Tíminn - 08.12.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.12.1982, Blaðsíða 6
6____ bækur MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982 í kvosinni ■ Út cr komin hjá Iðunni bókin í kvosinni, æskuminningar og bersöglismál. Höfundur er Flosi Ólafsson og er þetta fjórða bók hans. í þessari bók kemur Flosi víða við. Hann segir frá bernsku- og æskuárum sínum í miðbæjarkvosinni í Reykjavík, skólagöngu, daglegu lífi og samskiptum við þekkta samferðamenn og óþekkta. f formála segir höfundur meðal annars: „Þessi bók er hetjusaga úr sálarstríði manns sem er að reyna að sætta sig við að vera eins og hann er, en ekki eins og hann á að vera. Hún er eins og höfundurinn og þess vegna lítið á henni að byggja. Vangavelturnar eru mest hundalógík, órökstudd og útí bláinn. Uppfull er bókin af lygi, hálflygi, hálfsann- Hlaðrúm úr furu í viðarlit og brúnbæsuðu. Áhersla er • lögð á' vandaða lökkun. Stærðir: 65x161 cm og 75x190 cm. Sendum.gegn póstkröfu. Furuhúsið hf., Suðurlandsbraut 30, stmi 86605. leik, sannleik, tilfinningasemi, sjálfsánægju og aulafyndni. f henni er líka hjartahlýja, sólskin, bjartsýni, ást á umhverfinu og því sem gott er og fallegt. Þetta er ekki bók í venjulegum skilningi, heldur sálarástand, og vont að átta sig á því hvenær talað er í hálfkæringi og hvenær í alvöru:,, í kvosinni er 184 blaðsíðaur. Prenttækni prentaði. Dvergar Lítil kver um dverga ■ Út eiu:komin hjá IÐUNNI þrjú lítil kver I öskju sem einu nafni kallast Dvergar. Þetta eru enskar bækur að uppruna, prýddar mörgum litmyndum. Textinn er sóttur í bókina Gnomes eftir Rien Poortvliet og Wil Huyen. Þorsteinn frá Hamri þýddi textanri, en í kverunum er margt sagt og sýnt um þessa litlu leiknu karla og kerlingar. Bækurnar heita: Reikningsbók dverganna, Fróðleiks- korn um dverga og Dvergadáðir. Hver bók er liðlega fjörutíu síður. Þær eru prentaðar í Singapore. Bújörð Góð jörð til sölu eða leigu. Upplýsingar í síma 97-4388 eftir kl. 7 á kvöldin. Frá Happdrætti Framsóknarflokksins Óðum líður að næstu alþingiskosningum, sem óhjákvæmi- lega munu kosta mikil fjárútlát, umfram annan reksturs kostnað flokksins og kjördæmissambandanna. Verður því að leggja mikla áherslu á þýðingu happdrættisins. JÓLAHAPPDRÆTTI FRAMSÓKNARFLOKKSINS 1982 Vinningaskrá: 1. APPLE II tölva frá Radíóbúðinni Kr. 40.000,00 2. YAMAHA skemmtari frá Hjóðfærav. Pouls Bernburg hf. — 12.500,00 3. -7. METABO handverkfæri frá Þýsk.-ísl. hf. kr. 6.500 hv. vinn. — 32.500,00 8.-10. SPORTVÖRUR frá Versl. Sportval. Kr. 5 þús. hv. vinn. — 15.000,00 11.-15. SEIKO tölvuúr frá Þýsk.-ísl. hf. kr. 3.250 hver. vinn. — 16.250,00 16.-25. TAKKASÍMAR frá Rafiðjunni hf. Kr. 2 þús. hv. vinn. — 20.000,00 Kr. 136.250,00 DREGIÐ 23. DESEMBER Nr. 007831 Útgefnir miðar alls 25 þús. Verð hver* miða kr. 40,00 Vinníngsmiðum skal fram- vísað innan árs Uppl. Rauðarárstíg 18 — síml 24483 Dregið verður 23. desember n.k. og drætti ekki frestað. Eru þeir, sem fengið hafa heimsenda miða vinsamlega beðnir að gera skil sem fyrst. Greiða má samkvæmt meðfylgjandi gíróseðli í næstu peningastofnun eða á pósthúsi. Einnig á Skrifstofu Framsóknarflokksins, Rauðarárstíg 18, Reykjavík. Ferða- og torfæru- bifreið til sölu Ford F-250 pick up, yfirbyggð með stóru háu húsi til farþegaflutninga. Sterk og öflug með mikla burðargetu. Má því einnig nota sem vinnubíl eða til gripaflutninga. Sérstaklega útbúinn fyrir hjálparsveitir t.d. drif á öllum hjólum (4x4). Vökvastýri aflhemlar rafmagnsspil, talstöð og breið dekk. Ekinn aðeins um 4.400 km. Hagstætt verð - Góður staðgreiðsluafsláttur. Er til skoðunar í sýningarsal Sveins Egilssonar h.f. Skeifunni 17, Reykjvaík sími 85100. Einnig veittar upplýsingar í síma 91-19460 og 91-77768 á kvöldin. Tapast hefur frá Hjálmsstöðum ungur svartstrútóttur hundur með blesu, hvíta fætur og bringu. Rúmlega meðalstór. Collie blendingur. Upplýsingar í síma 99-6167. Gjafabókin í ár svipur lands og þjóðar í máli og mgndum eftir Hjálmar R. Bárðarson. Bókin er 428 blaðsíður í vönduðu bandi. í henni eru 20 kaflar, teikningar og kort. Fæst hjá bóksölum um land allt Dreifing í síma 85088

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.