Tíminn - 08.12.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.12.1982, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982 Wiiitíiw Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigur&sson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgrei&slustjóri: Sigur&ur Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarma&ur Helgar-Tímans: Atli Magnusson. Bla&amenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Eirikur St. Eiríksson, Fri&rik Indri&ason, Hei&ur Helgadóttir, Sigur&ur Helgason (íþróttir), Jónas Gu&mundsson, Jón Gu&nl Kristjánsson, Kristín Lelfsdóttir, Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: GunnarTrausti Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Gu&jón Einarsson, Gu&jón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Sí&umúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasfmi: 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Ver& i lausasölu 11.00, en 15.00 um helgar. Áskrift á mánu&i: kr. 150.00. , Setnlng: Tæknidelld Tímans. Prentun: Bla&aprent hf. Afgreiðsla bráða- birgðalaganna brýn ■ Frekar hefur verið hljótt um starf Alþingis síðan Alþýðuflokkurinn gerði upphlaupið og bar fram vantraust á ríkisstjórnina meðan hann stóð í viðræðum við hana um lausn mála, sem brýnast væri að afgreiða. Eftir þennan óvænta og óvenjulega fjörkipp Alþýðuflokksins hefur boriðlítið á stjórnarandstöð- unni. Það er skiljanlegt, því að hún reið ekki feitum hesti frá vantraustsumræðunum. Síðustu daga munu störf þingmanna af eðlilegum ástæðum hafa beinzt mest að tveimur málum, sem bæði þarfnast afgreiðslu Alþingis fyrir áramót. Annað þessara mála er að sjálfsögðu fjárlagafrumvarpið, en hitt er bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar um efnahags- málin. Þessi mál tengjast þannig saman, að bráðabirgðalög- in fela í sér mikla tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Meðan óljóst er, hvort þau verða samþykkt eða felld, er ekki unnt að ganga frá fjárlögum með sæmilegu móti. Það er óábyrgt að reikna í fjárlögum með tekjum, sem ekki er öruggt um að Alþingi samþykki. Við þetta bætist svo það, að fjármálaráðherra hefur gefið yfirlýsingu um, að verði bráðabirgðalögin felld, muni hann láta ríkið greiða opinberum starfsmönnum þá launaskerðingu, sem leiddi af bráðabirgðalögunum 1. desember síðastliðinn. Hér er um mikla upphæð að ræða, sem myndi hafa mikil áhrif á launagreiðslurá næsta ári, ef hún yrði greidd nú. Óhjákvæmilegt er, að full vitneskja liggi fyrir um þetta atriði áður en fjárlagafrumvarpið er afgreitt. Af þessum og fleiri ástæðum er nauðsynlegt, að bráðabirgðalögin verði afgreidd áður en gengið er frá fjárlögum. Það væri líka óþingræðislegt, ef afgreiðsla eins mikils stórmáls og bráðabirgðalögin eru,drægist von úr viti. Öllu lengur er því ekki hægt að draga að hrökkva eða stökkva í þessum efnum. Það verður að koma í ljós, hvort stjórnarandstaðan ætlar að gera alvöru úr þeirri hótun að fella bráðabirgðalögin. Geri hún það, er fullreynt að ekki er fyrir hendi starfhæfur meirihluti á Alþingi. Eðlileg afleiðing af því er að hraða kosningum, því að efnahagsaðstæður eru slíkar, að ekki er hægt að búa við óstarfhæft þing. Ábyrgð í stað upplausnar Nýíokin fulltrúa- og formannsráðstefna Sjálfstæðis- flokksins veitir nokkra von um, að stjórnarandstæð- ingar í Sjálfstæðisflokknum kunni að taka jákvæða afstöðu til bráðabirgðalaganna, þegar á hólminn kemur. Fundurinn valdi sér sem vígorð: Ábyrgð í stað upplausnar. Ekkert myndi nú verða meira vatn á myllu upplausnar en fall bráðabirgðalaganna. Ríkisstjórninni ber að taka Sjálfstæðisflokkinn á orðinu og fá úr því skorið hvort hann stendur í verki við þessa ábyrgðaryfirlýsingu sína. Þ.Þ. á vettvangi dagsins ■ Einn þeirra málaflokka sem útilokað virðist vera að Sunnlendingar geti orðið sammála um eru sjúkrahúsmál. Um áratugi hefur púkinn sem virðist fylgja sjúkrahúsmálum Suðurlands fitn- að og dafnað á deilum og átökum um flest þau málefni sem möguleiki virðist að deila um á þeim vettvangi. Það vekur athygli þeirra sem fylgst hafa með þessum málum að leitin að þeim sem sífellt vekja púkann upp, fæða hann og klæða virðist ekki bera árangur en megineinkennin eru margvísleg óheil- indi og undirhyggja sem grafið hafa undan heilbrigðu og öflugu samstarfi Sunnlendinga í þessum málum. En vegna þeirra miklu mannskipta sem orðið hafa í forystuliði þessa mála- flokks á síðustu tímum er að verða auðveldara að sjá hverjir hafa verið aðilar þar að óslitið og það gefur nokkra vísbendingu . Allavega er ljóst að öllu lengur má það ekki dragast að velta ■ „Það sem gera verður er að þegar verði hafist handa um áframhaldandi uppbyggingu sjúkrahúss Suðurlands. Þeim fjármunum sem safna á, sem verður að vera a.m.k. 6-7 milljónir til viðbótar söluverði gamla sjúkrahússins, verði varið til þess og viðbótarfjármagn knúið fram úr ríkissjóði“. Sjúkrahúsmál á Sudurlandi eftir Eggert Jóhannesson púka þessum ofan af fjósbitanum og fram í dagsbirtuna. Það sem nú ber hæst í sjúkrahúsum- ræðum er sú ákvörðun að gera upp gamla sjúkrahúsið sem langlegu- og hjúkrunardeild fyrir aldraða. Hús sem allt frá upphafi var ávallt bráðabirgða og vandræðalausn en þjónaði hlutverki sjúkrahúss í tæpa 3 áratugi. Það er því ekkert undarlegt að nokkur hrollur fari um heilbrigðisstéttafólk almennt, ef aftur á að hefjast rekstur heilbrigðis- þjónustu í húsi sem búið var að afskrifa sem ónothæft til þeirra hluta og var ávallt neyðarlausn. í mörgum tilfellum getur verið rétt- lætanlegt að endurbyggja gömul hús og það orðið fjárhagslega hagkvæm framkvæmd. En til að svo verði þarf umhverfi allt að falla að þörfum fyrirhug- aðrar nýtingar og grunneiningar hússins að uppfylla lágmarkskröfur. Þessi skil- yrði uppfyllir gamla sjúkrahúsið því miður ekki. Ef tekið er saman það sem Sigfús Kristinsson, byggingameistari, Haf- steinn Þorvaldsson og fl. telja nauðsyn- legt að gera sem lágmarksaðgerðir með. þeim fyrirvara að á meðan framkvæmdir standi yfir geti sitthvað fieira komið í ljós sem samkvæmt almennri reynslu er eðlilegur fyrirvari, en helstu atriði aðgerða eru þessi: 1. Grafa verður umhverfis allt húsið og ræsa fram jarðraka, sem gengið hefur í gegnum veggi og gólf neðri hæðar og orsakað óviðráðandi raka í sjúkrastofum sem þar voru og í raun gerði þær óíbúðarhæfar. 2. Endurnýja alla glugga og allt gler. 3. Allar lagnir - vatn, frárennsli, miðstöð og rafmagn verður að mestu að endurnýja frá grunni. 4. Á neðri hæð eldri hluta verður að moka út ónýtu timburgólfi og steypa nýtt gólf. 5. Þakefni a.m.k. eldri hluta (asbest) er ónýtt og miklar líkur á fúa í timbri undir því. 6. Samkvæmt reynslu hér á Selfossi verður ekki undan því vikist að klæða húsið að utan. 7. Setja lyftu 2.20x1.20 m. að stærð, sem tekur ambulansa og byggja utan um hana viðeigandi lyftuhús. 8. Breikka allar dyr og setja nýjar hurðir. 9. Endurnýja öll böð og skolherbergi frá grunni og koma fyrir lyftibað- keri. 10. Setja þarf handlaugar og fataskápa í allar stofur og leggja nýjar lagnir fyrir leslampa, bjöllur og útvarp. 11. Endurnýja allt gólfefni og málningu. 12. Byggja verður upp aðstöðu fyrir starfsfólk og eldhúsaðstöðu, þó aðalmáltíðir verði jafnaðarlega fluttar frá sjúkrahúsinu er eldhús óhjákvæmilegt. 13. Sameiginlega stofu vantar alveg fyrii sjúklinga, þar sem hægt væri að keyra rúm og hjólastóla hindrunarlaust inn og sæmilegt rými yrði fyrir sjúklinga til að njóta sameiginlega m.a. messu- gjörða, sjónvarps og ýmislegs annars sem fram þarf að fara á langlegudeild. Því hin kaldranalegu og ómannúðlegu geyinslusjónarmið eru sem betur fer á undanhaldi, þó því miður verði maður sífellt var við hin þröngsýnu afturhalds- öfl sem alls ekki geta sett sig inn í viðhorf sem ríkja hjá þeim sem tileink- að hafa sér viðhorf sem hæfa 9. áratugnum. 14. Allan innri búnað og sitthvað fleira mætti upp telja. Hvað þetta allt kostar skal ég ekki fullyrða endanlega um, þar veldur miklu hver á heldur, en mér kæmi ekkert á óvart 5,5-6 milljónir, gæti miklu fremur trúað að það dyggði ekki til, allavega er það ljóst að hugmyndir forgöngumann- anna um kostnað virðast langt fyrir neðan mögulegan raunveruleika. Til viðbótar kemur allur innri búnaður sem talið er að kosti a.m.k. 2 milljónir króna eða samtals kr. 7,5-8 millj. Samkvæmt framansögðu er fullkom- lega Ijóst að hér er verið að hefjast handa um framtíðarlausn undir yfirskini skammtímalausnar. Það er útilokað að raunverulega láti nokkur sem til þekkir sér til hugar koma að þetta verði ekki lausn sem við verði búið næstu áratugina. Jafn mikil fjárfesting verður aldrei réttlætanleg, ef aðeins á að leysa vanda örfárra ára (5 ár er talað um). Skipulagslega og stjórnunarlega fellur rekstur sjúkra og hjúkrunardeildar í gamla sjúkrahúsinu afar illa að hag- kvæmri uppbyggingu þessarar þjónustu. Þegar er búið að fjárfesta í og byggja upp alla þjónustuaðstöðu í nýja sjúkra- húsinu - það vantar aðeins sjúkrastof- urnar sjálfar. Má þar benda á alla starfsaðstöðu og tækjabúnað, sérstak- lega aðstöðu fyrir endurhæfingu, sjúkra- þjálfun, sem að áliti allra er fylgjast með nútíma öldrunarlækningum er einn þýð- ingarmesti þátturinn í árangursríkri meðferð til að viðhalda sem bestri líðan aldraðra. Við rekstur í gamla sjúkrahúsinu nýtist þessi aðstaða að sjálfsögðu ekki fyrir þá sem þar dvelja. Fullyrt hefur verið að ekki verði sótt eftir fjármögnun frá öðrum en heima- aðilum til að fjármagna endurbygging- una sem stefnt virðist að Ijúka næsta haust miðað við ráðningartíma Hafsteins Þorvaldssonar sem byggingarstjóra framkvæmdarinnar. Ég ætla ekki að fullyrða að fjáröflun upp á 6-7 milljónir króna til þessara málefna sé ófram- kvæmanleg en hörmulegt væri ef menn bæru ekki gæfu til að ráðstafa slíku fjármagni þannig að um raunverulega og hagkvæma framtíðarlausn yrði að ræða. En auðvelt er að leiða líkurað því að forsenda slíkrar fjársöfnunar væri átak sem samstaða væri um en hún næst aldrei um jafnmikla skammsýni og lágkúruskap og virðist eiga að ráða í þessu máli. Allt annað gildir um upp- byggingu hjúkrunardeildar við sjúkra- hús Suðurlands eins og hönnun þess gerir ráð fyrir.. Hér er um þær fjárupp- hæðir að ræða að ríkisvaldinu væri ekki stætt á því að leggja ekki fjarmagn á móti, ef heimamenn stæðu að því máli af myndarskap og fullri einurð og þá þyrfti byggingartíminn ekki að verða óbærilega langur. En stóra hættan í þessu máli er að fjármagn hér heima þrjóti fyrr en varir og þá verði leitað eftir ríkisframlagi til að Ijúka verkinu, sem yrði til þess að fjárveitingar til áfram- haldandi uppbyggingar við nýja sjúkra- húsið næðust ekki fram, í umræðum um þessi mál er því mjög haldið á lofti að öll gagnrýni á umrædda framkvæmd séu „ósmekklegar aðdrótt- anir að fjárhagslegum velgjörðar- mönnum sjúkrahússins þ.e. kvenfé- lögum á Suðurlandi, sem alla tíð hafi lagt af mörkum verulegar fjárhæðir til þessarar starfsemi.“ (Úr opnu bréfi til starfsfólks sjúkrahússins frá Hafsteini Þorvaldssyni). í þessu máli er það rétt að samtök kvenna um allt land og þar á meðal á Suðurlandi hafa um áratugi lagt ómældar fjárhæðir til bættrar heilbrigðis- þjónustu og oft á tíðum verið frumkvæðis- í aðili að kaupum nýrra tækja sem auðveldað hafa læknum að tileinka sér nýjustu tækni í meðferð margvíslegra meina. En undantekningalítið hefur sam- tökum kvenna borið gæfa til þess að njóta ráðgjafar hæfra manna með nú- tíma viðhorf og þekkingu í ráðstöfun þess fjármagns sem þær oft af ótrúlegum dugnaði hafa safnað. Nú virðist þessi gæfa, þessi nauðsynlega faglega ráðgjöf ekki vera með forystu sunnlenskra kvenna, sem er hörmulegt í jafn brýnu baráttumáli og uppbygging sjúkra og hjúkrunardeildar fyrir aldraða og aðra langlegusjúklinga á Suðurlandi er. Það sem gera verður er að þegar verði hafist handa með áframhaldandi upp- byggingu Sjúkrahúss Suðurlands. Þeim fjármunum sem safna á, sem verður að vera a.m.k. 6-7 milljónir til viðbótar söluverði gamla sjúkrahússins verði varið til þess og viðbótarfjármagn knúið fram úr ríkissjóði. Þetta tekur vissulega einhvern tíma en vilji menn leysa sárasta vandann með raunverulegri skamm- tímalausn væri eftirfarandi mögulegt: Byggt yrði hús sem væri hannað sem sambýlishús á einni hæð en tekið tillit til þess við hönnun og innréttingar að um örfá ár yrði í því langlegudeild fyrir hjúkrunarsjúklinga. Þegar uppbygging raunverulegrar langlegudeildar væri lok- ið yrði þetta hús, þessar íbúðir seldar. Þar sem þetta yrði að vera hannað með tilliti til fólks með skerta hreyfigetu yrðu þetta hinar æskilegustu íbúðir fyrir fatlaða í framtíðinni og væri þetta vel undirbúið yrði vandalaust að flytja fjármagnið sem í þessu væri bundið yfir í lokaáfanga langlegudeildarSjúikrahúss Suðurlands. Með þessu móti myndi átak og barátta sunnlenskra kvenna koma til góða bæði öldruðum og fötluðum, en þessir þjóð- félagshópar hafa ætíð mætt skilningi og stuðningi samtaka kvenna. Væri vissulega ánægjulegt ef hið mikla átak í fjáröflun sem framundan er gæti varðað veg beggja þessara þjóðfélags- hópa til betra og hamingjuríkara lífs. Eggert Jóhanncsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.