Tíminn - 08.12.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.12.1982, Blaðsíða 1
íslendingaþættir fylgja bladinu í dag TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Miðvikudagur 8. desember 1982 280. tölublað - 66. árgangur RARIK tekur upp harðar innheimtuaðgerðir: LOKADIFYRIR RAFMAGN TIL GRINDAVÍKUR í GÆR — í tvær klukkustundir vegna vanskila, og ætlar ad loka algjörlega á morgun verði ekki samid um greidslur Hann sagði að greiðendur í Grindavík væri í miklum vanskilum um þessar mundir og gætu Rafmagnsveitur bæjarins ekki tekið það á sínar herðar ■ Rafmagnsveita Grindavíkur hefur verið og cr í verulegum vanskilum og við hjá RARIK höfum leitað árangurs- laust eftir því að hún gerði skil og þess vegna var gripið til þessara aðgerða, sagði Kristján Jónsson forstjóri Raf- magnsveitna ríkisins, en i gær var lokað fyrir allt rafmagn til Grindavíkur í tvo tíma. Þetta var viðvörunarlokun og hefur Rafmagnsveitu Grindavíkur verið settur frestur þar til á morgun til að greiða skuldir sínar eða semja um greiðslur. Ef ekki, verður aftur lokað fyrir allt rafmagn til bæjarins. - Við grípum að sjálfsögðu ekki til svona aðgerða nema í ítrustu neyð, sagði Kristján, en við verðum að standa skil á okkar rafmagnskaupum til Landsvirkjunar og getum ekki stundað lánastarfsemi til héraðaraf- veitna og megum það ekki heldur. Við verðum að inna þá þjónustu af hendi við rafmagnsnotendur sem okkur er áskilið í lögum. Kristján vildi ekki segja hvort krafist væri greiðslu á allri skuld Grindvíkinga sem er 1.5-2 milljónir króna, eða hvort boðið væri upp á samninga um greiðslufyrirkomulag. - Ég geri ráð fyrri að ástæðan fyrir þessari miklu skuld séu greiðsluerfiðleikar atvinnu- fyrirtækja á staðnum, en RARIK geta ■ Álviðræður islenskra stjómvalda og fúlltrúa Alusuisse sem stóðu í gær og fyrradag bám engan árangur, en dr. MúUer, sem er lengst tU vinstri á mynd þessari, mun, samkvæmt heim- Udum Tímans hafa hafnað eða tekið mjög svo neikvætt í aUar kröfur íslenskra stjórnvalda. - AB - Tímamynd G.E. Sjá nánar bls.4. að sjálfsögðu ekki tekið greiðsluörðug- leika atvinnufyrirtækjanna á sig. Jón Hólmgeirsson bæjarritari í Grindavík sagði í samtali við blaðið að hann vissi ekki um hvert framhald þessa máls yrði, reynt hefði verið að semja við RARIK en án árangurs. að greiða þessar skuldir á einu bretti. Kristján Jónsson sagði aðspurður að mörg sveitarfélög skulduðu RARIK um þessar mundir en sagðist ekki vilja neitt um það segja hvort fleiri gætu átt von á að lokað verði fyrir allt rafmagn til þeirra. Öll atvinnustarfsemi að heita mátti lá niðri í Grindavík í gær þann tíma sem lokað var. JGK Sakadómur kvedinn upp í Þverholtsmálinu: NALLGRÍMURINGIDÆMD- UR 110 Ara FANGELSI Erlent yfirlit: þingið — bls. 7 isi Biila minnis- merki bls. 2 Gefrauna° leikurinn — bls. 19 ■ HaUgrímurIngiHallgrímsson,sak- borningurinn í svoköUuðu Þverholts- máli, hefur verið dæmdur tU tíu ára fangelsisvistar fyrir sakadómi Reykjavíkur. Þá var HaUgrími gert að greiða allan sakarkostnað fyrir sak- adómi, þ.á.m. málsvamarlaun til réttargæslumanns, 24.000 krónur. Gæsluvarðhaldsseta sakbornings kem- ur til frádráttar refsingunni. Hallgrímur Ingi var sakfelldur fyrir þrjú meginatriði; meiriháttar líkams- árás, kynferðisafbrot, þó ekki nauð- gun, og fyrir að skilja fórnarlamb sitt, 15 ára stúlku, ósjálfbjarga þar sem enginn gat séð fyrir hvað beið hennar. „Þessi líkamsárás er af kynferðis- legum toga en það liggur ekki fyrir játning um nauðgun," sagði Örn Clausen, hrl, verjandi Hallgríms Inga, við dómsuppkvaðninguna í gær. Sagði Örn skjólstæðing sinn hafa að sjálfs- dáðun gefist upp við að fremja nauð- gun vegna getuleysis. í máli Braga Steinarssonar, sem fór með málið fyrir hönd ákæruvaldsins, kom fram að álit læknisins, sem rannsakaði geðheilbrigði sakbornings, að hrottaleg viðbrögð sakbornings hefði komið fram þegar hann stóð frammi fyrir getuleysi sínu til að fremja nauðgun. Hallgrímur Ingi greip fram í ræðu sækjanda: „Ég hef ekki áhuga á kvenfólki", sagði hann. Málinu er sjálfkrafa vísað til Hæsta- réttar þar sem um er að ræða meira en 5 ára fangelsisdóm. Dóminn kvað upp Jón Abraham Ólafsson, sakdómari. - Sjó. KR-ingar bis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.