnsrok í hverri viku, og hvað svo sem kann að standa í bókhaldi landsins um veður, sláum við þessu föstu. En þrátt fyrir blíðviðrið og rýmk- aðan opnanatíma, var engin ös í búðum, og leggst það illa í marga, kaupmaðurinn á Laugaveginum var skelfíng dapur og minnti meira á jólaköttinn í svarta frakkanum sínum en mann sem hefur verið að græða peninga á réttu verði. Á sunnudag herti frostið, og lognið dýpkaði enn meir. Gufustrók- arnir stóðu út úr vitum gamla fólksins, sem var á leiðinni til kirkju, til að biðja fyrirgefningar á verðbólg- unni, því guðs lamb er ennþá ókeypis, þótt kominn sé nýr grund- völlur í önnur lömb landsins. Um helgina var mest rætt um prófkjörin og búvöruverðið, sem nærri má geta, en sexmannanefndin virðist búa við aðra verðbólgu og meiri.en aðrir landsmenn. Að vísu er okkur sagt, að bændur hafi ekki fengið nema 50 prósent verðbætur á sína vinnu. En svo þegar búið er að selja þeirra fimmtíu prósent í heild- sölu og smá sölu, verður úkoman sú, að búvörur hækka helmingi meira, en nemur verðbótum á laun, og með sama áframhaldi, hlýtur að stefna í það, að enginn skilji íslenskan land- búnað nema sexmanna nefndin, og búvörur hverfi að mestu af borði launamanna. Bilið milli tekna manna og verðhækkana á mat, getur nefni- lega ekki endalaust breikkað, hversu réttur sem reikningur sexmanna nefndarinnar og sauðkindarinnar, kann að vera að öðru leyti. Framboðsmál og prófkjör voru mikið rædd um helgina. Og þá einkum sú staðreynd að Sjálfstæðis- menn í Reykjavík, gleymdu for- manni sínum í óðagotinu við að koma sínum mönnum í örugg sæti í prófkjörinu. f venjulegri pólitík hef- ur þetta oftar verið öfugt. Sumsé að foringjar gleymi kjóse.ndum sínum. Það dregur hins vegar ekki dilk á eftir sér, nema ef vera kynni í Norðurlandskjördæmi vestra, þar ] sem ákvéðinn hópur virðist ætla að snúast gegn Páli 'Péturssyni, bónda | á Höllustöðum, vegna þess að hann var eitthvað tregur til að leggja kjördæmi sitt undir vatn. Var lengur að gefa eftir en hrepps- nefndir og menn sem áttu vörubíla, eða voru búnir að panta sér þá vegna | Blönduvirkjunar. Sá sem þessar línur ritar, var á | sínum tíma andsnúinn Páli á Höllu- stöðum. Tel enn, að skynsamlegra hefði verið að halda áfram með | vatnakerfi og stórvirkjanir Þjórsár. Þó leist mér enn verr á það að hafa Blönduvirkjun vatnslausa, ef það ] átti á annað borð að virkja þarna,- Á það skal ekki lagt mat hér, hvort sú leið, sem farin var, um skertan vatnsforða, sé hin eina rétta. Hitt blandast engum hugur um, að það er sjaldgæft að þingmaður skuli halda j sannfæringu sinni, allt eins vel þótt einhver hafi keypt vörubíl, eða telji það smá mál að land fari undir vátn, því á virkjunartímanum verði vinna ogpeningavelta. Hvað um rafmagnið verður spyr enginn. Rafmagn hefur ekki fast heimilisfang í kjördæmum, heldur verður það aðeins leitt þangað, sem brúk er fyrir það. Og ] kostar sama, þótt einstök sveitar- felög eigi nú helftina af Lands- virkjun, á móti ríkinu. Ýmsir eru þeir, sem telja prófkjörin vera orðin hættuleg lýðveldinu og lýðræðinu, og telja illskárra að hafa uppstillinga- nefndir, sem áður voru sexmanna- nefndir og forðagæslunefndir stjóm- málaflokkanna. Ekki skal á það lagður dómur hér. Það er afturá móti öllu verra, ef það fer að verða hættulegt fyrir framtíð stjómmálamanna, ef þeir fara eftir sannfæringu sinni á þingi. Þá blæs ekki byrlega fyrir æm alþingis og þjóðarinnar. Vonandi ráða vörubílar ekki skip- an framboðslistans í Norðurlandi vestra. Annað mál er það, hvort menn kjósa að fella þingmenn í kosningum, eða ekki. Þingmaður verður aðsætta sig við dóm kjósenda. Ég vona því innilega að Páll á Höllustöðum verði ekki fyrir vörubíl þegar raðað verður á lista Framsóknar, og er þó síður en svo sammála honum í vatnsbúskap. Sunnudagurinn leið hægt og skip j heiðríkjunnar þokaðist yfir landið. Aðventuljósin em komin í marga glugga, enda kominn annar sunnu- dagur í aðventu. Teikn á sól og tungli, eins og það heitir í almanaks- fræðunum. Jónas Guðmundsson. Jónas Guðmundsson, rithöfundur skrifar menningarmál ■ - ••• , — ÍSLENSKA HLJÓMSVEITIN ■ Aðrir hljómleikar íslensku hljóm- sveitarinnar voru helgaðir Jóseph Haydn, sem á 250 ára afmæli á þessu ári, svo sem víða er minnzt. í því tilefni hafði hljómsveitin fengið 6 íslenzk tónskáld til að semja tilbrigði um stefið úr upphafskafla 94. sinfóníu Haydns, pákusinfóníunni. Þessi tónskáld voru Herbert H. Ágústsson, John Speight, Haukur Tómasson, Leifur Þórarinsson, Atli Heimir Sveinsson, og Þorkell Sigur- björnsson. Flest tilbrigðin gerðu tilraun til gamansemi, fæst eða engin reyndu trúnað við Haydn sjálfan, enda skilja 250 ár á milli þess sem eitt sinn var framúrstefna, og nú þykir boðlegt ung- um tónsmiðum, og í þriðja stað var pákuslagið alræmda sumum ungu mönnunum uppspretta innblásturs. Næst flutti Jón Þórarinsson lítið afmæliserindi um Haydn sem, vegna sinnar löngu ævi var forveri Mozarts (og raunar hinn eini samtímamanna hans í Vínarborg, sem hann hallaði aldrei orði á), en blómstraði jafnframt ekki veru- lega fyrr en að Mózart látnum, með Lundúnasinfóníum sínum o.fl. sem sam- ið var um ug eftir aldamótin 1800. Þá flutti Kristján Stephensen og íslenska hljómsveitin óbókonsert í C- dúr sem kenndur er við Haydn, einkum í seinni tíð að því er skráin segir, en fyrri tíma fræðimenn höfðu efazt eitthvað um faðernið. Kristján spilaði þetta listilega vel, enda er hann einn af okkar albeztu hljóðfæraleikurum - einn þeirra sem mundi sóma sér vel í nær því hvaða hefðar-sinfóníuhljómsveit sem er. Og loks flutti hljómsveitin sinfóníu Haydns í D-dúr nr.104, sem er síðust og mest sinfónía hans og sú sem kölluð er „Lundúnasinfónían“. Hin unga hljóm- sveit spilar yfirleitt vel, enda skipuð fólki sem áð vísu er ungt að árum en allt í góðri og sífelldri þjálfun - hefur ýmist nýlokið námi eða er á Iokastigum náms - auk þess sem í henni eru nokkrir af öndvegisspilurum Sinfóníuhljómsveitar íslands. Sérlega eftirtektarverður er hinn kraftmikli leikur þeirra Eðvalds- dætra, Sigurlaugar og Sigrúnar, sem sátu á fremsta púlti fyrstu fiðlu, og mættu margir eldri og reyndari fiðlarar taka sér til fyrirmyndar. „Ef sverð þitt er stutt, þá gakktu feti framar“, og séu strengimir fáir verður að láta bogann bíta. Að vísu er stundum ekki allt sem sýnist, því af sérstökum ástæðum gat ég fylgzt sérstak- lega með 2. fiðlu, og jafnframt því sem ekki heyrðist annað en allt væri með felldu, var svo að sjá sem hvert púlt væri að spila sína rödd á köflum: meðan fremsta dró bogann niður ýtti annað púlt boganum upp, en þriðja púlt virtist vera að spila hraðann staccatoskala - hér mun vera um „sjónræn" atriði að ræða, sem verða löguð með tímanum, en sýna samt vissa áhuga-hljómsveitarstöðu ís- lenzku hljómsveitarinnar. Stjórnandi var sem fyrr Guðmundur Emilsson, sem hvorki virðist skorta dugnað né sjálfstraust og eru hvort tveggja fagrir eiginleikar með ungum mönnum. Tónleikamir voru haldnir fyrir nær-fullu húsi í Gamla bíói, 27. nóvemb- er. 5.12 Sigurður Steinþórsson Viðburðarríkur laugardagur ■ Laugardagurinn 4. desember var sérlega krefjandi fyrir þá fjölmörgu Reykvíkinga sem tónleika sækja, því þann dag allan gengu maraþon-tónleikar Langholtskirkjusafnaðar, og hófust raunar kvöldið áður, Musica antiqua hafði konsert kl. 5 í Þjóðminjasafninu, og Háskólakórinn o.fl. fluttu verk Hjálmars H. Ragnarssonar í Félags- stofnun stúdenta kl. 5 og hálf níu. Nú er svo komið, og raunar fyrir löngu, að ekki dugir að sækja alla tónleika bæjarins, heldur verða menn að velja og hafna, en þá bregður svo við, að því fleiri sem tónleikarnir eru, þeim mun betri er aðsóknin. Þetta mun vera angi af menningarlegu lögmáli sem óná- kvæmt mætti orða svo, að „það eykst sem af er tekið“ eða „því stærra sem ílátið er, þeim mun fyllra verður það“. Dæmin eru hvarvetna: Umferðaröng- þveitið vex í réttu hlutfalli við vegabætur og hraðbrautagerð, sjúkum fjölgar í réttu hlutfalli við lækna og skortur á sjúkrarúmum vex með fjölda rúmanna. Þetta er allt saman hluti af því sem á vísindamáli nefnist hagvöxtur. Maraþontónleikar Við sátum liðlega tvo tíma á mara- þontónleikunum, og sannfærðumst um það að ekki veitti af hitalögn í Langholts- kirkju ef einhverjir eiga að fást til að hlýða á guðsorð í því húsi yfir hávetur- inn. Þar tók hvað við af öðru, og var vel fagnað, enda flest sæti setin. Stemmning- in var skemmtilega losaraleg og minnti á „music halls“ í Frakklandi og Bretlandi á síðustu öld, þar sem menn komu og fóru að vild, reyktu og snökkuðu saman, og þögnuðu aðeins þegar aðalsöngkonan söng lykilaríuna, eða smellnasta sönginn. Að vísu voru menn stórum alvarlegri í Langholtskirkju, nema börn- in sem þarna hlupu um í torfum svo sem sæmir vel í tilvonandi guðshúsi, því frelsarinn segir á einum stað: Leyfið börnunum að koma til mín. Þá hafði hann verið að halda ræðu úti á víðavangi, en mæður héldu að börnin trufluðu samkomuna, ranglega, eins og kom í ljós. Musica Antiqua Frank Sinatra segir “When I was thirty-five, it was a very good year.“ En ég segi: „afbragðsár var 1685", því þá fæddust bæði Jóhann Sebastían Bach og Georg Friedrich Handel. Hér á íslandi urðu ekki jafnmarkverð tíðindi svo ég inuni; þó varð eldgos í Kverkfjöllum og hlaup í Jökulsá á Fjöllum, og það ár fæddist Jón Sigurðsson sá sem orti Tímarímu, en í henni segir í mansöng: Hverfult lukkuhjólið er, hamingju einn þó næði, ávaUt fyrir augum mér eins og léki á þræði. Bach og Hándel þykja mér fyrstir „nútímatónskáldanna", en Telemann, sem fæddist 1681, hins vegar í hópi fornmanna. Varla er þetta þó raunveru- leg skipting, en um þessar mundir urðu miklar framfarir í hljóðfærasmíð, sem vafalaust höfðu sín áhrif á tónsmíðar, og sitthvað annað kann að hafa komið til. En þess er auðvitað að gæta, að 100 ár eru milli Bachs og Beethovens (f. 1770), og á milli þeirra eru m.a. Haydn (sem á 250 ára afmæli í ár) og Mózart. Þannig verða engar stökkbreyt- ingar, heldur stþðug þróun í 300 ár. Musica antiqua hélt þriðju tónleika vetrarins í húsi Þjóðminjasafnsins við Hringbraut á laugardaginn (4. desem- ber) og flutti nú fimm verk, tvö eftir Telemann, tvö eftir Hándel, og eitt eftir Bach. Að þessu sinni lék Helga Ingólfs- dóttir á hinn nýja sembal sinn, hinn fullkomnasta í landinu - gott ef ekki heiminum - Camilla Söderberg á alt- blokkflautu, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir á víólu da gamba, og Michael Shelton á barokk-fiðlu. Því markmiði er þá náð, að allir spili á forn hljóðfæri, eða a.m.k. eftirlíkingar af þeim, en á því byggist það að réttur hljómur og styrkleikahlut- föll náist í þessari fíngerðu tónlist. Anddyri Þjóðminjasafnsins hentar sérlega vel til þessa flutnings, með myndum löngu dauðra preláta hangandi uppi á veggjum, og hljómburði vel hæfandi þegar salurinn er þétt setinn, eins og var á þessum tónleikum. Því áhugi á barokk-tónlist fer ört vaxandi hér sem annars staðar. Auk þess hafði safnvörður lagt til kerti til að lýsa listafólkinu og magnaði það enn and- rúmsloftið. Fjórða verkið á tónleikunum var Sónata í E-dúr eftir Bach fyrir fiðlu og sembal. Ég spurði Michael Shelton í hverju barokk-fiðlan væri frábrugðin nútímafiðlum, en fiðla hans er frá því um 1700. Hann sagði nýrri fiðlurnar hafa lengri háls, og þess vegna vera hljóm- meiri, en á barokkfiðlunni eru strengirn- ir fremur slakir. Þetta kom vel fram í Sónötunni, sem var listilega leikin af þeim Helgu Ingólfsdóttur og Shelton, því þegar við átti spilaði fiðlan svo „fárveikt“ að sérhver nóta sembalsins heyrðist greinilega. En Helga sagði það einmitt vera aðal hins nýja sembals hve hreinar nóturnar væru og vel aðgreindar, auk þess sem hann hefur sérstaka rödd, dolce, sem ekki finnst í öðrum sembal- tegundum. Skemmtilegasta raddsetningin var annars með öllum fjórum hljóðfærum, þar sem semball og víóla da gamba mynda svonefnda grunnbassa, en alt- flauta og fiðla leika laglínuna. Því gömlu mennirnir kunnu vel að meta fjölbreytni í tóngerð ekki síður en hljómum, og fiðlan og flautan skapa einmitt andstæð- ur í tóngerð. Tilraun Telemanns með flautu og einsama víólu da gamba (Sónata í B-dúr) þótti mér ekki takast eins vel, þótt virðingarverð væri, kné- fiðla þessi virðist njóta sín best sem hluti af grunnbassanum. Tónleikar Musica Antiqua eru undan- tekningarlaust sérlega góðir, skemmti- legir og almennt mannbætandi, og fyrir allt þetta ber að þakka. Nýjasta nýtt Laugardaginn 4. desember voru flutt þrjú verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Fyrst flutti Kór Dómkirkjunnar í Reykjavík Gloriu undir stjórn Marteins H. Friðriksson, síðan lék tríó Rómönzu, og loks söng Háskólakórinn Canto undir stjórn tónskáldsins sjálfs, stjórn- anda síns. Kór Dómkirkjunnar flutti Gloriu fyrr í haust niðri í Dómkirkju sama kvöldið og íslenska óperan frumsýndi Töfra- flautuna svo þessi endurtekning var sérlega kærkomin. Marteini Friðrikssyni hefur tekist að koma saman furðulega góðum kór og æfa þarna upp mjög erfitt verk, sem var áhrifamikið í flutningi. Gloria notar að einhverju leyti hinn kaþólska messutexta og sumir veittu því athygli, að ýmsu var þar við snúið, t.d. er upphafs- og endakaflinn Gloria in excelsis (dýrð sé guði í upphæðum) sunginn dapurlega - en hvað snertir það okkur, sem kunnum ekkert í þessu hvort sem er? Næstu fluttu þeir Martial Nardeau, franskur flautuleikari, Einar Jóhannes- son (klarinett) og Snorri Sigfús Birgisson (píanó) Rómönzu frá 1981; við heyrðum hana víst fyrst í fyrra á Myrkum músíkdögum. Þessi Rómanza er skelfi- lega áhrifamikil, nístir gegnum merg og bein bæði í eiginlegum og óeiginlegum skilningi, og flutt: af mikilli snilli á þessum tónleikum. Hún var frumflutt á tónleikum f Stokkhólmi 1981, en kunn- ugir segja mér, að íslensk nútímatónlist, bæði „æðri tónlist“ og „popp“, þyki langt á undan því sem frændur vorir á hinum Norðurlöndunum séu að bauka við, enda viti þeir það sjálfir og þyrsti í fréttir héðan. Og kannski eitthvað sé hæft í því. Og síðast frumflutti Háskólakórinn, undir stjórn Hjálmars H. Ragnarssonar, Canto við texta úr Gamla testamentinu. Hjálmar hefur snúið kórstjórn sinni upp í stórsigur: hann hefur efnivið í Háskóla- kórnum, sem vafalítið er hinn besti sem völ er á - ungt og vel menntað fólk, sem margt hvert hefur lært sitthvað í lónlist. Hjálmar hefur þama að vissu leyti aðstöðu svipaða og Bach hafði þegar hann var í Köthen, eða Haydn hjá Esterházy, sem hann kann að notfæra sér. Hann getur því samið ný og spennandi söngverk fyrir Háskólakór- inn, og þarf litla vinnu að leggja í Gaudeamur igitur og annan sjálfsyngjandi skyldusöng. Enda var aukalagið ekki af verri endanum, „lítil fimmföld fúga eftir Bach“. Ég spái Hjálmari og Háskóla- kórnum mikilli framtíð, og trúi því að aðrir kórstjórar og hljómsveitarstjórar muni í vaxandi mæli fyigja þessu 300 ára gamla fordæmi. 5.12. Sigurður Steinþórsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.