Tíminn - 09.12.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.12.1982, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982 5 fréttir MIKUR MÖGULEIKAR A NOTK- UN VÉLMENNA í FISKIÐNAÐI — Rádstef nan ■ „Ég mun koma með tillögur um þaer starfsgreinar, þar sem ég tel að iðnróbót- ar komi sterklega til greina að verða nýttir á næstunni,“ sagði Jón H. Magn- ússon, verkfræðingur í viðtaG við Tímann, þegar hann var spurður um hvað hann myndi fjalla í erindi sínu á ráðstefnu á Hótel Sögu á morgun, sem ber heitið „Iðnróbótar og framtíðin“, en ráðstefna þessi er haldin af Félagi íslenskra iðnrekenda, British robot association og Dansk robotforening, í samvinnu við JHM Almenn Tækniþjónusta s.f. Jón H. Magnússon verkfræðingur hefur einmitt fylgst náið með notkun iðnróbóta í öðrum löndum, og þá einkum og sér í lagi í Svíþjóð, þar sem hann starfaði, fyrst í Kockum skipa- smíðastöðinni en þar átti Jón þátt í hönnun á svonefndum rafsuðuróbót, síðan starfaði hann sem yfirverkfræð- " ingur hjá Kockum Automation, en þar var alvarlega íhugað að hefja framleiðslu á iðnróbótum. Jón hefur því aflað sér mikillar þekkingar um þessa tækni, sem er enn óþekkt með öllu hér á landi, en Jón spáir að svo verði ekki lengi enn. „Ég ætla að reyna að koma með tillögur um greinar þar sem ég tel að svona rótbótar koma til greina,“ sagði Fólk sem tilkynnir ekki aðseturskipti: um 140krónur ■ „Ef upp kemst að fólk hafi ekki tilkynnt aðsetursskipti í tíma fær það sektartilboðsbréf, sem gerir því að borga 140 króna sekt hjá lögreglustjóia. Ef sektin er ekki borguð fer málið til sakadóms,“ sagði KlemensTryggvason, hagstofustjóri, þegar Tíminn spurði hann um viðurlögin við því að tilkynna ekki aðseturskipti á réttum tíma væru. Klemens sagði að Hagstofan gengi á eftir þessum málum eins og kostur væri og til þess hefði hún mörg spjót úti. Við útburð skattframtalseyðublaða í janúar væri Hagstofan látin vita ef viðkomandi væri ekki búsettur þar sem hann er skráður. Þá væru gjaldheimtur- og þing- gjaldseðlar sendir út um mitt ár og þá gilti það sama. Loks nefndi Klemens að sveitarfélög um allt land tilkynntu Hag- stofunni um flutninga úr sveitarfélagi. Hagstofan hefur farið fram á að sektarupphæðin vegna vanrækslu á tilkynningu aðsetursskipta verði hækkuð verulega. Loks má geta þess að milli fjögur og fimm þúsund einstaklingar hafa fengið á sig kæru frá því þjóðskráin hóf starfsemi, eða síðan 1956. - Sjó Þorskveiði- bann í tólf daga ■ Þorskveiðibann skellur yfir á miðnætti 20. desember næstkomandi. Gildir bannið um öll fiskiskip önnur en þau sem falla undir hið svokallaða skrapdagakerfi. Þorskveiðibannið að þessu sinni varir í 12 daga, eða fram til miðnættis á gamlársdag, 31. desember. Á banntíma er óheimilt að leggja eða hafa þorskfisknet í sjó og fiskiskip sem stunda þorskveiðar og falla ekki undir skrapdagakerfið, skulu því hætta veiðum í síðasta lagi á miðnætti á aðfaranótt 20. desember. „Idnróbótar og framtíðin” hefst á morgun Jón, „og í því sambandi nefni ég svona 10 iðngreinar. En það má segja að erlendis hafi svona iðnróbótar aðallega komið að gagni þar sem um einhæf og þreytandi störf er að ræða, svo og þar sem umhverfi er erfitt eða hættulegt, svo sem vegna eiturs í andrúmsloftinu." Jón sagði að starfsfélög erlendis hefðu tekið mjög jákvætt í að taka í notkun svona hjálparbúnað, vegna þess að menn fengju áhugaverðari störf fyrir bragðið, þegar róbótarnir yfirtækju þau einhæfu og þreytandi. „Ég tel að einna mestu möguleikarnir í sambandi við notkun svona iðnróbóta hér á landi séu í fiskvinnslunni,“ sagði Jón, „og ég hef verið að skoða ýmis frystihús á vegum S.H. og ég tel að það sé á nokkuð mörgum stöðum sem kemur til greina að athuga hvort ekki sé hentugt að reyna notkunma. Fyrst þarf auðvitað að gera ýmsar forathuganir ss. hvort notkunin sé hagkvæm tæknilega og fjárhagslega, síðan þarf að skipuleggja starfið, áður en farið er út í framkvæmd- ir.“ Jón benti einnig á möguleikana varð- andi matvælaiðnað, og raunar alls staðar þar sem um pökkun væri að ræða. Sagði hann að í því sambandi mætti sérstaklega nefna sjónvarpsstýrða iðnróbóta, sem gætu tekið hluti af færibandi og raðað saman. Þessi nýstárlega ráðstefna verður eins og áður segir á Hótel Sögu og hefst hún kl. 9ífyrramáliðoglýkurkl. 17 síðdegis. Fjöldi erinda verða flutt af breskum og dönskum þátttakendum, en auk Jóns mun Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ flytja erindi af hálfu íslendinga. -AB ■ Senn liður að jólum og skammt er í að fyrstu jóla- sveinarnir láti sjá til sín. Þeir HurðaskeUir og Stúfur tóku þó forskot á sæluna og létu sjá sig í höfuðstaðnum nýlega og gripu þeir þá þennan stæðilega lögreglu- þjón glóðvolgan við skyldu- störf. Hurðaskellir og Stúfur hafa annars gefið út jólaplötu sem ætluð er börnum á öllum aldri og heitir hún „Staðnir að verki". Þar koma einnig við sögu, Bryndís Schrani, Þórður hósvörður, Grýla og Leppalúði og barnakór, en auk þess hcfur hljóm- sveitin Mezzoforte lagt gjörva hönd á verkið. 15% afmælisafsláttur Þanri9. desember 1967 hóf TEPPALAND feril sinn, þá undir nafninu Innréttingabúðin og síðar TEPPALAND , 3 daga 15% og líka 5% bjóðum við því afmælisafslátt við staðgreiðslu afslátt auk venjulegra afborgunarkjara til þeirra sem vilja greiðslufrest. Boltaland - frábær fóstra fyrir yngri kynslóðina meðan for- eldrarnir skoða teppaúrvalið í ró og næði. Við verðum líka með kaffi á könnunni handa öllum. Á þessum 15 árum höfum við náð þeim árangri að fuilyrða má (skv. op- inberum skýrslum) að ÖNNUR HVER FJÖLSKYLDA kaupi teppin sín hjá TEPPALANDI eða umboðsmönnum um land allt Vjð erum stoltir af þessum áfanga og í hátíðarskapi á þessum tímamótum Tepprlrnd Grensásvegi13 Sími 83577 - 83430 -ESE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.