Tíminn - 08.12.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.12.1982, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982 ;S Sanitas fyllti stórmarkadina af gosdrykkjum á gamla verðinu. Vífilfell býdur kynningarafslátt ■ Mikið verðstríð er nú i uppsiglingu á gosdrykkjamarkaðnum. Gosdrykkir hækkuðu í verði um 11% 2. desember sl., en áður en sú hækkun kom til framkvæmda hafði Sanitas birgt stór- markaði og Ijölmargar verslanir upp af gosdrykkjum á gamla verðinu, með mjög hagstæðum greiðsluskilmálum. Þessu svaraði Vílilfell með 10-15% kynningarafslætti á öllum gosdrykkjum í lítersflöskum, öðrum en Coca Cola og nú bendir margt til þess að Sanitas hyggist bjóða svipaðan afslátt. - Skýringin á því að við seldum þessa gosdrykki á gamla verðinu er einfaldlega sú að kaupmenn vissu nákvæmlega af þessari hækkun og þeir pöntuðu vöruna af okkur áður en hækkunin kom til framkvæmda, sagði Ragnar Birgisson, forstjóri Sanitas í samtali við Tímann. Um þá ákvörðun Vífilfells að bjóða kynningarafslátt, sagði Ragnar að þarna væri enn einu sini verið að ráðast gegn Sanitas. Vífilfell og Ölgerðin ynnu saman í þessum efnum og það væri athyglisvert að þegar Vífilfell kæmi á markað með nýja framleiðslu þá væri henni alltaf beint gegn Sanitas. - Um þetta kynningarverð okkar sem gildir frá 7. desember til áramóta er ekkert annað að segja en að við erum að kynna nýja vöru, sagðf Lýður Friðjónsson hjá Vífilfell er blaðið hafði samband við hann. Þær tegundir sem verksmiðjan er með kynningarafslátt eru TAB, Fanta, Sprite og Fresca og samkvæmt upplýsingum Gunnars Snorrasonar, formanns Kaupmannas- amtakanna þá munar allt að því 3.45 krónum á hverri lítersflösku með afs- lætti. Gunnar sem rekur verslunina Hólagarð í Breiðholti sagði að Sanitas væri einnig með kynningarafslátt, en það væri á nýrri gerð af appelsíni. Á því fengi fólk 15% afslátt ef það keypti heilan kassa. Örn Hjaltalín framkvæmdastjóri hjá Ölgerðinni sagði það Ijóst að ef verðstríð væri í uppsiglingu þá yrði Ölgerðin að bjóða sama verð og aðrir. Honum þætti þetta skjóta nokkuð skökku við. Bæði Sanitas og Vífilfell hefðu barmað sér lengi og beðið um hækkun, en nú kepptust verksmiðjurnar við að undir- bjóða hvor aðra. - ESE Hæstiréttur dæmir í máli Franklin K. Steiner: lækkud — Sératkvæði um þyngingu dóms ■ Hæstiréttur hefur dæmt í máli Frank- lin K. Steiner en í dómsorði segir að Steiner sæti 2 ára fangelsi auk greiðslu 9000 kr. sektar í Hkissjóð. Ákvæði héraðsdóms um eignaupptöku og sakar- kostnað eiga að vera óröskuð. Ákærði greiði allan kostnað af áfrýjun sakarinn- ar. Þess dómur er vægari en sá er féll fyrir héraði, þ.e. Steiner er aðeins gert að greiða 9000 kr. fésekt til ríkissjóð í stað 30.000 kr. sektar sem kveðið var á um í héraði. Einn dómari Hæstaréttar Sigurgeir Jónsson greidd sératkvæði. Hann er sammála meirihluta dómara í máli þessu að öðru leyti en því sem varðar beitingu ákvæða 78. gr. almennra hegnigarlaga og um refsingu ákærða. Vill Sigurgeir að ákærði sæti fangelsi í 2 ár og 6 mánuði. í dómi Hæstaréttar segir m.a.: „Brot ákærða eru stórfelld og lýsa einbeittum brotvilja. Er hér bæði um innflutning mikils magns af hassi og marihuana að ræða og í mörg skipti og umfangsmikla dreifingu gegn háu fégjaldi." Sem kunnugt er af frétt Tímans af málflutningnum fyrir Hæstarétti í nó- vember s.l. þá var Franklin K. Steiner aðili að stærsta fíkniefnamáli sem komið hefur upp hérlendis en á árunum 1976-78 var hann, ásamt öðrum, flæktur í fíkniefnamisferli sem nam tæpum 25 kg. af kannabisefnum auk 100 gr. af hassolíu en lætur nærri að andvirði þess á markaði hérlendis í dag nemi um 5 millj. kr. - FRI ■ Frétt Tímans af málflutningum í Hæstarétti. Hljómsveitirna hafa leikid í ■ Djammbandið - ein þeirra hljómsveita sem troðið hafa upp á maraþonhljómleik- unum, var að Ieika er blaðamenn Tímans litu inn í Tónabæ. Tímamynd Róbert Maraþonleikar SATT: !■ Það er greinilegt að heimsmetið sem ; verið er að reyna að hnekkja í Tónabæ . þessa dagana er alveg bráðfeigt. Það er 'SATT sem stendur fyrir heimsmetstil- rauninni, en fyrirhugað er að halda í Tónabæ samfellda hljómleika í hálfan mánuð eða fram til 19. desember næst komandi. Þær hljómsveitir sem fram hafa komið fram að þessu hafa allar staðið vel fyrir sínu og leikið þetta 6-12 klukkustundir hver. Það var hljómsveitin Þeyr sem reið á vaðið klukkan 14 sl. laugardag, en Þeysararnir léku í sex klukkustundir. Þorsteinn Magnússon, gítarleikari Þeys hefur verið maður maraþonhljómleik- anna fram að þessu því að á mánudags- , nótt var hann mættur aftur í Tónabæ ' með sína eigin hljómsveit og lék þá í 12 - klukkustundir. Þær hljómsveitir sem komið hafa fram á maraþonhljómleikun- um auk Þeys og hljómsveitar Þosteins Magnússonar eru þessar: Te fyrir tvo, Trúbat, Geðveiki, Djammbandið, Hin rósfingraða morgungyðja, Græna Mat- stofan, Asi, Reflex og Svart hvítur draumur sem leika átti í nótt og fram á morgun í dag. - ESE Ágreiningur í vfsitölunefnd ríkisstjórnarinnar: ÞRÖSTUR VILL LENGINGU TIMABILA,EN EKKI STRAX „Meiri hemill gegn verðbólgu í tillögum meirihlutans’% segir Tómas Árnason ■ „Það er ekki ágreiningur innan riklsstjómarinnar, varðandi nýjan visitölu- grunn“, sagði Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra aðspurður við blaða- ■ mann Tímans í gær, en blaðið greindi frá því í gær, að vísitölunefnd hefði klofnað í afstöðu sinni, er hún skilaði ríkisstjórn- inni tillögum sínum í fyrradag, og stóðu þeir HaUdór Ásgrímsson og Þórður Friðjónsson að áliti meirhlutans, en Þröstur Ólafsson skUaði séráliti. Samkvæmt heimildum Tímans þá eru tillögur Þrastar Ólafssonar, aðstoðar- manns- fjármálaráðherra á þann veg að hann gerir það að tillögu sinni að vísitölutímabil það sem hófst fyrsta desember sl. verði þrír mánuðir, en síðan verði vísitölutímabilin eftir þar fjórir mánuðir. en í tiliögum sínum gerðu Halldór og Þórður ráð fyrir að vísitölutímabilið myndi strax lengjast í fjóra mánuði. Þá gerir Þröstur það að tillögu sinni að ákveðin verði ein tala, sem verði frádráttarprósentan, en meiri- hlutinn vill að laun bóndans, áfengi, tóbak, viðskiptakjörin og orkufrádrátlur verði frádráttarliðir, en samtals munu þeir liðir gera hærri prósentutölu en tala sú sem Þröstur stingur upp á. Þá hafnar Þröstur hinni svokölluðu lífskjaravið- miðun, og vill að óbeinir skattar og niðurgreiðslur verði ekki inni í vísitöl- unni. Það er því ljóst að vísitölunefndin er verulega klofin í afstöðu sinni, og er ekki órökrétt að álykta sem svo, að ríkisstjómin verði að sama skapi klofin í afstöðu sinni. Tíminn hafði í gær samband við Tómas Árnason viðskiptaráðherra og spurði hann álits á tillögum vísitölunefn- darinnar: „Við höfum ekki fjallað um tillögur nefndarinnar í ríkisstjórninni,“ sagði Tómas, „en tillögur þeirra Hall- dórs og Þórðar eru að mínu mati meiri hemill gegn verðbólgunni, en til- lögur Þrastar, sem ég tel fremur verð- bólguhvetjandi. Þá má benda á að tillögur meirihlutans eru í beinu sam- ræmi við samkomulag stjórnaraðila frá því í ágústmánuði í sumar.“ - AB Fundurf Lög- frædingafél.: Frum- mælandi Gunnar Thorodd ■ Gunnar Thoroddsen, forsætisráð- herra, verður frummælandi á fundi Lögfræðingafélagsins um Endurskoðun stjórnarskrárinnar á morgun klukkan 17 að Borgartúni 6 í Reykjavík. Að loknu framsöguerindi verða frjálsar umræður og gefst þá fundar- mönnum kostur á að beina fyrirspurnum til frummælanda. Fundurinn cr öllum opinn. Vilmundur Gylfason og Sigurður Líndal á fundi Orators: Fjallaðum samruna löggjafar- og fram- kvæmda valds ■ Orator, félag laganema, heldur al- mennan félagsfund um málefnið samruni löggjafavalds og framkvæmdavalds í kvöld klukkan 20.30 í stofu 101 í Lögbergi. Fummælendur verða Vilm- undur Gylfason, alþingismaður og próf- essor Sigurður Líndal. Fundurinn er öllum opinn. Sem kunnugt er liggur fyrir Alþingi þingsályktunartillaga, flutt af Vilmundi Gylfasyni, Bandalagi jafnaðarmanna, um aðgreiningu löggjafar- og fram- kvæmdavalds. Tillagan gerir ráð fyrir að forsætisráðherra verði kosinn sérstak- lega og hann velji síðan ráðherra, sem ekki þurfi að vera úr hópi þingmanna. - Sjó. Nýr sendi- herra ■ Tómas Á. Tómasson, sendiherra, afhenti þann 30. nóvember s.l. Eanes, forseta Portúgals, trúnaðarbréf sem sendiherra íslands í Portúgal með aðset- ur í Paris.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.