Tíminn - 07.12.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.12.1982, Blaðsíða 15
19 Þrennir Háskólatónleikar ■ Tíminn á það til að týna tónlistarpistl- um, stundum endanlega, en stundum um hríð þannig að þeir birtast eftir dúk og disk. Nú virðist einsýnt, að örlög pistils um Chopin-tónleika Jónasar Ingi- mundarsonar hafi orðið af hinu endan- lega tagi, og því verða nú fáein orð sögð um þá tónleika, sem haldnir voru að. venju háskólatónleika í hádeginu á miðvikudegi í Norræna húsinu. En þessir tónleikar eru jafn-reglubundnir og gangur himintunglanna, sérhvern miðvikudag í hádeginu. Jónas Ingimundarson spil- ar Chopin Á sjöttu háskólatónleikum vetrarins 17. nóvember lék Jónas Ingimundarson ýmis píanóverk eftir Frederick Chopin (1810-1849), þrjár Polonesur og fimm Etýður. Jónas er með dugmestu píanó- leikurum vorum, spilar mikið opinber- lega bæði sem einleikari og undirleikari, og er óragur að fást við verkefni sem allir þekkja. Þannig lék hann t.a.m. þrjár Beethovensónötur á háskólatón- leikum fyrir fáum árum, og nú hin alkunnu og sívinsælu píanólög Chopins. Jónasi tókst betur upp í hinum viðurhlutamiklu Pólonesum en í hinum fíngerðu ' Etýðum, og einkum spilaði hann sérlega vel síðari Pólonesumar tvær, í E-dúr og A-dúr. Annars spilaði hann öll lögin af miklu öryggi og talsverðum tilþrifum, en ýmis fíngerð smáatriði Etýðanna, bæði í skrauti og „dýnamík", skiluðu sér illa. Hér var Jónas undir sömu sök seldur og flestir íslenskir píanóleikarar - þrátt fyrir allt vantar þá þann aga og þá eilífu „rútínu" sem stórpíanistar heimsins hafa þeir sem spila vinsæl lög inn á plötur, eða ferðast milli konsertsalanna, oft með sömu efnisskrána viku eftir viku. Það er ekki hægt að berjast til fullkomnunar með kennslu og brauðstriti enda má taka dæmið af þeim hljóðfæraleikurum sem „stefnt hafa á toppinn" og náð þangað, t.d. Ashkenazy eða Manúelu Wiesler, að þau kenna ekki eða spila í hljómsveit, heldur rækta snillina eins og veðhlaupa- maður hross sitt. Hins vegar vom þessir tónleikaf að mörgu leyti mjög góðir, og þann herzlumun sem á kann að vanta tel ég að Jónas gæti jafnað með því að einbeita sér að þeim smáatriðum sem áfátt er. Varla þarf að taka fram, að Chopin og Jónasi var vel fagnað af áheyrendum. Jazz-svíta Bollings Á sjöundu háskólatónleikunum 24. nóvember varð sá sögulegi atburður í áratugs starfsemi þeirrar stofnunar, að jazzblönduð tónlist heyrðist þar fyrsta sinni. Að sönnu munu jazzistar áður hafa sótzt eftir að spila á háskólatón- leikum, en tónleikanefnd ekki þótt við hæfi að jafna tónlist leikinni af fingmm fram við skrifaða tónlist hefðartón- skálda. Hins vegar telst Frakkinn Claude Bolling, tónskáld, píanóleikariogútsetj- ari, og einn athafnasamasti ogfjölhæfasti tónlistarmaður sinnar þjóðar um þessar mundir, til hefðarlistamanna, enda er Svíta hans fýrir flautu og jazz-píanó mjög haglega samin. Bolling hefur raunar veikleika fyrir „svítum" af þessu tagi, því heyrzt hafa eftir hann a.m.k. svíta fyrir fiðlu og jazzpíanó, og svíta fyrir einsamalt jazzpíanó, og er þó ekki fullrannsakað. Svítu fyrir flautu og jazzpíanó léku þau Amgunnur Gylfadóttir (flauta), Snorri Sigfús Birgisson (píanó), Richard Sigurður Steinþórsson skrifar um tónlist Jónas Ingimundarsson Korn (bassi) og Eggert Pálsson (trommur). Svítan er þannig upp byggð, að flautan spilar „klassík", en píanóið streitist jafnan við að sveigja hana út í jazzinn, sem stundum tekst um hríð, og taka þá taktsláttarhljóðfærin undir af mikilli gleði. Svftan skiptist í eina sex eða sjö kafla og er mjög skemmtileg áheymar. Frakkar hafa raunar löngum dekrað við jazz-áhrif í klassík sinni, ekki sízt „hinir sex“ á sínum tíma, og tekizt mun betur en t.d. Bandaríkjamönnum á við Gerschwin, sem þrátt fyrir allt var meiri jazz- eða dægurlagamaður en klassíker - en hvað um það. Þetta vora ágætir tónleikac enda fullt hús í Norræna húsinu. Már Magnússon söng Már Magnússon, tenór og Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari fluttu sönglög þriggja íslenzkra tónskálda á áttundu háskólatónleikum vetrarins, 1. desember. Náttúmöflin ætluðu að setja sig upp á móti þesu tónleikahaldi af talsverðri óbilgirni, með fárviðri og ófærð, en vinir söngsins létu hvergi deigan síga og fjölmenntu í Norræana húsið. Þar söng Már fyrst þrjú lög eftir Emil Thoroddsen (1898-1944), þá sex lög eftir Hallgrím Helgason (f. 1914), og loks tvö lög eftir Jón Ásgeirsson (f. 1928). Sum þessara sönglaga vom frum- flutt á þessum tónleikum. ■ Már Magnússon. Már Magnússon hefur talsvert mikla tenórrödd en ekki fullkomlega agaða að mínum dómi, sem bæði kemur fram í ójafnri tónmyndun og þeirri áráttu að „hanga neðan í“ háum tónum. Söngva Emils Thoroddsen, Komdu, komdu kiðlingur, Kveðju og Wiegenlied, söng Már utanbókar, en öll hin lögin las hann af blaði. Ekki svo að skilja, að hann hafí ekki kunnað þau, en þó hlýtur það að breyta flutningnum talsvert og skaða „túlkunina" að hafa ekki þrautæft söng- lög þannig að maður kunni bæði lag og texta fullkomlega. Því í samhæfingu lags og texta er galdur ljóðasöngsins fólginn. Hins vegar er það vafalaust, að a.m.k. sum af lögum Hallgrfms em engan veginn auðlærð, en ekkert þeirra, né söngva Jóns Ásgeirssonar, hafði ég heyrt áður. Enda treystist ég ekki til að dæma neitt um þau eftir áS hafa heyrt þau einu sinni; hins vegar tók ég sérstaklega eftir Þegar undir skörðum mána eftir Jón, við texta Stefáns Harðar Grímssonar, þar sem lag og ljóð virtust falla sérlega vel saman. Ólafur Vignir Albertsson lék af öryggi og smekkvísi, eins og oft áður. Og Már gerir góðan hlut með nýrri íslenzkri tónlist af þessu tagi, enda var það vel við hæfi að flytja hana á fullveldisdaginn 1. desember. 5.12 Sigurður Steinþórsson. Frönsk leikföng - toppurinn í dag hitta beint í mark B M E Vorum að fá feikna úrval af þessum heimsfrægu frönsku leikföngum Heildsölubirgðir. INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg Sími 37710.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.