Tíminn - 07.12.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.12.1982, Blaðsíða 2
Þú færð jólagjöf íþróttamannsins í Spörtu Stretch buxur — skíðagallar úlpur — skíðaskór — skíðagleraugu skíðahanskar — dúnvatt skíðaúlpur eyrnaskjól — skíðalúffur — skíðasett. 'y*>- SKAUTAR — SKAUTAR mjög vandaðir skautar stærðir — 29-45. litir: hvítt og svart. efni leður/gallon Póstsendum. SPORTVÖRUVERSLUNIN t \/ * Ingólfsstræti 8. Sími 12024 ÍR4NGAR NAOll ÖDRUM SIGRI — Nú gegn UMFN með 18 stiga mun ■ Það er engu líkara en þessir tveir hávöxnu körfuknattleiksmenn séu að dansa ballett á þessari Tímamynd EUu. ■ ÍR-ingar eru nú komnir í fullan gang í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, eftir heldur dapra byrjun. Þeir hafa sigrað í tveimur síðustu leikjum sínum og öðlast það sjálfstraust sem er liði nauðsynlegt til að vinna leiki. Tilkoma Péturs Guðmundssonar hefur mikið að segja, en þar að auki er meiri barátta innan liðins sem síðar ber ávöxt í leikjunum. Pétur var auðvitað potturinn og pannan í leik ÍR-liðsins gegn Njarðvík og skoraði þá yfir 30 stig og var auk þess drjúgur í fráköstum bæði undir sinni körfu og einnig undir körfu andstæðinganna. ÍR-ingar byrjuðu af miklum krafti og höfðu raunar forystu nær allan fyrri hálfleikinn en góður kafli í lok hans varð þess valdandi að munurinn var 34-23 í leikhléinu. ÍR-ingar nýttu síðari hálfleikinn síðan til að auka forystu sína og þegar upp var staðið munaði 18 stigum á liðunum. 78 stig gegn 70. Öðruvísi mér áður brá gætu Njarðvíkingar sagt. Lið UMFN er ekki mjög stekt þessa dagana, en því má ekki gleyma að það hefur innan sinna jvébanda snjalla leikmenn og engir geta ætlað sér sigur á þeim nema með töluverðri fyrirhöfn. Kottermann var stigahæstur í leiknum með 22 stig og Valur Ingimundarson skoraði 18 stig. Eins og fyrr sagði var Pétur drýgstur hjá ÍR. Hann skoraði 31 stig, en Kristinn Jörundsson hefur engu gleymt og skoraði 19 stig í leiknum. Með þessum sigri nálgast ÍR-ingar hin liðin í úrvalsdeildinni og svo kann að fara að mótið verði æsispennandi á báðum endum, þ.e. bæði á toppi og botni. sh ÍBK lagdi Fram ■ Körfuknattleiksmenn í Ketlavík sýna and- stæðingum sínum í úrvalsdeildinni enga miskunn og á föstudagskvöldið fengu þeir Fram í heimsókn og sigruðu þá með þrettán stiga mun 80-67. Þó voru Framarar yfir í leikhléi og staðan þá 35 stig gegn 28. En heimamenn létu ekki þar við sitja, heldur tóku leikinn í sínar heldur og sigruðu eins og fyrr segir með þrettán stiga mun 80-67. Stigahæstir heimamanna voru Þorsteinn Bjarna- son með 22 stig og Brad Miley skoraði 21. Skammt undan var svo Axel Nikulásson með 20 stig, þar af 18 í þeim síðari. Hjá Fram skoraði Brazy 22 stig, Símon 15 og Þorvaldur Geirsson 10 stig. Haukur Geirmundsson ■ „Nú er fyrri hálfleikurinn búinn, en sá seinni er eftir. Þetta var mjög stífur leikur, en það var gaman að spila hann, því liðið var sem ein heild inni á veliinum. Það hefur oft viljað vanta hjá okkur í vetur. En um leið og samvinnan kemur, fara menn að „púrra" hver annan upp. Það hefur allt að segja. Þá voru áhorfendur hreint frábærir og von- andi hafa þeir jafn mikil eða meiri áhrif á leikinn á þriðjudagskvöldið," sagði Haukur Geirmundsson, en hann sýndi mjög góðan leik og skoraði sex mörk úr hægra horninu á móti júgóslavnesku bikar- meisturunum. sh Jóhannes Stefánsson: ■ „Þetta var stórkostlegt. Hratt og skemmtilegt spil og hann er mjög góður þessi Grubic. Þeir hafa góða hornamenn, sem skoruðu mikið af mörkum. Eg er sérstakiega ánægður með, að okkur skyldi tahast að stöðva hraðaupphlaupin hjá þeim. En vörnin var góð og samstaðan í liðinu mikil. Um seinni leikinn vil ég segja, hann verður helmingi erfiðari en við ætluðum okkur að vinna hann og það tekst með góðri hjálp áharíenda. Núna er ástæða til að fylla Höllina, því við ætluðum að slá þetta „austantjaldslið" úl úr keppninni." Þetta sagði Jóhannes Stefánsson línumaðurinn snjalli, sem skoraði 7 mörk af línunni og var að auki mjög sterkur í vörninni hjá KR. sh Ekki vinna ítalirnir ■ Alfreð Gíslason skorar hér eitt sex marka sinna gegn Nis í Evrópukeppni bikarhafa markverðirnir áttu í miklum vandræðum með að verja skot Alfreðs. GÍFURLEG BARATTA 0G SAMSTAÐA FÆRDI KR4NGUM GÓÐAN SIGUR — Sigrudu jugóslavnesku bikarmeistarana í sínum fyrsta Evrópuleik í handknattleik 25-20 handknattleik í LaugardalshöU á sunnudagskvöldið. Júgóslavnesku Tímamynd: Ella ■ Ekki hefur ítölum enn tekist að vinna sigur í landsleik eftir að þeir hrepptu heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu í sumar. Á laugardaginn fengu þeir Rúmena í heimsókn til Flórens, en gerðu aðeins jafntefli og það án marka. Er það í annað sinn sem Italir gera markalaust jafntefli í Evrópukeppni landsliða. Það hefur án efa gefið ítölum byr undir báða vængi, að einn leikmanna rúmenska liðsins Aurel Ticleaunu braut illa á Bruno Conti og var honum því vísað af leikvelli. En ekki nægði það og stóðu varnarleikmenn Rúmena sig mjög vel og markvörður þeirra Lung varði frábærlega. Þetta var leikur hinna glötuðu tækifæra og hið besta fékk Conti tveimur mínútum fyrir leikslok. En það fór ekki á réttan veg. Paolo Rossi varð að yfirgefa völlinn í leiknum vegna meiðsla. Dómarinn hafði í mörgu að snúast og varð meðal annars fjórum sinnum að bóka leikmenn. ■ „Áhorfendur voru stórkostlegir" var samdóma álit allra leikmanna KR sem Tíminn ræddi við eftir stórleik KR gegn jugóslavnesku bikarmeisturunum Zclzenicar frá Nis. Og svo sannarlega áttu áhorfendur. sinn þátt í sigri KR, en það var fyrst og fremst mikU samstaða og barátta þeirra sjö leik- manna sem voru inn á vellinum á hverjum tíma, sem lagði grunninn að þessum glæsi- lega og óvænta sigri. Fyrir leikinn voru möguleikar KR-inga taldir mjög litlir en þegar líða tók á leikinn fóru áhorfendur fyrst að trúa því að lið frá íslandi gæti sigrað austantjaldslið í hand- bolta. Og það tókst KR-ingum og lokatölur í leiknum urðu 25 mörk gegn 20. Síðasta markið skoraði Anders Dahl Nielsen með skoti utan við punktalínu sem markvörður Júgóslavanna Karabatic réð ekki við. Glæsi- legur endir á góðum leik og áhorfendur í Laugardal fengur svo sannarlega eitthvað fyrir aurana sína í Höllinni á sunnudags- kvöldið. Nis skoraði fyrsta markið, en Alfreð jafnaði og þeir Jóhannes Stefánsson og Haukur Geirmundsson komu KR síðan tveimur mörkum yfir. Júgóslavarnir jöfnuðu og þá skoruðu KR-ingar aftur þrjú mörk í röð og staðan varð 6-3. Júkkarnir minnkuðu muninn og undir lok hálfleiksins var staðan 9-9. Þá skoraði KR enn einu sinni þrjú mörk í röð og í leikhléinu var staðan 13 mörk gegn 10 KR í hag og áhorfendur vissu vart hvaðan á stig stóð veðrið. KR-ingar héldu haus Menn voru hræddir um að KR-ingum gengi illa að halda haus í síðari hálfleik og myndu missa leikinn niður. En svo fór ekki. Þeir höfðu forystu allan síðari hálfleikinn, minnst eitt mark þegar staðan var 19-18. En þá komu einn ganginn enn þrjú mörk í röð og KR-ingar löguðu stöðuna í 22-18. Júgóslavarnir skutu inn á milli tveimur mörkum, en þar á eftir komst Ragnar Hermannsson inn í sendingu í vörninni og tók á rás upp völlinn og skoraði 23-20. Haukur Geirmundsson skoraði næst 24-20 og allt ætlaði um koll að keyra í Höllinni og eins og fyrr segir skoraði Anders Dahl Nielsen síðasta markið augnabliki áður en flautað var til merkis um að leiknum væri lokið. Liðin Þetta var stórgóður leikur á margan hátt. Bæði liðin léku af miklum krafti og leikgleðin var augljóslega í fyrirrúmi. Þetta lið frá Nis leikur frjálsan ókerfisbundinn handbolta og þeirra besti maður var án efa Grubic. Einnig voru Rasic og Dordevic sterkir hornamenn. Það var sterk liðsheild sem var undistaða þessa góða KR-sigurs gegn Nis. Allir börðust menn sem einn og lögðu sig alla í leikinn. Það kann góðri lukku að stýra og gerði það í þessu tilfelli. Anders Dahl lék mjög vel og stjórnaði leik liðsins af skynsemi og yfirveg- un. Þá var Alfreð mjög góður, einkum í fyrri hálfleiknum. Til að byrja með í þeim síðari var hann óheppinn með skot, en það kom ekki að sök. Þá var Jóhannes Stefánsson í essinu sínu og sýndi sinn besta leik, líklega fyrr og síðar. Haukur Geirmundsson var drjúgur í hægra horninu og hélt áfram að skjóta, þó hann lenti í erfiðleikum á tímabili í íýrri hálfleik. Það er styrkleikamerki. Gísli Felix náði sér ekki á strik í markinu, en Jens Einarsson varði mjög vel þegar hann kom inná og hélt hreinu síðustu mínúturnar og varði þá á stundum frábærlega. Þar var réttur maður á réttum stað á réttum tíma. En eins og fyrr segir er ástæða til að hrósa öllum í KR-liðinu fyrir góðan leik, en þeir sem sérstaklega hafa verið nefndir léku mest afgerandi. Mörkin: KR: Jóhannes 7, Alfreð og Haukur Geirmundsson 6 hvor, Anders Dahl 3, Gunnar Gíslason 2 og Ragnar Hermanns- son 1 mark. Það er athyglisvert að 15 af 25 mörkum KR eru skoruð úr hornunum eða af línu. Nis: Grubic 8, Rasic 4, Stanic og Dordevis tvö hvor, Mladenovic, Madar, Dimitrijevic og Knezevic eitt hver. Dómarár voru danskir og þeir dæmdu yfir leitt vel, en þó voru nokkur tilvik sem Júgóslavamir högnuðust á dómum þeirra. Þetta var heimaleikur Nis, þannig að KR má tapa með fimm mörkum í þeim síðari ef Nis skorar ekki meira en 25 mörk. En það er áreiðanlega ekki á dagskrá hjá þeim. sh Við eigum nánast allt sem þú þarfnas't til húsbygginga, jafnt áhöl'd sem efni. r byggingarvörur HUSaVÍk. Sími (96) 41444 S&aHÍ&’

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.