Tíminn - 07.12.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 07.12.1982, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1982 21 Sagan um ísfólkið - þriðja bók: Hyldýpið ■ „Hyldýpið er þriðja bókin í bókaflokkn- um Sagan um ísfólkið eftir Margit Sandemo, sem Prenthúsið hefur útgáfurétt á hér á landi. Sunna Angelíka er aðalpersónan í þessari bók, sem gerist á Akershúsi, í Kaupmanna- höfn og á Skáni og atburðarásin nær allt til ársins 1600. Eins og áður segir er „Hyldýpið“ þriðja bókin í bókaflokknum um ísfólkið, þessi bókaröð sem hóf göngu sína samtímis á öllum Norðurlöndum, virðist eiga sívaxandi vinsældum að fagna hér á landi ekki síður en erlendis þar sem þegar eru hafnar endur- prentanir á fyrstu bókunum. GLUGGAR OG HURÐIR Vönduð vinna á hagstæðu verði. Leitið tilboða. ÚTIHURÐIR Dalshrauni 9. Hf. S. 54595. Lífsmörk í spori ■ Bókaútgáfan Skjaldborg hefur sent frá sér bókina Lífsmörk í spori, minningar og fróðleiksþættir, eftir Torfa Þorsteinsson, Haga. í formála að bókinni segir höfundur m.a. svo: „Þættir þeir, sem hér koma út á prenti, eiga að varðveita endurminningu manna og kvenna, sem ýmist voru samferðafólk mitt eða ég hafði um greinilegar heimildir. Allt var þetta fólk elju og starfs í sól og regni, gætt raunsæjum lífsviðhorfum." Lífsmörk í spori er 157 bls., prentuð og unnin í Prentsmiðju Bjöms Jónssonar. 1 bókinni er finna margar myndir og nafnaskrá. svipur tands og þjóðar í máti og myndum eftir Hjálmar R Bárðarson. Bókin er 428 blaðsíður í vönduðu bandi. í henni eru 20 kaflar, teikningar og kort. Fæst hjá bóksölum um land allt Dreifing í sima 85088 IITargil Sandemo Ijyldýpid eftir Jón Óttar Ragnarsson. gerist^ á örlagastundu bandarískrar óperusöngkonu og vísindamanns sem hún er gift. Hvað gerist í heimi þessa metnaðarfulla fólks þegar öllu skal fórnað fyrir eigin frama.... ? Hans Hansen: Einkamál ■ Nýjasta skáldsaga Hans Hansen fyrir unglinga og annað ungt fólk er nú komin út á íslensku og heitir hún Einkamál. Áður hafa þrjár af bókum Hans Hansens verið gefnar út hér á landi: Sjáðu sæta naflann minn, Vertu góður við mig og Klás, Lena, Nína og... Auk Einkamála er ný útgáfa komin út af Sjáðu sæta naflann minn. Það er Lystræn - inginn sem gefur bækumar út, Vemharður Linnet, þýðir. Hans Hansen er afkastamikill rithöfundur og hefur sent frá sér 25 bækur fyrir fuliorðna, unglinga og börn, auk þess sem hann hefur skrifað mikið fyrir útvarp, sjónvarp og leiksvið auk handrita að átta kvikmyndum, nú síðast Gúmmí Tarsan, sem farið hefur sigurför um Evrópu. Hans Hansen dvaldi hér á landi í október og flutti fyrirlestra um bama- og unglinga- bækur og kvikmyndir fyrir unglinga og böm. Hann er einn af höfundum sjónvarps- þáttanna um Hildi, sem sýndir verða í íslenska sjónvarpinu eftir áramót. Þetta era þættir sem sameina dönskukennslu og góða skemmtun. Louts Masterson Bókaraðir Prenthússins sem út hafa komið síðan 1976 hafa sannað það að bækur í vasabrotsformi falla í góðan jarðveg hér á landi sem og í öðmm löndum. 35. bókin um Morgan Kaue: Hefndarenglarnir ■ Út er komin 35. bókin í bókaflokknum um Morgan Kane og heitir hún „Hefndar- englamir“ A bókakápu segir: í eyðimerkurhémðun- um í austurhluta Utah fór það eins og skógareldur um allt: Hefndarenglarnir ríða í nótt. Fólk á afskekktum býlum skimaði hræðslu- lega út á næstunni til að vita, hvort það sæi reykský, þegar Hefndarenglamir vom á ferðinni. Þeir vom böðlar mormónanna, sem allir óttuðust og þeir hefndu alls þess óréttar sem framinn var gegn trúbræðrum þeirra. Það varð að binda endi á starfsemi þeirra, ef Utah átti að komast í sambandsríkin. Það varð að láta hart mæta hörðu og þar var komið verkefni handa Morgan Kane. Pétur - Páll ■ Bókaútgáfan Salt hefur sent frá ser tvær bamabækur, Pétur og Pál. Fjalla þær um ævi og störf postulanna Péturs og Páls, lýsa í máli og myndum starfi þeirra að útbreiðslu kristninnar. Em þær 24 bls. ríkulega mynd- skreyttar af Lennart Frantzén. Textann hefur skrifað Andres Kúng, sænskur rithöf- undur og blaðamaður. Em bækumar ritaðar sem ævisögur og em allspennandi á köflum. Þýðandi er JóhannesTómasson, en bækurnar em gefnar út í samvinnu margra þjóða, setning og filmuvinna texta unnin af tækni- deild Morgunblaðsins, en bækumar prentað- ar í Englandi. (|elgafclX Veghúsastíg 5, Reykjavík. Sími: 16837. Hefurþað "/Jj bjargað þér r ------ymjjFHRtwt 0---

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.