Tíminn - 08.12.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 08.12.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag V- labriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Sfmi 36510 HEF STUNDflÐ ÚTIilF OG UÚSMYNDUN FRfl ÆSKU Rætft við Hjálmar R. Bárðarson um nýja Ijósmyndabók hans ■ Það má segja að ég hafi stundað náttúruskoðun alveg frá því að ég var strákur, þegar ég var að alast upp á Isafirði stundaði ég mikið útiveru og var einatt uppi á fjöllum um helgar. Ahuginn fyrir náttúruskoðun og Ijósmyndun kviknaði því snemma og sumarið 1939 ferðað- ist ég einn um Strandirnar með myndavélina. Ég gekk úr Jökul- fjörðum til Aðalvíkur og síðan suður Hornstrandir til Stein- grímsfjarðar og þaðan yfir í Djúp. Þetta þótti merkilegt ferðalag því þetta var áður en svona gönguferðir komust í tísku. Ég gerði mér ekki grein fyrir því þá að innan skamms myndi allt þetta svæði leggjast í auðn. Þess vegna tók ég minna ella af mannlífsmyndum, en ein- beitti mér að náttúrulífsmynd- um. Hjálmar R. Bárðarson skipaskoð- unarstjóri og kunnur Ijósmyndari er um þessar mundir að gefa út nýja bók með eigin Ijósmyndum. Hann lýsti þannig upphafi ferils síns sem Ijósmyndari í viðtali við Tímann. Hvert er svo framhaldið hjá þér á þessu sviði? Ég fór til náms í Danmörku og var þar öll stríðsárin. Þá ferðaðist ég mikið um landið með ljósmyndavélina og skrif- aði um Ijósmyndun í dönsk og sænsk blöð og hélt fyrirlestra hjá áhugamanna- félögum um ljósmyndun. Ég skrifaði líka kennslubók í Ijósmyndun á dönsku sem ég nefndi „Table top“ og fjallar um gerð inniljósmynda og uppstillinga- mynda. Það var mikill áhugi á þeim þætti ljósmyndunar í Danmörku á þeim tíma vegna þess að víða var bannað að taka myndir úti vegna hernámsins. Ég var gerður heiðursmeðlimur í samtökum danskra áhugaljósmyndara og tók mikið af myndum í blöð þeirra. Síðan heldur þú áfram ljósmyndun eftir heimkomuna af fullum krafti. Ég hélt áfram að vinna að Ijósmyndun og gaf út mína fyrstu Ijósmyndabók á íslandi árið 1953. Hún var nefnd íslands ■ Hjálmar R. Bárðarson með nýju bókina. Tímamynd Róbert farsælda frón og fékk ágætar móttökur, var endurútgefin árið eftir. 1965 kom svo út bókin ísland, Ijósmyndabók með stuttum texta og var gefin út á 6 tungumálum. Hún var endurútgefin árið 1970. 1971 kom svo út bókin „fs og eldur, andstæður íslenskrar náttúru." Hún hefur þrívegis verið gefin út á ensku og tvívegis á þýsku. Þessar bækur hafa farið afar víða um heiminn og fengið mjög góðar viðtökur. Og nú er komin út ein enn og sú víðamesta. Hvað getur þú sagt mér um hana? Þessi nýja bók ber heitið „ísland, svipur lands og þjóðar,“ og í henni eru um 600 Ijósmyndir ásamt ýmsum kortum, sem ég hef ýmist gert sjálfur eða fengið afnot af. Hún er annars þannig upp byggð að fyrst fjalla ég um fund íslands og þar velti ég fyrir mér því sem stundum er kallað „landnám fyrir landnám" hugsanlegar ferðir grískra og írskra manna hingað og um möguleikana á því að írar hafi haft hér búsetu. Ég fullyrði ekkert um þessi efni en velti fyrir mér heimildum sem gefa þetta til kynna. Síðan fjalla ég um víkingana og land- námið og í þriðja kaflanum tek ég jarðsöguna til meðferðar og skýri hana í máli og myndum út frá landrekskenn- ingunni. Ég tel að hún sé almennt svo viðurkennd af fræðimönnum að það sé réttlætanlegt að ganga út frá henni þegar jarðsagan er rakin. Ég tel líka að saga íslendinga sé svo nátengd sögu þjóðar- innar að þetta tvennt verði ekki aðskilið. Eftir að hafa fjallað um jarðsöguna rek ég þjóðsöguna í sérstökum kafla og síðan fer ég hringferð um landið, fer um hvern landshlutann á fætur öðrum og fjalla um hann í myndum og texta. Síðustu kaflarnir fjalla um Surtsey og myndun hennar og þróun lífríkis þar og um Heimaey, þar sem saga gossins og enduruppbyggingarinnar er rakin. Nú skrifar þú sjálfur allan texta. Þú hlýtur að hafa orðið að setja þig vel inn í ýmsar fræðigreinar utan þíns sérsviðs. Ég hef lengi haft mikinn áhuga á jarðfræði, m.a. annars starfað mikið í Jöklarannsóknafélaginu og Surtseyjar- félaginu. Ég hef raunar líka lagt nokkuð stund á að kynna mér sögu og fornleifa- fræði, einkum allt sem varðar forsögu íslands og landnám. Það sem ég skrifa í þessa.bók er afrakstur þessa áhuga. Ég vil geta þess að kaflann um forsöguna og landnámið las Kristján heitinn Eld- járn yfir fyrir mig og féllst á það orðalag sem þar er notað, en hann var allra manna fróðastur um þau efni. Hefur þú unnið allar myndirnar sjálfur? Ég hef sjálfur unnið allar svarthvítu myndirnar en látið vinna litmyndirnar af fagmönnum. Einnig hef ég sjálfur gert alla útlitsteikningu af bókinni, þannig að tryggt yrði að heildarsvipur hennar og uppbygging væri eins og ég hugsaði í upphafi. JGK Húsavíkurflotinn að stöðvast? ■ Enn situr allt við það sama í málefnum útgerðar- innar á Húsavík. Sem kunnugt er þá hafa út- gerðarmenn í bænum boð- að að þeir muni stöðva skip sín um næstu helgi, þar sem að olíudeild Kaup-- félags Þingeyinga hefur tekið fyrir frekari af- greiðslu á olíu til útgerðar- innar nema gegn stað- greiðslu. Er þetta gert vegna skulda sem taldar eru nema um sex milljón- um króna. Tómas Árnason, við- skiptaráðherra sem jafn- framt gegnir störfum sjá- varútvegsráðherra í fjar- veru Steingríms Her- mannssonar, varðist í gær allra frétta af þessu máli, en þá hafði það ekki verið tekið fyrir á ríkisstjórnar- fundi. Tómas sagði að eng- in ákvörðun hefði verið tekin í málinu, en það sem útgerðarmenn á Húsavík hafa mest kvartað yfir er að olíumálin hafi ekki ver- ið tekin inn í fyrirhugaða skuldbreytingu. Blaðburðarbörn óskast; Tímann vantar ^ \ fólk til blaðburðari í I? lýSmm Garðabæ sími: 44876 Sími: 86300 O •miTWH.ISMIxe. T.M.IUfl. dropar Davíð fetar í fótspor Sigurjóns ■ Á sunnudaginn fer fram árleg athöfn á Austurvelli í Reykjavík, þegar tendrað verður jólatré því sem Oslóbúar gefa Reykvíkingum. Undanfarin ár hefur það kom- ið í hlut Sigurjóns Péturssonar, forseta borgarstjórnar, að taka við trénu. Nú bregður hins vegar svo við að Albert Guð- mundsson, sem gegnir embætti forseta borgarstjórnar, verður fjarri góðu gamni, því Davíð Oddsson, borgarstjóri, ætlar sér það hlutverk, og mun því feta í fótspor Sigurjóns Péturs- sonar. Hjörleifur ætlar að taka Alusuisse í bakaríið ■ Þá eru álviðræðurnar hafn- ar að nýju og stöðugt lumar Hjörleifur Guttormsson, iðn- aðaráðherra á nýjum og óvæntum trompum. Fyrri við- ræður voru í Ráðherra- bústaðnum við Tjarnargötu, en nú hefur Hjörleifur ákveðið að viðræðumar verði í gömlu Rúgbrauðsgerðinni við Borg- artún. Þykir mönnum því einsýnt um að Hjörleifur ætli að taka Ragnar Halldórsson, Muller og allt Alusuisse - gengið rækilega í bakaríið. Það á svo eftir að koma í Ijós hver bakar hvern. „Bráðsmitandi vitleysa“ ■ Hin aldna stjórnmála- kempa Björn Pálsson á Löngu- mýri hefur enn sem fyrr á- kvcðnar skoðanir á pólitíkinni og pólítíkusunuin sjálfum. Er það haft eftir áreiðanlegum heimildum að Birni lítist ekki meira en svo á þingmennina í dag og eitt er víst að hann hefur ekki mikið álit á Vil- mundi Gylfasyni og fyrir- huguðu bandalagi jafnaðar- mann. Nýlega á Björn að hafa sagt eftirfarandi um þessar helstu hræringar í pólitíkinni: „Það ætla víst allir vitleysingar bæjaríns að kjósa þennan Villa. Já það er öruggt að ekkert er eins smitandi og vitleysan, nema ef ske kynni bráðsmitandi inflúensa.“ Og um úrslitin í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík sagði Björn: - Og ekki er vitleysan minnst á þeim bæ. Þar höfnuðu menn Geir Hall- grímssyni og líklega var það bara vegna þess að hann hefur aðeins meiri vitglóru en þeir sem við hann kepptu. Krummi ... ...mælir með því að forráða- menn olíufélaganna taki sér kollega sína hjá gosdrykkja- verksmiðjunum til fyrirmynd- ar, þannig að „rússneska hrá- olían“ sem við köllum bensín lækki sem fyrst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.