Tíminn - 09.12.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.12.1982, Blaðsíða 6
s, WMXUBA,6HJR 9. BXS^Mflptl ,1982 HELMINGUR AliS BRENNIVINS DRUKKIÐ AF10% ÞJÓOARINNAR — samkvæmt könnun sem gerð hefur verið á áfengisneyslu fslendinga á aldrinum 20-70 ára ■ Um 10 af hverjum 100 uppkominna íslendinga drekka um helming alls þess áfengis sem drukkið er á íslandi. Nokkuð er þetta þó misjafnt eftir kynjum. T.d. drekka 10 hverra 100 kvenna nær tvo þriðju (62%) af öllu því áfengi sem konur drekka hér á landi, en 10 af hverjum 100 körlum nær helming (47%) alls þess áfengis sem karlar drekka. Þetta kemur m.a. fram í samantekt Hildigunnar Ólafsdóttur af- brotafræðings úr könnunum sem gerðar hafa verið á áfengisneyslu íslendinga á aldrinum frá tvítugu til sjötugs nú undanfarin ár. Er því Ijóst að það er tiltölulega lítill hópur sem drekkur megnið af því áfengi sem drukkið er hér á landi, sem Hildigunnur segir áþekkt og komið hafl fram í svipuðum könn- unum erlendis. Algerir bindindismenn eru um 18 af hverjum 100 manns á aldrinum 20-50 ára. Áberandi fleiri úti á landsbyggðinni en í Reykjavík og nágrenni. Aðeins um tíundi hver karl reyndist þó í þessum hópi en um fjórðungur kvenna. Jafn- framt neyta karlarnir u.þ.b. þrisvar sinnum meira áfengis en konur. Bæði meðal karla og kvenna er meðalneyslan mest á aldrinum milli tvítugs og þrítugs og síðan fertugs og fimmtugs. Verulega dregur úr henni hjá fólki á aldrinum frá þrítugu til fertugs og enn miklu meira eftir fimmtugsaldur og áfram uppúr. Um tveir þriðju af konunum neyttu minna en 100 cl. af hreinum vínanda á ári, (0-100 cl.) sem jafngilda mun t.d. um 3 flöskum af brennivíni á ári. Karlar í þeim hópi voru helmingi færri. Á hinn bóginn voru nær 3 af hverjum hundrað körlum sem kváðust drekka yfir 2.000 cl. sem jafngildir 63 brennivínsflöskum eða meira. Meðalneysla 20-29 ára karla var um fjórðungur þessa, eða jafngildi 16 flaskna af brennivíni árlega. Tekið skal fram að þegar reiknuð er meðalneysla á mann á ári sem er reiknuð eftir þvf sem þátttakendur í rannsóknun- um þessum sögðu, kemur í ljós að hún jafngildir ekki nema rúmlega 40% af því sem opinberar skýrslur segja um áfengis- sölu á landinu, sem sýnir að einhverjir hópar þátttakenda eða allir vanmeta áfengisneyslu sína um meira en helming, þ.e. telja hana helmingi minni en hún er í raun og veru. -HEI Kvikmyndin landsmótsreiðin að Borg í Grímsnesi — Einnig sýnd Landmanna- leitir og nokkrar hestamyndir ■ Eins og Tíminn hefur sagt frá var frumsýnd í Hlégarði nýlega kvikmyndin Landsmótsreiðin, sem Guðlaugur Tryggvi Karlsson gerði í sumar af reið þeirra Harðarmanna í Mosfellssveit á Landsmót hestamanna norður á Vindheimamela í Skagafirði. Húsfyllir var í Hlégarði og höfðu gestir hið mesta gaman af myndinni, en hópur þeirra Mosfellinga var sá stærsti semi kom á hestbaki á mótið. Einnig var sýnd eldri kvikmynd Guðlaugs Tryggva: Landmannaleitir. Nú er ákveðið að næsta sýning á þessum kvikmyndum verði að Borg í Grímsnesi föstudaginn 10. desember n.k. og hefur búnaðarfélag sveitarinnar forgöngu um sýninguna en kvenfélagið sér um veitingar í hléinu. Einnig er í ráði að sýna nokkrar hestamótsmyndir af Suðurlandi. ■ Hér sjáum við nokkra af leikurunum ásamt karamellukvöminni góðu, sem sjálfsagt marga fýsti að eignast. Karamellukvörnin frum- sýnd á Hvammstanga Hvammstangi: Hjá Leikfélaginu á Hvammstanga hafa að undanförnu stað- Gjöfín sem gefur aro Sodastream tækið er tilvalin ið yfir æfingar á barnasjónleiknum „Karamellukvörnin" eftir Evert Lund- ström og er stefnt að því að frumsýning verði n.k. laugárdag 11. desember kl. 15.00. Leikstjóri er Þröstur Guðbjarts- son, en þýðinguna gerði Árni Jónsson. Sýningar munu síðan halda áfram í desember: Skagaströnd sunnudaginn 12. des. kl. 14.00, Hvammstanga þriðjudag- inn 14. des. kl. 21.00 og laugardaginn 18. des. kl. 15.00. Á Blönduósi er fyrirhuguð sýning sunnudaginn 19. des. kl. 14.00 og síðasta sýningin svo á Hvammstanga þriðjudaginn 28. desemb- er kl. 21.00. Leikflokkur hefur starfað á Hvamms- tanga allt frá árinu 1969 og sett upp sjónleik árlega að einu undanskildu. Jafnframt hefur félagið farið með sýn- ingarnar um nágrannahéruðin. Síðustu árin hefur sýningarsvæðið enn verið stækkað, m.a. sýnt á höfuðborgarsvæð- inu. Yfirleitt hefur félagið notið góðra undirtekta frá áhorfendum. -HEl Lúciuhátíð í Akureyrarkirkju Akureyri: Karlakór Akureyri færir upp sína 11. Lúciuhátíð í Akureyrarkirkju þann 10. desember kl. 20.00 og 11. des. kl. 18.00. Segja kórfélagar nú venju fremur vandað til hátíðarinnar. M.a. fá þeir nú fjölda kvenna sér til aðsstoðar, þ.e. úr Kirkjukór Lögmannshlíðar, Hörpu kvenfélagi karlakórsins og ungar stúlkur úr Menntaskóla Akureyrar. Einsöngvar- ar að þessu sinni eru: Helga Alfreðsdótt- ir sópransöngkona og Óskar Pétursson tenórsöngvari. í sönghléi syngur Inga María Eyjólfsdóttir sópransöngkona úr Hafnarfirði verk eftir Schubert, Hándel, Stradella og Adolphe Adam. Söngstjóri er Guðmundur Jóhannsson og undirleik annast Ingimar Eydal. Þessi siður sem upprunninn er í Svíþjóð var fyrst tekinn upp af Karlakór Akureyrar í desember 1946 með sam- söng í Nýja Bíói. Ef færi leyfir ætlar kórinn einnig að syngja í Skjólbrekku sunnudaginn 12. desember kl. 13.00 og í Húsavíkurkirkju kl. 17.00. -HEI Sól hf. Þverholti 19, sími 91 -26300 jólagjöf fyrir alla fjölskylduna. Geriö sjálf gosdrykkina og sparið meira en helming.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.