Tíminn - 07.12.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.12.1982, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1982 Víkingar töpuðu — Dukla Prag - Vikingur 23-15 ¦ I gær léku Vfldngar fyrri leik sinn í 2. umferð Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik. Andstæðingar þeirra voru Dukla frá Prag og var leikið ¦' Tékkóslóvakiu. Tékkamir sigruðu með 23 mörkum gegn 15, en staðan í leikhléi var 10 mörk gegn 8 Dukla í hag. Munurinn á liðunum var þetta tvö til þrjú mörk, þar til síðustu tíu mínúturnar að Tékkarnir sigu framúr og unnu óruggan sigur. Viggó Sigurðsson var markahæstur í leiknum og skoraði 4 mörk, Hörður Harðarson og Steinar Birgisson skoruðu þrjú mörk hvor, Þorbergur Aðalsteins- son tvö mörk og Hilmar Sigurgíslason, Árni Indriðason og Guðmundur Guð- mundsson eitt hver. Leikurinn var fyrirhugaður á sunnu- dag, en þá komust rúmensku dómararnir sem áttu að dæma leikinn ekki til Prag og var honum því frestað. Síðari leikurinn er fyrirhugaður hér á landi næstkomandi sunnudag. Sh. tR»ÍSí ¦ Haukur Geirmundsson sýndi sinn besta leik með KR í vetur gegn Nis. Hér skorar hann eitt marka sinna. Nánar um leikinn á næstu opnu. Túnamynd: EUa EUert B. Schram. Þriggja stiga reglan felld ¦ TUlaga Valsmanna um að þrjú stig verði veitt fyrir sigur í deUda- keppninni ¦' knattspymu var ekki samþykkt á ársþingi KSÍ um helgina. Þar með munu 2 stig vera látin nægja a.m.k. á næsta ári fyrir unnin leik. Mörg mál voru rædd á þinginu, sem stóð ylir í tvo daga. EUert B. Schram var endurkjörinn formaður KSI og með honum verða í stjóm Helgi Daníelsson, Friðjón B. Friðjónsson, Ámi Þorgrimsson, sem allir voru endurkjömir, en fyrir sátu í stjóminni sem ekki þurfti að greiða atkvæði um Gunnar Sigurðsson, Helgi Þorvaldsson og Gylfi Þórðar- son. Varamenn í stjóminni vom kjörnir Sigurður Hannesson, Sveinn Sveinsson og Þór S. Ragnarsson. Ingólf ur Jóns- son sigraði ¦ Fyrsta skiðamót vetrarins var haldið á Miklatúni í Reykjavik á sunnudaginn. Það var Skíðafélag Reykjavíkur sem sá um framkvæmd mótsins. Þetta var göngumót og var keppt í flokkiiuiu karla og kvenna og gengu karlaroir 10 km., en konumar 6km. Sigurvegari í karlaflokki varð Ingólfur Jónsson S.R., en hann gekk á 31:16 mín. í öðra sæti varð Haukur Eiríksson Akureyri, þriðji varð svo Garðar Sigurðsson S.R. og í fjórða sæti Ingþór bróðir Hauks, en þeir era bræður liins landskunna göngu- kappa Magnúsar Eirikssonar frá Siglufirði. Guðbjörg Haraldsdóttir S.R. sigr- aði í kvennaflokki, Sigurbjörg Helga- dóttir varð önnur. I öldungaflokki keppti Tryggvi HaUdórsson, en hann gekk 6 km., á 32,28 mín. sh Framarar höffðu betur í lokin Og sigruðu Þrótt 23:20 í 1. deild ¦ Það var núkið um mistök á báða bóga í leik Þróttar og Fram ¦' 1. deildinni í handbolta í gærkvöldi. Það vora þó Framarar sem höfðu betur í leiknum og er upp var staðið var staðan 23 mörk gegn 20 Fram í hag. í hálfleik var staðan Þrótti í hag, en er h'ða tók á síðari hálfleikinn komust Framarar yiír og héldu forystu aUt tU loka. Fyrri hálfleikurinn var fremur sveiflu- kenndur. Framarar komust í 10-7, en rétt fyrir leikhlé var staðan 11-10 Þrótti í hag og þeir bættu öðru marki við. Síðustu mínútur leiksins voru sér- kennilegar. Bæði liðin gerðu ótrúlegan fjölda mistaka og mikilvægi leiksins var greinilega farið að setja mark sitt á hann. Þó keyrði út yfir allan þjófabálk síðustu tvær mínúturnar og lá við að fólk héldi að verið væri að aðhafast eitthvað allt annað en leika handknattleik. Þeir leikmenn sem stóðu uppúr í þessum leik hjá Fram voru Egill Jó- hannesson sem skoraði nokkur mjög góð mörk. Þá lék Sigurður Svavarsson vel, ekki bara í vörn heldur einnig í sókninni. Þá var Hinrik drjúgur á línunni. Hannes átti spretti, einkum undir lok leiksins. Sigurður varði mjög vel í markinu. Hjá Þrótti var Ólafur Benediktsson bestur í markinu og einnig var Gísli Óskarsson drjúgur. Mörkin: Fram: Egill 6, Sigurður Svavarsson, Hinrik og Hermann 4 hver, Hannes Leifsson 3, Björn og Erlendur eitt hvor. Þróttur: Páll 5, Gísli 5, Ólafur H, Magnús og Jens tvö hvor, Lárus Karl, Lárus Lár og Einar Sveinsson eitt mark hver. sh Þróttarar taplausir í 1. deild íblaki ¦ Þróttarar eru í toppsætinu í 1. deildinni í blaki, en um helgina léku þeir gegn botnliði Víkings og sigruðu 3-0, 15-4, 15-4 og 15-7. Þetta er stærsti sigur Þróttara um skeið í blakinu. Stúdentar sigruðu UMSE 15-6, 15-9 og 15-11 og kræktu sér þar með í tvö stig. Síðasti leikurinn í 1. deild karla var á milli Víkinga og Eyfirðinga og höfðu Eyfirðingarnir betur, en ekki munaði miklu. Hrinurnar enduðu 15-7, 15-9 og í þeirri þriðju komust Eyfirðingar í 13-11, entöpuðu 13-15, 10-15 og í lokahrinunni var sem allur máttur væri úr Víkingum sem töpuðu 15-3. Þrír leikir fóru fram í fyrstu deild kvenna. ÍS sigraði KA 3-0, KA vann sinn fyrsta sigur í 1. deild 3-0 og loks sigruðu Þróttarastúlkurnar UBK 3-1. Akurnesingar gáfu loks leik sinn gegn Samhygð í 2. deild. 24 marka munur hjá Val og ÍR ¦ Valsmenn lentu ekki í neinum erflðleikuin með ÍR-inga er liðin mættust í 1. deUdinni í handbolta á sunnudaginn. Unnu þeir með ótrú- legum yfirburðum og er upp var staðið var markatalan 38 mörk gegn 14. Andstaða ÍR-inganna var því ekki mikil í þessum leik, en leikurinn þar á undan hafði gefið góða von um að eitthvað rofaði tíl hjá liðinu, en þá töpuðu þeir með aðeins Gmm mörkum gegn íslandsmeisturum Víkings. Gunnar Lúðvíksson skoraði 8 inörk fyrir Val, en markahæstur í ÍR-liðinu var AtU Þorvaldsson með sex mörk. Stuttgart og Dusseldorf sigruðu ¦ Fortuna Dússeldorf hefur tekið á rás upp á við á stigatöflunm í þýsku BundesUgunni í knattspymu. Á laugardag sigraði Ðusseldorf Armen- ia Bieldfeld með tveimur mörkum gegn engu, en AtU Eðvaldsson var ekki í hópi markaskorara að þessu sinni. Stuttgart vann góðan sigur á Köln með tveimur mörkum gegn eimi og komst Stuttgart í 2-0 áður en Kölnar- menn komust á blað. AUgöwer skoraði bæði mörk Stuttgart í fyrri hálfleik, en það var Klaus Allofs sem náði að bæta stöðu þeirra í þeim síðari. Hamborg sigraði Dortmund, sem átt hafa miklu gengi að fagna með þremur mörkum gegn einu. IIru- besch skoraði tvö af mörkum Ham- borgar og lék mjög vel. Þá má geta þess að Kaiserslautem skoraði þrjú mörk gegn engu á móti Gladbach. Þar af skoraði Torbjöm Nielsson mark eftir að AUofs hafði skorað fyrsta markið. Þriðja markið skoraði síðan Kitzmann, .,Hann lék mjög vel" — sagði Mc Enroe um Björn Borg ¦ „Haldi hann áfram að spUa svona, era þeir ekki margir sem geta sigrað hann," sagði Jolm McEnroe um keppinaut sinn á tennismóti í Antwerpen ¦' Belgíu um helgina. Þeir kappamir léku í undanúrslitum og sigraði McEnroe, en hann varð að hafa fyrir þeim sigri. „Hann lék mjög vel," sagði McEnroe um Borg, en Björn er um þessar mundir að hefja keppni að nýju eftir árs hvfld frá keppni. Viðureign þessara heimsþekktu kappa lauk með 2-6, 6-4 og 6-3. Sigraði Sviinn þar með í einni lotu en Bandaríkjamaðurinn í tveimur. VINNUR KR NISAFTUR? — Liðin leika kl. 20.00 í kvöld ¦ Frábær frammistaða KR-inga í fyrsta Evrópuleik félagsins í hand- knattleik á sunnudagskvöldið kom skemmtUega á óvart. Menn gerðu sér raunar vonir um góð úrsUt, en enginn lét sig dreyma um aðra eins frammistöðu og rami bar vitni. En liðið hefur nú fimm mörk í forskot og í kvöld er að duga eða drepast. Þeir leika síðari leikinn gegn Júgóslövunum í HöUinni klukkan 20.00 og víst er að Slavarnir mæta tíl leiks eins og öskrandi Ijón. Þeir gera sig áreiðanlega ekki ánægða með annað en góðan sigur og munu berjast af fuUuiu krafti. Hið sama munu KR-ingar gera. Þeir munu verja fenginn lilut og stefha að því að verða meðal Uðanna í pottinum þegar dregið verður í 3. umferð. Það var samdóma álit aUra leik- manna KR að lilulur áhorfenda í fyrri leUuium hefði skipt miklii máU og það sama mun áreiðanlega verða upp á teningnum í kvöld. Þess vegna er ástæða tU að hvetja aUa handknatt- leiksáhugamenn tU að mæta í Höllina og hvctja KR til sigurs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.